Morgunblaðið - 25.08.1959, Side 3
Þriðjudagur 25. ’ág'úsí 1959
VORCUISBLAÐIÐ
3
þott tækið
bili á 30
metra dýpi
Fyrsti froskmaðurinn
til Austurlands
Neskaupstað 22./8. 1959.
í FYRRADAG kom hingað til Nes
kaupstaðar hraðbáturinn Elding,
sem er farkostur froskmannsins
Hafsteins Jóhannssonar, Akra-
nesi, og aðstoðarmanns hans
Kristjáns Jónssonar, einnig á
Akranesi. Hafsteinn hefur starf-
að að froskköfun við síldveiðiflot
ann í sumar, m. a. hér við Aust-
urland. Er það í fyrsta skipti,
sem slík starfsemi er framkværnd
hér.
Fréttaritari Morgunblaðsins
hitti þá félaga að máli og bað
þá segja eitthvað frá starfi sínu.
Ef tækið bilar á 30 metra dýpi.
Hafsteinn er 23 ára gamall
Hann hefur mótoristaréttindi og
var erlendis í þrjú ár, mest í
Norge.i Var hann þar m. a. vél-
stjóri á 3000 lesta flutningaskipi
í eitt ár. Árið 1957 fór hann svo
á námskeið í froskköfun hjá
Falks Redningskorps í Oslo og
útskrifaðist þaðan. Þar var þeim
m. a. kennt, hvernig froskmaður
bjargar sér upp á yfirborðið, þótt
tæki hans bili á 30 metra dýpi,
og hann fái ekkert loft frá því.
Voru nemendurnir látnir æfa
þetta, kafa niður og sleppa síð-
an loftslöngunni. Fréttaritaran.
skildist, að aðalatriðið sé að anda
frá sér alla leiðina upp — og
fara með sama hraða upp og loft'-
bólurnar frá manninum. Að prófi
loknu átti hann kost á því, að fá
starf hjá hvalveiðimóðurskipi og
dvelja 7—8 mánuði í Suðurhöfum
fyrir árskaup.
Keypti Heklu Flugfélagsins.
Eftir heimkomuna starfaði
Hafsteinn að ýmsum störfum við
sjó, en nýlega keypti hann hrað-
bátinn, sem Flugfélagið hafðr i
Skerjafirði til að annast sjóflug-
höfnina, meðan slíkt tíðkaðist
ennþá. Hét hann Hekla, en heitir
nú Elding AK—76 — því hanr.
er skráður sem fiskiskip. Eld-
ing hefur líka verið notuð sem
fiskiskip, því í vor var Hafsteinn
við annan mann á skaki á bátn-
um. Telur hann bátinn vel fali-
inn til handfæraveiða fyrir tvo.
Hægt er að koma þrem lestum
af fiski á hann.
Elding er 42 fet að lengd og
mælist rúmlest. í honum eru
tvær Perpins-dísilvélar, hvor 110
hestöfl. Gefa þær bátnum 17—20
mílna ferð á % keyrslu, en há-
markshraði mun vera 26 sjó-
mílur.
Hafsteinn þurfti lítið að breyta
bátnum. Aðeins setja í hann tvær
kojur og eldunartæki. Notar hann
tveggja elda Kosangas-vél og hit-
ar vistarverur bátsins einnig upp
með hei.ni. Einnig fékk hann
nýja talstöð og svo hefur hann
auðvitað sett í hann útbúnað
vegna froskköfunarinnar — aðal
lega stór hylki með þrýstilofti.
Elding er hið bezta sjóskip, en
er mikil mótvindur er og sjó-
gangur, getur orðið nauðsynlegt
að andæfa, þá er betra að snúa
skutnum í vindinn, því viðtökur
bátsins eru miklu meiri að afc-
an. Báturinn mun yfirleitt geta
komizt leiðar sinnar, þegar síldar
bátur með nótabát kemst klakk-
laust.
Hvernig er froskmaður búinn
við köfun?
Ekki kom til þess, að Hafsteinn
Síldar vart nœr landi
en að undanförnu
UNDANFARIÐ hefur sú síld,
sem veiðzt hefur, verið svo langt
úti, að flestir munu hafa talið,
að síldin væri komin of langt út
og væri að hverfa. Eru fjölmarg-
ir síldarbátar hættir veiðum. í
gær varð vart síldar miklu nær,
eða 20—30 sjómílur úti. Albert
mun einnig hafa orðið síldar
var á þeim slóðum, bæði á astik-
tæki og einnig séð vaðandi söld.
Voru nokkrir bátar að veiðum á
þessum slóðum í gærkveldi.
Frá Norðfirði
NORÐFIRDI, 24. ágúst — Tvö
skip eru búin að tilkynna komu
sína hingað með síld í söltun,
Helga og Áskell. Búið er að fá
aftur tunnur hingað og verður
saltað áfram, þegar síld berst.
Hér eru fullar þrær þangað til
á morgun og 15 skip bíða með
1500 mál í allt. Þau sem mest
hafa, eru Frosti með 200 mál,
Jón Trausti með 450; Guðmundur
Þórðarson með 550; Fagriklett-
ur með 150; Vörður með 200. í
höfninni liggja 25—30 skip, sum
með slatta og önnur tóm, en
ófarin út.
Á suhnudag var saltað úr þrem
ur skipum, Goðaborg, Bergi og
Þráni alls 130 tunnur. Á sunnu-
dag og mánudag lönduðu þessi
skip: Askur 250 mál. Víðir II.
350; Sigrún 300; Faxaborg 180;
Bjarni Jóhannesson 250; Haf-
björg 40; Ólafur Magnússon 640;
Glófaxi 150; Gullfaxi 480; Sig-
urður Bjarnason 500; Guðfinnur
330; Björgvin 300 og Páll Páls-
son 600.
Alls hefur síldarverksmiðjan
á Norðfirði tekið við 60 þús. mál-
um. — Fréttaritari.
Frá Vopnafirði
VOPNAFIRÐI, 24. ágúst — Hér
hefur verið reitingslöndun und-
anfarið. í síldarþrónum eru nú
10 þús. mál og rúm er fyrir 10
þús. mál til viðbótar. Verksmiðj-
an bræðir 3000 mál á sólarhring,
og hefur hún ekki alltaf haft
nóg.
Um helgina komu hingað upp
undir 20 skip. Saltað var í 700—
800 tunnur. Skipin eru nú að
byrja að tilkynna komu sína inn
með söltunarhæfa síld.
Snæfellið mun hafa orðið vart
síldar nær landi en hún hefur
verið að undanförnu. Einnig varð
Albert var síldar, en þá voru
flest skipin búin að kasta.
Seinni hluta dags í dag var
sæmilegt veður á miðunum.
Listkynning Mbl.
Hafsteinn Jóhannesson og Kristján Jónsson
þyrfti að aðstoða skip hér í höfn
inni. Það verður því að lýsa
búningi hans eftir frásögn.
Hann klæðist í tvær ullarpeys-
ur og þykka ullarbrók. Utanyfir
þetta er þétt gúm-brók, sem fell-
ur v -.tnsþétt að hálsinum, en á
fótum er sundfit. Yfir höfðinu
er gúm-hetta, en andlitið er hert,
nema gríma fyrir augum og- nefi.
Á bakinu er hafður loftkútur
og barki úr honum, sem öndunin
fer fram um. Vegna þess, að Haf
steinn er ekki búinn að fá sér
lofthleðslutæki, þarf hann að
hafa stóra loftkúta í bánum og
slöngu úr þeim niður til sín..Hann
hefur hug á því að fá sér slík
tæki fyrir næsta sumar, því mun
betra er að hafa loftkútinn á
bakinu og losna við slönguna úr
bátnum, auk þægindanna við að
geta alltaf hlaðið kútana sjálfur.
Ekki segir Hafsteinn, að sér
verði yfirleitt kalt í sjónum, en
það getur orðið kalt að koma upp
úr.
Til froskköfunar fóru —
frá Akranesi , F , þann 20. júli.
Hafsteinn og Kristján, aðstoð-
armaður hans, seni er 17 ára,
lögðu af stað frá Akranesi 20.
júlí og sigldu í einum áfanga til
Bolungarvíkur. Gekk ferðin vel
og fór Elding með að meðaltali
16 mílna hraða alla leiðina. Það-
an héldu þeir til Siglufjarðar.
Síðan hafa þeir komið til Rauf-
arhafnar, Vopnafjarðar, Seyðis-
fjarðar og nú síðast hingað til
Neskaupstaðar.
Á þessum tíma hafa þeir veitt
28 skipum aðstoð, stundum á
höfnum inni, en oftar utan hafna.
Algengast er tjónið þannig, að
nót eða dráttartaug fer í skrúf-
una, en einnig eru ýmsar skemmd
ir í sambandi við Asdictæki al-
gengaar.
Hafsteini hefir líkað mjög vel
að vinna fyrir sjómennina, og
hefur honum virzt þeir þakklátir
fyrir hjálpina. Enda hefur hún
oft sparað skipum mikla töf og
óþægindi — kostnað.
Fara kringum landið.
Frá Neskaupstað ætla þeir að
sigla til Hornafjarðar, sem er um
5 tíma ferð í sæmilegu veðri.
Þaðan leggja þeir í lengsta hafn
lausa áfangann til Vestmanna-
eyja. Er það 150 sjómílna leið eða
um 9 tíma ferð fyrir Eldingu. —
Loks er ætlunín að ljúka hringn-
um kringum landið og fara frá
Vestmannaeyjum heim til Akra-
ness.
Allir strákar vilja verða
froskmenn — og eiga hraðbát.
Áður en þeir félagar lögðu aí
stað til Hornafjarðar í morgun,
fóru þeir tvær stuttar ferðir um
höfnlha. Eldihg skauzt með 13
mílna hraða eftir sléttum haf-
fletinum á Norðfirði, markaði
djúpt kjölfar og ýfði sjóinn við
bryggjurnar. Báturinn hallaðist
varla, þótt tekin væri sköiþ
beygja á fullri ferð.
Fullvíst má telja, að margir
drengir og unglingar hafi fylgz
með ferðinni með athygli. Einn
þeirra komst með þeim í ferðina.
Áreiðanlega eru það nú margir
strákar í Neskaupstað, sem „ætla
að verða froskmenn og eiga hrað
bát, þegar þeir eru orðnir stórir
— ekki sízt hann Baddi í Stein-
inum, sem komst með í hraðbáts-
ferðina, en pabbi hans er líka
skipasmiður.
— A. Th.
SAS umsvifamildð
í flugmálum
Thailands
STOKKHÓLMI, 24. ágúst. NTB-
TT. — í dag var undirritaður í
Bangkok samningur um nána
tæknilega og efnahagslega sam-
vinnu SAS-flugfélagsins og
„Thai Airways Company“ í Thai
lahdi. í ráði er áð stofna nýtt fé-
lag „Thai Airways Inter-
national", sem á að halda uppi
flugferðum milli Thailands og
annarra landa. SAS mun eiga
ákveðið magn af hlutabréfum
hins nýja félags og mun fyrst
um sinn veita því ' • iknilega að-
stoð og hafa hönd í bagga með
rekstri þess. SAS mun láta hinu
nýja félagi í té flugvélar af gerð
inni DC-6 og DC-6D, og flug
menn frá Norðurlöndum munu
verða staðsettir í Bangkok ásamt
ýmsu öðru starfsfólki sem ‘nauð-
synlegt er við rekstur flug
stöðva. SAS mun einnig taka að
sér þjálfun innlendra flug-
manna. Loks hefur SAS séð um
sölu á þremur Lockheed-flugvél-
um fyrir flugfélagið í Thailandi,
og voru þær seldar til Mexíkó.
Bifreið ók út af ó Kjnlarnesi
Tveir menn meiddust''------
UM 7 leytið á sunnudagsmorg-
un ók bíll út af veginum skammt
frá Móum á Kjalarnesi, með þeim
afleiðingum að tveir menn af
fjórum, sem í bifreiðinni voru
meiddust.
Bifreiðin, sem er Skodabifreið,
var að koma ofan úr Borgar-
firði. Er hún kom að beygjunni
fyrir sunnan 'Móa, þar sem veg-
urinn liggur upp á melinn, áður
en beygt er niður í Kollafjörð,
lenti hún í lausamöl á hægri veg-
arbrún og missti bifreiðastjórinn
Þórður Eiríksson, stjórn á henni.
Rann bifreiðin út af veginum,
fór eina veltu og lagðist saman.
Er hún mjög illa farin.
Svo vel vildi til, að í bílnum,
sem að kom var Gunnlaugur
Snædal, læknir. Gerði hann að
sárum mannanna og biðu þeir
síðan heima á Móum, unz sjúkra-
bifreið sótti þá. Var annar meidd
ur á höfði, en hinn á höndum.
Er það einstök mildi að ekki
skyldi verða meira slys af.
í SÝNINGARGLUGGA Morg-
unblaðsins eru nú 14 vatnslita-
myndir eftir ungan, danskan
málara, Johannes Obel. Sjö
myndanna eru málaðar á Sikil-
ey, en þaðan kom listamaðurinn
er hann kom hingað fyrir tveim-
ur mánuðum. Síðan hefur hann
ferðazt um laiidið, og eru hinar
myndirnar sjö málaðar á ýmsum
stöðum á íslandi, við Mývatn, í
Hveragerði og víðar. En tilgang-
ur málarans með íslandsferðinni
var einmitt að reyna að sameina
áhrifin af litum og landslagi svo
langt norðurfrá þeim áhrifum,
sem- hann hefur orðið fyrir í
Suðurlöndum.
Johannes Obel er 27 ára gam-
all. Hann stundaði nám við
Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, hjá próf. Svedmann, og síð-
an framhaldsnám í Lissabon í
tvö ár. Auk þess hefur hann ferð-
azt mikið um Evrópu, mest um
Frakkland, Spán og Ítalíu.
Þó ungur sé að árum, hefur
Obel haldið 12 sjálfstæðar mál-
verkasýningar, og hlotið ágæta
dóma. I október heldur hann sýn-
ingu í Aarhus í Danmörku, en
þar hefur hann sýnt áður, og
verða á þeirri sýningu myndir,
sem hann hefur gert hér. Auk
þess hefur honum verið boðið að
taka þátt í sýningu ungra lista-
manna frá nokkrum löndum Ev-
rópu í Listaskólanum í Hague í
haust, og fara þangað fjórar
stórar myndir eftir hann.
Myndirnar í Morgunblaðs-
glugganum eru til sölu, utan ein,
^sem þegar er seld.
Johannes Obel