Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 6
6
MO R WIV B L~A Ð1Ð
Þriðjudagur 1. sept. 1959
i
i á u m
o r
u m
s a g t
Var skipstjóri á Oddeyr
inni, nú bankastjóri
VILHJÁLMUR Þór aðal-banka-
stjóri er sextugur í dag. Hann
hefur komizt til mikilla áhrifa
eins og kunnugt er og átt í úti-
stöðum og deilum, enda allrík-
lundaður og mikill fyrir sér, þó
hann sé friðsamur maður að eðiis
fari.
— Þér eruð Eyfirðingur, Vii-
hjálmur?
— Já, ég er fæddur að Æsust'ið
um í Saurbæjarhreppi í Eyja-
firði. Foreldrar mínir voru Þór-
arinn Jónasson og Ólöf Þorsteins-
dóttir Thorlacius. Faðir minn var
bóndi, en langfeðgar ýmsir emb-
ættismenn. Ég tel mig samt af
bændaættum kominn, finnst það
eiga betur við mig.
— Var faðir yðar stórbóndi?
— Nei, hann kynntist vel erfið
leikum íslenzku bændastéttarinn-
ar á síðustu tugum 20 aldar. Við
bömin vorum tíu, og það var fyr-
ir mörgum að sjá. Ég var yngst-
ur. Faðir minn var sjúkur og
rúmliggjandi um nokkurra ára
skeið og *þá varð móðir min að
vera allt I senn bóndinn, bústýr-
an og heimiZisfaðirinn. Hún hafði
í mörgu að snúast, en lét aldrei
standa upp á sig. Hún var hetja.
— Eruð þér alinn upp í sveit?
— Til fjögurra ára aldurs, þá
fluttumst við til Akureyrar.
— Og þá hefur móðir yðar tek-
ið við uppeldinu?
— Já Hún hafði gríðarmikil
áhrif á mig og mótaði mig frá
blautu barasbeini og blés í mig
krafti. Hún minntist oft á það
við mig að eitt væri nauðsynlegt:
að vera skyldurækinn og duga
vel í starfi sínu. Þú skalt alltaf
gera þér grein fyrir hv_rju eina,
sagði hún, og hafa ætíð það, sem
þú veizt réttast, sannast og bezt.
Hún gaf mér mörg holl ráð og
lagði mér ZífSreglur. Tvennt
fannst henni mest um vert: í
fyrsta lagi það, sem segja mætti
með orðum Steingríms:
Trúðu á tvennt í heimi
tign, sem æðsta ber,
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér,
og svo skyldurækmna, eins og ég
minntist á áðan.
•— Hún hefur verið guðrækin
kona?
— Já, móðir mín var mjög trú-
uð kona og innprentaði bömum
sínum guðsótta.
— Það hefur komið sér vel,
þegar þér voruð forstjóri fyrir
S. í. S ?
— Já, það hefur komið sér vel
I öllu minu starfi og það er trú
mín, að fleiri gætu sagt svipaða
sögu.
— Ekki eruð þér kirkjurækinn,
Vilhjálmur, er það?
— Því miður, ég vildi ég væri
kirkjuræknari en ég er, en maður
getur liaft sína trú fyrir utan
kirkjuna.
— Ráð móður yðar hafa verið
hagkvæm og komið sér vel, þegar
þér urðuð utanríkisráðherra í
stjórn Björns Þórðarsonar?
— Já, bæði þá og endranær,
all'af þegar ég hef þurft að taka
ákvarðanir.
— mir drengir segjast ætla
að verða flugmenn. aðrir lögreglu
þjónar eða strætisvagnabílstjór-
ar. Mér dettur í hug, hvort þér
hafið ekki verið ákveðinn í að
verða ráðherra?
— Nei, þvi fer fjarri, mig lang-
aði aldrei neitt til þess. Fyrir 50
árum var það að vísu mín heit-
asta ósk, að verða langskóla-
genginn, eins og sagt er. Helzt
vildi ég verða læknir. En það
varð ekki. Ég byrjaði að vinna
12 ára og held það hafi hjálp-
að mér síðar.
— Hvað fóruð þér að gera
12 ára?
— Ég gerðist sendill hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga og næstu árin
var ég búðarloka, eins og það
var kallað, þá skrifstofumaður,
fulltrúi 18 ára og framkvæmda-
stjóri K.E.A. 23 ára.
— Það var skjótur frami.
— Zl, _n óvæntur. Allt var þetta
tilviljun. Þegar ég bað um starf
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga leitaði
ég einnig til kaupmanns á Ak-
ureyri. Þremur dögum áður en
kaupmaðurinn svaraði: — Jú, við
skulum láta hann fá vinnu 1 sum-
ar, hafði ég fengið orð frá kaup-
féiaginu: strákurinn má koma.
Frami minn hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga var án minna aðgerða.
Ég sóttist ekki eftir framkvæmda
stjórastöðunni, en ég vann vel.
Ég hef alltaf verið skyldurækinn
og viljað vinna starf mitt sam-
viskusamlega Mér hefur verið
gefið mikið vinnuþrek og alltaf
Vilhjálmur
sextugur
í dag
haft mikla gleði af að vinna. Fyr-
ir norðan vann ég myrkranna
milli frá því sláturtíð lauk og
fram undir páska. Stundum var
þetta erfitt. En ég var óhræddur.
Það hefur aldrei verið beygur í
mér við að gera það, sem aðrjr
hafa trúað mér fyrir. Ég held að
það sé ekki sjálfstraust. Það er
eitthvað annað: starfslöngun g
trú á það, að mér yrði gefinn
til þess kraftur að vinna verk
mitt sómasamlega. Á þessum ár-
um komu bændur til Akureyrar
í vorkauptíð eða ullarkauptíð
eins og kallað var. Við höfðum
viðskipti við marga stórbændur
úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Skömmu eftir að ég var orðinn
framkvæmdastjóri, kom stór-
bóndi einn úr Bárðardal, ríkur og
fyrirferðarmikill, gekk inn í skrif
stofuna, hlassaði sér ofan i stól
fyrir framan skrifborðið og sagði
með þrumandi rödd: „Hér þykir
mér vera kominn köttur í ból
bjarnar“. Þetta var eina gagn-
rýnin, sem ég sætti þá og mér
þótti kveðjumar kaldar, reyndi
þó að herða upp hugann og sagði
við bóndann að hann yrði að
láta áér það lynda. Það gerði
hann líka og urðum við mestu
mátar. Ég man eftir öðru atviki
frá þessum árum, sem varð mér
minnisstætt. Þegar ég tók við
KEA, var fyrirtækið í mjög
þröngu og ófullnægjandi verzl-
unarhúsnæði. Þegar versta krepp
an, sem geisað hafði, var liðin
hjá, var ákveðið að reisa nýtt
verzlunarhús Þetta var stórt hús,
svo stórt að bankastjóri einn í
Reykjavík sagði: — Hvað á að
gera við svona stórt hús utan
Reykjavíkur? Þegar verið var
að ljúka við grunninn, kom til
mín, þar sem ég stóð og fylgdist
með verkinu, einn elzti kaup-
maður Akureyrar, Sigvaldi Þor-
steinsson, greindur maður, gæt-
inn, en einbeittur kaupmaður og
sagði með sinni venjulegu ró
og hægð: — Hér er verið að grafa
gröf kaupmannanna á Akureyri.
Ég leit á hann og svaraði: —
Ekki þarf svo að vera, það ætti
að vera nóg rúm fyrir báða til
að veita fólkinu góða verzlunar-
þjónustu. Þannig hef ég alltaf
litið á.
— Þér byrjuðuð sendill í K.E.
A. Báruð þér nú ekki mikla virð-
ingu fyrir sendlunum í stofnun-
inni eftir að þér urðuð forstjóri?
— Jú, það gerði ég, einkum
ef þeir urðu að flytja þungavoru
á handkerru út um bæ.
— Fannst yður ekki mikil upp
hefð að því að verða forstjóii?
— Nei, ég fann ekkert til þess,
ég hef aldrei fundið til neinnar
upphefðar.
— Hver var orsökin til þess,
að þér fenguð þetta starf?
— Ég er ekki í neinum vafa
um það: ástundun og skyldu-
rækni og löngun í að læra og
kynnast sem flestu í lífinu: Dauð-
inn átti líka sinn þátt í þessu.
Eins dauði er annars brauð. Það
er gott spakmæli.
— Þér minntust á lærdóm
áðan.
— Já.
Þér hafið ekki gengið í marga
skóla?
— Nei, skólaganga mín er ekki
löng, aðeins fjórir vetur í barna-
skóla Akureyrar og síðan engin
saga af skólabekk. En ég hef allt
af verið í skóla, alltaf verið að
læra og held það sé mest gaman
að nema af lífinu, það er minnsta
kosti bezti kennarinn
— Sumii virðast vera á annari
skoðun — að Samvinnuskólinn
veiti þá einu sönnu menntun.
—* Jæja.
— Þér hafið aldrei verið í
honum?
— Nei, það hef ég ekki.
— Hafið þér alla tíð verið sam-
vinnumaður?
— Já, frá blautu barnsbeini.
Þegar ég var lítill drengur, sann
færðist ég um, að það væri góð-
ur og nauðsynlegur félagsskapur
til að koma efnahag almennings
á réttan kjöl. Ég kynntist kaup-
mannaverzluninni eins og hún
var, þegar ég var að alast upp
og fann sárt til þess að geta þar
engu um bætt. ílg komst ekki
hjá að heyra oft um það talað
á heimili mínu, hvemig kaup-
mannavaldið skipti við bændur
og verkamenn, hvernig fátækur
bóndi varð að þola annað af kaup
manninum en sá, sem betur var
stæður, hvernig lágt tímakaup
verkamanns var „lagt inn á
SamVinniufélögin eiga aff
vera ópólitísk.
reikning" hans og „taka varð út
vöru“ á vinnulaunin, þó varan
væri dýrari en annars staðar, eða
ef hún væri greidd með pening-
um. Mér varð fljótt ljóst, að sam
vinnufélögin gætu bætt verzlun-
ina og kjör fólksins með því að
koma á heilbrigðri samkeppni.
Það sem ég hef lagt til samvinnu
mála hefur verið byggt á þessu
og að mínum dómi eru samvinnu
félögin til þess eins að bæta kjör
fólksins og gera lífið bjartara.
En heilbrigð samkeppni ura
að bæta lífskjörin á að vera
stefna samvinnufélaganna. Sam-
keppnin er nauðsynleg til að
kalla fram það bezta í
verzlun og framkvæmdum, ekki
síður en t. d. í íþróttum.
— Finnst yður samvinnufélögin
rekin á forsendum „heilbrigðrar
samkeppni?“
- Ég vona að svo sé.
— Álítið þér ekki að eigi að
afnema skattfrelsi samvinnufé-
laganna?
— Nei, en ég hef verið talsmað-
ur þess í mör'g ár, að einstaklings
framtakinu sé gert kleift að
stofna félög, sem uppfylltu viss
skilyrði og yrðu þá skattlögð eft-
ir sömu eða svipuðum reglum og
samvinnufélög. Með því mundutn
við losna við þann ófrið, sem nú
herjar.
— Hver eru þe=<5i „vissu skil-
yrði“?
— Við skulur" tala um það
seinna
Sumir telja samvinnufélögin
of pólitísk.
— Já, ég hef heyrt það.
— Hvað segið þér um það, á
ekki samvinnuhreyfingin að vera
ópólitiskur félagsskapur?
.— Jú, auðvitað. Ég hef aldreí
verið mjög póltískur maður og
taldi það bæði æskilegt og nauð-
synlegt, meðan ég var forstjóri
S.Í.S., að hafa ekki afskipti af
stjórnmálum. Ég vildi t. d. ekki
fara í framboð á þeim árum.
Samvinnufélögin eiga að vera
opin öllum, hvar í flokki sem þeir
standa. Þau eiga að vera ópólit-
ísk. Ef pólitíkin nær undirtök-
unum í samvmnufélögunum, eru
þau sjálf í mikilli hættu.
— Þér álítið sem sagt ekkl nauð
synlegt að vera Framsóknarmað-
ur til að vera samvinnumaður
eða forstjóri í kaupfélagi.
—- Nei, auðvitað ekki.
— Vitið þér, að þetta hljðmar
eins og guðlast í sumum herbúð-
um?
— Jæja, er það?
— Þér segist ekkl vera póli-
tískur maður, en samt hafið n
tekið þátt í stjórnmálabaráttunni.
— Já, það gerði ég á sinum
tíma, ég var t. d í framboði fyrir
Framsóknarflokkinn 1942, en þá
var ég orðinn Landsbankastjóri.
Ég bauð mig fram á Akureyri,
eins og þér vitið. Það er fallegt
á Akureyri. Þar kynntist ég
minni ágætu konu í Ungmenna-
félaginu. Það var ágætur félags-
skapur. Konan mín er kölluð
Ranna, hún er líka ágæt kona.
Hún er dóttir Jóns Finnboga-
sonar, fyrrum kaupmanns á Reyð
arfi. i, svo þér getið séð, ð
það er kaupmannablóð í börnum
okkar.
__tær hljótið að ha/a einhverja
ánægju af pólitík, fyrst þér fóruð
að skipta yður af henni?
__ Nei, ekki svo mikla. Hún
hefur aldrei kitlað hégómagirnd
mína.
—- En hver var þá meiningin
með þessu?
— Er nema ein meining með að
bjóða sig fram — að vinna kjör-
dæmi og komast á þing? Mér
Framh. á bls. 14.
skrifar ur
daqleqa lifinu
Ókukennsla og ökuhæfni
manna.
Gamall bílstjóri skrifar:
„MIG langar til að koma á fram
færi fáeinum athugasemd-
út af grein, sem nýlega birtist í
Morgunblaðinu, eftir atvinnubíl-
stjóra. Hann telur ökukennslu
áfátt og þá jafnframt ökuhæfni
manna. Vill hann herða kennsla-
skilyrðin og ökuprófin. Er sjálf-
sagt mikið til í þessu
Greinarhöfundur gerir sér tíð-
rætt um, hvað gamlir menn séu
hættulegir í umferðinni og lætur
að því liggja að svipta beri öku
leyfi þá menn, sem náð hafa 65
ára aldri, en að öðrum kosti séu
þeir látnir ganga undir hæfnis-
próf, helzt árlega. Ég sé ekkert
á móti því, að allir ökumenn ,éu
látnir ganga undir „hæfnispróf",
t. d. á 5 ára fresti, jafnvel þó
segja megi að „ökuhæfni“ sé
engin örugg trygging fyrir pví
að sá, sem er ágætlega „öku-
hæfur“ geti ekki verið hættuleg
ur i umferðinnL
Gamlir menn ekki hættu-
legri en aðrir í umferffinni.
EG þykist hafa veitt því eftir-
tekt, að margir atvinnubí!-
stjórar aka vægast sagt glanna-
lega. Þó þeim kunni oftast að
takast að bjarga eigin skinni, er
ekki þar með sagt, að þeir geti
ekki orsakað slys hjá öðrum.
Ekki veit ég hvaðan greinar-
höfundur hefur þá vizku að gaml
ir menn, sem aka bíl séu öðrum
hættulegri í umferðinni. Ég he!d
að þetta sé algerlega rangt. Það
getur verið að viðbragðsflýtir
manna fari eitthvað rýrnandi
með aldrinum, en hitt er jafnvíst,
að gætni og hvers konar varúð
fer vaxandi með aldrinum.
Fyrir skömmu las ég skýrslu
um bílslys í Bandaríkjunum. Vax
ökumönnum skipt í fjóra aldurs
flokka. Rúmlega 40% af bílslys-
um ollu unglingar 20 ára og eldri,
en hæsti aldursflokkurinn, 60 ára
og yfir, var valdur að 3% —
þremur prósent slysanna.
Hvernig væri að umferðarlög-
reglan hér gæfi út opinbera
skýrslu um bílslys, eftir aldurs-
flokkum ökumanna og jafnvel
einnig eftir tegundum ökutæja,
og það hvort hlutfallslega fleiri
slys verða af völdum einkabíla
en leigubíla?"
Stígur yfir þá, sem detta
í sjoinn.
NÝLEGA var kunnur borgari
þessa bæjar á gangi niðri
við höfn og datt í sjóinn, eins
og alltaf getur komið fyrir. —
Maðurinn var syndur og hefði
auðveldlega getað bjargað sér
upp úr af sjálfdáðum, hefði hafn
arbakkinn eicki gnaeft þver-
hnýptur fyrir ofan hann. Var
maðurinn þarna að svamla i
langan tíma, án þess að komast
upp úr sjónum, en gat sem betur
fór hangið á einhverju þangað
til hann fékk hjálp.
Þetta dæmi sýnir að nauðsyn-
legt er að hafa stiga á hafnar-
bakkanum. Oft hefur verið talað
um að setja bæri stiga þarna,
svo sjómenn kæmust niður í bát't
sína, þegar lágsjávað er. En ekki
er síður ástæða til að hafa stiga,
svo borgarar, sem detta í sjóinn
geti skriðið á land.