Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. sept. 1959 MORKVNBLAÐIÐ 15 /. sepfember fyrir einu ari 1 BÓK Ingólfs Kristjánssonar um Eirík Kristófersson er fjallað um 1. september í fyrra og komizt svo að orði: Maður varð þess greinilega var SÍðustu dagana í ágústmánuði, bæði af blaðaskrifum og eins með al almennings, að töluverðs uggs gætti og óttablandinnar eftirvænt ingar um það, sem kynni að ger- ast, ef Bretar gerðu alvöru úr hótunum sínum um að senda her- skip hingað á miðin. Meðal varðskipsmanna held ég mér sé þó óhætt að segja, að full- yrða megi, að rikt hafi ró og stilling; vera kann þó, að ein- hverjir hafi fundið til dálítils „glímuskjálfta", því að allir gerðu sér það að sjálfsögðu ljóst, að til ýmissa tíðinda gæti dreg- ið. Við vorum okkur þess með- vitandi, að það gæti mikið oltið á aðgerðum okkar og hegðun, hvernig framvinda þessara mála yrði, og ekki sízt því, hverja samúð eða andúð við hlytum meðal annarra þjóða. Það var því frá upphafi mikils um vert að stofna ekki til neinna óhappa- verka af fljótfærni eða of miki- um ákafa, og held ég, að segja megi, að það sem af er, hafi af hálfu varðskipanna og landhelg- isgæzlunnar í heild vonum minni mistök átt sér stað í þessu efni. Varðskipin, sem á þessum tíma hafa staðið í stímabrakinu við Breta, auk Þórs, eru þessi: Ægir, skipherra Þórarinn Björnsson; Albert, skipherra Jón Jónsson; María Júlía, skipherra Lárus Þorsteinsson; Óðinn, skipherra Pétur Jónsson; Sæbjörg, skip- herra Sigurður Árnason og síð- ar Gunnar Ólafsson og Hermóð- ur, skipherra Guðni Thorlacius. Auk þess hefur gæzluflugvélin Rán jafnan verið í könnunar- flugi, þegar gefið hefur, en störf- um hennar stjórnar Guðmundur Kjærnested skipstjóri, en flug- stjóri er Guðjón Jónsson. Fyrsta daginn, sem reglugerð- in um 12 sjómílna fiskveiðitak- mörkin var í gildi, opnuðu Bret- ar þrjú verndarsvæði, þar sem þeir ætluðu togurum sínum að i I i L SKAK i 1 i HINN 8. september hefst hin erfiða þolraun í Bled, en þar leiða saman hesta sína 8 stór- meistarar frá 5 löndum. Frá Rúss landi koma harðsnúnir kappar, þeir Smyslof, Keres, Petrosjan og Tal, en vart verður séð hver er þeirra fræknastur. Margir vilja þó álíta Tal og Petrosjan líkleg- asta til afreka, en það er mitt álit að Smyslof verði þeim erfið- ur ljár í þúfu. Frá Júgóslavíu kémur Gligoric, en hann er senni lega á hátindi fræðar sinnar um þessar mundir. Hann er af mörg- um álitinn í flokki þriggja beztu, þá vafasamt megi teljast að hann hafi þá snerpu sem þarf til þess að verða nr. 1. B. Fisher, undra- barnið frá New York, hefur feng- ið það vandasama hlutverk að taka við sæti S. Reshewsky í þess um harðsnúna flokki. Fisher er sá keþpandinn sem erfiðast er að spá um, en öruggt er að hann verður ekki efstur. P. Benkö, sem er landflótta frá föðurlandi sínu, er nú í sömu sporum og S. Flohr var áður en hann gekk til keppni í AVRO 1938, enda varð hann neðstur, og ekki er að efast að sömu örlög bíða Benkö, þó búast megi við að hann berjist til síð- asta blóðdropa. Friðrik ólafsson fær nú að sýna að hann er fædd ur til afreka, og ef allt gengur að óskum efast ég ekki um að árangur hans verður betri en bjartsýnustu menn hafa gert sér vonir um. Ég mun verða Friðrik til aðstoðar á mótinu ásamt Þjóð verjanum K. Darga, en af honum höfum við haft nokkur kynni á skákmótum víða um Evrópu, og vonumst til að ná árangri í sam- vinnunni við hann. ★ 1 síðustu umferð á skákþingi Norðurlanda vann O. Olsson stílhreina sóknarskák af Finnan- um I. Niemela. Hvítt: O. Olsson (Svíþjóð) Svart: I. Niemela (Finnland) Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 RÍ6 4. Bg5 Rbd7 5. e3 Be7 6. Rf3 0—8 7. Bd3 Venjulega leika menn hér Hcl og hvítur heldur frjálsara tafli. 7. —• dxc4 S. Bxc4 a6 9. a4 c5 10. 0—0 bO 11. De2 Bb7 12. Hfdl Re4 Slæmur leikur. Betra var 12. — Dc7 með jöfnu tafli sbr. Johner- Rubinstein, Berlín 1926. 13. Rxe4 Bxe4 14. Bxe7 Dxe7 15. Bxa6 cxd4 (Meiri möguleika gefur 15. — Bxf3, 16. gxf3 cxd4, 17. Hxd4 Re5). 16. Hxd4 17. Bb5 18. Hxe4! 19. Bc6 20. BxaS 21. Rxe5 22. Hdl Rc5 e5 Rxe4 Db4 Hxa8 Hxa4 h6 vel erfiðleika svarts. 23. Dc2! Ha8 24. Rc6 Da4 Þvingað vegna Re4. 25. b3 Dal 26. g3 Ha2 27. Re7 Kf8 28. Dc8 Kxe7 29. Dd8 Ke6 30. Dd5 Kf6 31. Hxal Hxal 32. Kg2 og svartur gafst upp. Hann riddaranum á e4. IRJ stunda veiðar. undir herskipa vernd innan nýju línunnar. Eitt þessara svæða var út af Dýra firði, annað norður af Horni og hið þriðja fyrir Austur- og Suð Austurlandi. Eins og áður getur, fórum við á Þór norður og austur fyri. land, eftir að við vorum búnir að slæða upp vörpuna, sem Lord Plender hafði höggvið af sér sunnan Látrabjargs. Vorum við ásamt Maríu Júlíu á austursvæð inu fyrsta daginn, en þá bar ekk ert til tíðinda, og urðum við engra skipa varir innan við nýju fiskveiðilínuna. Á svæðinu fyrir vestan reyndust aftur á móti vera 11 togarar að veiðum í landhelgi þann 1. september, og nutu þeir verndar fjögurra herskipa. Rétt er að geta hér fyrstu opin- beru tilkynninganna, sem land- helgisgæzlan sendi frá sér 1. september, þegar Bretar höfðu rofið landhelgina, en þær eru svohljóðandi: „Eftir þeim upplýsingum, sem landhelgisgæzlan hefur, er í dag mjög svipaður fjöldi erlendra tog ara á grunnslóðum við ísland og algengt er um þennan tima árs. Við breytinguna á fiskveiðitak- mörkunum' úr 4 í 12 sjómílur síðastliðna nótt varð hins vegar sú breyting á, að minnsta kosti þeir belgískir. og þýzkir togarar, sem vitað var um nálægt f jögurra sjómílna takmörkunum í gær- kveldi, höfðu flutt sig út fyrir 12 sjómílna takmörkin í morgun. Hins vegar er vitað um um það bil 15 brezka togara, er í nótt söfnuðust saman undir vernd fjögurra herskipa og eins birgða- skips á þrem nánar tilteknum svæðum milli 4 og 12 mílna tak- markanna. Eitt þessara svæða er út af Dýrafirði, annað norður af Horni og hið þriðja fyrir Suð- austurlandi — milli Hvalbaks og lands, en þar var dimmviðri í morgun og því erfitt um athug- anir. Á hinum stöðunum var bjartviðri, og voru flestir togar- anna út af Dýrafirði. Snemma í morgun hóf varðskip aðgerðir gegn þessum togurum, en þá beitti eitt herskipið strax valdi til þess að hindra, að varðskipið kæmist að sökudólgnum. Gerðist það með þeim hætti, að brezka freigátan Palliser kom á mikilli ferð með mannaðar fallbyssur og sigldi á milli varðskipsins og landhelgisbrjótsins, þannig að varðskipið komst ekki að togar- anum. Til frekari árekstra hefur ckki komið, en hins vegar hafa náðzt nöfn og númer allra þeirra brezka landhelgisbrjóta, sem eru að gera tilraunir til að veiða, og verða mál þeirra tekin fyrir eins og venja er.‘‘ Síðar um daginn birti land- helgisgæzlan þessa viðbótartil- kynningu: „Brezkir togarar halda áfram tilraunum til landhelgisbrota fyr- ir Vestfjörðum undir vernd brezkra herskipa. Freigátan Palliser beitir að sögn svipuðum aðferðum og áður við að hindra íslenzku varðskipin í því að ná til veiðiþjófanna og hefur til- kynnt, að sérhver tilraun íslend- inga til þess að fara um borð í brezku togarana verði hindruð með valdi. Á svæðinu út af Dýrafirði eru 9 brezkir togarar þétt saman á nánd við brezku herskipin að tilraunum til land- helgisbrota, en 2 út af Horni. Um enga aðra erlenda togara er vitað innan nýju landhelgislín- unnar, en nokkrir þýzkir og belgískir eru að veiðum utan hennar. Einn landhelgisbrjótur- inn bað brezka herskipið Russel um leyfi tl að mega fara út fyrir landhelgina, og eftir miklar bollaleggingar leyfði herskipið honum það með því skilyrði, að hann yrði kominn í landhelgi aftur fyrir myrkur. Þá bað einn brezki togarinn um að mega leita íslenzkrar hafnar, en herskipi# bannaði það algerlega. Á svæðinu fyrir Austur- og Suðurlandi hefur ekki orðið vart við neinar tilraunir brezkra tog- ara til veiðiþjófnaðar. í morg- un var álitið, að brezku land- helgisbrjótarnir væru fimmtán, en við nánari athugun reyndust þeir ellefu." & Heildsölubirgðir $ I. Brynjólfson f- Kvaran. SKIPAUTfttRB RIKISIISS HERÐUBREIÐ , eustur um land í hringferð hinn 5. september. — Tekið á móti flutniftgi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, — Stöðvaríjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Þórshafnar á mánudag og árdeg is á þriðjudag. — Farseðlar seld ir á föstudag. „ESJA“ Staða svörtu mannanna er mjög ólánleg og Olsson notfærir sér vestur um lana í hringferð hinn 6. sept. — Tekið á móti ílutningi til Patreksfjarðar, — Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglu fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers og Rauf- arhafnar á mánudag og þriðju- dag. — Farseðlar seldir á fimmtu dag. — Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Máltlulningsskrifstofa. Gólfslípunin Barmahlið 33. — Simi 15657 Til sölu 2ja herbergja kjallaraíbúð. Útborgun 80 þúsund laus strax. Hagkvæm lán til 10 ára. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásveg 2 — Sími 19960. Tvo samliggfandi herbergi 14 og 11 ferm., við Vesturgötu, til leigu fyrir skrif- stofur eða lítinn iðnrekstur. Upplýsingar í síma 12612. Atvinna Duglegar stúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. Upp- lýsingar í verksmiðjunni í dag kl. 10—12 og 4—5. Verksmiðfan Iris Bræðraborgarstíg 7. Aukavinna Óska eftir einhvers konar aukavinnu á kvöldin og um helgar, t.d. bókhald og uppgjör fyrir smærri fyrir- tæki. Margt kemur til greina. Tilboð óskast send afgr. Mbl. merkt: „Aukavinna — 4861“. Nokkrar stúlkur Helzt eitthvað vanar saumaskap, geta fengið aivinnu strax. Ennfremur vantar stúlku við Gufupressu. Upplýsingar í síma 17142 frá kl. 8—17 alla virka daga nema laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.