Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 22
22
MORCVNBLAÐIP
Þriðjudagur í. sept. 1959
Nítján mork voru skoruð
í I. deild á sunnudaginn
sigurgöngu og jók enn á glæsi-
leik sigurs síns í 1. deild. — Á
Akranesi mættust Fram og Akra-
nes og skildu jöfn, 2 mörk gegn 2.
Tveir leikir
Nú eru aðeins eftir tveir leikir
í íslandsmótinu. Eru þeir báðir í
Reykjavík. Sá fyrri er í kvöld í
Laugardal milli Akraness og
Þróttar og mótinu lýkur í Laug-
ardal á sunnudaginn með leik
KR og Akraness.
Annars staðar hér á síðunni er
rætt um gang leikjanna á sunnu-
daginn.
K.R. fann aubfarna
leib ab marki Vals
ÞAÐ bjuggust víst fáir við
því, að KR fyndi eins auðvelda
Xeið til að gersigra Val öðru
sinni á þessu íslandsmóti, eins
og raun varð á sl. sunnudag á
Laaigardalsvelli. KR vann í
fyrri leik félaganna með 7:1
— en síðan hefur Valur náð
góðum árangri, t.d. er þeir
unnu Akurnesinga á dögunum.
Sigur KR nú 6:0 kom því nokk
uð á óvart, en fyllilega verð-
skuldaður var sá sigur. Það
má segja að Valsmenn hafi átt
tvö tækifæri í leiknum — en
fleiri voru þau ekki og stór-
hættuleg urðu þau ekki.
★ Ballið byrjar
Það voru ekki nema 2 mín. af
leik er KR tók forystu í mörkum.
Meistaramót Reykjavikur í golíi
Ólafur Ág. Ólafsson
meistari í annað sinn
Þeir léku upp miðju og Gunnar
Guðmannsson renndi knettinum
laust framhjá Gunnlaugi sem
bjóst við hörkuskoti. Þetta varð
upphafið að nær óslitinni sókn
KR. Hún var að vísu aldrei sótt
verulega fast, því' spennan var
lítil í leiknum — KR-ingar orðnir
íslandsmeistarar og leikurinn
skipti litlu máli. En hinn virki og
jákvæði samleikur var allur KR-
inga og nú sem svo oft fyrr, und-
irstrikaði KR þennan góða eigin-
leika sem liðið hefur fram yfir
önnur — þ.e. að kunna hinn virka
samleik.
Hvað eftir annað varð mikil
hætta við Valsmarkið, en það
liðu 36 mín. af leik áður en
markatalan hækkaði. Sveinn
Jónsson sendi vel fyrir frá
hægri og EUert skallaði fal-
lega í netið. Þremur mínútum
síðar var þetta næstum endur-
tekið með öðrum „leikendum".
Örn Steinsen gaf fyrir frá
hægri og Sveinn Jónsson skall-
aði i bláhornið — svo örugg-
lega að Gainnlaugur gerði enga
tilraun til að stöðva knöttinn.
Rétt fyrir hlé bætti Þórólfur
Beck hinu f jórða við með föstu
skoti af um 20 m færi. Gunn-
laugur hafði hendur á knett-
inum en hélt honum ekki.
— og Þróttur féll i 2 deild
UM HELGINA fóru fram þrír leikir í íslandsmóti 1. deildar.
— Fóru leikirnir allir fram á sama tíma, í Reykjavík, á
Akranesi ng í Keflavík. Öll félögin í fyrstu deild voru því í
eldinum — en spenningurinn var aðeins í Keflavík, þar fór
fram úrslitaorustan um fallsætið. Þeirri orustu tapaði Þrótt-
ur og hverfur nú úr 1. deild eftir aðeins sumarlanga dvöl þar.
Blönduð deild
Áður hefur Akureyri tryggt
sér réttinn til keppni í 1. deild
næsta ár. Verða því í deildinni
næsta ár þrjú Reykjavíkurlið,
KR, Valur og Fram og þrjú utan-
bæjarlið, Akranes, Keflavík og
Akureyri.
í Reykjavík mættust í gær KR
og Valur. KR átti þar auðvelda
GOLFMEISTARAMÓT Reykja-
víkur hófst 22. ágúst. Hófst mót
þetta á undirbúningskeppni og
voru þátttakendur 23. Keppni
þessi er háð þannig, að þeir 8
kylfingar, sem leika 18 holur á
fæstum höggum í undirbúnings-
keppninni fafa í meistaraflokk
Og næstu 8 fara í 1. fl.
Sigurvegari í undirbúnings-
keppni varð Helgi Jakobsson á
78 höggum.
Úrslitakeppnin í báðum flokk-
um fór fram sl. laugardag. í meist
araflokki kepptu þeir Ólafur Ág.
Ólafsson og Ólafur Loftsson og
sigraði Ól. Ág. Ólafsson, var 9
holur upp þegar 8 voru eftir.
í 1. fl. sigraði Halldór Bjarna-
son, Úlfar Skæirngsson, 6 holur
upp þegar 4 voru eftár. Vallar-
dómari var Sigurjón Hallbjörns-
son. Þetta er í annað sinn sem
Ólafur Ág. Ölafsson er Reykja-
víkurmeistari í golfi og má segja
að það komi engum á óvart, sem
til þekkja. Er þetta þriðja stór-
keppnin sem hann sigrar í á
þessu sumri.
Nú var allur máttur úr Val og
5. mark KR kom næsta fyrir-
hafnarlítið. Þórólfur braust í gegm
á hægri kanti lék að markinu,
Gunnlaugur bjóst við fyrirsend-
ingu og staðsetti sig eftir því.
Það var Þórólftur fljótur að not-
færa sér og sendi viðstöðulaust
í markið.
Á 11. mín. seinni hálfleiks kom
sjötta markið. Gunnar Guðmanns
son komst innfyrir með fallega
sendingu Garðars og skilaði henni
undir þverslá og í netið.
Leikurinn varð þófkenndur og
féll mjög er hér var komið. Til-
raunir Valsmanna voru máttlitlar
en tvívegis náðu þeir sæmilegu
færi við KR-markið, fór annað
skiptið framhjá, hitt sló Heimir í
horn.
KR-liðið „átti“ þennan leik í
orðsins fyllstu merkingu. Aiiur
jákvæður samleikur var þeirra,
hreyfanleiki og uppbygging. Með
meiri ákveðni hefðu þeir vel get-
að unnið með tveggja stafa tölu.
Beztir voru þeir Þórólfur, Garðar
og Hörður og Gunnar Guðmanns
son átti ágætan leik.
Valsmönnum féllust fljótt hend
ur í þessum leik, léku aldrei af
þeim vilja og leikgleði er þarf til
þess að ná árangri. Það er ekki
mótherjinn sem á að hugsa um
fyrst og fremst heldur knöttur-
inn. Hann á að ganga frá manni
Laugardalsvöllur
Bslandsmotið
Meistaraflokkur .— 1 kvöld kl. 7.15 leika
Þróttur — Akranes
Dómari: Haukur Óskarsson.
Línnverðir: Karl Bergmann og Sveinn Helgason.
MÓTANEFNDIN
Keflvíkingar „burstudu"
Þrótt í lokaleiknum
Baráttan um fallsætið í I. deild
var háð á grasvellinum í Njarð-
vík s.l. sunnudag kl. 16. Kefla-
vík vann stórsigur yfir Þrótti,
8:1 og tryggði sér þar með keppn
isrétt í I. deild 1960.
Keflvíkingar unnu hlutkestið
og kusu að leika undan allsnörp-
um suðaustan vindi. Bæði liðin
virtust ákveðin að berjast til
þrautar og fyrstu mínútur leiks-
ins skiptust upphlaupin á. Þrótt-
ur átti nokkrar góðar sóknar-
lotur með Halldór og Jón Magnús
son sem beztu menn og menn
voru famir að halda að þeir
myndu reynast KeflVíkingum
þungir í skauti. En Adam var
ekki lengi í Paradís. Á 7. mín.
tekur Skúli horn, knötturinn
hrekkur til hans aftur frá vörn
Þróttar, Skúli gaf fallega fyrir
til Högna, sem spyrnti viðstöðu-
laust og skoraði óverjandi.
Fallega útfært mark.
Þrem mínútum síðar jafnaði
Halldór Halldórsson fyrir Þrótt
eftir nokkur mistök hjá vörn
Keflavíkur. En nú var eins og
Keflvíkingar færðust í aukana.
Mínútu síðar er Páll í dauðafæri
fyrir opnu marki, er Þórður mark
vörður lá úti á teig, en bakverði
Þróttar tókst að verja í horn.
Á 16. mínútu skorar Högni
aftur, eftir hornspyrnu frá Skúla
og 10 mínútum síðar bætir Hauk-
sr þriðja markinu við. Á 28. mín.
skoraði Guðmundur Guðmunds-
son fjórða markið með glæsilegri
spyrnu af 25 metra færi.
Maður bjóst við að síðari hálf-
leikur yrði Þrótturum ITagstæð-
ari, þar sem þeir höfðu vindinn
að baki sér, en það fór á annan
veg. Veðurguðirnir snerust á
sveif með heimamönnum, vind-
inn lægði verulega, en auk þess
fór að hellirigna.
Keflvíkingar hófu þegar þunga
sókn, sem endaði með stórglæsi-
legu marki á 7. mínútu. Högni
gaf knöttinn fyrir markið í brjóst
hæð, Skúli kom brunandi inn
á marksteig frá vinstri, stökk upp
og lá flatur í loftinu og skallaði
óverjandi niður í hornið. Þetta
var eitthvert glæsilegasta mark-
ið, sem ég hefi séð skorað í I.
deild í sumar.
Við þetta mark var eins og
allan þrótt drægi úr Þrótturum
og urðu Keflvíkingar allsráðandi
á vellinum. Haukur skoraði 6.
markið 2 mín. síðar og Skúli
bætti því sjöunda við á 36. mín.
Skömmu síðar var dæmd vita-
spyrna á Þrótt fyrir hendi, en
Sigurður Albertsson skaut yfir.
Áttunda markið kom á 44. mín.
hálfleiksins og var Skúli Skúla-
son enn að verki og náði því að
gera „hat trick“ i leiknum.
Liðin: Lið Þróttar brotnaði al-
gjörlega niður í þessum leik.
Þórður markvörður átti sinn lé-
legasta leik á sumrinu og vörn-
in sótti alltof langt fram, einkum
til manns — en það gerir hann
ekki þegar „humörinn“ vantar
og vélin er látin ganga í hæga-
gangi. Gunnlaugur var óvenju
mistækur í markinu, vörnin öll
óákveðin, en Árni Njálsson skar
sig þó úr og var drifkraftur í lið-
inu. Framherjarnir náðu aidrei
saman.
Dómari var Magnús Pétursson
og vöktu sumir dómar hans ýmist
kátínu, gremju eða furðu. Hann
gerði að aukaspyrnu á vítateig
brot, sem greinilega var víta-
spyrna á Val er leikmaður KR var
hindraður snemma í leik. Hann
— ásamt línuverði vestanmegin
— lét óátalið að Þórólfur, rang-
stæður, fengi knöttinn og skoraði
5. mark KR. Hann dæmdi auka-
spyrnu á Þórólf Beck er varnar-
leikmaður Vals beinlinis „henti“
honum út af vellinum og það inn
í vítateig Vals. Svo mætti lengur
Stelja — en við þetta verða
ísl. áhorfendur og knattspyrnu-
menn að una og segja bara og
brosa: „Dómarinn hefur alltaf
rétt fyrir sér“!!! — A. St.
þar sem hún réði ekki við hraða
Keflvíkinga. Beztu menn Þróttar
voru Bill, Halldór og Jón Magn-
ússon.
Lið Keflavíkur sýndi nú allt
annan og betri leik heldur en
það hefir náð undanfarið. Eins
og menn muna byrjaði Kefla-
víkurliðið vel í vor. Þeir voru
óheppnir að tapa fyrir Val í
Reykjavík og hjá KR skoruðu
þeir 2 mörk af þeim 4 sem KR-
ingar hafa hlotið 1 I. deild í sum-
ar,-en hámark óheppninnar var
þó að tapa fyrri leiknum gegn
Akranesi á síðustu sekúndum
leiktímans. Það var líka eins og
liðið félli saman eftir þann ósigur
Tekin var upp eú frumstæða
leikaðferð að spyrna beint fram
miðjuna og treysta því að Högni
gæti brotist í gegn með flýti
sínum og hörku. Þessa leikaðferð
er ef til vill hægt að nota í einum
leik, en ekki oftar. Þröngt miðju-
spil ,þar sem kantarnir eru al-
gjörlega vanræktir, getur ekki
verið vænlegt til sigurs. Enda
varð árangurinn líka eftir þessu
og má segja að liðið væri á stöð-
ugri niðurleið, sem endaði með
ósigrinum 9:0 á Akranesi. Til-
raunir með breytingar á liðinu
komu ekki að haldi, þar sera
ekki var einnig skipt um leik-
aðferð. Nú börðust Keflvíking-
ar fyrir veru sinni í I. deild gegn
liði, sem þeir aðeins náðu jafn-
tefli gegn í fyrri umferð. Það var
eins og nýtt Keflavíkurlið væri
á vellinum á sunnudaginn. Kant-
arnir voru notaðir og marktæki-
færin urðu miklu fleiri heldur
en markatalan gefur til kynna.
Skúli, sem hefur verið vanræktur
í útherjastöðunni skoraði þrisv-
ar og skapaði auk þess tækifæri
fyrir Högna að skora tvö mörk.
Páll átti einnig góðar fyrirgjaf-
ir og skapaði hættuleg tækifæri.
Guðmundur var öruggur í vörn
og byggði vel upp og Haukur var
óvenjulega duglegur og samleik-
ur hans og Skúla var með ágæt-
um. Hinn ungi Hólmbert er vax-
andi leikmaður og Högni, sem
alltaf er hættulegur skotmaður,
var nú ekki jafn eigingjarn og
svo oft áður. Hafsteinn stjórnaði
liðinu af röggsemi, en honum
hættir þó við að hreinsa í tíma
og ótíma og ótrúlega sjaldan sér
maður hann byggja upp sam-
leik nú orðið.
Eftir þennan leik er Kefla-
víkurliðið vonandi reynslunni
ríkara og ætti það nú að sjá
þann einíalda sannleik, að sam-
leikur liðsins, þar sem allir leik-
menn eru notaðir, er sigurstrang
legri heldur en gegnumbrot ein-
stakra leikmanna.
Dómari var Guðbjörn Jónsson
og tókst honum vel að halda leik-
mönnum í skefjum, þrátt fyrir
blautann völl og erfiðar aðstæð-
ur. — B. Þ.
— Skólinn kallar
Frh. af bls. 3.
muni nú vera öllu lægri en 1
fyrra, eru þau um 50 fleiri í einu
skólahverfi nú en þá. Er hér um
að ræða Langholtsskólahverfi, en
þar munu nú væntanlega hefja
skólagöngu um 250 sjö ára börn,
eða fleiri en í nokkru hverfi
öðru. — Geta má þæss, að hverfi
þessu verður nú skipt, og hefst
nú þegar í byrjun mánaðarma
kennsla 7—9 ára barna í Voga-
skólanum nýja. Mun nánar verða
skýrt frá þessari skiptingu innan
skamms. En það skal tekið fram,
að öll börn á þessum aldri í Lang
holtsskólahverfi eiga að gefa sig
fram í Langholtsskólanum í dag.
Bamkvæmt upplýsingum
fræðslustjóra, mun kennsla í
skólunum væntanlega hefjast I
vikulokin, en ekki hefir exm verið
hægt að ákveða daginn.