Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 20
20 MORGVISBL AÐIÐ Þriðjudagur 1. sept. 1959 „Að kona hafi kallað á hann. Hún talaði frönsku með útlenzku hreim“. „Hvað meira?“ „Marmont fann yður við Leo- pold-minnisvarðann. Varðinn er ekki meir en fimmtíu metra frá húsi bróður yðar“. „Ég skil ekki eitt orC af þessu“. „Þér skiljið hvert orð, Antóníó. Þér fóruð út um kvöldið með konu bróður yðar. Við vitum það. Viljið þér, að ég láti þau frú Wehr og Marmoní lækni hittast? Ég skal ábyrgjast yður, að hann þekkir málróm hennar“. „Til hvers ætti það að vera?“ Lögreglustjórinn sneri sér frá glugganum og að manninum í rúmiriu. Hann brosti. „Ef þér hefðuð lesið sakamálafræði mynduð þér vita, að af hundrað tilræðismönnum, sem eru karl- menn, sækja ekki þrír lækni né láta lögregluna vita. Af hverju hundraði kvenna gerir meira en helmingurinn það einmitt. Það er vegna þess, að kvenfólkið framkvæmir fyrst og hugsar svo“. „Þér hafið ekki háar hug- myndir um konur, VerneuiT*. „Hvers vegna haldið þér, að ég hafi haldið áfram að vera pip- arsveinn?" Anton settist upp. Hann kenndi til í bakinu, en hann vildi sýr.a Verneuil, hve lítilfjörlegt sár sitt væri. Hann mælti: „Þér grunið þó ekki Veru Wehr í fullri alvöru?“ Lögreglustjórinn hallaði enn meir undir flatt en venjulega. „Því miður á ég ekki annars kost“, sagði hann. „Tvisvar tveir eru fjórir“. „Tvisvar tveir eru fimm í þessu tilfelli". „Ég segi, því miður", hélt lög- reglustjórinn áfram, án þess að Verzlunarmaður áreiðanlegur og reglusamur óskast nú þegar eða 1. okt. í fataverzlun í Miðbænum. Umsóknir með upp- lýsingum sendist afgreiðslu Mbl. fyrir miðvikudags- kvöld merkt: „4860“. Stúlka oskast til afgreiðslu í húsgagnaverzlun. Trésmiðjan V'iðir Laugaveg 166. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 57., og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959 á hluta í eigninni Bergsstaðir við Kaplaskjólsveg, hér í bænum, þingl. eign Steingríms Kl. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. september 1959, kl. 3 síðdegis. BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 57., og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959, á Hvammsgerði 7, hér í bænum, þingl. eign Magnús- ar Magnússonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans og bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. september 1959, kl. 2% síðdegis. BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK. skeyta um mótmæli Antons. — „Bróðir yðar er virtur maður. Húsbóndi hans, Delaporte, er stórveldi í Leopoldville. Blöðin munú komast að þvi, þótt við gerum ekki annað en yfirheyra konu hans. Og blöðin — þér þekkið þau. Hermann Wehr er á ferðalagi. Konan hans fer um næturklúbbana í Leó hálfa nótt- ina með hinum alræmda Ant- óníó. Það er andstyggilegt mál. Ef þér hjálpið okkur, getum við líklega eytt því með þögninni". Anton fékk hjartslátt. Hann lagði höndina áhjartað eins og hann væri hræddur um, að litli maðurinn gæti heyrt hjartslátt- inn. / „Setjum svo, lögreglustjóri", sagði hann, að ég sverji yður, að það var ekki Vera Wehr“. „Og hv§f var það?“ Anton Iet fallast aftur á bak á koddana. „Ég segi yður, að ég veit það ekki“. „Viljið þér sverja það líka?“ „Ég er ekki fyrir rétti, Ver- neuil“. Lögreglustjórinn gat ekki svar að. Dyrnar opnuðust og svört hjúkrunarkona 1 hreinlegum fötum kom inn. „Þér fáið heimsókn, herra Antóníó", sagði hún, og hið góð- lega andlit var eitt bros út undir eyru. í sömu andránni kom höfuð Lúlúu í Ijós í dyrunum. „Jæja, í dag get ég látið yður vera í friði“, sagði lögreglustjór- inn og var allt í einu orðinn sáttfús. Brosandi tróð hann sér fram hjá Lúlúu út úr dyrunum. Börnin voru farin í skólann og Hermann ■'Tar seztur að morgun- verðarborðinu þegar Vera kom inn í iitia spánska garðinn, Patio, þar sem búið var að bera á borð. Það var heitur morgunn seint í maí. Himinninn var heið- ur og blár yfir Leopoldville. „Delaporte kemur og etur miðdegisvcrð“, sagði Hermann og lagði Jalaðið til hliðar, sem hann var að lesa. „Getur þú séð fyrir því?“ „Auðvitað1*. Hún fann það á sér, að hann ætlaði að segja henni eitthvað meira en að Delaporte kæmi til miðdegisverðar. Hann hikaði dálítið, en siðan mælti hann: „Delaporte ætlar að gera við mig nýjan samning. Eða réttara sagt, hann vill gera samning minn víðtækari. Og með miklu betri kjörum“, bætti hann fljótt við. „Auðvitað yrði ég að skuld- binda mig til þess að dvelja að minnsta kosti þrjú ár í Leopold- ville“. „Þrjú ár?“ Hann hló þurrlega. „Þú hefðir átt að sjá, hvað þú varst skelfd á svipinn“, sagði hann og reyndi að tala í gamni. „Finnst þér svo hræðilegt að vera hér?“ „Já“, sagði hún, „mér finnst það hræðilegt“. Hún horfði í augu hans. Þrjú ár í Leopoldville. Það mátti ekki verða með nokkru móti. Hjóna- band hennar myndi ekki endast þessi þrjú ár. En var henni þá svo ákaflega annt um hjóna- bandið? Þessi spurning, sem hún lagði fyrir sig í huganum, kom henni sjálfri á óvart. Tólf ár voru langur tími. Það var óhugs andi að virða hann að vettugi. Pétur og Silvía. Þau grunaði ekki, að það hafði myndazt gjá milli foreldra þeirra. Og hún sjálf? Þótt oltið hefði á ýmsu í hjónabandinu, þá hafði hún aldrei efazt um, að það myndi standast. Hugsanir hennar fóru hamförum yfir mörg ár á fáum sekúndum. Fólk var ekki í hjóna bandi til þess að vera hamingju- samt. Það varð að verja eign sína, enda þó menn elskuðú hana ekki. Fyrir handan, í Ev- rópu, myndi allt ganga eins og áður. í Evrópu urðu menn ekki varir við þorstann eftir ham- Frá barnaskólum Reykjavíkur Börn fædd 1952, 1951 og 1950 eiga að sækja skóla í september. Öll börn fædd 1951 komi í skólana 1. sept. hl. 10 f.h. Öll börn fædd 1950 komi í skólana 1. sept. kl. 1 e.h. Öll börn fædd 1952 komi I skólana 1. sept. kl. 3 e.h. FORELDRAR ATHUGIÐ: Mjög áríðandi er, að gerð sé grein fyrir öllum börnum á ofangreindum aldri í skólunum þennan dag, þar sem röðun I bekkjadeildir verður ákveðin þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, verða foreldrar þeirra eða aðrir aðstandendur að gera grein fyrir þeim í «kól- unum á ofangreindum tímum. ATHVGIÐ: Börn fædd 1950, búsett í skólahverfi Eskihlíðarskóla, komi þangað til innritunar. Kennarafundur verður i skólunum 1. sept. kl. 9 f.h. FRÆÐSLUSTJÓRNIN 1 REYKJAVlK ! ingju. 1 Evrópu gat það ekki átt ] sér stað, að hún legði handlegg- ina um hálsinn á ókunnum manni, þegar nóttin hvíldi yfir ókunnri borg. í Evrópu vissu menn, hvað þeim sjálfum leið og höfðu vald á sjálfum sér. í Evrópu vissu menn, hvað þeim sjálfum leið og höfðu vald á sjálfum sér. En hættan bjó ekki aðeins í henni sjálfri, heldur líka í Hermanni. Hvernig var það um „Perroquet“-vínstofuna Gat hún ákært Hermann fyrir það, að hann var haldinn sömu sóttinni sem þjáði hana. Kongó- sóttin var smitandi. Sá, sem var veikur, gat ekki ákært þann, sem var veikur. Hún fann til heim- þrárinnar til Evrópu, nærri því eins og hún væri líkamlegur sárs- auki. „Ég hata Leopoldville“, sagði hún þegar Hermann, sem ekki var vanur slíkum skapofsa hjá konu sinni, horfði hissa á hana, bætti hún við: „Ég grát- bæni þig, Hermann, framlengdu ekki samninginn. Við eigum ekki heima hérna. Ég þoli ekki loftslagið. Börnin hafa enga leik fé’.aga. Þessi fjöldi af þjónustu- fólki gerir mig óstyrka. Ég hef ekkert að gera“. Hún fann hve röksemdir hennar voru léttvæg- ar, þar sem hún gat ekki nefnt það, sem í raun og veru var um að ræða. „Þú hefur breytzt. Ég veit að ég hef líka breytzt. Við tölum ekki saman um neitt leng ur“. Hún var þreytuleg. „Þetta eru allt barnasjúkdóm- ar“, sagði hann ástúðlega. „Hvern ig getur þú fellt áfellisdóm yfir Leopoldville eftir fáar vikur? Öllum Evrópumönnum fellur loft slagið illa í fyrstu, en allir venj- as+ því. ,Við eigum ekki ennþá reglulega vini, en það lagast bráð um. Okkur er boðið heim til land stjórans í næstu viku. Þú munt kynnast góðu fólki. Annars finnst mér, að ykkur Anton komi ágætlega saman“. Hann þagnaði. Henni fannst hann horfa rannsakandi á sig bak við gleraugun. Hún sagði: „Ég veit ekki, hvort Anton er afbrotamaður, en hann er ævin- iýramaður. Ég hefði ekki átt að fara út með honum. Guð má vita, hvaða óþægindum við verð- um fyrir vegna' þess, að þegar hann fór héðan------“ Hún endaði ekki heldur setn- inguna. m / a r í / u Ég kom ekki hingað til þess að afcoða með þér Qugla, Markús. Þú ert að tefja fyrir mér, oglharður. Farðu þarna á bak viðlsteininn og sittu kyrr, áður en . . Hafðu hljótt um þig, Rík- | - - I ég . . . SHtltvarpiö Þriðjudagur 1. september 8.00—10.20 Morgunútv-arp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir, tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Fyrir ' einu ári: Frá fyrstu dög* um tólf mílna landhelginnar. — (Benedikt Gröndal ritstjóri tekur saman dagskrána). 21.30 Tónleikar: Sentrini leikur á píanó og stjórnar New Abbey L.ight Symphony-hljómsveitinni. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Haukur Hauks son). 23.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—12.50 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir, tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar R. Kvaran leikari). 20.50 íslenzk tónlist: Verk eftir Pál ísólfsson. 21.15 Erindi: Upphaf heimsstyrjaldar- innar 1939. (Ólafur Hansson menntaskólakennari. — Þulur flytur). 21.45 Tónleikar: Sónata fyrir klari- nettu og pianó eftir Saint-Saéns. Ulysse Delecluse (klarinetta) og Jacques Delecluse (píanó) leika. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hrein- lætið“ eftir Evu Ramm. X. lestur og sögulok. (Frú Álfheiður Kjart- ansdóttir). 22.30 Létt tónlist frá Rúmeníu. Rúm- enskir listamenn syngja og ieika. 1 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.