Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. sept. 1959
MORCUISBLAÐIÐ
17
Hlustað á útvarp
ÞEGAR eggjasölusamlagið var
stofnsett, sællar minningar, og
um það „mjög svo nauðsynlega"
fyrirtæki var talað af fjálgleik
miklum í útvarpinu, skrifaði ég
nokkrar línur um þetta í þessum
þætti. Taldi ég að svo færi, að
þessi ráðstöfum bændasamtak-
anna yrði til þess, að einungis
eða oftast yrðu aðeins gömul og
fúl egg fáanleg auk þess sem
verð eggja var stórhækkað. Nú
er komið á daginn að þessi spá
mín hefur reynzt rétt. Ýmsir
merkir bændur, svo sem t.d.
Geir Gunnlaugsson, hafa skrifað
í blöð gegn þessari nýbreytni
eggjaframleiðenda og andúð
fólks á einokunartilraun eggja-
framleiðenda hefur aukizt með
degi hverjum. Það nær auðvitað
ekki nokkurri átt, að hver
hænsnaeigandi skuli ekki vera
sjálfráður hvar hann selur sín
egg og hver kaupandi hvar hann
kaupir þau. Samtök og félags-
skapur er gott, en það má ekki
fara út í öfgar og óráð.
★
Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri flutti 22. ágúst grein-
argott erindi um Jörgensen þann
er nefndur hefur verið Jörundur
hundadagakóngur. Tekst Vil-
hjálmi oft mætavel að draga
saman mikið efni í skilmerkilegt
og skemmtilegt mál, að tala með
samúð og mannúð um menn og
málefni. Jörundur var auðvitað
gallagripur að mörgu leyti og
hefði kannske orðið dálítið svip-
aður Hitler ef hann hefði náð
völdum hér að fullu, en því verð
ur tæplega neitað að ísland varð
sjálfstætt ríki nokkra daga fyrir
hans aðgerðir. Við getum nefnt
það „annað lýðveldið” með sama
rétti og kóngurinn af Róm, son-
• ur Napóleons fyrsta, er nefndur
Napóleon annar.
★
Helgi Hjörvar, skáld, talaði Um
daginn og veginn mánudag 24.
ágúst. Eins og kunnugt er vann
Hjörvar við útvarpið frá byrjun
þar til fyrir um ári síðan að
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Var hann formaður út-
varpsráðs og síðan skrifstofu-
stjóri útvarpsráðs, hafði mjög
lengi og raunar alla tíð mestan
veg og vanda af undirbúningi
dagskrár ásamt útvarpsstjóra og
útvarpsráði. Þessi ræða Helga
snerist öll um útvarpið, dagskrá
þess, eins og hún var og eins og
hún er nú. Hann kvaðst einn af
forráðamönnum útvarpsins hafa
verið vongóður um það í fjár-
hagserfiðleikum hinna fyrstu ára
að úr því rættist og að nægilegt
fé yrði fyrir hendi til þess að
bjóða forustumönnum sæmilega
þóknun fyrir erindi og upplestra
í útvarp. Þessi von hans hefði
rætzt. Þó var svo að heyra á hon-
um að hann væri hvergi nærri
ánægður með útvarps-dagskrána
í sumar enda þótt hann talaði
mjög varlega og oft eins og und-
ir rós. Honum þótti undarlegt
(eins.og mörgum öðrum) að
sjálfur dagskrárstjórinn hefði
haft tíma til þess að vera á hlaup
um fyrir útvarpið „úí um holt
og móa“, eins og Hjörvar sagði.
Útvarpið sendir list út um land-
ið, það var ekki svo undarlegt
þótt þetta væri gert á Austur-
landi, þar sem truflanir eru
miklar. Hitt er óskiljanlegt að
útvarpið sé að senda listamenn til
staða, þar sem ágætlega heyrist.
Helgi Hjörvar sagði að það hefði
verið heppilegt fyrir ungu skáld-
in að sunnudagar sumarins eru
ekki fleiri en þeir eru og mátti
vel skilja meiningu hans. —
Kvað hann fréttir hljóta að vera
aðalefni og uppistaða útvarpsins,
staðgóðar, traustar fréttir flutt-
ar á góðu máli af vel læsum
mönnum.
★
í þætti Sveins Skorra Höskulds
sonar var talað við tvo menn,
sem mjög voru ósammála um
áfenga drykki. Annar var bind-
indismaður og taldi nautn
áfengis allt til foráttu. Kvað
hann áfenga drykki aldrei til
annars en ills eins og nautn’
þeirra ætíð þjóðarböl og hverj-
um einstaklingi til bölvunar. —
Hinn maðurinn kvaðst ekki sjá
eftir því, að hann hefði notað
vín ( i hófi, skildist mér) frá því
að hann var tvítugur þar til nú,
að hann er á sextugs aldri. Hann
áleit að óhæfa væri og skaðlegt
að unglingar innan tvítugs ald-
urs notuðu áfengi, en kvaðst ekki
vilja ráðleggja mönnum yfir tví-
tugt að neita sér um þá ánægju
að fá sér í staupinu. Aðspurður
kvaðst hann þó telja að áfengi
gæti orðið hættulegt og að til
væru áfengissjúklingar.
★
Þórunn Elfa Magnúsdóttir,
skáldkona las upp gamansögu eft
ir sig, „Ævintýri guöfræðings-
ins“. Er það fjörug og líklega
sönn lýsing á sumu fólki eins og
það var á tímunum milli strið-
anna miklu og er sjálfsagt enn.
— Ævar Kvaran talaði um vetn-
issprengingu er varð á Kyrra-
hafi af völdum Bandaríkja-
manna við eyjuna Bikini. Var
sprengjan gerð í tilrauna skyni
og rigndi geislavirku efni yfir
japanskt fiskiskip og varð nokkr-
um mönnum að bana.
Frá Brixham til Billingsgate
hét skemmtilegur og fróðlegur
þáttur er Bárður Jakobsson lög-
fræðingur flutti á föstudaginn.
Talaði hann einkum um fisk-
torgið mikla Billingsgate í Lon-
don. Hann sagði meðal annars
frá útgerðarbænum Brixham í
Devonshire. Þar voru margir af
kútturunum byggðir er hér voru
gerðir út á skútuöldinni. Hann
kvað allan almenning í Bretlandi
vinveittan íslendingum og vilja
kaupa af okkur fisk. En Bret-
landi væri stjórnað af íhaldsdrjól
um afar þröngsýnum og einráð-
um, sem ekkert tillit tækju til
óska almennings.
Laugardagsleikritið var Haust-
mánaðarkvöld eftir Friederick
Dúrrenmatt, ágætlega þýtt af
Ragnari Jóhannessyni, leikstjóri
Baldvin Halldórsson, aðalleikar-
ar, Þorsteinn Ö. Stephensen og
Indriði Waage, sem Ibáðir fóru
prýðilega með hlutverkin. Leik-
rit þetta er óhugnanleg lýsing á
brjáluðum rithöfundi Nóbels-
verðlaunaskáldi, sem jafnframt
er versti glæpamaður. Hinn mað
urinn er einkennilegur sérvitr-
ingur sem varið hefur kröftum
sínum til þess að rannsaka glæpa
feril rithöfundarins. Hann hefur
það upp úr krafsinu að verða 23.
fórnarlamb morðingjans. Sjálf-
sagt á einhver speki að felast
á bak við þennan sálsjúka sam-
setning Dúrrenmatts, sem sagður
er meðal efnilegustu rithöfunda
yngri kynslóðarinnar og víst er
um það að leikritið er „spenn-
andi“.
Þorsteinn Jónsson.
Okkur vantar
Meiraprófs-
bifreiðastjóra
Bifreiðastöð Steindórs — Sími 1-15-88.
Úfsalan hœttir
ettir nokkra daga
Seljum á hálfvirði:
Nærfatnað barna, unglinga og fullorðinna.
Flauelisbuxur drengja og teipna.
Regnkápur á börn
Karimaunafrakka — Telpukápur o. m. fl.
Athugið 50% afsláttur.
Nýjasta tí/.kan er „Te.rylene“ skyrtan
Double Tw<
COLLAR-ATTACHED SHIRTS
a
„Terylene" er nýtt efni, sem hvarvetna er nú að ryðja
sér til rúms vegna styrkleika og gæða. Enska „Double
Two“ skyrtan er falleg og loftar eins og léreft, en end-
ingin er margföld á við flestar aðrar skyrtur.
Skyrtu þessa þarf aldrei að strauja. Þvottur hennar
er fljótlegur og auðveldur. Með skyrtunni fylgir auka-
flibbi og er handhægt að skifta um flibba, er þér óskið.
Sólrún "
Laugaveg 35 — þrjár tröppur upp.
Útsala
Stórkostleg verðlækkun.
Útigallar rauðir, bláir, áður 98 kr. nú 60 kr.
Prjónahúfur margar gerðir verð frá kr. 30.
Barnakjólar margar gerðir verð frá 25 kr. s.L
Peysur jersey frá 18 kr.
Prjónasilkibuxur telpna verð frá kr. 12.
Drengjaföt áður 132 nú 70.
Sportsokkar 10 kr. pr.
Hosur hvítar og mislitar kr. 6.
Plastbuxur frá kr. 10 og margt fl.
/
Sólrún
Laugaveg 35 — þrjár tröppur upp.
Húsgiign í fjölbreyttu úrvali
Borðstofuskápar
Borðstofuborð
Borðstofustólar
Armstólar
Albólstraðir
Sófar og stólar
Sófaborð
Símaborð
Náttborð
Rúm o. m. fl.
Kristján Siggeirsson h.f.
Laugavegi 13 — Sími 13879.
íbúðir til sölu
Til sölu eru skemmtilegar og rúmgóðar 4ra og 5 her-
bergja íbúðir í húsi í Háaleitishverfi. íbúðirnar eru seld-
ar fokheldar með fullgerðri miðstöðvarlögn að öðru
leyti en því að ofna vantar. Bílskúrsréttur getur fylgt.
Fagurt umhverfi. Hægt er að afhenda íbúðirnar strax.
Lán á 2. veðrétti til 5 ára fylgir.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
* (Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
Tilkynning um
útsvör 1959
é
Gjalddagi útsvara í Reykjavík árið 1959
er 1. september.
Þá fellur í gjalddaga y4 hluti álagðs útsvars, að frá-
dreginni lögboðinni fyrirframgreiðslu (helmingi út-
svarsins 1958), sem skylt var að greiða að fullu eigi
síðar en 1. júní síðastliðinn.
Sérreglur gilda um fasta starfsmenn, en því aðeins, að
þeir greiði reglulega af kaupi.
Vanskil greiðslna samkvæmt framrituðu valda því, að
allt útsvarið 1959 felíur í eindaga 15. september næst-
komandi, og verður þá lögtakskræft; -ásamt dráttarvöxt-
um.
Reykjavík, 29. ágúst 1959.
Borgarritarinn.