Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 8
8 UORCrrnrnr inif) Þriðjuifagur 1 sept. 1959 20 ár frá upp- hafi styrjaldar Extrablatt Extrablatt l-6>»Wr VOLKISCHER©BEOBACHTER ffamrfblaM Mf «4li«aaNf«|ia(i(l(id)<« ð<a>«)Ma4 ar«i»<M(f<b<aoM 5^;''zzrizzzrjstr.“JbSVsfc3 Stofritf 0e$ ftuþrers ■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ an bic 38eþrma<ftf ISMtn nídtt mchc ocœillí 6íe ðeutfrhe fHeíchðgcenje ju athfcn 3len ieht ah: Weroair negen CHctoalt! Stoiwf nm @bce unð Sebewcerhl ðee uueðececitandenen ðeulirhen ðfoftetf 3ín ð»< J8cprmad)f! 0<r po(ní?d)< &taai bai bie 109 mír <riír<b<< fri<ö(icb< Kcgelunð nacbbar(ídí<r 3e}íd)una<n o<ru>eið<r(, <r bot ((ottbefien «1 0<< IBaffen •oueU.Vrt Oi< Oeutfdjen in PoUn tperöen mít blutiaem lerror oerfoiði, oou 6au« unð ftof 0<rfri<6<n. <£in< JUtlj< oon ffir <*"< CSfrofimacbt unertracjluben C«r e 0 i t> < r (< t) u n 9 < a beroetfi, boú öi< Pol<u ni d)( m<6r ð<u>i((f fiuö, Ote 0<t ffcb< Xettbíareuje (• acbten Um Oiefem roabnœi()ia<n Ireíben <iu (£nö< $u beretien, K»i6t aur fein .nO<r« Kiittel, ato oou Kttt ab 0<®aK ð<<<» Atvali }u feften. Ot< Oeutfdic ®ebrmacb( ooirð 0<u V jrapf ura Oú (Sbre unð 0í< £<6<nor<(6<< 0« œieOerauferflanðenen Oeuffdxn 35olf<» out b a r (< 1 <£ n t f di (0 f f < u b < i < fúbreu 3d> erwarie, 0a6 jeOer©o(0a(, einaeöenf 0<r ðro6<níraOiiion 0<« eto<ð<n Oeuifcben6o(0at<n(um«, feine pfiidjf .!(( }am íeblea erftlllen œirO, 25(<ibt <£ud> ff<t« unð fn alten £að<n 6<tou§(, 0a6 36< 6te Kepráfenfanteu Oeð nafionalfoiialifíifdxn ®ro6* 0<uffd?lan0« feiOf (Sð íebe unfer »o(f unð unfer 3íeíd?! , 33er(in, 0<u 1. expf«m6<r 1939. 3(ðo(f &(<(er Forsíffan á málgfaffni nazista flutti 1. scptember 1939 ávarp frá Hitler, þar sem lýst er yfir beitingu hervalds. En hann hafði þann gamla sið að skella allri skuldinni á smáríkið. FYHIR nokkrum dögum kom maður n,..kur hér í bæ til Mbl. með gamalt þýzkt blað. Hann hafði geymt það sem sögulegt plagg í 20 ár. Myndin hér á þessari blað- síðu sýnir forsíðu þessa blaðs. Það er Völkischer Beobacht- er, málgagn nazistaflokksins, frá 1. september 1939. Á allri forsíðunni er aðeins ein herhvöt frá Adolf Hitler einræðisherra til þýzka hers- ins. Hún hefur hið sama átak- anlega svipmót sem heimur- inn hefur kynnzt oft síðan, þegar stórveldi ráðast á smá- ríki. Þau hafa þá venju, að saka smælingjann um að eiga upptökin að ófriðnum. ★ Efnið á þessari sögulegu for- síðu Völkischer Becbachter er svolátandi: Herhvöf foringjans til þýzka hersins. Pólland er ekki lengur fáanlegt til að virða þýzku ríkislandamærin. Héðan í frá skal ofbeldi svarað með ofbeldi! Barátta um heiður og lífs- réttindi hinnar endurupp- rísnu þýzku þjóðar. Til þýzka hersins! Pólska ríkið hefur hafnað því friðsamlega samkomulagi, s’em ég reyndi að koma á varðandi ná- grannasamskipti okkar. Þess í stað hefur það beitt vopnum. Þjóðverjarnir í Póllandi eru ofsóttir með blóðugum ógnum, og flæmdir brott frá húsi og heim- ilum. Samhangandi röð af landa- mæraskerðingum, sem stórveldi getur ekki unað við sýnir, að Pólverjar eru ekki lengur fáan- legir til að virða þýzku ríkis- landamærin. Til þess að binda enda á þetta vitfirringslega at- ferli, hef ég engin önnur ráð en að beita héðan í frá ofbeldi gegn ofbeldi. Þýzki herinn mun heyja bar* áttuna fyrir heiðri og lífsrétt- indum hinnar endurupprisnu þýzku þjóðar með vægðarlausri viljafestu. Ég vænti þess, að sérhver her- maður uppfylli skyldu sína til hins hinsta 1 anda stærstu erfða- venjanna í eilífum þýzkum hetju dáðum. Verið yður ætíð þess meðvit- andi, hvai sem þér eruð, að þér eruð fulltrúar hins nazistíska Stór-Þýzkalands. Lifi þjóð okkar og ríki! Berlín 1. september 1939. Adolf Hitler. ★ Kannig var forsíða helzta mál- gagns þýzku stjórnarinnar dag- inn sem heimsstyrjöldin brauzt út. En það er einnig fróðlegt að fletta þessu blaði og líta á inn- aíður þess. Mestur hluti frétta og gt-eina þess fjallar um yfirgang Pólverja. Það má telja upp nokkr ar fyrirsagnir: „Árás pólskra ó- aldarflokka inn fyrir landamæri Þýzkalauds vísað á bug eftir blóð uga bardaga". — „Pólverjar æsa til bardaga við landamæravörð Daniigr", — „Pólverjar valda nóðum i þýzku landamærabér- aði“, — „Pólverjar brottnema þýzka konu“, — Árásir á bústaði þýzkra manna“. En innan um þessar tilbúnu áróð ursfréttir er ein stór frétt með þessari fyrirs: „Æðstaráð Rússl. samþ. einróma hinn þýzk-rúss- neska griðasáttmála. Molotov tal- ar um samning friffarins“. f þess- ari frétt er rakin ræða Molotovs fyrir Æðstaráðinu. Þar segir m.a.: „Griðasamningur sá sem undirritaður var í Moskvu 24. ágúst bindur enda á f janðskap Sovétríkjanna og Þýzkalands. Þessi tvö stærstu ríki Evrópu hafa ákveðið að fella niður styrjaldarhótanir í garff hvors annars og lifa saman friðsam- lega. Jafnvel þótt ekki væri hægt að komast hjá styrjöld í Evrópu, þá er það tryggt með þessum samningi, að sú styrj- öld yrði takmörkuð. Þess vegna ríkir nú óánægja með samninginn, aðeins meðal stríðsæsingamannanna, sem stunda iffju sína í gervi frið- arvina". ★ í dag eru 20 ár síðan heims- styrjöldin síðari brauzt út, en hún er ægilegasti og blóðugasti hildarleikur, sem yfir jörðina hef ur diíhið. Það má að vísu deila um, hvenær styrjöldin brauzt í rauninni út. Það var ekki fyrr en tveimur dögum síðar, þann 3. september sem Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum stráð á hend- ur. Eins mætti líka halda því fram að styrjöldin hafi byrjað með griðasáttmála Hitlers og Stalíns 23. ágúst, því að með hon- um ákváðu þessir tveir einræðis- herrar skiptingu Póllands. Að jafnaði mun þó miðað við þann dag, þegar hernaðarátök hófust og þýzki herinn réðist inn fyrir pólsku landamærin kl. 6 að morgni 1. september. Strax eftir að þýzk-rússneski griðasáttmálinn var undirritaður hafði Hitler tekið þá ákvörðun, að hefja innrás í Pólland 26. ágúst. Virðist hann hafa búizt við, að Bretar og Frakkar myndu láta undan og hætta stuðningi við Pólland, sem nú var komið í úlfa- kreppu milli hinna þýzku og rúss nesku vopnabræðra. En í stað þess að láta undan hertu Vestur- veldin á skuldbindingum gagn- vart Póllandi. Varð þetta til þess að Hitler frestaði innrásinni og lézt nú í nokkra daga vilja semja um pólska hliðið og önnur á- greiningsatriði við Pólverja. Það verður þó Ijóst, að hinar svokölluðu sáttatillögur Hitlers síðustu daga ágúst-mánaðar voru yfirskin eitt. Þetta sést þegar af því að í leynilegum viðbótar- samningi Þjóðverja og Rússa 23. ágúst, ákváðu þeir að uppræta Pólland og skipta því milli sín. Árásin á Pólland var því endan- lega ákveðin af þeim Ribbentrop og Molotov austur í Moskvu. Þar fékk ekkert um haggað. LEIFTURÁRÁS Á PÓLLAND Innrástn í Pólland varð fyrsta sýnishorn þýzkrar leifturárásar í styrjöldinni. Þar kynntust menn fyrst Junkers steypiflugvélunum og þýzku vélaherdeildunum. — Pólverjar höfðu ekkert bolmagn gegn Þjóðverjum, sem sóttu mót- spyrnulítið inn í landið. Mann- tjóni og eigna í loftárásum var lýst miklu, en í rauninni voru þessir bardagar og tjón af þeim í mjög smáum stíl miðað við það sem síðar átti eftir að verða í styrjöldinni. Pólland varð miklu verr útleikið í seinni flótta Þjóð- verja og sókn Rússa vestur á bóginn. Þann 8. september voru fyrstu þýzku hersveitirnar komnar að Varsjá, þann 15. var borgin um- kringd og þýzkar hersveitir bún- ar að taka bæinn Brest Litovsk um 120 km fyrir austan hana og þann 17. september réðust Rúss- ar inn í landið að austan í fullu samræmi við samninginn við Þjóðverja. Undir lok mánaðarins gáfust Pólverjar upp og þann 29. sept- ember gerðu Þjóðverjar og Rúss- ar nýjan samning um skiptingu Póllands. Var þar nokkuð breytt takmarkalínum, þannig að í samn ingnum 23. ágúst hafði verið á- kveðið að Póllandi skyldi skipt um fljótið Vislu, en Þjóðverjar fá í sinn hlut smáríkið Litháen. Nú ákváðu samningsaðilar að skipta á þessu. Þjóðverjar fengu stærri hluta af Póllandi, en Lit- háen skyldi falla til Rússa. N Á I Ð SAMSTARF Með árásinni á Pólland hófst tveggja ára náið samstarf Rússa og Þjóðverja. Séu sagnfræðileg- ar heimildir um þetta tímabil rannsakaðar, verður ekki komið auga á það, að Rússar hafi verið -sérlega varir um sig í því sam- starfi. Þvert á móti voru þeir sá aðilinn sem trúði barnalega á samstarf við nazista. Það var á grundvelli þessa sam- starfs, sem Rússar tóku undir sig Eystrasaltsríkin og Bessara- bíu, hluta af Rúmeníu og samið hafði verið um að þeir mættu einnig taka Finnland, þótt þeir yrðu þar frá að hverfa. Nazistar höfðu einnig margháttaðan hag af samstarfinu við Rússa. Þeirra mesta keppikefli var að þurfa ekki að berjast á tvennum víg- stöðvum í einu í heimsstyrjöld þeirri sem var að brjótast út. Og þegar Þjóðverjar hófu herferð sína vestur á bóginn í maí 1940 töldu þeir sig geta treyst Rússum svo takmarkalaust, að þeir fluttu nær allan her sinn til Vesturvíg- stöðvanna. Eftir var aðeins í Pól- landi lítið lið tii varðgæzlu. Þetta átti m. a. ríkan þátt í því, að Vesturveldin nöfðu ekkert bol- magn gegn Þjóðverjum. Þjóðverjar fengu einnig að- stöðu fyrir kafbáta sína í Mur- mansk. Þangað sigldu mörg kaup för þeirra, sem verið höfðu úti á höfunum. Herskip þeirra fengu að sigla norðan Síberíu til Kyrra- hafsins. Þeim voru einnig stór- lega mikilvægir birgðaflutningar frá Rússlandi, einkum þó á olíu. Mikill hluti benzínsins sem knúði þý.zka skriðdreka í innrásinni í Danmörk, Noreg, Holland, Belgíu og Frakkland var kominn frá olíulindum Rússa við Baku. HEILLAÓSKIR MOLOTOVS Það eru til söguleg gögn um það að Molotov hafi sagt, þegar Þjóðverjar hófu innrás í Noreg þann 9. apríl 1940: „Við óskum Þýzkalandi bezta gengis í þessum varnaraðgerðum þess“ og rús.s- neska blaðið Isvestia Dirti forustu grein þar sem það lagði áherzlu á það, „að Eystrasalt er nú full- komlega á valdi .Rússa og vina þeirra". Þegar Þjóðverjar síðan hófu innrás í Holland, Belgíu og Frakk land, lýsti Molotov því yfir, „að sér þætti vænt um þessar fregn- ir, pg að hann skildi nauðsyn Þjóðverja að verja sig gegn brezk-franskri árás“, og hann ef- aðist ekki um, að Þjóðverjum myndi verða vel ágengt". Enn má því vjð bæta, að þegar Þjóðverjar stóðu á hátindi sigra sinna og allt útlit fyrir að styrj- öldinni væri að ljúka með úr- slitasigri þeirra, þá hófust um- ræður milli Rússa og Þjóðverja um það, hvernig þessi tvö stór- veldi ættu að skipta heiminum eða að minnsta kosti gamla heim- inum á milli sín. Þeir virtust ásáttir um það í aðaldráttum, að Þjóðverjar skyldu fá Afríku, en Rússar fengju Vestur- og Suður- Asíu. Gert var ráð fyrir því, að Japanir héldu Austur-Asíu. Við- ræður þessar komust þó ekki á lokastig m.a. vegna þess, að Rúss ar vildu seilast til yfirráða í Tyrklandi og á Balkanskaga. Ótal mörg fleiri dæmi rná nefna um nána samstöðu Þjóðverja og Rússa á þessu tveggja ára tíma- bili. Þetta samstarf varð und- irstaða heimsstyrjaldarinnar. Upp haf þess var skipting Póllands og þær þjáningar, sem Pólverjar urðu að þola. Böl þeirra af hendi Rússa var hið sama og frá Þjóð- verjum. Báðir þessir sigurvegar. ar stofnuðu fangabúðir í Póllandi, þar sem tugþúsundir Pólverja Xetu lífið. Það er alkunna að í apríl—maí 1940 létu Rússar taka af lífi 4000 pólska herforingja og hermenn í Katyn og 10,000 í Kossielsk, skammt frá Smolensk. Þá má benda á það, að í upp- reisn Pólverja gegn Rússum fyr- ir 3 árum,- var það ein höfuð- krafa Pólsks almennings, að fang ax, sem Rússar tóku og höfðu h|ft í fangabúðum í Síberíu i 15—17 ár, fengju að snúa heim. Innrásin í Pólland varð ekki aðeins upphaf mikilla þján- inga fyrir hina pólsku þjóð, heldur fyrir allan heiminn. Það hefur verið áætlað að milli 30 og 40 miiljónir manna hafi látið lífið af völdum stríðs ins þau sex ár sem það stóð yfir. Nýjar töltur sem Rússar hafa birt um mannfall hjá sér gefa jafnvel ástæðu til að halda að mannfallið hafi veriff nær 50 milljónum. O R S A K I R STIRJALDAR- I N N A R Og hver var nú frumorsök þess að allar þessar hörmungar skyldu dynja yfir þjóðir heims. ins. Það er erfitt að staðhæfa nokkuð um slíkt, jafnvel þótt 20 ár séu liðin frá þessum at- burðum og menn fari nú smám- saman að geta litið á þá í ljósi sögunnar. Orsakanna má jafnvel leita I þjóðfélagslegum aðstæðum liðins tíma. Menn geta leitazt við að íhuga, hvers vegna öfgastefnur komi upp meðal þjóða, hvers- vegna byltingarkenningarkomm- únismans komu upp, og hvers vegna bylting brauzt síðan út í Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.