Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNTtLAÐlÐ Þriðjudagur 1. sept. 1959 Þriðjudagur 1. sept. 1959 MORCr\BLAÐIÐ 13 j Utg.: H.Í. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askiiftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FYRIR FRAMAN r ]DAG er eitt ár liðið síðan reglugerð um hin nýju 12 mílna fiskveiðitakmörk við strendur fslands tók gildi. — Að baki þeirri ákvörðun lá löng ®g þrautseig barátta þessarar þjóðar. íslendingar hafa áratug- um saman gert sér Ijóst að rán- yrkjan á fiskimiðum þeirra stefndi afkomu þeirra i stórkost- lega hættu. Um og yfir 97% af útflutningsframleiðslu þeirra hafa verið sjávarafurðir. Og landsmenn hafa verið mjög háð- ir utanríkisverzlun sinni Sprett- ur það fyrst og fremst af því, hve fábreyttir atvinnuvegir okkar hafa verið. Við höfum orðið að kaupa r.reginhluta nauðsynja okk ar frá útlöndum. Fyrsta stóra sporið, sem segja má að stigið hafi verið til vernd- unar íslenzkum fiskimiðum eru lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins árið 1948. Með þeirri löggjöf var grundvöllur lagður að þeim frið- unarráðstöfunum, sem síðar hafa verið gerðar. Verndun veiðiþjófanna En þrátt fyrir það, að skiln- ingur umheimsins á nauðsyn frið unarráðstafana á íslarvdsmiðum hafi aukizt, hefur íslenzka þjóðin síðastliðið ár staðið fyrir framan fallbyssukjafta einnar nágranna- þjóðar sinnar, sem sent hefur herskipaflota sinn til þess að brjóta niður þessa lífsnauðsyn- legu ráðstafanir. Bretar hata einir allra þjóða neitað að við- urkenna 12 mílna fiskveiðitak- mörkin í verki. í heilt ár hefur brezki flotinn haldið uppi hern- aðaraðgerðum gagnvart íslenzku þjóðinni. Hann hefur hindrað hír. litlu íslenzku varðskip í að koma lögum yfir veiðiþjófana, sem fisk að hafa samkvæmt fyrirskipun- 20. r IDAG eru 20 ár liðin síð- an síðari heimsstyrjöliin hófst. Að morgni hins 1. sept. 1939 hóf Hitler innrás í Pól- land. Þar með var hafinn harm- leikur, sem stóð í hálft sjötta ár. Aðdragandi heimsstyrjaldar- innar hefur nýlega verið ræddur hér í blaðinu. Með griðasamningi Hitlers og Stalins þóttust þýzku nazistarnir hafa fengið frjálsar hendur til þess að hefja styrjóld í Evrópu. Hitler taldi að af sér væri létt óttanum við tvennar vígstöðvar. Sovétstjórnin hafði í raun og veru samið við nazista um skiptingu Póllands. Ái'ás Hitlers hafði aðeins staðið skamma hríð þegar Sovétríkm hófu sjálf árás á Pólland úr austri. Póllapd hafði þannig enn einu sinni orðið landagírugum ofbeldisseggjum að bráð. En útreikningar Hitlers og Stalins brugðust þeim. Póllands styrjöldin varð ekki einangrað- ar smáskærur, eins og þeir höfðu reiknað með, heldur heimsstyrj- öld, sem innan skamms tíma brann á baki alís heimins, einn- ig Rússa, sem héldu sig hafa satt græðgi Hitlers með griðasáttmál anum fræga. FALLBYSSURNAR um innan hinna nýju fiskveiðitak marka. Það hefur verið sagt, og vissu- lega með réttu, að þetta framferði Breta væri hnefahögg í andlit alþjóðlegrar samvinnu. Eitt stærsta og voldugasta herveldi heimsins hikar ekki við að beita minnstu þjóð heimsins, sem einnig er gersamlega vopnlaus, vopnuðu ofbeldi. Á sama tíma jg Bretar hafa virt 12 mílna fisk- veiðitakmörk, er stærri þjóðir hafa ákveðið við strendur sinna landa, senda þeir herskipaflota sinn til þess að brjóta niður hliðstæðar ráðstafanir hjá íslend- ingum. Þetta ofbeldi er svo kaldrifj- að, að undrun sætir að jafnvel gamlir nýlendukúgarar ems og Bretar skuli gera sig seka um það á miðri 20. öld. Islendingar munu ekki hopa Það er rétt að nota þessi tíma- mót til þess að láta það enn emu sinni koma fram, að ofbeldis- aðgerðir Breta hafa hvorki sundr að íslendingum í afstöðunni til þessa mikla hagsmunamáls síns né heldur hrakið þá frá þeirri ákvörðun að halda fast við rétt sinn. Á Genfarráðstefnunni um landhelgismálin á síðastliðnu án kom það greinilega í ljós, að meirihluti þeirra þjóða, sem rað- stefnuna sóttu voru fylgjandi 12 mílna fiskveiðitakmörkum enda þótt aukinn meirihluti fengist ekki til stuðnings við þá stefnu. En margt bendir til þess að 12 mílna fiskveiðitakmörkunum hafi síðan aukizt fylgi. Óhugsandi er að Bretum haldist það til lengd- ar upp að beita íslendinga slík- um fantatökum. Á mestu veltur nú fyrir ís- lenzku þjóðina að kynna sem bezt málstað sinn og gera om- heiminum ljóst atferli Breta á íslandsmiðum. ÁR Segja má að ekki skipti nú mestu máli að rifja upp atburði liðins tíma. Hitt er þýðingar- meira, ..vað mannkynið getur lært af hinum skelfilegu mistök- um fortíðarinnar. Hvernig á að tryggja frið og öryggi í veröld- inni og útrýma djöfulæði styrj- aldanna? Að heimsstyrjöldinni lokinni eygðu þjóðirnar það ráð helzt til bjargar, að sameinast um upp- byggingu víðtækra og voldugra alþjóðasamtaka, sem standa skyldu vörð um frið og mann- réttindi í heiminum. En reynsla þess hálfs annars áratugs, er lið- inn er síðan síðari heimsstyrjöld inni lauk hefur sannað að jafn- vel slík samtök fá ekki rönd við reist. í dag, þegar heimurinn minnizt þess að 20 ár eru liðin frá því að skelfilegasta styrj- öld veraldarsögunnar hóist eiga ,jóðirnar þá ósk heitasta og einlægasta að styrjöldum og mannvígum verði á kom- andi árum með öllu útrýmt úr heiminum. skipið Ægir nálgaðist brezka togarann Vascama, sem var að ólöglegum veiðum, kom her- skipið Palliser á mikilli ferð og sveigði í veg fyrir Ægi frá bakborðshlið. Varðskipinu tókst með naumindum að forða árekstri. skotum. Togaramenn hótuðu að sigla á fullri ferð á Óðin, ef hann léti ekki af eftirför- inni — og heyrðist sú fyrir- ætlun hljóta samþykki hjá herskípinu Scarborough, sem brátt kom á vettvang og hindr aði frekari aðgerðir varðskips- ins. i Þeir voru fangar um borð í brezka herskipinu Eastbourne í hálfan mánuð. — Brezkir sjóliðar beittu ofbeldi, tóku þá með valdi og fluttu um borð í herskipið. — Bretar kölluðu þá „gesti brezka flotans". Brezkir sjóliðar ráðast um borð í togarann Northern Foam, þar sem þeir hindruðu starfsmenn íslenzku landhelgisgæzlunnar með iraldi í að framkvæma skyldustörf sín og fluttu þá sem fanga um borð í herskipið Eastbourne. ★ 23. aprn — Annar landhelgis- brjóturinn tekinn. — Ægir kom að togáranum Montgo- mery að veiðum nær 9 mílur innan fiskveiðitakmarkanna nálægt Vestmannaeyjum. Eft- ir^ nokkurt þóf var sam- þykkt í skeyti frá Englandi, að togarinn skyldi svara til saka fyrir íslenzkum dóm- stóli. Var þá farið með hann til Vestmannaeyja. Skipstjór- inn, George Harrison, hlaut þunga sekt, enda bárust á hann 23 kærur við réttarhöldin. Albert fylgdi honum eftir, en þar sem herskipið Barrosa var einnig í þeirri för, varð Albert brátt að hætta eftirförinni. ☆ 22. mai — xJm nokkurra daga skeið hafði herskipið Ghaplet leikið svipaðan leik við Óðinn og tundurspillirinn Contest hafði áður gert við Maríu Júlíu, en þennan dag, 22., olli þessi „leikur“ árekstri milli skipanna. Brotnaði björgunar- bátur Óðins og nokkrar aðrar skemmdir urðu. Herskipið um. Komdu þessu inn í þinn íslenzka haus — og geymdu það þar.-----Láttu brezku skipin í friði, annars skaltu fá þá meðferð, sem þú verð- skuldar. — Góða nótt“ ☆ 23. júii — Anderson, flotafor- ingi, sendi brezku togurunum kveðju, þar sem hann sagðist vera að láta af störfum sínum hér við land. — Þakkaði hann togaramönnum „prýðilega sam vinnu og skilning" og sendi þeim sínar beztu óskir — en. utanríkisráðuneytisins og fleiri aðila. Höfuðtílgang- urinn með heimboðum þess um hefir verið sá, að leyfa hinum erlendu fréttamönn- rnn að sjá með eigin aug- um, hvað hér er að gerast í landhelgismálinu og kynna þeim málstað okkar sem bezt. — Eítir heim- koinuna hafa margir þess- ara manna skrifað allýtar- Iega um málið og tekið svari okkar að meira eða minna leyti — einnig hinir brezku. ☆ 2. scpt- — Varðskipið Þðr stóð ember togarann Northern Foam að veiðum 7,5 mílur frá landi. Settir voru menn um borð í togarann, og skyldi hann færður til hafnar. Her- skipið Eastbourne kom á vett- vang, og skipherrann, Barry Anderson, krafðist þess, að ís- lenzku varðskipsmennirnir yfirgæfu þegar togarann. Þeg- ar þeirri kröfu var hafnað, voru vopnaðir sjóliðar settir um borð í togarann, og færðu þeir íslendingana burt með valdi — og yfir í herskipið. Annáll þess árs markast af ofbeldi og yfir gangi Breta á Islandsmidum - og einhuga samstoðu Is- lendinga um lífshagsmuna- mal sitt ríkisstjórnin skipaði þá svo fyrir, að honum skyldi sleppt, til þess að ekki væri hægt að segja, að vér hefðum haft með- aumkun með sjúkum manni að yfirskyni — til þess að fá tækifæri til að taka brezkan togara. — Mæltist þessi ráð- stöfun mjög misjafnlega fyrir. ☆ 6. oktð- — María Júlía kom ber að togaranum King- ston Emerald að veiðum inn- an „línu“. — Togarinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum, en skipsmenn stóðu við borð- stokkinn, vopnaðir löngum hnífum, og létu ókvæðisorð dynja á varðskipsmönnum. — Togarinn reyndi að valda á- rekstri við varðbátinn. ☆ 12. nðv- — Þór kom að togar- ember anum Hackness 2,5 mílur undan landi með ólög- legan umbúnað veiðarfæra. Stöðvunarmerkjum var ekki sinntj og togarinn reyndi að komast undan. Er Þór hafði skotið fjórum lausum skotum að honum, án árangurs, var skotið einu föstu skoti, og stanzaði þá Hackness. Her- skipið Russell kom á vettvang, og eftir nokkur orðaskipti, kvað brezki skipherrann upp úr: „Ef þið skjótið að togar- anum, mun ég sökkva ykkur“. ☆ "----------------------------fehr- — Fyrsti brezki tog- 1959 arinn tekinn eftir út- — Var þess nú óskað, að menn færslu fiskveiðitakmarkanna. imir yrðu aftur teknir um Þór stóð togarann Valafell að borð í Þór, en skipherrann, veiðum um 3,2 mílur út af Eiríkur Kristófersson, neitaði Loðmundarfirði. Tvö brezk því og krafðist þess, að þeim herskip, Agincourt og Cor- yrði skilað aftur um borð í unna, komu þegar á vettvang Davíð og Golíat 11 H I N N I hvítu bók um ^ landhelgismálið, sem ís- S lenzka utanríkisráðuneyt- ) ið gaf út í sumar og dreift ; hefur verið víða erlendis S til kynningar og styrktar ) málstað okkar, er m. a. ^ gerður eftirfarandi sam- \ anburður á „flota“ Land- 'í helgisgæzlunnar (6 smá- | skip, auk gæzluflugvélar- S innar Ránar) og skipa- ) kosti þeim, sem Bretar ■ nafa beitt til „verndar" S lögbrotum sínum á Is- S landsmiðum: • „Hver varðbátanna er ( vopnaður einni lítilli fall- S byssu, en áhafnirnar eru • óvopnaðar. Flugvélin er ( alls engum vopnum búin. S Til þess að hindra, að 1 þessi litli eftirlitsfloti geti ^ gegnt skyldustörfum sín- S um hafa Bretar gripið til ‘. þess að nota stór orrustu- \ skip og tundurspilla.--- s Ef miðað er við stærð S skipshafna og * rúmlesta- j fjölda, hafa mörg herskip- J anna verið stærri en öll S skip Landhelgisgæzlunn- S ar til samans, svo ekki sé | minnzt á aflsmuninn. — S Auðsætt er, að hér á fylli- S lega við samlíkingin um ■ Davíð og Golíat". 29. apríi — Tundurspillirinn Contest brýtur allar siglinga- reglur, hringsólar kringum varðbátinn Maríu Júlíu og dregur á eftir sér vírdræsu. Lá hvað eftir annað við á- rekstri af þessum sökum. Dag- inn eftir, 30. apríl, lék herskip ið enn þennan sama leik. 29. apríl gerðist það einnig, að varðskipið Albert reyndi að taka togarann Ashanti, sem var að veiðum 8,7 mílur innan „línu“. Herskipið Barrosa við- urkenndi staðarákvÖrðun Al- berts, en varnaði honum eigi að síður að færa togarann til hafnar. Stóð þarna í þófi nokkra daga, en síðan lagði Ashanti af stað til Bretlands. Líf eða dauði SVO segir m. a. á einum stað í hinni hvítu bók rík- isstjórnarinnar um land- helgismálið: „Skýra má það í örfáum orðum, hvers vegna ís- lenzka þjóðin er svo ger- samlega háð fiskveiðum, með því að líta til þeirrar staðreyndar, að nær allar lífsnauðsynjar verður að flytja inn erlendis frá vegna þess hve landið sjálft er hrjóstugt og ó- frjótt. Allur þessi inn- flutningur verður að greið ast með því, sem fæst fyr- ir útflutningsvörurnar, en 97% þeirra eru fiskur eða fiskafurðir. — Af þessu leiðir, eins og svo oft hef- ur verið á bent, að það veltur bókstaflega á fisk- veiðunum, hvort íslenzka þjóðin skal lifa eða deyja — því að án þeirra væri landið ekki byggilegt. Svo einfalt er málið, og engar frekari útskýringar gætu nokkru bætt við þessa ótvíræðu sögu“. og beindu byssum sínum að Þór. Eftir nokkurt þóf játuðu Bretarnir, að staðarákvörðun Þórs væri rétt — og ákváðu þá að leita fyrirmæla hjá yfir- mönnum sínum um, hvað gera skyldi. Eftir fjögurra daga bið kom loks skeyti frá eigendum togarans, þar sem lagt var fyrir, að hann skyldi halda til íslenzkrar hafnar. Var þá farið með hann til Seyðisfjarð- ar, og skipstjórinn þar dæmd- ur í venjulega sekt fyrir l^pd- helgisbrot. Skipið hafði raun- ar áður hlotið 10 kærur fyrir ólöglegar veiðar, en umrædd- ur skipstjóri var nú með það í fyrsta skipti — og því ekki hægt að dæma hann fyrir nema eitt brot. ☆ 25. marz — Þór stöðvaði tOg- arann Carella, sem var að veiðum 8,5 mílur innan fisk- veiðimarkanna nálægt Vest- mannaeyjum. Brezka herskip- ið Palliser skarst í leikinn, neitaði að viðurkenna staðar- ákvörðun Þórs og sagði tog- aranum að halda áfram veið- um, hvar sem væri milli 4 og 12 mílna. ^ 14. aprii — Togarinn Swanella staðinn að veiðum 3,5 mílur undan Jökli. Togarinn sigldi til hafs og stanzaði ekki fyrr en varðskipið Óðinn hafði skot ið að honum tveim föstum Tveir brezkir skipstjórar hafa orðið að svara til saka fyrir landhelgisbrot fyrir islenzkum dómstól: Roland Pretious, skipstjóri á Vala- felli (til v.), var dæmd- ur á Seyðisfirði 7. febr. sl. — og George Harrison (að neðanf, skipstjóri á Lord Montgomery, hlaut dóm í Vestmannaeyjum 29. apríl síðastliðinn. togarann svo að þeir gætu haldið áfram að sinna skyldu- störfum — Niðurstað- an: íslenz,,a varðskipsmenn- irnir voru fangar um borð í Eastbourne í hálfan mánuð, þar til herskipið laumaðist í skjóli náttmyrkurs, án leyfis, inn til Keflavíkur og skaut peim þar á land í báti. i Það varð þegar ljóst á þess- um fyrstu dögum 12 mílna fiskveiðilandhelginnar, að ís- lenzku varðskipin gátu ekki beitt sér gegn ofurefli herskip- anna, að öðru leyti en því að vera sífellt að ónáða landhelg- isbrjótana við iðju þeirra. — Þann hátt hafa þau háft á jafn- an síðan og oft valdið hinum mesta taugaóstyrk meðal Bret- anna með þeirri „hernaðarað- ferð“. — Tvisvar í mánuðin- um gerðist það, að herskip fékk leyfi til að leita íslenzkr- ar hafnar með veika menn. í síðara skiptið náðu varðskips- menn brezkum togara á sitt vald meðan herskipið var í ferðinni, og skyldi hann nú færður til hafnar. En íslenzka 1F| i Z"'1 er eitt ár liðið frá J»ví reglu- gerðin um 12 mílna fisk- veiðilandhelgi við Island gekk í gildi. Þessi ráðstöf- un átti í grundvallaratrið- um einhuga fylgi þjóðar- innar að fanga, og ofbeldis- aðgerðir Breta innan fisk- veiðitakmarkanna hafa þjappað Islendingum enn fastar saman um þetta lífs- hagsmunamál sitt. — Allar þjóðir, aðrar en Bretar, hafa virt hin nýju fiskveiði takmörk, þótt þær hafi mót mælt útfærslunni — Bret- ar einir hafa látið sér sæma að beita okkur ofbeldi í þessu máli og látið togara sína stunda skipulagðar, ó- löglegar veiðar í fiskveiði- landhelginni undíir her- skipavernd. 1. sept. — Bretar sendu þegar 1958 hópa af togurum inn fyrir tólf mílna mörkin undir Morgunblaðið birtir í tilefni dagsins nokkrar svipmyndir úr „þorskstríðinu“, eins og landhelgisdeilan við Breta er gjarnan nefnd í erlendum blöðum. Þá hefir blaðið átt viðtal við Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgæzlunn- ar, sem birtist á öðrum stað í blaðinu, og loks verða hér á eftir raktir, í eins konar ann- álsformi, helztu atburðir árs- ins á þessu sviði, en það verð- ur óhjákvæmilega fyrst og fremst saga um yfirgang Breta: Einstæð rödd í brezku blaði frá fyrstu dögum landhelgis- deilunnar: — Sökin er okk- tlX • • • • herskipavernd. — Þegar á þess um fyrsta degi höfðu „vernd- araðgerðirnar“ nær valdið alvarlegu slysi. — Er varð- sigldi á braut eins og ekkert hefði í skorizt. ★ 31. maí — Herskipið Duncan hindraði Maríu Júlíu í að taka togarann Lord Lloyd, sem var að veiðum 8,7 mílur innan fisk 'veiðimarkanna út af Ingólfs- höfða. Yfirmaður herskipsins neitaði að viðurkenna staðar- ákvörðunina, og togarinn hélt áfram veiðum undir vernd þess. 3. júní — Orðsending barst frá herskipinu Russell — en þaðan var þá „flotaaðgerðum" Breta stjórnað — til brezku togaranna, þar sem haft er í hótunum út af fyrrgreindu at- viki og sagt, að slík „heimska" verði ekki lengur liðin. — Sama dag heyrðu menn á Þór eftirfarandi orðsendingu frá herskipinu Duncan: „Ef ein- hver fallbyssubátanna (þ. e. ísl. varðskipin) reynir að skjóta á brezka togara, mun- um við einnig skjóta, hrinda árásinni og gæta þess að hitta í fyrsta skoti — það mun reyn ast nóg“. j ☆ 21. júlí — Þór fékk „kveðju“ frá herskipinu Duncan (And- erson), er hann var að eltast við landhelgisbrjót: „— Ef þú skiptir þér eitthvað af þessum togara, eða einhverjum öðr- um, mun ég hefja skothríð á þig úr öllum mínum fallbyss- lokaorð kveðjunnar voru: og fjandinn hafi fallbyssubát- ana“. íslenzka utanríkisráðu- neytið hefir hvað eftir ann- að sent Bretastjórn harðorð mótmæli vegna margvís- legra ofbeldisaðgerða hinna brezku herskipa í ís- lenzku fiskveiðilandhelg- inni. Inntakið í svörunum við slíkum mótmælum hef- ir yfirleitt verið það, að Bretar viðurkenni ekki annað en 3 mílna landhelgi. — Þó sömdu þeir við Dani í vor um fiskveiðilandhelgi Færeyja, þar sem öllum þjóðum er bönnuð veiði inn an tólf mílna — nema Bret- um sjálfum! Undanfarið hefir verið boðið hingað allmörgum er- lendum fréttainönnum, þar á meðal brezkum, af hálfu eins árs i dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.