Morgunblaðið - 22.09.1959, Page 16
16
MORCTHVBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. sept. 1959
Raðhús til sölu
Álfhólsvegur 30 í Kópavogi er til sölu. Á 1. hæð eru
2 stofur og eldhús. Á 2. hæð eru 3 svefnherbergi, bað
og geymsla. Einnig er þvottahús, kynding og geymsla
I sameiginlegri viðbyggingu fyrir húsasamstæðuna.
Húsnæðið er til sýnis kl. 7—9 í kvöld og næstu kvöld.
Fasfeignaskrjrstoían
Laugavegi 28. — Sími 19545
Sölumaður: Guðm. Porsteinsson
ÞvotiamaZur úskasf
Aðstoðarmann við þvottastörf í þvottasal Þvottahúss
Landspítalans, 25—45 ára, óskast nú þegar.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf
óskast sendar til skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar-
stíg 29, Box 43, fyrir 26. sept næstkomandi.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍT ALANNA
Hefi opnað
tannlœkningastofu
mína að Hverfisgötu 50
Eingöngu tannréttingar
Viðtalstími 13,30—15 nema
laugardaga. Sími 14723
Þórður Eydal Magnússon
tannlæknir
MINEHVA
Kvennblússan
f æ s t í
Sextugux
Erlendur Björnsson
SVÍFUR að hausti — hauststörfin
1 hefjast — réttir byrja.
Réttirnar hafa einatt veitt
nokkra tilbreytni í líf fólksins í
sveitum landsins. Þær eru eins-
konar uppskeruhátíð.
Á réttardaginn fyrir tæpum 50
árum hafði flokkur fólks, konur
og karlar úr Biskupstungum safn
azt saman uppi á klettunum ofan
við réttirnar við Tungufljót.
Drætti fjárins var langt komið.
Fólkið var glaðlegt í bragði þenn-
an dag. Þó bar það merki mikilla
anna eftir langan vinnudag sum-
arsins.
Svo langt sem ég man hafa
Tungnamenn einatt skemmt sér
við söng, er þeir komu saman,
enda oft góðir raddmenn í hópi
þeirra.
í þetta sinn hafði Björn á
Brekku kvatt sveitunga sína til
söngsins og stjórnaði honum.
Meðal söngfólksins var 12 ára
drengur, bjartleítur, djarflegur,
státinn strákur.
Björt og skær söngrödd þessa
drengs vakti nokkra athygli.
Hér var að vaxa á legg vænt-
anlegur hreppstjóri Tungnamann
anna, Erlendur Björnsson á Vatns
leysu.
Á þessu sumri varð Erlendur
sextugur.
Þó seint sé, tel ég rétt að minn-
ast þess með nokkrum hætti op-
inberlega, því þess er hann verð-
ugur, en hitt veit ég líka að hann
kysi helzt að láta það kyrrt liggja.
Erlenaur er fæddur að Torfa-
stöðum í Biskupstungum 21 .júlí
1899. Faðir hans var Björn
Björnssonar á Brekku í Bisk.
Móðir Erlendar var Guðrún Er-
lendsdóttir bónda í Arnarholti í
sömu sveit.
Björn á Brekku faðir Erlendar
var vel metinn, félagslyndur og
þótti hvarvetna aufúsugestur.
Var hann um skeið bæði oddviti
og hreppstjóri sveitarinnar. Hann
var kvæntur Jóhönnu Björnsdótt-
ur úr Ölfusi. Var hún mikilhæf
kona. Naut Erlendur hjá henni
athvarfs, sem góðrar móður.
Erlendur ólst upp í föðurgarði
og dvaldi jafnan heima unz hann
kvæntist Kristínu Sigurðardóttur
frá Vatnsleysu. Reistu þau bú að
Vatnsleysu (vesturbænum) árið
Mafráðskona
óskast strax að Heimavistarskólanum Jaðri. Uppl.
hjá skólastjóranum, Nóatúni 32, eftir hádegi í dag.
Skrifsfofusfúlka
Þekkt heildsölufyrirtæki í Miðbænum óskar að ráða
til sín skrifstofustúlku nú þegar eða 1. okt. Vélrit-
unar- og enskukunnátta nauðsynleg. Tilboð leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir föstudag 25. sept. n.k. merkt:
„Góð laun — 4742“.
Stúlka óskast
í brauða- og mjólkurbúð
5 tíma vinna.
Upplýsingar í síma 33435.
Efri hœð og ris
Á hæðinni eru 4 herbérgi og eldhús, en 3 herbergi
og eldhús í risi. — Selzt í einu lagi eða hvort fyrir sig
ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, hrl.
Austurstræti 14. — Sími 15332
Eignarlóð við Laugaveg
T I L S Ö L U
Á lóðinni er lítið timburhús.
ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, hrl.
Austurstræti 14. — Sími 15332
6 herbergja íbúð
tilbúin undir tréverk
til sölu nú þegar.
ÓLAFUR ÞORGRlMSSON, hrl.
Austurstræti 14. — Sími 15332
1922 og hafa búið þar siðan í sam-
býli við Þorstein Sigurðsson bróð
ur Kristínar.
Erlendur naut ekki annarrar
skólafræðslu en þeirrar, sem
veitt var á þeim tímum með lög-
boðinni farkennslu til fermingar.
Þessi skamma skólavist hefur
reynzt honum notadrjúg vegna
eðlisgreindar, athygli og sjálfs-
aga. Erlendur gerðist snemma
velstarfandi ungmennafélagi, og
ætla ég að sá félagsskapur hafi
reynzt honum skóli, sem mörgum
öðrum, og leitt hann til nokkurs
þroska. Eríendur tekur ungur við
hreppstjórn, virtist hann þegar
vandanum vaxinn og hlaðast því
á hann margháttuð störf, vegna
sveitarfélagsins, bæði heima fyrir
og út á við. Hefir hann ekki brugð
izt trúnaðinum sem honum hefur
verið sýndur. Heldur hann því
vel virðing allri og trausti manna.
Erlendur er fastlyndur og laus
við flysjungshátt, skapríkur en
þó stilltur vel. Glaður í vinahópi,
söngvin sem faðir hans. Leikur
vel á orgel og er því oft tilkvadd-
ur sem forsöngvari við messu-
gjörð og aðra kirkjulega athöfn.
Kristín kona hans er og góð söng
kona svo sem hún á kyn til.
Vatnsleysuheimilanna beggja vil
ég svo minnast því að mér finnst
þau hafa verið arinn söngs og
félagslífs um langt skeið hér í
sveit.
Erlendur hefir húsað vel jörð
sína. Stór tún teygja s:g suður
frá bænum fram með ásnum sem
bærinn stendur undir. Allt ber
heimilið myndarsvip og vitnar
um húsráðendur.
Þau hjón hafa eignazt 5 börn, .
eru fjögur á lífi, öll myndar fólk:
Björn bóndi í Skálholti, Sigurður
bóndi á Vatnsleysu, Sigurlaug,
gift og búsett í Reykjavík og
Magnús ókvæntur heima.
Á Vatnsleysu er oft gestkvæmt,
því margur á erindi við hrepp-
stjórann.
Ég ætla að það sé almæli að þar
sé gott að koma og njóta hlýju og
rausnar þeirra hjóna.
Ég þakka Erlendi og fjölskyldu
hans allri fyrir góð kynni á liðn-
um árum. Ég þykist og vita, þó
ekki hafi ég umboð til þess, að
sveitungar hans allir vilji þakka
honum fyrir unnin störf og sam-
fylgd á liðnum árum og óska
honum og fjölskyldu hans bless-
unar í framtíðinni.
Réttardagur Tungnamanna er
á miðvikudaginn 23. sept. n. k.
Fyrir nokkru voru réttirnar
fluttar lengra ofan með fljótinu.
Þær standa nú i Vatnsleysulandi
á mólendi á bug við Tungufljót,
undir birkivöxnum ás. Réttastæð
ið er hið fegursta og réttirnar
sjálfar þokkalegar, þó sumt sé
hjáleitt í gerð þeirra miðað við
umhverfi og ætluð not. Nú ganga
ekki Tungnamenn á bergstall á
réttardag eins og á leiksvið til
söngs, heldur syngja þeir nú við
réttarvegg, steypta stólpa og járn
grindur. en söngurinn hljómar
allt eins vel og áður.
Ný syngur roskinn hreppstjór-
inn djúpan bassa, Fljótið niðar á
flúðum, lengra undan en þó
skammt. Kveður fossinn Faxi
(Vatnsleysufoss) þungum rómi:
íslands er það lag.
Sigurður Greipsson.