Morgunblaðið - 22.09.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.09.1959, Qupperneq 24
Kafvæðing Austurlands Sjá blaðsíðu 13. Hnefahögg Framsóknarafturhaldsins i garð bændastéttarinnar: * Stjórnmálafundir Rœðst með illyrðum og fölsunum á Sjálfstœðisflokkinn, sem hefur tryggt aðhluturb œnda verði réttur Tímaliðið sýnir enn að raunverulegir hagsmunir bœnda eru því einskis virði FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur enn einu sinni sýnt hið miklu leyti, sem það verður rétta innræti sitt gagnvart íslenzkum bændum. Hefur hann nú látið miðstjórn sína og aðalmálgagn ráðast með illyrðum og blekk- ingum á Sjálfstæðisflokkinn, er mótmælt hefur þeirri réttarskerð- ingu, sem minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hefur framið gagn- vart bændum, með því að svipta þá rétti, sem þeir áttu til afurða- hækkunar, er þeir höfðu beðið eftir í heilt ár. Um leið og Sjálf- stæðisflokkurinn lýsir því yfir, að hann muni tryggja bændum leiðréttingu á þessari réttarsviptingu á næsta Alþingi hikar mið- stjórn Framsóknarflokksins ekki við að halda því fram, að ríkis- stjómin „telji sig hafa tryggt sér meirihlutafylgi fyrir framgangi laganna á næsta Alþingi.“ Hrein fölsun á staðreyndum Þarna er um hreina fölsun á staðreyndum að ræða. Sjáíf- stæðisflokkurinn • mótmælti ein- dregið setningu bráðabirgðalag- anna um leið og hann lagði til að gildandi lög yrðu látin gilda um verðlagningu landbúnaðar- afurða og bændum yrði tryggð afurðaverðshækkun, sem þeir áttu rétt á. í stað þess að fagna þessari afstöðu stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar spinnur Framsókn- arflokkurinn upp þá ósanninda- þvælu, að Sjálfstæðismenn séu sammála minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins um hinar ranglátu ráðstafanir gagnvart bændum! Enginn flokkur, sem væri bændum velviljaður, myndi leyfa sér svo siðlausan og ábyrgðarlausan málflutning, þegar um er að ræða mikið hagsmunamál stéttar þeirra. Staðreyndir þessa máls liggja ljósar fyrir. Sjálfstæðismenn kröfðust þess, að gerðardómur- inn yrði gerður virkur eftir að fulltrúar neytenda höfðu sagt sig úr verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða. Þeir töldu einnig, að þá verðhækkun, sem yrði á land- búnaðarafurðum vegna kaup- hækkanna frá haustinu 1958, bæri að greiða niður, a. m. k. þann stutta tíma, sem hlýtur að líða þangað til nýkjörið Alþingi tekur efnahagsmálin í heild til meðferðar. * Þegar ríkisstjórnin snérist gegn þessari tillögu og ákvað, í fullri andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn að beita vaídi sinu til setningar bráðabirgða- laga, sem svipta bændur fyrr- greindum rétti sínum, lýsti miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðismanna því yfir, að þeir myndu beita sér fyrir þvi á næsta þingi að bændum yrði bætt það tjón, sem þeir biðu við þessar ráðstafanir. Af þessari afstöðu Sjálf- stæðisflokksins leiðir það svo, að þingmeirihluti er tryggður fyrir því að hlutur bænda verði réttur, ef Framsóknar- flokkurinn ekki svíkur þá enn einu sinni. stuðning á næsta þingi. Því fer víðs fjarri, að sá stuðningur sé tryggður, miklú fremur verður að óreyndu varla öðru trúað en á móti þeim sé og verði mik- ill meirihluti þingsins". Þetta segir Tíminn í „Skrifað og skrafað" á sunnudagsmorg- uninn. En í yfirlýsingu miðstjórnar Framsóknarflokksins í Ríkisút- varpinu á sunnudagskvöld er því blákalt haldið fram að „ríkis- stjórnin telji sig hafa tryggt sér meirihlutafylgi fyrir framgangi laganna á næsta þingi, að svo tryggt fyrir kosningar' Engum getur því dulizt að miðstjórn Framsóknarflokks- ins hefur í yfirlýsingu sinni farið með vísvitandi fölsun og blekkingu. Hún er búin að láta Tímann fullyrða að á móti bráðabirgðalögun- um %„sé og verði mikill meirihluti þingsins“. Þetta ákærir blaðið ríkisstjórn- ina fyrir. En að kvöldi sama dags birtir miðstjórn Framsókn- arflokksins yfirlýsingu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ákærð- ur fyrir að vera bráðabirgðalög- unum fylgjandi og ætla sér að tryggja þeim meirihlutafylgi á Alþingi!! Þannig rekst eitt á annars hom í blekkingavaðli Framsókn- armanna. Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin Ríkisstjórn sú, sem nú situr er minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hét því að vísu á sínum tíma að verja Yfirlýsing frá miðstjórn Sjálfstœðisflokksins AÐ GEFNU tilefni í yfirlýsingu miðstjórnar Framsóknar- flokksins, sem lesin var í útvarpinu í fyrrakvöld ítrekar mið- stjóm Sjálfstæðisflokksins það, sem fram kom í sam- þykkt hennar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins hinn 18. þ. m., að Sjálfstæðisflokkinn lýsti sig þegar í stað and- vígan setningu bráðabirgðalaganna um ákvörðun verð- lags landbúnaðarafurða og mun þess vegna ekki styðja þau á Alþingi, heldur leggja til að bændum verði bætt upp það tjón, sem þeir verða fyrir af þessum sökum. hana vantrausti, bæði þegar hún var sett á laggirnar og eftir kosn- ingarnar nú í sumar. Þetta gerði flokkurinn einungis vegna þess, að ekki var mögulegt að mynda meirihlutastjórn. Á því öngþveiti ber enginn stjórnmálaflokkur meiri ábyrgð en Framsóknar- flokkurinn. . Sjálfstæðisflokkurinn hefur einungis samið við Alþýðu- flokkinn um meðferð tiltek- inna mála, þ. e. stjórnarskrár- breytinguna, ný kosningalög, verðstöðvunarlögin í vetur og afgreiðslu fjárlaga. Hins veg- ar hefur hann lýst sig and- vígan setningu bráðabirgða- laganna nú og ber þess vegna enga ábyrgð á þeim. Ef ein- hvern annan flokk en Alþýðu- flokkinn ber að saka um setn- ingu þeirra er það auðvitað fyrst og fremst Framsóknar- flokkinn, sem með atferli sínu í desember sl. og siðan hefur valdið þeim glundroða, sem nú ríkir í íslenzkum stjórnmálum. Afstaða bænda Gagnvart bændum horfa þessi mál nú þannig við, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur tryggt það með yfirlýsingu miðstjórnar sinnar og þingflokka, að það ranglæti, sem framið er gagn- vart þeim með fyrrgreindum bráðabirgðalögum verður leið- rétt á næsta Alþingi, svo fremi að Framsóknarflokkurinn ekki svíki þá eins og hann hefur oft gert áður. Þetta er það, sem mestu máli skiptir fyrir bændastétt- ina. Illyrði og falsanir Fram- sóknar á afstöðu Sjálfstæðis- manna er þess vegna hnefa- högg í andlit sveitafólksins, sem hlýtur að meta það mik- ils að málstaður þess eigi stuðningi og skilningi að fagna hjá stærsta og áhrifamesta stjórnmálaflokki þjóðarinnar. á Norð-vestur- landi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra efna til almennra stjómmálafunda á eftirtöldum stöðum: Siglufirði, föstudaginn 25. sept. Sauðárkróki, laugard. 26. sept. Blönduósi, sunnud. 27. sept. Gunnar Thoroddsen borgarstj. mætir á öllum fundunum. Fundimir hefjast á öllum stöð- um kl. 8,30 sd. Héraðsmóf aðHellu HÉAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður hald- ið að Hellu sunnudaginn 27. sept. kl. 4 síðdegis. — Nánar verður skýrt frá dagskrá mótsins síðar. Fyrs’u réttir ÞESSA dagana standa yfir göngur og réttir. Þeir sem fyrst rétta á þessu hausti munu hafa gert það á laugar daginn var, en mjög víða mun réttað í þessari viku. Fyrstu réttirnar, sem blað- ið hafði spurnir af hér í ná- grenni Reykjavíkur, voru í gær hjá Hafnfirðingum og Grindvíkingunr. Þótt þessar réttir séu frekar litlar, borið saman við réttirnar í stærstu sauðfjársveitum landsins, er ekki síður mikið um að vera hér. Mikill fjöldi fólks sóíti t. d. Kaldárrétt við Hafnar- fjörð í gaer, en þangað brá tiðindamaður blaðsins sér. — Þótt veður væri risjótt létu Hafnfiröingar og Garða hreppsbúar það ekki á sig fá. Húsfreyjur úr nágrenninu önnuðst kaffisölu og urðu margir fengir að fá sér heitan sopa og sitja um leið af sér skúrirnar. Þessi mynd var tekin við Kaldárrétt í gær. Ljósm. vig. TTfirlýsingar Framsóknar stangast á. Annars er það athýglisvert, að yfirlýsingar Framsóknarmanna um væntanlegt þingfylgi við bráðabirgðalög ríkisstj órnarinnar stangast sjálfar gersamlega á. í Tímanum sl. sunnudag segir svo, að það sé „brot á þeim þing- ræðisvenjum, sem við höfum haft í heiðri, þeim, að ríkisstjórn gefi ekki út bráðabirgðalög nema hún, eigi til samþykktar þeirra vísan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.