Morgunblaðið - 17.10.1959, Side 23

Morgunblaðið - 17.10.1959, Side 23
Laugardagur 17. okt. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 23 Tónleikar í Austurbæjarbíói FIMMTUDAGINN 8. okt. voru haldnir tónleikar í Austurbæjar- bíói í tilefni af 10 ára afmæli Þýzka alþýðulýðveldisins. Voru hér á ferðinni Ina-Maria Jeuss, sópransöngkona, Max Jansen, tenórsöngvari, Werner Schulz, fiðluleikari, og Dieter Brauer, píanóleikari. Það fer að verða nokkur vandi að senda hingað listamenn til tón leikahalds. Við erum svo góðu vanir úr austri og vestri og suðri, að áheyrendur hér hætta hvað líður að kalla allt ömmu sína. Megum við vera hér nokkuð á verði, svo að við föllum ekki fvr- ir því „sensationella" og verðum sljóir. Hér voru engir afburða- menn að verki, en gott músík- fólk, sem flutti list sina af smekkvísi og kunnáttu og var túð geðþekkasta í allri framkomu. Því miður gat ég ekki hlustað á alla tónleikana (var sjálfur að spila þetta kvöld), en það sem ég heyrði, færði mér heim sanninn um það að hér voru góðir menn á ferðinni. Fiðluleikarinn Wern- er Schulz er prýðisgóður og gagn- menntaður fiðluleikari; líkt er að segja um píanóleikarann Dieter Brauer, sem lék „32 tilbrigði" eft- ir Beethoven af smekkvísi og næmum skilningi. Tenórsöngvar- inn Max Janssen hefur fremur litla rödd, en hann beitti henni af kunnáttu, og sama er að segja um sópransöngkonuna Ina-Maria Jeuss, sem er þó meiri söngvari, en var ekki sem bezt fyrirkölluð. Það er eitt sem ekki er lengur hægt að komast hjú- að minnast á: Hin endalausu „prógrömm". Gildir þetta orðið nær alltaf beg- ar erlendir listamenn koma hir.g- að. Hér voru t. d. tvö prógrömm gerð að einu. Þetta er óviturlegt og þreytir oft, jafnvel þó um göf- ugustu list sé að ræða. Hef ég heyrt ágætt músíkfólk kvarta undan þessu, og með réttu. Þarf að athuga þetta framvegis. Hálfur annar klukkutími er hámark, ef hlustað er með athygli. Undan- tekning frá þessu er þó þegar risaverk, svo sem óratoríur eða óperur eru fluttar. Listafólkinu þýzka var mjög vel tekið, og var salurinn nær fullskipaður. P. L —- Mávur Framhald af bls. 1. me* 26 farþega innanborðs. Um leið og flugvélin sveif niður á brautarendann flaug upp mikill hópur máva, sem setið hafði á brautinni — og sogaðist fugl inn í einn hinna fjögurra hreyfla. Flugstjórinn varð þess ekki var, •n þegar flugvélin hafði numið staðar tók hann eftir blóðslettum við innsogsop hreyfils nr. 2 — og ræsti hreyfilinn aftur til þess að prófa hann. Hreyfillinn hitaði sig þá óeðli- lega mikið og ályktaði flugstjór- inn Hörður Sigurjónsson, að mávur hefði sogazt inn og stíflað loftrásina að einhverju leyti. Flaug hann flugvélinni á þremur hreyflum til Lundúna til athug- unar hjá Rolls-Royce verksmiðj- unum, en skildi farþegana eftir. Hin Viscount Flugfélagsms, Hrímfaxi, var þá sendur frá Reykjavík til þess að sækja far- þegana. Var síðan lagt upp frá Glasgow um kl. 10.30 á fimmtu- dagskvöld og komið heim kl. að ganga tvö um nóttina. Töfðust farþegarnir af þessum sökum í 9 stundir í Glasgow. Lagfæring á Gullfaxa gekk vel í London. Hreyfillinn var látinn ganga hratt í góða stund — og hreinsaði hann út úr sér mávinn án þess að skemmdir yrðu. Kom Gullfaxi heim um hádegisbilið í gaer. Sigurður H. Guðmundsson (t. v.) og Guðjón Sigurðsson við bát sinn í Bátalónsskipasmíðastöðinni í Hafnarfirði. VopnlirSin grarnir otj háturinn þetrra FREGNIN um samskipti hitma ungu Vopnfirðinga, hálfbræðr- anna Guðjóns Sigurðssonar og Sigurðar Hólm Guðmundssonar við oddvita hreppsnefndarinnar á Vopnafirði, sem sagt var frá í blaðinu í gær, hefur að vonum vakið athygli. 1 stuttu samtali við Mbl. í gær, sagði Sigurður, að sér væri ókunnugt um hvað valdið hefði því að þeim var skyndilega synjað um hreppsábyrgð á láni, sem þeir þurftu að taka vegna bátsins. Það hefði að vísu komið fram í skeyti, sem hann fékk hingað til Reykjavíkur að aust- an, að synjunin hefði orðið „þin vegna“, eins og í símskeyti stóð frá oddvitanum. Kvaðst Sigurður hafa leitað eftir skýringum á þessu orðalagi, sem gefið hefði sér ástæðu til margvíslegra heila- brota. Ekki væri sér kunnugt um, að hann hefði gerzt brotlegur við einn eða neinn eða hreppsnefnd- ina. Væru í skeytinu dylgjur, sem væntanlega kæmi skýring á innan tíðar. Ekki hefði tekizt að fá hana í símtali austur. Ég bíð eftir bréfi. En hver veit nema það komi aldrei fram, eins og fyrirheitin um hreppsábyrgðina, sagði Sigurður. Kvöldvaka á Akranesi SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akra nesi halda kvöldvöku að Hótel Akranesi, sunnudaginn 18. okt. klukkan 9 síðd. Ávörp flytja: Jón Árnason, Sigurður Ágrústsson, Friðjón Þórð arson og Ásgeir Pétursson. Leikararnir Lárus Pálsson, Klemens Jónsson og Valur Gísla- son skemmta með upplestri og gamanþáttum. Að lokum verður stiginn dans. Allir stuðningsmenn D-listans eru velkomnir. Vitja skal að- göngumiða að Vesturgötu 48 uppi eftir hádegi í dag og á sunnudag. Aðgangur er ókeypis. U ngling vantar til blaðburðar við Álfhólsveg JHovgMtttÞI&frifr Sími 22480. Borðstofuhúsgögn Eik, birki, teak og maghony. Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar. Trésmidjan Víðir Innilega þakka ég öllum þeim er sýndu mér vinarhug á 75 ára afmæli mínu. Högni Guðnason, Laxárdal. Ég færi mínar hjartanlegustu þakkir til bar a minna tengdabarna og annarra skyldmenna og vina fyrir gjafir, blóm og skeyti, einnig margvíslega vináttu, sem mér hlotnaðist á áttræðis afmæli m£nu hinn 18. fyrri mán. Ég bið guð að blessa ykkur öll. Guðbjörg Sigurðardóttir Nýlendugötu 21. Þakka innilega hlýjar hugsanir, gjafir og kveðjur á sjötugsafmæh mínu. Tryggð og virrátta eldri og yngri nemenda og aðstandenda þeirra í garð Kvennaskólans í Reykjavík, fæ ég aldrei fullþakkað. Ragnheiður Jónsdóttir. Ég þakka af heilum hug öllum þeim, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með vinarþeli og góðum gjöfum. Sérstakar þakkir vil ég færa Kvenfélagi Grindavíkur og hreppsnefnd Grindavíkurhrepps fyrir rausn og höfðings- skap í minn garð. Ingibjörg Jónsdóttir, Garðhúsum, Grindavík. Hjartans þakkir til allra vandamanna og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu 8. október s.l. Guð blessi ykkur öll. Margrét Rögnvaldsdóttir. Hrólfsstöðum, Skagafirði. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem á einn eða annan há,tt sýndu mér vinarhug á 60 ára afmælinu 9. október s.l. Guð blessi ykkur öll. Karólina Signrðardóttir, Vestmannabraut 73, Vestmannaeyjum. Frú ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR Rauðarárstíg 28, lézt í Landsspítalanum föstudaginn 16. þ.m. Vandamenn. Aðfaranótt 16. þ.m. lézt í Landsspítalanum AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON Krossamýrablett 15. Jarðarförin ákveðin síðar. Móðir og börn hins Iátna. Sonur okkar og bróðir, INGIMAR VILHJÁLMSSON drukknaði 13. þ.m. við Hjörsey á Mýrum. Bergsteinunn og Villijálmur Guðmundsson og systkini hins látna. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við útför móður okkar og tengdamóður FRlÐAR LÁRUSDÓTTUR Búastöðum, Vestmannaeyjum. Börn og tengdaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar för mannsins míns og föður okkar. BJÖRNS BRYNJÓLFSSONAR frá Skeiðháholti. Þórunn Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður EINARS JÓNASSONAR hafnsögumanns, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. þ.m. kl. 3 eftir hádegi. Isafoid Einarsdóttir, dætur og tengdasynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.