Morgunblaðið - 31.10.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 31.10.1959, Síða 1
20 síður 242. tbl. — Laugardagur 31. október 1959 Prentsmiðja Morgutiblaðsins Fyrsti þáttur olíuhneykslisins Heimildarlaust tollfrelsi millj- ónainnflutnings Olíufélagsins i skýrslugjöf sönnuð 100 ara ELZTI íbúi Stykkishólms, Mar i ía Andrésdóttir 100 ára gömul, \ lét sig ekki vanta á kjörstað. í Hér heldur hún á atkvæði ; sínu. — Sjá nánar á bls. 2. ) Fréttatilkynning af rannsókn á starfsemi Hins íslenzka steinoliu- hlutafélags og Olíufélagsins hf. - HIÐ íslenzka steinolíuhlutafélag (H. I. S.) hefir undanfarin ár séð um sölu eldsneytis, olíu og smurn ingsolíu til varnarliðsins á Kefla- víkurveli, en samkvæmt 9. tl. 8. gr. viðbætisins um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra við varnarsamninginn frá 15. maí 1951, sbr. 1. nr. 110/1951, á varnarliðið að fá tollfrjálst elds neyti, olíu og smurningsolíu til afnota fyrir opinber ökutæki, fugvélar og skip liðs Bandaríkj- anna og verktaka þeirra, sem eigi eru íslenzkir þegnar. Með skýrslu til lögreglustjór- ans á Keflavíkurflugvelli, ds. 26. nóvember 1958, kærðu Kristján Pétursson, lögregluvarðstjóri, og Guðjón Valdimarsson, lögreglu- maður, Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag fyrir brot á innflutn- ings- og gjaldeyrislöggjöfinni. Að meginefni fjallar skýrslan um aetlaða sölu HÍS á tollfrjálsri gas- olíu og eldsneyti til íslenzkra að- ila og erlendra flugvéla við fullu verði, svo sem að tollur hefði ver- ið greiddur af gasolíunni og elds- neytinu. Ennfremur herrnir skýrslan frá tollfrjálsum innflutn ingi frostlagar í nafni varnarliðs- ins og sölu hans til íslendinga við verði, sem miðað var við að toll- ur hefði verið greiddur. Með bréfi utanríkisráðuneytis- ins, ds. 27. nóvember 1958, var Gunnar Helgason, fulltrúi lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli, skipaður umboðsdómari í málinu. Var honum falið að rann- saka starfsemi H. í. S. á Kefla- víkurflugvelli vegna ætlaðra brota félagsins á innflutnings- og gjaldeyrislöggjöfinni. Dómsrann- sókn hófst 16. desember 1958. Hef ir henni verið fram haldið æ síð- an. Með umboðsskrá utanríkisráðu neytisins, ds. 20. apríl 1959, var umboð Gunnars Helgasonar víkk- að. Var honum nú einnig falið að rannsaka starfsemi Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflugvelli vegna ætlaðra brota félags þessa á inn- flutnings- og gjaldeyrislöggjöf- inni, svo og öðrum lögum, sem rannsókn málsins kynni að gefa tilefni til, en Olíufélagið hf og H. í. S. eru eins konar systur- fyrirtæki, enda sama stjórn í báð- um félögunum. Með umboðsskrám dóms- og utanríkismálaráðuneytisins, ds. 8. ágúst 1959, var umboð Gunnars Helgason enn fært út og jafn- framt skipaður annar rannsókar- dómari í málið að auki, Guðm. Ingvi Sigurðsson, fulltrúi saka- dómarans í Reykjavík. Var rann- sóknardómurunum nú falið að rannsaka starfsemi félaganna, ekki aðeins að því er varðar við- skiptin við varnarliðið, heldur og einnig starfsemi félaganna að öðru leyti, eftir því sem ástæða þykir til, og kveða síðan upp í málinu dóm, ef til málshöfðunar- komi. Rannsókn máls þessa er mjög umfangsmikil. Var því brugðið á það ráð, að brjóta málið niður í þætti og rannsaka hvern um sig, eftir því sem kleift þykir, svo sem innflutning og sölu fyrirtækj anna á flugvélaeldsneyti, gasolíu, mótorbenzíni og smurningsolíu. Aðrir þættir rannsóknarinnar beinast að gjaldeyrisviðskiptum, öflun gjaldeyris og skilum á hon- um, olíubirgðageymum og olíu- leiðslum, innflutning bifreiða, alls kyns tækja, véla, varahluta, frostlagar, ísvarnarefnis og terp- entínu. Að sjálfsögðu grípa þessir Frh. á bls. 19. Castro herðir tökin HAVANA, Kúbu, 30. okt. — Stjóm Castros hefir nú endur reist hina svonefndu bylting- ardómstóla, sem fyrr á þessu ári dæmdu hundruð manna til dauða fyrir að vinna gegn stjórninni. Voru dómar þess- ir mjög gagnrýndir víða um heim. Þá hefir stjórnin gefið út til skipun, þar sem lögreglunni er veitt heimild til þess að handtaka menn, án þess að þeim séu birtar sakagiftir. Samkvæmt tilskipuninni er hinum handteknu mönnum einnig meinað að segja neitt sér til varnar. Stórvandræði af stálverkfallinu NEW YORK, 30. okt. — Engar horfur eru enn á því, að samning ar takist á næstunni í stálverk- fallinu í Bandaríkjunum. Er nú stálskortur orðinn mjög tilfinn- anlegur. Til dæmis eru vandræð- in í bílaiðnaðinum orðin slík, að General Motors-verksmiðjurnar munu verða að loka nú um helg- ina — en við það munu 200 þús. manns missa atvinnu sína. Samband stáliðnaðarmanna í Bandaríkjunum áfrýjaðfi dag til æðsta dómstóls landsins úrskurði undirréttar um það, að stáliðnað armenn skyldu hverfa aftur til vinnu sinnar í 80 daga á meðan stjórnarvöldin reyndu að leysa deiluna. Mun æðsti dómstóllinn taka málið til meðferðar á mánu dagmn. Kínverjar hóta NÝJU-DEHLl, S0. okt. — (NTB-Reuter) — INDVERSKA stjórnin hefur tekið til mjög alvarlegrar at- 'hugunar yfirlýsingu frá kín- Economist // Bretar verða að fallast á 12 mílur ^ LONDON, 30. okt. — f rit- S stjórnargrein brezka blaðsins \ „Economist“ í dag er því hald- ) ið fram, að Bretar ættu að s smíða stóra úthafstogara, sem \ gætu lagt upp afla sinn í N- S Noregi og á íslandi. Þar yrði fiskurinn hraðfrystur og síðan > fluttur á brezkan markað. — S í þessu sambandi drepur blað- ; ið á landhelgisdeiluna og læt- S ur í ljós þá skoðun, að Bretar ) verði fyrr eða seinna að fall- \ ast á kröfu íslendinga um 12 S sjómílna fiskveiðilandhelgi. ■ verska utanríkisráðuneytinu, þar sem segir, að Kína áskilji sér allan rétt til að senda liðs- auka til Ladakh-héraðsins, ef Indverjar láti ekki af að senda Hersveitir þangað. — Peking-stjórnin talar um hér- aðið sem kínverskt yfirráða- svæði. Indverskir embættismenn, sem sögðu frá yfirlýsingu þessari í dag, sögðu, að hún yrði rædd í þinginu. Gert er ráð fyrir, að Nehru forsætisráðherra muni gera grein fyrir afstöðu Indlands í máli þessu, er hann talar á opin berum fundi á sunnudaginn. Ekki hefur borizt formlegt svar frá Peking við þeim tilmæl- um Indverja, að Kínverjar skili aftur hermönnunum níu, sem þeir tóku til fanga, og líkum þeirra níu, sem féllu við árekst- ur þann, sem varð í Ladakh í síðustu viku. — Það hefur einnig verið upplýst, að kínverskir her- flokkar haldi enn landamæra- stöðinni Longju á norðaustur* landamærunum. — Indverskar sveitir, sem sendar voru á vett- vang fyrir nokkru, hafa tekið sér stöðu nokkra kílómetra fyrir sunnan virkið — en ekki hefur dregið til neinna átaka enn sem komið er. Pasternak fer ekki til Bandaríkjanna MOSKVU, 30. okt. — (Reuter) — FREGNIR bárust út um heiminn í gær og dag um það, að rúss- neska Nóbelsverðlaunaskáldið Boris Pasternak mundi í vetur fara í heimsókn til Chicago i Bandaríkjunum og flytja þar fyrirlestur. Pasternak hefur nú neitað, að fregnir þessar hafi við rök að styðjast. Hann sagði í viðtali við blaða- menn í Moskvu í dag, að sér hefði ekki borizt neitt boð um að heimsækja Chicago — og þó svo, að slíkt boð bærist, mundi hann hafna því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.