Morgunblaðið - 08.11.1959, Síða 1
24 sldur og * esbók
46. árgangut
249. tbl. — Sunnudagur 8. nóvember 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kvei kt
undir stál-
bræðsium
á ný
WASHINGTON, 7. nóvember: —
Hæstiréttur Bandaríkjaima úr-
skurðaði í dag, að stáliðnaðar-
verkamenn skyldu hverfa aftur
til vinnu í 80 daga — á meðan
reynt yrði að leysa deilur verka-
manna og atvinnurekenda. Hæsti
réttur tók málið til meðferðar
samkvæmt beiðni Eisenhower
forseta, sem notfærði sér sér-
staka lagaheimild til þess að fá
bráðabirgðalausn á þessari deilu.
Verkfallið hefur nú staðið 160
daga og hefur atvinnurekstur nú
stöðvazt í mörgum iðngreinum.
Leiðtogi verkfallsmanna, Mac
Donald, sagði eftir að Hæstirétt-
ur hafði kveðið upp úrskurðinn,
að hann mundi hvetja menn sína
til þess að fara til vinnu þegar
í stað.
Stálskortur er nú orðinn tilfinn
anlegur í bandarískum iðnaði og
hafa sumar verksmiðjur flutt stál
frá útlöndum til þess að þurfa
ekki að stöðva atvinnurekstur-
inn.
En alllangan tíma tekur að
koma stálbræðslunum í gang,
ofnarnir eru lengi að hitna aftur
— og bræðslan kemst ekki í eðli-
legt horf fyrr en eftir langan
tíma.
Mikið um dýrðir
í Moskvu
MOSKVU, 7. nóvember: — Mikið
var um dýrðir í Moskvu í dag.
Minnzt var 42. afmælis nóvem-
berbyltingarinnar með skrúð-
göngum og hersýningu á Rauða
torginu að vanda að æðstu leið-
togum Ráðstjórnarinnar og full-
trúum leppstjórnanna viðstödd-
um. Það vakti athygli, að her-
sýningin var með minnsta móti.
Aðallega var lögð áherzla á
tæknileg afrek Rússa og mikið
af alls kyns eldflauga og tungl-
líkönum var borið í skrúðgöng-
unni, sem var svo löng, að það
tók hana hálfa þriðju stund að
ganga framhjá heiðursgestunum.
Malinoskvy, varnarmálaráð-
herra, flutti ræðu dagsins og hlóð
miklu lofi á Krúsjeff, en sagði
auk þess, að Rússar mundu ekki
draga úr herstyrk sínum á með-
an ástandið í heiminum væri ekki
tryggara en það er nú.
T ómasar-guðspjalT'
SAGAN af hinu svonefnda
„Tómasar-guðspjalli“ birt-
ist í blaðinu í dag á bls. 10.
Handritið er í 13 bind-
um og sést eitt bindanna
hér á myndinni. Fundur
þeirra er einn hinn merki-
legasti atburður í biblíu-
rannsóknum um margra
alda skeið og varpar hann
á ýmsan hátt nýju Ijósi yf-
ir Nýja testamentið.
Handritin fundust í árs-
lok 1945 í rústum klaust-
ursins Nag Hamadi í Eg-
yptalandi. En langur tími
leið, þar til mönnum varð
ljós þýðing þeirra. í fyrstu
Kjærböl-málið dregst á langinn:
Nörgaard veðurtepptur
í Crœnlandi
KAUPMANNAHÖFN, 7. nóv.
— Allt bendir til þess að fresta
verði umræðu danska þingsins
um Kjærböl-málið til nóvember-
loka .Fyrir þinginu liggur til-
laga um að ríkisréttur taki mál
Kjærböls til meðferðar, en dóm-
aranefndin hefur enn ekki skil-
að niðurstöðum. Auk þess eru
þrír stjórnmálamenn, sem verða
að vera viðstaddir umræðurnar,
á leið til Bandaríkjanna til þess
að sitja NATO-ráðstefnu — og
þeir munu ekki væntanlegir
heim fyrr en 24. nóvember, svo
að líklega aðhefst þingið ekkert
fyrr.
Þremenningamir eru Ninn-
Hansen, íhaldsmaður, . Per
Hækkerup, jafnaðarmaður og
I. M. Pedersen úr Réttarsam-
bandinu.
Eitt þeirra vitna, sem ekki
hafa verið yfirheyrð, en leiða
e. t. v. eitthvað nýtt í Ijós, er
veðurteppt í Grænlandi. Það er
Ole Nörgaard, sem var fulltrúi
Kjærböls í ráðherratíð hans, þeg-
ar Grænlandsmálin voru efst á
baugi.
Þess hafði verið vænzt, að
Nörgaard kæmi til Kaupmanna-
hafnar með flugvél SAS á föstu-
daginn, en svo varð ekki. SAS-
vélin var á leið frá Los Angeles
til Kaupmannahafnar, en átti
ekki að koma við í Straumfirði.
Fyrir tilmæli dönsku stjórnar-
innar var flugvélinni snúið til
Straumfjarðar og lent þar. —
Nörgaard, sem starfar í Godt-
haab, átti þá að vera mættur í
Straumfirði, en svo var ekki,
því slæmt veður hafði tafið för
hans frá Godthaab. Hélt flugvél-
in því áfram án Nörgaards.
Ekki er enn ákveðið hvaða
farkostur flytja á Nörgaard til
Hafnar. Flugvélar SAS á leið til
Los Angeles lenda yfirleitt ekki
í Straumfirði nema á vesturleið
— og þykir sennilegt ,að hann
verði að fara með flugyél til
Los Angeles til þess að komast
heim.
Viðrœður um stjórnar-
myndun haldið áfram
S V O sem ráðgert hafði
verið hélt þingflokkur
Sjálfstæðismanna fund í
gær og voru flestir hinna
nýkjörnu þingmanna þar
saman komnir. Bjarni
Benediktsson var endur-
kjörinn formaður þing-
flokksins og rætt var um
stjórnmálaviðhorfið og
möguleika á stjórnarmynd-
un.—
Siðar í gærdag komu full-
trúar Sjálfstæðismanna og
Alþýðuflokks saman til
viðræðna og verður þeim
haldið áfram eftir helgina.
Kassem undirbýr píla-
arímsror a® ®eta >nnan skamms farið í
■7 * pilagrimsferð til Hedjaz, en í þvi
_ , . „ héraði Saudi-Arabíu er Mecca
BAGDAD, 7. november. — Kass-
em, forsætisráðherra Iraks, „ S
’ . , . _ . .. , ’ Kassem er enn í sjukrahusi
sagð. t dag, að hann vænt. þess efUr likamsá?ásinaj en er óðum
að hressast. í Bagdad eru nú í
undirbúningi mikil hátíðahöld til
heiðurs Kassem, þegar hann losn-
ar úr sjúkrahúsinu.
Kassem sagði blaðamanninum
í dag, að hann hefði ekki enn
látið fullnægja dauðadóminum
yfír byltingarfélaga sínum Abdel
Salem Arif, sem sakaður var um
að hafa undirbúið banatilræðið
við Kassem.
Arif er enn í fangelsi og sagði
Kassem, að dregizt hefði að stytta
manninum aldur vegna þess, að
hann hefði verið náinn samverka
maður í byltingunni og átt sinn
stóra þátt í því að hann sjálfur,
Kassem, náði völdum.
Gronchi
til Moskvu
ROM, 7. nóv. — Gronchi, Italíu-
forseti, fer í opinbera heimsókn
til Rússlands í boði Krúsjeffs í
janúarmánuði næstkomandi. Frá
þessu var skýrt að loknum fundi
ítölsku stjórnarinnar, sem stóð í
hálfa fjórðu klukkustund. Ekki
er endanlega ákveðið hvaða dag
Gronchi fer austur til Moskvu,
en sennilega verður það einhvern
fyrstu dagana í janúar. A það er
bent í fréttinni, að Eisenhower
muni ræða við Gronchi í Róma-
borg fyrst í desember.
keypti grískúr kaupmaður
handritin a£ egypzkum
bændum, sem fundu þau,
en seldi þau síðan egypzku
stjórninni, sem lagði þau á
koptískt safn í Kaíró.
Þar hefðu handritin feng
ið að liggja ókönnuð ef
tveir evrópskir fræðimenn,
Hollendingurinn Gilles
Quispel og Frakkinn Henri
Puech hefðu ekki komið
inn í safnið haustið 1956
um sama leyti og árásin á
Súez stóð yfir og farið að
grúska þar í ýmsum skjöl-
um. Þeir fengu að líta á
þessi gömlu handrit og allt
í einu rann upp ljós fyrir
þeim. Hér var ný heimild
að lífi og starfi Jesú Krist,
sem var upprunaleg, eins
og hin fjögur guðspjöll
kirkjunnar, en hafði runn-
ið eftir öðrum farvegi.
Handritin eru ekki „guð-
spjall“ í eiginlegri merk-
ingu, en ganga þó undir
heitinu „Tómasar-guð-
spjall“. Þau eru sprottin
frá frumkristninni, frá
kristnum Gyðingum, sem
einangruðust frá kristnum
söfnuðum í Rómaveldi.
Þau geyma 114 ummæli og
sögur af Kristi.
Frakkar neituðu
um vopn
KAIRO, 7. nóv. — Eitt Kairoblað-
anna greinir svo frá, að de Gaulle
hafi nýlega vísað á bug tilmælum
fsraelsstjórnar um að Frakkar
létu fsrael í té vopn. Sagði blað-
ið, að Ben Gurion hefði látið hafa
það eftir sér, að Alsírstyrjöldin
ynnist ekki í Alsír, heldur Kairo.
Þess vegna væri það hagur
Frakka að vopna ísraelsmenn,
sem væru reiðubúnir til þess að
leggja út í styrjöld við Arabíska
sambándslýðveldið.