Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. nóv. 1959 MORCUNMAÐIÐ 3 Hvíldardagur helgidagur Sr. Óskar J. Þorláksson: i. ' Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. (II. Mós. 20. 8) ALLIR kannast við þriðja boð- orðið um helgihald hvíldardags- ins. Spámaðurinn Móses leit á hvíldardaginn sem Guðsgjöf, sem mönnum væri ætlaður til hvíldar og andlegrar hressingar. Það má fullyrða, að þessi ráð- stöfun hafi orðið til mikillar bless unar. Og enn í dag er þetta boð- orð í fullu gildi. Það sem á skort- ir er að vér höfum það í heiðri eins og vert er. Maðurinn er þann ig gerður, að hann þarfnast hvíld- ar og endurnæringar, sá sem vinn ur af skyldurækni alla daga vik- unnar þarfnast vissul. eins dags til hvíldar, til þess að búa sig undir starf næstu viku. Enginn er svo heilsusterkur, að -hann geti til lengdar unnið þindarlaust alia daga. Og þegar á allt er litið er það heldur ekki neinn fjárhags- legur ávinningur. Of mikil vinnukergja gerir lífið [Hlébarðinn legst á þorpið. Hann drepur og skelfir íbúana. Gingo og Chendru, þessi náttúrubörn, > sem aldrei hai'a séð myndavél, leggja af stað til að ráða niðurlögum hans. um í starfi þeirra og skemmt un, í gleði þeirra og sorgum. Hann var með þeim þegar þeir réðust til atlögu við lævísa hlé barðann og stolta tígrisdýrið, eftir að þessir hættulegu óvin- ir höfðu hvað eftir annað ráð- ist inn í litla frumskógaþorpið og drepið og skelft íbúana. Hann fylgdist með drengnum Chendru, sem ekki enn hafði verið tekinn í fullorðinna tölu, en sem var ólmur í að sýna að hann væri nægilega góður veiðimaður til að verða það. Og hann fylgdist með Gingo Æfintýrið \ frumskógi Indlands ARIÐ 1954 lagði sænski snill- ingurinn í kvikmyndun, Arne Sucksdorff, upp í ferðalag til Indlands. Þar var hann í þrjú ár við að taka nýjustu litmynd ina sína „Ævintýri í frumskóg inum“. Þessi þrjú ár bjó hann hjá Múríunum í litlu frum- skógaþorpi á Indlandi. Og þeg- ar hann sneri heim, hafði hann með sér kvikmynd, sem ekki er hægt að nefna annað en meistaraverk. Um þessar mundir eiga Reyk víkingar - . á að sá þessa mynd, því hún er nú sýnd í einu af kvikmyndahúsum bæj- arins. Sucksdorff vakti fyrst at- hygli, er hann sigraði í mynda samkeppni seint á 4. tug aldar- innar. í þeim myndum komu strax í ljós tilfinningar hans fyrir línum og formum, feg- urðardýrkunin, s~..i honum er í blóð borin, og næm skynjun á „dramanu" í hversdagsleg- ustu atburðum lífsins. Indlandi bjó Arne Sucks- dorf með fólki af Muríana- þjóðflokknum í einu af litlu þorpunum inni í frumskógin- um — og fylgdist með íbúun- frænda hans og fallegu kon- unni hans, sem lifðu hamingju sömu fjölskyldulífi í litlu þorp inu, þrátt fyrir alla erfiðleika. Ævintýrið í frumskóginum er sjónarspil sjálfrar náttúr- unnar, sem snjall myndatöku- maður hefur náð að festa á filmu. I kvikmyndinni rekur hver hrífandi sannur atburð- urinn annan. Hlebarðmn ræðst á einn vísundinn sem tekst að varpa honum af ser, en að lokum fellur þessi -- * ----------—“ »V»I - - j stóra skepna í valinn fyrir klóm og kjafti óargadýrsins. hversdagslegt og rótfestir þá hugs un, að það sé ekki annað en til- gangslaust strit fyrir munn og maga, og skapar hjá flestum lifs- leiða og spillir þeirri heimilis- ánægju, sem eðlileg skipting milli starfs, hvíldar og gleðistunda veitir heilbrigðum mönnum. Vér skulum minnast þess, sem Jesús sagði um helgihald hvíldardags- ins: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna en ekki maður- inn vegna hvíldardagsins". Hann leit svo á, að hvíldardagurinn ætti að verða mönnum til bless- unar, þó án allrar þröngsýni. Vér komumst að vísu ekki hjá því að nota hvíldardaginn til margs konar starfa, en með heil- brigðri og eðlilegri verkaskipt- ingu má koma því svo fyrir, að menn geti notið hvíldar og helgi- dagsins, að mestu leyti. En það er allt of mikið af því á vorum dögum, að menn noti sunnudaginn til alls konar starfa, sem í sjálfu sér eru góð og gild, og virðast gleyma því, að þessi dagur er þeim gefinn sem hvíld- ar og helgidagur. í meðvitund fjölda manna er sunnudagurinn ekki annað en frídagur, er þeir geti notað eftir vild, ýmist til vinnu eða skemmtana, og því miður eru mörg dæmi þess, að menn noti helgidagana til svalls og drykkjuskapar, sem er hálfu verra en þó menn gengju til vinnu sinnar. II. í boðorðinu stendur, að hvíldar dagurinn skuli vera helgidagur, þ. s. að nokkur hluti dagsins skuli helgaður trúrækni og andlegum hugleiðingum. Eðlilegast væri, að menn notuðu einhvern hluta af þessum degi, til þess að sækja kirkju sína og eiga þar uppbyggi- lega helgistund. Þar sem kirkju- líf er í blóma er það fastur liður í lífi fj ölskyldunnar að fara í kirkju hvern sunnudagsmorgun, og enginn vafi er á því, að því fylgir blessun fyrir fjölskyldulíf- ið. Margir segjast ekki komast að heiman í árdegisguðsþjónustur, en hví þá ekki að koma síðdegis, þegar hinum nauðsynlegu störf- um er lokið? Menn sýna lofsverðan áhuga á því að byggja kirkjur og gefa þeim fagra og dýra gripi, en eru hins vegar nauða latir að sækja kirkju og bera þá ýmsu við sér til afsökunar. Eg vil vinsamlegast minna fólk á, að trúrækni er nauðsynleg and legu lífi manna, og þar sem hún er vanrækt hnignar öllu andlegu lífi. Hér í Reykavík þyrfti ekki mikla kirkjusókn, miðað við íbúa tölu, til þess að allar kirkjur yrðu yfirfullar, og í sveitum, þar sem messað er einu sinni í mánuði eða jafnvel sjaldnar, gæti þar vart talist mikil andleg rausn, þó menn eyddu 2—3 klst. til kirkju- ferðar á helgum degi, þegar mess- að er. Auðvitað geta menn minnzt helgi hvíldardagsins með öðrum hætti en kirkjugöngum svo sem með lestri bóka um andleg efni eða kyrrlátum helgistundum í ein rúmi. Aðalatriðið er þetta, að ein hverjum hluta sunnudagsins sé varið til helgistunda. Það er stundum yfir því kvart- að, að rúmhelgin eða hversdags- leikinn fari vaxandi í þjóðlífinu og það ekki að ástæðulausu. Vér eigum allt of fáar helgistundir. Vér eigum að láta þær ganga fyr- ir öðru á helgum dögum. Vér höf- um sex daga til þess að vinna hin hversdagslegu storf, en aðéins einn helgidag. Gerum helgidagijm að orkulind andlegra verðmæta, oss til bless- unar í störfum og lífi. Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.