Morgunblaðið - 08.11.1959, Side 13

Morgunblaðið - 08.11.1959, Side 13
Sunnudagur 8. nóv. 1959 MORGUlVTtLAÐlÐ 13 Eitt af mörgum mannvirkjum Esso olíutankar í Örfirisey. — REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 7 nóv. Hvað er fram- undan? Skýringar manna á orsökum kosiungaúrslitanna og atkvæSa- skiptingu flokka á milli eru fróð- legar til lærdóms en hagga engu um það, sem orðið er. Dómur kjósenda er fallinn. Allir verða að taka úrslitunum. Um vilja kjósenda verður og ekki villzt. Rífur meirihluti þeirra hefur lýst fylgi sínu við þá meginstefnu í efnahagsmálum, sem var tekin eftir fall V-stjórnarinnar og Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokk ur hafa síða* fylgt. Þá flokka greindi að vísu á um eitt atriði, en um meginstefnuna hafa þeir verið sammála í algerri andstöðu við kommúnista og tvístig Frarn- sóknar. Þessir tveir síðarnefndu flokk- ar höfðu það að aðalumræðuefni í kosningabaráttunni, hversu Al- þýðuflokkur og Sjálfstæðismenn væru sammála, ekki aðeins í efnahagsmálum, heldur og í flest um öðrum efnum. Þeim ætti því allra sízt að koma á óvart, að Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokk ur hafa nú tekið upp viðræður sín á milli um möguleika á stjórn armyndun. Engu að síður geta þeir — og þó einkum Framsókn — ekki dulið vonbrigði sín yfir því, að Alþýðuflokkurinh virðist ekki hafa hug á nýrri V-stjórn. Þjóðviljinn segir raunar í morg- un, laugardag, að kosningastefnu skrár Alþýðuflokks og Sjálfstæð ismanna hafi verið „mjög svo samhljóða", og sýnist þar með gera ráð fyrir, að samvinna flokkanna sé eðlileg. Enn er viðræðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðismanna svo skammt komið, að ekki verður séð, hvort þeim kemur saman um málefni. Þar mega aukaatriði ekki verða til trafala, því að hvað er fram- undan annað en ringulreið, ef þessum tveim flokkum, sem sam- an haía að baki sér 55% þjóðar- innar, tekst ekki að semja um framtíðarstefnu? Þörf raunhæfra ráðstafana frá því hálfkáki, sem einkennt liefur allar efnahagsráðstafanir undanfarinna ára. í lengstu lög verður að leita samkomulags milli aðila. Án skilnings og stuðnings almenn- ings verða engar ráðstafanir gerðar að gagni. En engin minni- hluta hópur má ætla sér þá dul að taka völdin af löglega kjörn- um fulltrúum meirihluta þjóðar- innar. Forystumenn verða að vera vaxnir þeim vanda, sem á þá er lagður og þeir taka að sér. Þeim ber að segja þjóðinni satt og fylgja skoðun sinni hiklaust eftir. Það eitt, að tildra saman ein- hverri stjórn dugar ekki. Allir viðurkenna, að vandi efnahags- lífsins er enn óleystur. Með ráð- stöfunum í vetur tókst aðeins að skapa stundarró til þess, að þjóð- inni gæfist færi á að skipa Al- þingi eftir lýðræðisreglum á þann veg, að þar birtist sannur vilji hennar. Þetta hefur nú tek- izt. Á meirihlutanum hvílir skylda að fylgja fram því, sem hann telur rétt vera og hverfa Tilboð Framsóknar Tilboð Framsóknar til Alþýðu- flokks og kommúnista um nýja V-stjórn er harla athyglisvert. Á meðan á stjórnarkreppunni stóð í fyrravetur, eftir að V-stjórnin sagði af sér, vann Framsókn ósleitilega að því að endurreisa V-stjórnina. Það var fyrst eftir að sýnt var, að sú tilraun mundi mistakast og Alþýðuflokkurinn mynda minnihlutastjórn, sem Sjálfstæðismenn lofuðu að verja vantrausti, að Framsókn stakk upp á því að mynda þjóðstjórn. Á þeirri hugmynd hömruðu Framsóknarmenn síðan látlaust í fyrravetur. Þá sögðu þeir vanda efnahagsmálanna vera svo mik- inn, að ekki yrði við ráðið, nema allir fjórir þingflokkar gengjust í málið með stjórnarmyndun. Sjálfstæðismenn sýndu þegar í stað fram á, að hér væri ein- ungis um að ræða hrekk af hálfu Framsóknar. Tilgangurinn væri sá einn, að reyna að hindra fram gang kjördæmamálsins, enda gerði Framsókn það að ófrávíkj- anlegu skilyrði sínu fyrir þátt- töku í þjóðstjórn, að kjördæma- málið væri stöðvað. Ef hún taldi svo mikið liggja við í efnahags- málum, að þjóðstjórn bæri að mynda, lá hins vegar í augum uppi, að henni bæri að láta af sérkreddum sínum í kjördæma- málinu og fallast á tillögur meiri hlutans. Við það var aldrei kom- andi. Nú eftir að kjördæmamálið er endanlega afgreitt, er áhugi Framsóknar fyrir myndun þjóð- stjórnar jafnharðan gufaður upp. Vandinn um frambúðarlausn efnahagsmála er nú hinn sami og var í fyrravetur. Ef þá var þörf á þjóðstjórn hans vegna, er ekki síður svo nú. Þó lætur Framsókn nú allt tal um þjóðstjórnarmynd- un niður falla .einfaldlega af þvi, að slík stjórnarmyndun vakti sú aldrei fyrir henni. Áhugi hennar beinist að því einu að stöðva um- bætur í kjördæmamálinu. fyrir málinu, sem þá þegar var komið á hvers manns varir. Helgi Þorsteinsson, einn af framkvæmdastjórum SÍS og stjórnarformaður beggja félag- anna, viðurkenndi og að nafninu til þessa skyldu með því að gefa skriflega skýrslu á aðalfundi SÍS í sumar og ræða auk þess um mál ið á fundinum, en þá lét hann svo sem um hreinan hégóma væri að ræða, ef ekki beina ofsókn. Hið mesta, sem til tals kæmi að að aðfinningarvert væri sagði hann vera, að misfarið kynni að hafa verið með einn dúnk af frostlegi! Hafi aðeins verið um einn dúnk að ræða, hefur hann verið býsna stór því að í skýrslu rannsóknardómara segir að fé- lögin hafi útvegað sér tollfrjáls- an innflutning á 216703 pundum af frostlegi! Því er óspart hampað að SÍS og fyrirtæki þess séu í raun og veru eign almennings. Þess vegna varð að skýra almenningi jafn- óðum frá því sem ranglega fór rekstri þessara félaga og for- ráðamönnum var kunnugt um, ella gerðu þeir sig seka um tvö föld svik: Blekktu eigendur, al menning, til viðbótar því, að þeir a.m.k. reyndu að hilma yfir, svo ekki sé meira sagt, svikin, sem framin voru gegn ríkissjóði. Ekki ein<íöiigu spurning um toll- frelsi Skýrsla rannsókn- ardómara í olíuhneykslinu Langt er síðan nokkuð mál hef ur vakið jafn almenna athygli og skýrsla rannsóknardómaranna í máli olíufélaga SÍS. Ýmsir spyrja, af hverju skýrslan sé fyrst gefin örfáum dögum eftir kosningar. Ekki er á færi þess. sem þetta ritar, að svara því. Hins vegar verður að játa, að úr því að málið hafði dregizt svo á langinn, að ekki var hægt að gefa skýrslu í málinu, fyrr en fyrsta lagi örfáum dögum fyrir kosningar, þá hefði það verið lag að til þess að vekja tortryggni, að hún birtist einmitt þá. Dómar- ar mega aldrei hegða sér svo, að grunur geti á þá fallið um, að þeir beiti valdi sínu pólitískt Þess vegna verður dráttur á birt- ingu skýrslunnar, úr því sem komið var, naumast gagnrýndur með réttu, þó að hitt beri að harma, að almenningi skyldi ekki fyrir löngu vera gerð grein fyrir þeim staðreyndum, sem þarna eru upplýstar. Þá ber þó að hafa í huga, að . . „,, þarna er einungis um fyrsta þátt I Þessu efnl' Allan þann tima sem I 11 M rn nni Iri (~i„o yA ti /M1*1 II víðtæks máls að ræða. Málið er Tíminn og raunar Þjóðviljinn einnig, þó að hann í öðru orðinu fjandskapist mjög við Framsókn af þessum sökum, láta nú svo sem hér sé um að ræða spurninguna um tollfrelsi íslenzkra verktaka á Keflavíkurflugvelli. Að vísu blandast það mál hér inn í, en olíuhneykslið er mjög sérstaks eðiis. Vafalaust má deila um, hvort hinir íslenzku verktakar á Kefla- víkurflugvelli hafi átt að njóta tollfrelsis eftir varnarsamningn- um frá 1951 og lögunum, sem lög- festu ákvæði hans. Tíminn talar s.l. fimmtudag um það í forystu- grein, að Bjarni Benediktsson hefði „skapað þá hefð“ að láta tollfrelsi ná til íslenzkra verk- taka, sem störfuðu fyrir varnar- liðið, að því er snerti allar vélar og efni, er notað hefur verið beint í þágu þess. Hér fer Tíminn sem oft ella með alger ósannindi. Bjarni Bene diktsson skapaði enga hefð í þessi efni, þá er vitað, að yfir- leitt var ekki um neinn feluleik að ræða. Hinir íslenzku verktak- ar munu yfirleitt hafa tilkynnt íslenzkum stjórnarvöldum, eftir atvikum varnarmáladeild og toll yfirvöldum, hver innflutningur þeirra væri, fengið nauðsynleg leyfi og síðan unað úrskurði toll- yfirvalda um, hvcrt toll skyldi greiða eða ekki. Ef þar hefur verið um mistök að ræða, þá hafa mistökin verið gerð af yfirvöld- unum sjálfum, eða með vitund þeirra. í engu tilfelli hefur heyrzt um rökstudda grunsemd um, að þau hafi verið blekkt með röngum skýrslugjöfum. Ef uppier grunur um það, þá er sjálfsagt að kanna það til hlítar. Rön« skýrslugjöf olíufélaga SÍS Olíufélög SÍS fóru allt öðru vísi að. Framkvæmdastjórinn segist raunar hafa haft þann skilning á varnarsamningnum frá 1951, að hinn umræddi inn- flutningur væri tollfrjáls. En fram er komið, að hann skrifaði utanríkisráðuneytinu bréf í apríl 1952, þar sem hann óskaði úr- skurðar þess um þetta efni. Af skýrslu rannsóknardómaranna var svo að sjá, sem utanríkisráðu neytið hefði látið undir höfuð leggjast að svara þessu bréfi, jafnframt því að tekið var fram, að ráðuneytið hefði aldrei veitt félögunum leyfi til umrædds inn- flutnings. Þegar betur var skoðað, kom hins vegar í ljós, að utanríkis- ráðuneytið hafði strax í sama mánuði og því barst bréfið, sent það áleiðis til fjármálaráðuneyt- isins. Það var eðlilegt vegna þess, að úrskurður málsins af hálfu stjórnarráðsins heyrði ekki undir utanríkisráðuneytið, heldur fjár- málaráðuneytið. Utanríkisráðu- neytinu barst aldrei svar við bréfi sínu til fjármálaráðuneytis- ins og gat þar af leiðandi ekki svarað olíufélagi SÍS. Við eftir- grennslan er nú komið í ljós, að fjármálaráðuneytið sendi málið til umsagnar tollstjórnarembætt- isins í Reykjavík og mun það aldrei hafa svarað bréfinu. En ekki er vitað, að fj ármálaráðu- neytið hafi veitt hið umbeðna tollfrelsisleyfi. Eysteinn Jónsson hefur ekki treyst sér til þess. svo óvenju umfangsmikið, að rannsókn þess hefur látlaust stað ið síðan í desember s.l. Hvað eftir annað hefur þurft að víkka um- boð rannsóknardómara og í ágúst bæta öðrum við. Mun fágætt, ef ekki alveg einstakt, að svo þurfi að fara að. Af liver ju gáfu SÍS-herraranir ósannaskýrslu? Þó að skiljanlegt sé, að, úr því sem komið var, væri hin fyrsta skýrsla rannsóknardómaranna ekki gefin fyrr en varð, þá er óskiljanlegt með öllu, af hverju forráðamenn SÍS hafa dregið að skýra málið fyrir almenningi, ef þeir hafa sjálfir hreint mél í pok- anum. Óhugsandi er annað en þessir menn hafi vitað um þau meginatriði, sem nú eru komin fram. Afsakanir Tímans fyrir þögn þeirra eru gersamlega hald- lausar. Einn daginn sagði Tím- inn t.d. til afsökunar þögninni, að olíufélögin væru hlutafélög og þyrftu þess vegna ekki að birta skýrslur sínar og reikninga opin- berlega. Bæði olíufélögin eru að meirihluta eign SÍS eða félaga innan SÍS. Hvað sem öðru leið bar forráðamönnum SÍS, þeim, er sérstaka umsjón höfðu með Bjarni var utanríkisráðherra, var úrskurðarvald um tolla jafnt á Keflavíkurflugvelli sem annars staðar á landinu hjá fjármálaráð- herra. Á þessu varð gerbreyting hinn 11. september 1953, þegar dr. Kristinn Guðmundsson var gerður utanríkisráðhrera. Þá var eftir óskum Framsóknarflokks- ins ákveðið, að öll mál varðandi framkvæmd varnarsamningsins, þ.á.m. tollamál, skyldu heyra undir utanríkisráðherra. Það er að vísu rangt, að nokk- ur hefð hafi verið komin á í þessum efnum áður en dr. Krist inn Guðmundsson tók við. En ef hún hefði verið komin á og að svo miklu leyti, sem hún kynni að hafa verið að myndast, þá var það eingöngu fyrir ákvörðun Ey- steins Jónssonar. Á þessum árum var um þetta deilt. Fyrst síðar tóku þeir dr. Kristinn ogEysteinn upp þann hátt, sem síðan hefur tíðkast. Um ástæður til þess skal ekki fullyrt hér, en að sjálfsögðu hefði verið eðlilegra að láta ganga um þetta dómsúrskurð en kveða á um það með ráðherra- úrskurði svo sem þeir félagar gerðu. Ákvarðanir Eysteins og Dr. Kristins Hvað sem menn segja um þessum félögum, því skylda til ákvarðanir Eysteins Jónssonar og þess að gera aðalfundi SÍS greindr. Kristins Guðmundssonar um Gegn betri vitund Allt atferli olíufélaga SÍS sannar, að forráðamenn þeirra eru í illri trú. Þeir fá viðskipta- félag sitt erlendis til þess að gefa rangar skýrslur og kóróna blekk- ingar sínar með því að fá full- trúa hins erlenda varnarliðs einnig til rangrar skýslugjafar. Þessi tvöföldu falsskjöl voru síð- an lögð fyrir íslenzk tollyfirvöld. Tollyfirvöldin voru fengin til þess að afgreiða vörurnar á grundvelli rangra skýrslugjafa. Hér var því allt öðru vísi farið að en þegar verktakarnir áttu í hlut, þá gátu tollyfirvöld í ljósi sannra upplýsinga, gert sér grein fyrir hvort tollfrelsi var fyrir höndum eða ekki. Þessi blekking arleikur olíufélags SÍS var gegn- umfærður árum saman. Auk þess er röng skýrslugjöf sönnuð í sér- stökum tilfellum og stórfé haft af ríkissjóði með þeim aðförum. í enn öðrum tilfellum var leyfa fyrst aflað eftir að rannsókn málsins var hafin, svo að ekki er um að villast, að tilætlunin var sú, að skjóta sér undan lög- mætum gjöldum, þó að kjarkinn til þess skorti, eftir að líklegt var, að allt kæmist upp. Ef sótt hefði verið Af öllum afsökunum er sú e.t.v. hlálegust, sem núverandi forstjóri Olíufélaga SÍS hefur borið fram, að ef sótt hefði verið um leyfi, þá mundu þau hafa verið veitt og þess vegna geti Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.