Morgunblaðið - 08.11.1959, Side 17
Sunnudagur 8. nðv. 1959
MÖRGUNBLAÐIÐ
17
In memoriam:
Dr. Heinz Edelstein
DR. HEINZ EDELSTEIN andað-
ist aðfaranótt 5. okt. í Odenwald
skóla skammt frá Frankfurt am
Main, en þar hafði hann stundað
kennslustörf undanfarin ár. Þar
er Kurt Zier skólastjóri, en hann
var hér kennari við Handíðaskól
ann um skeið, og er mörgum að
góðu kunnur.
Dr. Edelstein hafði um lengri
tíma kennt sjúkdóms þess er
leiddi hann loks til bana, en það
var hjartabilun. Fjöldi íslend-
inga kannast við dr. Edelstein.
Hann kom hingað til lands árið
1937 og var ráðinn kennari í
cellóleik við Tónlistarskólann og
fyrsti cellóleikari Sinfóníuhljóm
sveitarinnar. Brátt kom í ljós, að
dr. Edelstein var um margt
maður sérstæður fyrir sakir
mannkosta og gáfna. Ekki kann
ég að rekja ætt hans eða upp-
runa á íslenzka ættartöluvísu,
ekki heldur námsferil hans eða
starfsferil áður en hann kom til
íslands. Hann var gyðingaættar,
og mun ekki ofsagt, að hann
hafi búið yfir flestum þeim góðu
kostum, sem kynflokk hans hef-
ur prýtt, og gefið hefur honum
hinn ótrúlega mikla viðnáms-
þrótt og baráttukjark og þol-
gæði í öllum þeim þjáningum og
raunum sem yfir hann hafa
dunið öldum saman.
í starfi sínu var dr. Edelstein
heill og óskiptur. Bæði sem
cellóleikari og síðar sem músík-
kennari unglinga, sýndi hann
brennandi áhuga, sem nálgaðist
„fanatisma“. Hann hafði ákveðn
ar skoðanir á hlutunum og hélt
þeim fram af einbeittni og djörf
ung. Hann bjó yfir sterkri skap
höfn og var hinn vandaðasti til
orðs og æðis og háttprúðari
mann hef ég varla þekkt.
Það var gaman að ræða um
tónlistarmálin við dr. Edelstein.
Hann bar tónlistina á fslandi
mjög fyrir brjósti, og vildi vera
einn af brautryðjendunum við
uppbyggingu tónlistarlífsins hér,
en það má með sanni segja að
öll músíkstarfsemi hér hafi til
þessa dags verið brautryðjenda
starfsemi — og mun enn um
Nýjasta gerð, til sölu.
Uppl. í síma 10592 frá kl.
2—5 í dag.
lengri tíma verða svo að íslenzk
ir tónlistarmenn verða að búa í
haginn fyrir komandi kynslóðir.
Slík störf eru að vísu lýjandi
og tærandi, en oft skemratileg
og ávallt gagnleg, og það vissi
dr. Edelstein manna bezt, og
hann var fæddur uppalari hinna
ungu á þessu sviði. Mikið hefur
þegar áunnizt, og ber að þakka
þeim mörgu sem lagt hafa riönd
á plóginn. Meðal þeirra má minn
ast margra úrvalskennara er-
lendra, sem hér hafa dvalið, og
þá ekki síst dr. Edelsteins, sem
orðinn var íslenzkur ríkisborg-
ari og hugðist að dvelja hér ævi-
langt. En vanheilsa olli því að
hann varð að lokum að leita til
suðrænni landa.
Fáa útlendinga hef ég fyrir
hitt, sem voru eins einlægir í
hrifningu sinni yfir íslenkri nátt
úrufegurð og dr. Edelstein. Hann
lagði land undir fót í bókstaf-
legri merkingu og dvaldi lang-
dvölum í óbyggðum landsins og
kannaði flestar byggðir þess. Að
heyra hann tala um og lýsa úti-
legum sínum var að hlusta á
ævintýri, og tignarlegt bros færð
ist up ásjónu hans er hann lýsti
sumarnóttinni íslenzku eða lita-
gliti fjallanna og fjörlegum
bláma þeirra.
Ég hygg að dr. Edelstein hafi
hvergi unað betur en hér. Hann
skrapp hingað í hitteðfyrra frá
Þýzkalandi og sagðist hafa haft
svo mikla þörf fyrir að „koma
heim“ aftur, og þá var efst í
huga hans að koma alkominn
aftur. Loks ákvað hann þó að
fara til Israels — til fyrirheitna
landsins. En þá bar dauðan
skyndilega að garði, og hann
hné í valinn, aðeins 57 ára gam-
all og þar með hvarf eðalborinn
tónlistarmaður af sviðinu.
Við íslendingar höfum ástæðu
til að sakna vinar í stað. Dr.
Edelstein mun lifa í minningu
þeirra sem hann þekktu bezt,
sem einn hinn bezti maður sem
unnið hefur að tónlistarmálum
okkar. Við minnumst hans ævin-
lega með þakklæti og virðingu.
Páll ísólfsson.
— Sköpunarsaga
Framh. af bls. 8
á ríkum mæli ofurdramb fátækt-
arinnar, sem er á verði gegn
hvers konar móðgunum. Hann er
jafnvel rekinn af Vífilsstaðahælí
vegna virðingarleysis við yfir-
boðarana og raunar er það móti
öllum skynsamlegum líkum, að
þessi ungi maður, sem lifir v< •
sáran skort matar, klæða og um-
hirðu, verður ekki berklaveiki.'ni
að bráð.Sjálfstmetnaðurinn ogtrú
in á lífshlutverk sitt hefur veitt
honum það viðnámsþrek, sem
gerði gæfumuninn.
★
Kynslóð okkar Kristmanns
Guðmundssonar á sér sögu, sem
ekki mun endurtakast, þá að lifa
bernsku sína í miðaldaumhverfi,
fullorðinsárin í umróti byltinga
og styrjalda og elliárin á öld
kjarnorku og geimfara. Það fór
að vonum, að þessari kynslóð
gengi misjafnlega að halda sálar-
legu jafnvægi á hinni flughröðu
fótskriðu milli alda og umhverfa,
Meðal' bohéme-lýðs hennar á
þriðja áratugi aldarinnar á Krist-
mann þá sérstöðu, að hann var
alltaf einfari, nema þann stutta
tíma, sem hann var í Áhugaliði
Ólafs Friðrikssonar og bætti því
þar við lífsreynslu sína að verða
handjárnaður af lögreglunr.i.
Þessi drengur, sem fór á mis við
blíðu í bernsku og naut ekki ski n
ings og samúðar nema hjá afa
sínum, sem hann missti ungur,
heyrði fátt gott um föður siim
og átti sér enga móður nema ó-
ljósa veru á öðru landshorni,
vinnur það sér til lífs að einang 'a
sjáL„u sig, bindast engum trún-
aðarböndum við aðra, afsala
hvorki einum né neinum nokkr-
um nluta af sjálfum sér. Honu i
býður við kossum móður sinnar,
þegar hann hittir hana loksins,
og hann er svo ndi og feim-
inn við stúlkuna, sem hann elsk-
ar heitast, að hún yfirgefur hann
og kastar sér í hálfkæringi í arma
annars manns. En þrátt lyrir alit
þetta er æskusaga skáldsins engin
raunasaga, enda laus við allt víl,
því að hann á sér óðal, sem ekki
er af þessum heimi, trú á sjálfan
sig, á köllun sína og á hulin mátt-
arvöld, sem halda yfir honum
hlífiskildi. Á hugleiðslustundum
finnur hann í skjóli sinnar tignu
Hósgagnasmiðii — Húsasmiðii
Okkur vantar nokkra smiði strax.
Trésmiðjan hf.
Brautarholti 30 — Sími 16689 og 33113
Sölubörn
óskast til að selja merki Blindrafélagsins í dag
Merkjaafgreiðslur eru: Melaskóla, Drafnarborg,
Austurbæjarskólanum, Rauðarárstíg 3 (uppi),
Laugarnesskóla, Holtsapóteki, Réttarholti við Soga-
veg, Eskihlíðarskóla, Hrafnistu og á Grundarstíg 11.
Komið sem allra flest. Góð sölulaun. Afgreiðslu-
staðir opnaðir kl. 10 árdegis.
BLINDRAFÉLAGIÐ
Staða aðsto&armanns
á Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt launalögum, að námstíma
loknum. Umsækjandi þarf að vera 20—26 ára, og
hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. Vottorð
er sýni að umsækjandi sé heilsuhraustur og hafi
góða sjón og heyrn þurfa að fylgja nmsóknum.
Umsóknir skal senda til Veðurstofunnar á Keflavík-
urflugvelli, Pósthólf 25, eða Veðurstofunnar í Reykja
vík, Pósthólf 788, eigi síðar en 21. þ.m.
Fóstru, að allt mótlæti er létt á
metunum, og nann á sér heilladis,
Konuna í ljósa kyrtlinum, sem
honum finnst stundum hann
verða þar. Raunabót sjálfsblekk-
ingarinnar, segja efasemdamenn-
irnir, en hvað um það, einfarinn
varð ekki úti á þeirri Heljardals-
heiði, sem vandræðabömin verða
að feta á leið sinni milli bernsku
og fullorðinsára.
Vandræðabam er hann þessi
duli, tortryggni og uppreisnar-
gjarni drengur, en ættarmergur-
inn í honum er svo heilbrigður,
uppeldisáhrifin svo kjarngóö,
þrátt fyrir allt, og stoltið, sem
hann brynjar örbirgð sína og eu>.-
stæðingsskap með, svo traust, a i
hann gengur hvorki Bakkusi á
hönd sem gustukamaður né hleð-
ur múr haturs milli sín og þjóð-
félagsins, en þetta hvort tveggja
hefur oft orðið lilutskipti ístöðu-
minni skálda. í bei usku var hann
sviptur þeim rétti, sem hver mað-
ur er borinn til, en það er að
njóta móðurástar. Hann bætir sér
upp þann skort með því að hafa
konuna og ást hennar sen. uppi-
stöðu í skáldsögum sínum, en
hann hefnir sín líka á henni með
því að gera strandhögg á fjörum
hennar í austri og vestri og vinda
síðan upp segl.
Nú hefur þessi duli og fráhverfi
drengur ort sig i sátt við örlög'a,
tekið lesendur sína í trúnað við
sig og opnað þeim ævintýraheim
bernsku sinnar og æsku. Það er
fágætt og furðulegt að kynnast
sögu og sálarlífi slíkra æsku-
manna innan frá og því mun Isold
hin svarta verða ein af þeim ör-
fáu bókum, sem lengi eru lesnar.
STBEININ gabok
m ÞA SEM VEROA A9 GREHNáST
UKA FYRIR ÞA SEM. YILJA FITNA
Ný sending amerískii
tækifæriskjólar
Bókin sem margir hafa
beðið eftir:
jistin að grenna sig‘
Þér getið auðveldlega
létzt um 10, 20, 30
pund eða meira?
Þessi nýja aðferð hæf-
ir bæði körlum og kon-
um.
Verð bókarinnar er
Kr. 25.00.
Sendum hvert á land
sem er gegn póstkröfu
Réttvægi
Pósthólf 1115
Reykjavik
Þessir vinsælu plötuspilarar fást hjá okkur
Verð kr. 970,-
Sendum í kröfu um land allt.
Radíóbúðin
Veltusundi 1 — Sími 19-800