Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBTJtÐlÐ Miðvilíudagur 25. nóv. 1959 Verðlagsgrundvöllur y^mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmk og bráðabirgðalög Kapt. Schack á „Heklu“ yfirheyrir brezkan landhelgishrjút. „Landhelgisbókin" bók um fiskveiðar og landhelgi íslands eftir Hermóð ÞAÐ mæltist ekki vel fyrir með- al bænda, er núverandi ríkis- stjórn jafnaðarmanna gaf út hin margumtöluðu bráðabirgðalög, er sviftu bændur 3,18% af afurða- verðhækkun þeirri er þeir áttu rétt á samkvæmt lögum og átti að koma til framkvæmda nú í haust. Svarar þetta til um 6% kaup- lækkun hjá vísitölubóndanum. — I>egar verðstöðvunarlögin voru sett sl. vetur var eins og kunn- ugt er ekki tekið tillit til þeirra almennu kauphækkana, sem þá höfðu orðið síðan síðasti verðlags grundvöllur var ákveðinn. Þetta varð til þess, að verð- stöðvunarlögin, sem voru þó nauð synleg, voru ekki byggð á jafn- réttisgrundvelli. Bændunum var með lögunum skipað að bíða eftir sinni launahækkun, sem aðrar stéttir voru þá þegar bún- ar að fá — ekki nokkrum vikum — heldur mörgum mánuðum fyrr. Þetta sættu bændur sig við vegna þess að Framleiðsluráðs- lögin tryggðu þeim hækkunina nú í haust í hinum nýja verð- lagsgrundvelli. Sýndu bændur með þessu, eins og jafnan áður fullan skilning á þeirri viðleitni þings og stjórnar að reyna að stöðva verðbólguna, þann ægi- vald, sem virðist ætla að eyði- leggja efnahagskerfi þjóðarinn- ar. Til stuðnings þessum málstað færðu þeir verulegarfjárhagsfórn ir, um stundarsakir, án þess að afsala sér nokkrum rétti til sann gjarnra og viðurkenndra launa. Eins og kunnugt er varð ó- samkomulag milli fulltrúa bænda og neytenda, í haust um nýjan verðlagsgrundvöll, sem endaði með því, að fulltrúar neytenda sögðu sig úr verðlagsnefndinni. f greinargerðum þeim, sem að- ilar birtu fyrir sínum nefndar- álitum kemur í ljós að fulltrúa neytenda brestur mjög rök fyrir sínum tillögum til lækkunar á verðlagsgrundvellinum. Hins vegar er greinargerð fulltrúa framleiðenda fyrir hinu gagn- stæða skýr og rökföst, sem bezt sést á því að öll heildaríram- leiðsla landbúnaðarvara 1958 á öllu landinu gefur enga mögu- leika til stækkunar á núverandi vísitölubúi, þegar framleiðslunni er deilt á bændatöluna í landinu. Sú falskenning neytendafulltrú- anna er búið beri að stækka til þess að hægt sé að strika út framkomna kauphækkun bænda, hefur því ekkert hald. Auðvitað er fulltrúum neytenda vel ljóst að þetta er ófær leið og taka því það til bragðs, að segja sig úr verðlagsnefndinni og hlaupa frá öllu saman eins og sneyptir rakk- ar. Má ætla að þessi aumingjalega afstaða bregðist einnig í þeirri herfilegu útreið, sem þessir sömu heiðursmenn fengu fyrir tveimur dómstólum nú nýlega í sambandi við mál það er þeir höfuðu á Framleiðsluráð landbúnaðarins vegna verðlagningar á kjöti haustið 1958. Ekki virðist heldur með öllu útilokað að ríkisstjórnin hafi stutt fulltrúana til þessarar neikvæðu afstöðu til þess að henni gengi betur að koma fram sínum ó- jafnaði á hendur bændum með setningu bráðabirgðalaganna. En hvernig sem þessu er varið Guðmundsson er Ijóst, að hér um sérstæðan at- burða að græða, sem gengur í bága við venjulegar og heiðarleg- ar leikreglur í samskiptum manna og varpar eftirminnileg- um skugga á sérstætt samstarí tveggja hagsmunahópa, sem margt gott hefði mátt af læra. Verðlag landbúnaðarvara hef- ur farið fram samkvæmt lögum nr. 94 frá 5. júní 1947 um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Skal söluverð landbúnaðarafurða á innlendum markaði miðast við það að heildartekjur þeirra, sem landbúnað stunda séu í sem nán- Hermóður Guðmundsson ustu sambandi við tekjur annara vinnandi stétta. Þessi verðlagning landbúnaðar afurða hefur svo farið fram sam kvæmt samkomulagi sex manna nefndar, sem skipuð hefur ver- ið þrem fulltrúum neytenda, og þrem fulltrúum bænda, með hin- um svonefnda verðlagsgrund- velli vísitölubús. Náist ekki sam- komulag milli þessara aðila gera lögin ráð fyrir því, að ágrein- ingi verði skotið til yfirnefndar, sem skipuð er einum fulltrúa bænda og einum fulltrúa neyt- enda og hagstofustjóra sem odda- manni. Er því séð fyrir því, að bændur geti ekki tekið sér ríflegri hlut, en þeim ber, þar sem úrslita- valdið hvílir raunverulega á herð um opinbers aðila. Á þesum stoð- um hefur verðlagning landbún- aðarafurða hvílt síðan 1947. Er því augljóst að bændur einir stétta hafa sætt sig við gerðar- dóm í sínum kaupgjaldsmálum á annan áratug. Mættu launþegasamböndin gjarna minnast þess, að það voru þeirra fulltrúar, sem áttu frum- kvæðið að því að brjóta niður þetta ákvæði, sem hefur verið eins og hlekkjafesti um frjálsan samningsrétt bænda. Öll þessi ár hefur bændum vor- ið fullljóst að hugsað vísitölubú og verðgrundvöllur, sem afurðíi- verðið til þeirra hefur byggzt á er allfjarri hinu rétta. Má þar nefna bústærðina, en stórbú gef- ur betri afkomu að öðru jöfnu en lítið, og ýmsa tekju- og gjalda liði við rekstur búsins, sem eru ýmist of eða vanmetin — allt á kostnað bóndans. f því sambandi má benda á of háar tekjur af hrossum, garðávöxt um, fóður og heysölu, sem tæpast mun vera til lengdar almennt séð, en þessa útgjaldaliði of lágt áætlaða: Kjarnfóður, tilbúinn Iáburð, fyrning fasteigna, við- hald véla, vexti og vinnu. Hve miklu skakkar hér á reikningi grundvallarbúsins mun ég ekki fara út í að þessu sinni, en ekki þætti mér ólíklegt að full leið- rétting á launum vísitölubóndans með gildandi tímakaupstextum mundi hækka verðlagsgrundvöll- inn allt af 20%. Samkvæmt fram- leiðslulögunum hefur kaup bónd- ans verið bundið fast til 12 mán- aða í senn, enda þótt annað kaup hækkaði á árinu, e.t.v. strax og nýr verðlagsgrundvöllur var fund inn. Þessu ákvæði var breytt með stöðvunarlögunum síðastliðinn vetur, þannig að bóndinn á að fá sína kauphækkun um leið og laun þegar, með hækkuðu afurða- verði. Á öllu verðþenzluskeiðinu hefur því raunverulegt kaup bænda verið jafnmiklu lægra og almennt kaupgjald hefur hækkað árlega, m. ö. o. dýrtíðin hefur unnið gegn hagsmunum bænda, svo stórum fjárhæðum hefur numið. Fyrir leiðréttingu á þessu rang láta ákvæði hefur verið barizt af hálfu bænda án árangurs. Þannig hefur kapphlaupið haldið áfram milli kaupgjalds og afurðaverðs til mikilla óheilla fyrir þjóðina, en bændur þó mest. Ákvæði framleiðslulaganna um árlega kaupbindingu bóndans hefur beinlínis ýtt undir þessa óheillaþróun. Áorðin breyting er því ekki aðeins þýðingarmikil fyrir bændur heldur einnig fyr- ir alla möguleika á stöðvun verð- bólgunnar almennt. Því verður ekki neitað að sumir bændur hafa verið alltortryggnir í garð núverandi ríkisstjórnar, er gekk inn á þessa breytingu á reikn- uðu kaupi bóndans og mundi ætlast til sérstakra fórna af þeirra hálfu í staðinn, eins og nú er komið á daginn með setningu bráðabirgðalaganna um óbreytt afurðaverð. Ríkisstjórnin mun sennilega líka hafa talið þetta vel færa leið sökum þess hve auðvelt hefur réynzt að fá bænd- ur til þess að fórna eigin hags- munum þegar eitthvað hefur þurft að gera til viðreisnar eða leysa erfiðan hnút vinnudeilna. En nú eru bændurnir reynsl- unni ríkari, þeir eru staðráðnir í því að láta ekki hlut sinn að þessu sinni — fórna ekki hagsmunum sínum um- fram aðra. Þeim er ljóst, að aðrir hafa ekki lagt harðara að sér við framleiðslustörfin og uppbyggingu atvinnulífsins en þeir svo að við þá er ekkert að sakast á því sviði, þeim er einnig ljóst að þeir bera ekki úr býtum þau laun, er þeim eru reiknuð,, miðað við framlagða vinnu, þeg- ar öll kurl koma til grafar. Þeir vita eins vel og nótt fylgir degi, að ríkisstjóm Emils Jóns- sonar er ekki þess umkomin að framleiða landbúnaðarvörur fyr- ir sama verð — hvað þá lægra — en íslenzkir bændur hafa gert. Emil Jónsson ætti að minnsta kosti að reyna það fyrst á bæj- arstjórnarbúi sínu í Krísuvík, áð- ur en hann gefur út bráðabirða- lög um 3,18% lækkun á land- búnaðarvörum. Máske vildi for- sætisráðherrann líka vera svo góður að láta þjóð sinni í té greinargóðar upplýsingar um það hvað kjötkílóið kostaði á búi hans í Krísuvík sl. verðlagsár? Ef til vill gæti ráðherrann BÓKÚTGÁFAN Setberg sendir frá sér í dag „Landhelgisbókina“, bók um fiskveiðar og landhelgis- mál fslands frá árinu 1400 fram til vorra daga. Rit þetta, sem er í tveimur hlut um, nær yfir 550 ára tímabil og rekur sókn og vörn kynslóðanna fyrir réttindum sínum gegn yfir- gangi erlendra þjóða í landhelgi íslands. Fyrri hlutinn nær. frá 1400 til 1958. Þar er rakinn hinn sögulegi þráður svo að samhengi rofnar aldrei. Hefst frásögnin, þegar hinir fyrstu erlendu menn komu hingað til fiskveiða, en þeir hnekkt þeim þráláta orðrómi, að búskapurinn hafi ekki gengið sem allra bezt hjá honum að und anförnu, jafnvel svo illa að ærin skilaði varla meiru en 8 kg af kjöti eftir árið, en það þykja fremur lélegar afurðir í Þing- eyjarsýslu og víðar. Væri sannarlega mjög lærdóms ríkt og virðulegt viðfangsefni fyr ir núverandi ríkisstjórn, að setja upp sérstakt vísitölubú fyrir neytendur, samkvæmt búreikn- ingum Krísuvíkurbúsins, svo úr því fengist skorið opinberlega hvað landbúnaðarafurðirnar þyrftu að kosta. í sambandi við athugun þessa mætti engu sleppa sem áhrif gæti haft á reksturinn þar sem bændur hafa hvorki vilj að né átt þess kost, að velta tap- rekstri sínum á það opinbera, þrátt fyrir sífelld skakaföll og afurðatjón af völdum harðinda og óþurrka, sem baka landbún- aðinum stórkostlegu tjóni eins og nú síðast á Suðurlandi í sum- ar, án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess í verðgrundvelli. En þrátt fyrir þesar þungu búsifjar, sem bændur verða að þola bótlaust, held ég að það sé ekki ofmælt, að þeir séu flest- um skilsamari gagnvart sínum lánardrottnum, sem bezt sést á því, að þeir hafa undantekning- arlítið eða undantekningarlaust staðið í fullum skilum með öll sín lán síðan á kreppuárunum miklu er samstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins skammtaði þeim aumustu sularlaun, með því að halda niðri afurðaverðinu. Hvort Alþýðuflokkinn dreymir nú um slíka sælu, bændum til handa, skal ósagt látið. Skrifað í okt. 1959. Hermóður Guðmunilsson. fóru síðan oft með yfirgangi og ofríki á hendur landsmönnum til lands og sjávar. Þá er í bókinni annáll, er greinir frá 200 sögu- legum atburðum í há'fa sjöttu öld. Síðari hlutinn hefst, þegar varð skipafloti íslendinga leggur úr höfn aðfaranótt 1. september 1958 til þess að verja hina nýju 12 mílna landhelgislínu og lýkur 1. september 1959. Gunnar M. Magnús tók bókina saman. Hún er prentuð á vandað- an pappír og eru 160 myndir efn- inu til skýringar. Viðurkenna aðeins S-Kóreu NEW YORK, 23. nóv. NTB: — Umræður eru að hefjast að nýju á Allsherjarþingi S.Þ. um mál sem lengi hefur verið á dagskrá, það er Kóreumálið. Hófust um- ræður um það í Stjórnmálanefnd inni í dag og fór allur tíminn I að ræða hvort fulltrúum Suður- og Norður-Kóreu skyldi boðið að senda fulltrúa til umræðnanna en Kórea er ekki aðili að S.Þ. Rússar báru fram tillögu um að bæði yrði boðið til umræðn- anna fulltrúa frá Norður- og Suð- ur-Kóreu, en Bandaríkjamenn lögðu til að aðeins yrði boðið fulltrúa Suður-Kóreu. Fulltrúi Rússa benti á það i þessu sambandi að til utanríkis- ráðherrafundarins í Genf fyrr á þessu ári hefði bæði verið boðið fulltrúum frá Austur og Vestur- Þýzkalandi. En fulltrúi Banda- ríkjanna benti á það í staðinn, að einungis Suður-Kórea nyti við- urkenningar Sameinuðu þjóð- anna, meðan Rússar hefðu komið sér upp leppstjórn í Norður- Kóreu, sem nyti hvergi viður- kenningar utan ovét-blakkarinn ar. Að lokum var tillaga Banda- ríkjamanna samþykkt með 46 atkv. gegn 10. Fimmtán ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Til- laga Rússa um að bjóða fulltrú- um beggja landshluta. var felld með 40 atkv. gegn 12, en 11 sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.