Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. nóv. 1959 MOPcnwjtr.AniÐ 17 Fimmtugur í dag: Tryggvi Pétursson KvenstúdentafélagiS veitir námstyrki Stybur einnig Barnahjólparsjóbinn og flóttakonur AÐALFUNDUR Kvenstúdentafé- lags íslands var haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum hinn 10. nóv. sl. Formaður félagsins, frú Ragn- heiður Guðmundsdóttir, læknir, setti fundinn, en síðan tók frk. Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl. við fundarstjórn. Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Fundir voru haldh ir reglulega á árinu. Félagið sá um útvarpsdagskrá eitt kvöld sl. vetur í tilefni af 30 ára afmæli íélagsins. Félagið hefur, eins og að undanförnu, stutt erlendar landflótta menntakonur og er sennUega eina félagið hér á landi, sem um árabil hefur reglulega haldið uppi hjálp við flóttafólk, þótt í smáum stíl sé. Sl. vor auglýsti félagið styrk að upphæð 12500,00 kr., sem veita skyldi ísl. kvenstúdent við erlendan háskóla, sem ætti eftir 1—2 ár af námi. Níu umsóknir báru.st, þar af frá fjórum, sem uppfylltu sett skilyrði. Stjórn fé- lagsins samþykkti samhljóða að veita Gústu I. Sigurðardóttur, Reykjavík, sem leggur stund á frönskunám í Frakklandi, styrk- inn, en þar sem Gústa hlaut um lákt leyti styrk frá franska rík- inu, afsalaði hún sér ísl. styrkn- um. Ákvað stjórnin þá, að skipta honum að jöfnu milli Maju Sig- urðar, Akureyri, sem stundar nám í heimspeki t>g lífeðlisfræði í Oxford, og Guðrúnar T. Sig- urðardóttur, Reykjavík, sem Stundar nám í sálar- og uppeldis- fræði í Kaupmannahöfn. Þá gat formaður þess, að félagið hefði hug á að veita á næsta ári einn eða tvo styrki til náms við Há- skóla fslands. Fjár til styrkjanna hafa félagskonur aflað með kaffi sölu og útvarpskvöldi og hyggj- ast halda söfnun áfram næsta starfsár. Þá gat formaður þess, að fé- lagið hefði, eins og að undan- förnu, séð um sölu á jólakortum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hefur sala kortanna farið vaxandi með hverju ári, og er ísland næsthæsta söluland í heimi miðað við fólksfjölda. Kort in eru til sölu í bókaverzlunum um land allt. Síðan las gjaldkeri frú Ólafía Einarsdóttir, Hofi, upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Er hagur félags ins nú mjög góður. Síðan fór fram stjórnarkjör. Formaður var endurkosinn frú Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir. Aðrar í stjórn eru: Ingi- björg Guðmundsdóttir, Erla El- íasdóttir, Ólafía Einarsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Svava Pétursdóttir, Ólöf Benediktsdótt ir, og til vara Elsa Guðjónsson, Brynhildur Kjartansdóttir og Sigríður Erlendsdóttir. Skattstjórafélag stofnsett SÍÐASTLIÐINN laugardag var formlega stofnað Skattstjórafé- lag íslands. Stofnfundinn sátu allir skattstjórar landsins, en þeir eru 10 talsins. Tilgangur hins nýstofnaða fé- lags er að gæta hagsmuna, sem fyrst og fremst beinast að bætt- um vinnuskilyrðum. Stjórn félagsins skipa: Jón Eiríksson, Vestmannaeyjum, for- maður og meðstjórnendur þeir Eirikur Pálsson, Hafnarfirði og Guttormur Sigurbjörnsson, Kópa- vogi. SI BLAÐINU í gær var skýrti frá nýrri strætisvagnaleið,3 f „Austurhverfi". Merkt er inní (¦á kortið, sem hér birtist, um* Ihvaða gödur ekið er og við- ! komustaðir. Akstur hefst við Laugarás- Jskýlið, sem er á gatnamótumf | Laugarásvegar og Sundlaugarí >vegar. Ekið verður á hálftímaf kfresti, 15 mín. fyrir og yfirf 'heilan tíma, um Dalbraut,í > Kleppsveg, Lauganesveg, Borg 1 i artún, Nóatún, Lönguhlíð,| \ Miklubraut, Grensásveg, Soga| 1 veg, Ttonguveg, Suðurlands-í i braut, Langholtsveg og Laug-$ | arásveg. deildarstjóri. ÞESSUM vini mínum kynntist ég fyrst fyrir 45 árum. Leiðir okkar skildu að vísu í bili, ea ekki liðu mörg ár, þar til við hitt umst. Og nú í hartnær 30 ár, höfum við af og til deilt geði. Tel ég mér bæði Ijúft og skylt að minnast Tryggva Péturssonar með fáum orðum á þessum áfanga stað ævi hans, þó ekki væri til annars en þakka samfygldina og árna honum heilla með næsta áfanga, en haldið verður áfram sem horfir. Tryggvi Pétursson hefur verið starfsmaður Búnaðarbankans frá stofnun hans, ávallt gegnt trún- aðarstarfi, mörg undanfarin ár verið deildarstjóri. Öðrum fremur hefur hann bví verið í þjóðbraut, ef svo mætti segja, eins og þeir aðrir, sem starfsins vegna hljóta að ræða vandamál við gest og gangandi. Ekki tel ég neina tilviljun að þetta hefur einmitt fallið í hlut Tryggva. Hitt myndi réttara, að þéim mönnum bæri nokkurt hrós fyrir góða glöggskyggni, er kjör- ið hafa hann til ábyrgðarmikilla starfa. Dómgreind Tryggva, gjör hygli og mannþekking dylst ekki þeim, er bezt þekkja hann. Líklegt tel ég, að mikill fjöidi manna víðs vegar að af land- inu sendi Tr. P. kveðju og þakkir fyrir holl og góð ráð. í leit sinni eftir fyllra og feg- urra lífi kemur Tr. P., löngum auga á margar leiðir. Honum er tamt að skynja fegurð lífsins víð- ar en í bókum og fc'rum fræðum. f raunsæju starfi ornar hann sér við þann arineld sem bezt brenn- ur, án þess að ganga draum- sjónum á vald. Hann veit og skil- ur að „sá heltist úr lest, sem er hugsi og dreyminn". í anda heimspekilegrar félagshyggju, sem á sterk ítök í Tr. P., er hon- um eiginlegt að miðla samferða- manninum af örlátum hug, þeirn. verðmætum, er hvorki verða Nýtt bindi af Ferðabók Þ. Thoroddsen komiö út IJT ER KOMIÐ 3. bindi af Ferðabók Þorvalds Thoroddsen. ÞaS er Snæbjörn Jónsson og Co., sem gefur bókina út í nyrri útgáfu, en 1. bindið kom út haustið 1958 og 2. bindið sl. vor. — f þessu 3. bindi segir m. a. frá hinum stórmerku rannsóknum höfundar á Eldgjá, Lakagígum og hyggoum Austur-Skaftafellssýslu. Þorvaldur Thoroddsen ferðað- ist um fsland á árunum 1882'—'98 og rannsakaði þá landslag þess, jarðmyndanir og þjóðhætti. Um rannsóknir sinar ritaði hann margar bækur. þar á meðal lýs- ingu íslands og Ferðabókina. Ferðabókin var fyrst prentuð í Kaupmannahöfn 1913—1914. Hún er í 4. bindum alls 1400 bls. Þessi fyrsta útgáfa Ferðabókar- innar hefur um langt skeið verið torfengin og rándýr og er talið, að aðeins um 300 eintök af henni séu til, því hafa færri getað eign- azt bókina en vildu, en úr þessu hefur nú verið bætt með hinni nýju, myndarlegu útgáfu á þessu merkilega verki. vegin né mæld. Til gamans skal þess getið, að Tryggvi Pétursson heitir nafni Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra. Svo mikils mat faðir Tryggva, Pétur Guðmundsson, skólastjóri, sá merki maður, Tryggva Gunnarsson, en 'þeir voru miklir vinir. Sveinninn Tryggvi var vatni ausinn í þann mund, er Tryggva Gunnarssyni var vikið úr Landsbankanum. — Ótviræðar lætur vart nokkur skoðun sina í ljós á manni Og málefni. Fyrstu kynni mín af Tr. P., er ég drap á í upphafi eru tengd minningunni um samskipti hans við lítinn sveinstaula, nokkru yngri honum. Varfærni sú og næmleiki hins eldra, en þó unga drengs hefir aldrei liðið mér úr minni. j Eins konar mynd bregður fyrir í huga mínum frá löngu liðnunt dögum — mynd, sem er táknrsen að minni hyggju. „Hvað hraðast liður, það lengst af bíður og gleymist síður úr sinni og hug". Helgi Hallgrímsson. ¦• • • ¦¦ • • • Hl IB 1 6ók sem fjallar fyrst og fremst um bókmenntir innlendar og erlendar. ~.mm- - - wm •¦ •¦*• ••mmRf** •¦¦>vT^BrTTM|m|B*> )Ht • • 3HH* • • 9H... HH. • .H ' ^B- - - <¦¦ •' >^B - - -iTítH' - ¦ -tH' - -^n- •• i^H > >-^H • --^^t -- ^Lrfl' -• t#tB-' -!#><¦---H • ^^M' ¦ ¦ 4f^fTn ¦ ¦ • (ff^M • • .*^H. - . -ff^fVM. . • ^pjáfl . . • fT^pM . . . fflfML . . .ffTMV . ¦ -fTBTB. ¦ ¦ fTMfJ . . . MMM ... MM ¦^^¦- • • «TKMJ. -• ¦¦ -- -^¦h - - ¦^¦l* • --VmB- - • *¦§ • * -§¦¦ -¦ -MMV ¦ - -TBV- - ¦ *MWáB- - * MWM ¦ • • ¦ 18 ¦¦¦:W§ :•:¦ : g:. :K«J;ííM:::mÍ::«::*V"M"'M-* • • • • • ¦"¦ Eftir Sigurb A. Magnússon 'jjjjá NYJU FÖTI N KEiSARANS Þessi nýja bók Sigurðar A. Magnússonar er f jölbreytt að efni og líkleg til að vekja umræður, því hér er f jallað um ýmis þau mál, sem mestum flokkadráttum valda manna á meðal. Bókin er 290 bls. Verð kr. 175.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR iHSHIIIílMylilldSin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.