Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. nóv. 1959 M OR CU N fíl 4 Ð1Ð 3 00 0 000&0I**'* ** 0 0 * + # 0 + + + 000 0000 00'000* 0 Minnismerkið í Lundar. skylt að geta þess, að í sumar kynnti kona, sem er frétta- ritari CBC og var á íslandi nokkra daga í sumar, landið vel og af sanngirni. Ekkert kalt í 29 stiga frostl Þá víkur Guðmundur að Geraldton: „Það er námabær, sem stendur 300 km norðan við Port Arthur og Fort William, en það er mikil flutningamiðstöð og eru þar endastöðvar St. Lawrence- skipaleiðarinnar. Þar eru stór- ar kornmyllur. Ein þeirra hrundi í haust af ókunnum orsökum og fóru þar milljónir mála af hveiti í Lake Superior og mynduðu 14 feta háa flóð- öldu í höfninni. — í mat- vælaiðnaði og pappírsiðnaði standa Kanadamenn framar- lega, enda af nógu að taka. Geraldton hefur um 3500 Fréttir frá ísíendingum í Kanada kuldans ekki var. Á sumrin er aftur á móti oftast gola frá óteljandi vötnum og því ekki tilfinnanlega heitt. Islendingadagur að Gimli Við höfum búið hér í rúmt ár og kunnað vel við okkur, þó margt sé hér með öðrum hætti en heima, ekki sízt hvað alla verkmenningu og vand- virkni snertir. En þjóðin er á gelgjuskeiði, svo þetta stend- ur allt til bóta. Hér í bænum búa nokkrar vestur-íslenzkar fjölskyldur, duglegt og gott fólk, og einnig fjölskylda, sem hingað fluttist fyrir 6—7 ár- um og vegnar henni líka ágætlega. Annars eru hér menn af 51 þjóðerni, og mis- jafn sauður í mörgu fé. En LandheSgisdeilan aðeins kynnt frá brezkum sjónarmiðum Á íslendingadaginn, 2. ágúst, fórum við að Gimli. Þar hitt- um við fjölda íslendinga, en áberandi var samt hve mikill hluti þess var eldra fólk. Það vakti athygli okkar hve ung- legt fólkið var. Marga sáum við um áttrætt, sem hefðu get- að verið um sextugt. Við skoð- uðum Elliheimilið Betel. Það er myndarlegt og vel stjórnað, gamla fólkið ánægt og vel að því búið. Einnig sáum við minnismerkið um íslenzku landnemana í Lundi. Á samkomunni var mikið sungið og margar ræður haldnar. Henni stjórnaði próf. Haraldur Bessason með rögg og prýði. í þessari ferð hittum við fjölda íslendinga; ógleym- anlegastar eru okkur móttök- urnar í Oak Point. Þar býr fjöldi íslendinga, svo það er eins og að koma heim. STAKSTEIMAR íbúa, sem vinna við námu- gröft, skógarhögg og iðnað. Einnig er hér mikið um ferða- menn, því hér er góð veiði í vötnum og mikið um alls kon- ar veiðidýr. Námurnar eru aðallega gullnámur, en þó eru unnir hér fleiri málmar. Um 100 milum fyrir norðan Geralton er verið að byggja nýjan námabæ. Þar eru geysi- miklar járnnámur, sem opn- aðar verða í sumar. Þar verð- ur málmgrýtið hreinsað að • nokkru leyti, en síðan flutt til Lake Superior og brætt þar til útflutnings. Aðalmaðurinn í þessum framkvæmdum er iðjuhöldurinn Cynes Eaton. Hér eru mikil veðurgæði að okkur finnst. Við höfum aldrei séð storm síðan við komum hér, en það er stund- um kalt. í dag, 14. nóv., er 19 stiga frost, snjór 30 sm, og í nótt er búizt við 29 stiga frosti. Þegar alltaf er logn og loftið þurrt, verður maður 4ALLTOF sjaldan berast frétt- lir af íslendingum, sem búsett- lir eru í Kanada, og íslenzkum jmálefnum þar í landi. — Nú Ihefur Mbl. borizt bréf frá |Guðmundi Jóhannssyni, tré- Ismið, og konu hans, Guðnýju jBjarnadóttur, s e m á ð u r Ibjuggu í Miðstræti 8 A í |Reykjavík, en nú búa í litlum Inámabæ, Geraldton, um 300 |km norðan við Port Arthur Kanada. Guðmundur kvartar yfir Iþví hve einhliða landhelgis- Ideilan er kynnt vestra, þar Isem brezkum sjónarmiðum ieinum er haldið fram í blöð- lum og útvarpi; ekki fari hjá Iþví að slíkt hafi áhrif á hug- •myndir fólksins. Sendir hann |því til sönnunar úrklippu úr einu dagblaðanna, sem gefið jer út þar sem hann býr. Birtir jblaðið fregn frá Grimsby, þar sagt er frá óveðrinu á rorðanverðu Atlantshafi fyrir jskömmu. Segir þar að brezkir Itogaraskipst j órar verði að .« rr r r r j-mrwi |velja á milli þess að reyna aðl berjast við slíkt veður á hafi 2 áti eða leita í var og eiga það f |á hættu, að yfirmenn togar- anna fái þunga refsidóma og \ sennilega fangelsisvist. — Nú j jætli brezkir togarasjómenn a? \ senda Islendingum beiðni um i „var“-banninu verði af-1 llétt, áður en það verði „dauða- |dómur“. En á meðan brezkirj sjómenn séu í slíkri lífshættu, séu íslenzkir sjómenn aðj spóka sig í búðum í Grimsby f og eyða peningunum, sem | þeir fái fyrir að selja fisk sinn| oar. — Þessi frétt vakti hér \ lokkra athygli og harða dóma \ fum Islendinga, segir Guð- aundur, þó sama fólkið hafil fagnað því er þjófar, sem l brutust vopnaðir inn í tóma S jsumarbústaði, voru handsam- aðir og stungið í tugthús, enl Itugthúsin hér bera nafn sittl neð rentu, þau eru engin \ oetrunarhús. — Guðmundurf skrifar ennfremur: „Mundi okkur hér í Kanada i Ivera það kærkomið, ef reyntf lyrði að kynna aðstæður betur j já þessum vettvangi frá íslands jhlið. Þó við gerum það sem i okkur er unnt til að skýra I aálið, nær það skammt. Þó er j 1200 km á kjörstað Við höfðum ákveðið að neyta kosningaréttar okkar í haust, en héðan eru 1200 km til Toronto, og með þrjú börn í skóla, var ekki hægt að koma því við. Ég vil geta þess að þó Morgunblaðið sé venjulega mánaðargamalt, þegar við fá- um það, er það lesið til síðasta orðs, síðan fer það til annarr- ar fjölskyldu hér og þá til vina okkar í Manitoba. Þar heldur það áfram göngu sinni, svo að segja má, að það sé lesið upp til agna. Að lokum vil ég taka það fram, að við höfum verið heppin hér og liðið vel. Við þá, sem hingað flytja og ætla sér að búa hér, en ekki snúa heim aftur eins og við, vil ég segja þetta: Kynnið ykkur vel hvað fyrir hendi er, þar sem þið ætlið að vera, og munið að samkeppnin er hörð. Allir verða að standa á eigin fótum. Hér fæst ekkert nema vinna fyrir. því, og enginn hjálpar þeim, sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Svo viljum við biðja Mbl. að flytja öllum hinum mörgu vinum fjölskyldunnar kveðjur og þakkir fyrir alla tryggð við okkur fyrr og síðar“. 0-0 0 +<t0lg00.'000'+T0f0<0 0*0 0 0.00. 0 0 0 + + + +■& +-+ 0 Aletrunin á minnismerkinu. það fólk, sem við höfum haft samskipti við, hefur verið okkur gott. /?ússnes/ci stjarnfræbingurinn Kosyrev sakaður um falsanir Klögum'.lin ganga á víxl Kommúnistar og Framsóknar- menn eru ennþá að rifast um það í blöðum sínum, hvorir þeirra hafi rofið hina ágætu og mikilhæfu vinstri stfórn. Þannig ræðst Þjóðviljinn í gær harka- lega á leiðtoga Framsóknar- flokksins og kveður þá hafa ver- ið mjög „misvitra“. Þjóðviljinn kveður það ekki einungis vera sök Framsóknarflokksins að vinstri stjórnin rofnaði, heldur sé myndun núverandi ríkisstjórn- ar hreinlega verk leiðtoga Fram- sóknarflokksins!! Um þetta kemst kommúnistablaðið m. a. að orði á þessa leið í forystugrein sinni í gær: „En Framsóknarflokkurinn gróf ekki aðeins undan vinstri stjórninni og hljópst síðan af hólmi. Eysteinn Jónsson kom einnig á laggirnar þeirri ríkis- stjórn, sem nú hefur tekið íorm- Iega við völdum“. Þetta mun Framsóknarmönn- um áreiðaniega ekki þykja góð latína hjá vinum sínum í komm- únistaflokknum! „Glámskyggnir og skammsýnir“ Þjóöviljinn heldur áfram að atyrða leiðtoga Framsóknar- flokksins fyrir það, hvernig þeir hafi haldið á málum flokks sins undanfarið. Kemst Þjóðviljinn þá m. a. að orði á þessa leið: „Þegar Framsókn hljóp úr vinstri stjórninni, munu leiðtog- ar hennar hafa hugsað sér aðra þróun. Þeir munu hafa ímyndað sér, að þeim myndi ganga auð- veldlega að komast í nána sam- vinnu við íhaldið. En öll áform þeirra hafa mistekizt á herfileg- asta hátt. Fáir stjórnmálamenn hafa reynzt eins glámskyggnir og skammsýnir og Eysteinn Jónsson og félagar hans. Því er Eysteinn Jónsson í senn skoplegur og brjóstumkennanlegur, þegar hann heilsar hinni nýju stjórn, sem hann liefur öðrum fremur átt þátt í að koma á laggirnar, með því að votta vinstra sam- starfi hollustu sína! En það fólk, sem veitt hefur Framsóknar- leiötogunum brautargengi sér nú skýrar en nokkru sinni fyrr að það hefur valið sér misvitra leið- toga“. Þannig tala kommúnistar nú til vina sinna í Framsókn, sem þó eru nýlega búnir að lýsa því yfir frammi fyrir alþjóð, að óskastjórn þeirra sé ný ríkis- stjórn með kommúnistaflokkn- Landar hans / visindamannastétt ráðast á hann MOSKVA, 24. nóv. (Reuter): —( Þrír fremstu eðlisfræðingar ( Rússlands hafa birt sameiginlega grein í Pravda. þar sem þeir saka rússneska stjörnufræðinginn Nikolaj Kosyrev um visindafals- anir. Það var Kosyrev, sem varð heimsfrægur fyrir nokkru, er hann setti fram nýja kenningu um það, að eldur leyndist í iðr- um tunglsins. Kom hann þá fram með sönnunargögn fyrir því að hann hefði séð eldgos á tungl- inu. Vísindamennirnir þrír ráðast þó ekki á Kosyrev fyrir þessa kenningu, heldur fyrir ýmsar eðlisfræðilegar kenningar og staðhæfingar, sem birzt hafa í bók eftir Kosyrev fyrir skömmu, en að undanförnu hefur mikið verið látið með bók þessa í rúss- neskum blöðum og útvarpi. í bók sinni setur Kosyrev fram þá óvenjulegu kenningu. að „tim inn sé sama og orka“ og að hægt sé „að vinna orku úr tímanum". Hann segir einnig í bók sinni, að allir geimhnettir, þeirra á með al jörðin séu mjög óreglulega lagaðir. Þannig staðhæfir hann í bók sinni, að jörðin sé ekki kúlu- laga, heldur perulaga og sé hún miklu meiri og gildari um sig á hveli. En á þeirri staðhæfingu norðurhveli, heldur en á suður- hvílir meðal annars kenning hans um tímann. Vísindamennirnir, sem nú mót- mæla slíkum vísindum eru í röð fremstu eðilsfræðinga Rússlands. Þeir eru Igor Tamm, sem fékk Nóbels-verðlaun í eðlisfræði fyr- ir nokkru, Artsimovirh og Kap- itza. Þeir segja að þetta fái ekki staðizt. Það gangi algerlega í berhögg við raunhæfar tilraunir og rannsóknir, sem þeir hafi sjálf ir gert í Pulkhova stjörnuat- hugunastöðinni við Leningrad. Þessar sömu tilraunir hefði Kosyrev sjálfur getað gert áður 1 en hann setti fram staðhæfingar sínar og því er hér um að ræða ósvífna vísindafölsun. Þá verja vísindamennirnir all- miklu rúmi í grein sinni til að fordæma allskyns ómerkilegar æsigreinar um vísindi, sem tek- ið hafa að skjóta upp kollinum eins og gorkúlur í rússneskum blöðum upp á síðkastið. Þannig stendur á þessu, að áhugi almenn ings í Rússlandi fyrir vísindum hefur farið mjög vaxandi við þann mikla árangur, sem orðið hefur á sviði gervihnatta og tungl fiauga. Því hafa blöðin farið að birta hrannir af greinum um „vísindalegar framfarir", sem margar hverjar byggjast ekki á i viðurkenndum staðreyndum. 250 milljón króna reikningurinn Tímanum verður skrafdrjúgt um þær 250 millj. kr., sem for- sætisráðherrann upplýsti sl. föstudagskvöld, að ríkisjóð og útflutningssjóð mundi vanta á næsta ári, til þess að rekstur þeirra yrði liallalaus, ef miðað væri við það skipulag, sem nú ríkir í efnahagsmálum okkar, og vinstri stjórnin skapaði. En engum þarf að koma þessi 250 millj. kr. reikningur á óvart. Þetta er vanskilanóta frá vinstri stjórninni. Það var hún, sem lagði grundvöllinn að því skipu- lagi, sem haft hefur í för með sér sívaxandi dýrtíð og aukinn hallarekstur framleiðslutækj- anna. Á þessu ári hafa aðeins verið framkvæmdar bráðabirgða ráðstafanir til þess að halda vísi- tölunni í skefjum og koma í vcg fyrir stöðvun atvinnutækjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.