Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 1
24 síðuv
263. tbl. — Miðvikudagur 25. nóvember 195S
Prentsmiðja Morgimblaðsins
Rússar bannfæra einstakar
■BHHEEgHBMHaBnBHHaBCSanBMHBnHnBEaMHHBMaaHBri
bækur á brezkri sýningu
MOSKVU, 24. nóv. (Reuter): —
Um helgina var opnuð í Moskvu
brezk bókasýning. Eru á henni
yfir 4000 bækur, sem eiga að
sýna þverskurð af brezkri útgófu
á vorum tímum. Fyrirfram var
þó þeirri reglu fylgt, samkvæmt
skilyrðum Rússa, að ekki skyldu
vera á sýningunni bækur um
trúmál, efnahagsmál og stjórn-
xnál.
Þrótt fyrir þessa takmörkun,
eru rússnesk yfirvöld ekki ánægð
með sýninguna og kröfðust þau
þess áður en hún hófst, að all-
xnargar bækur yrðu teknar af
sýningunni vegna þess, að þær
féllu þeim ekki í geð. Vekur
þessi krafa furðu og undrun í
Bretlandi.
Meðal bókanna, sem Rússar
banna er hið kunna uppsláttar-
verk „Keesings Contemporary
Archives“. Er það lausblaðarit,
þar sem smásam'an er safnað upp
lýsingum um alla helztu heims-
viðburði. Er ritið þekkt um heim
allan fyrir nákvæmni í upplýs-
ingum.
í>á féllu Rússum illa þrjár bæk-
ur um Hitler, sem þó eru viður-
kenndar merkar sagnfræðilegar
heimildir. Það eru bækurnar
„Hitler the Tyrant and his
Tyranný“ eftir Allan Bullock,
„The last days of Hitler“ eftir
Hugh Trevor-Ropre og bók eftir
Aldous Huxley. Bannið við Hitl-
er-bókunum vekur þeim mun
meiri undrun, þar sem það er
upplýst, að yfirmaður rússnesku
ríkisbókaútgáfunnar hefur ný-
lega fengið leyfi til að þýða bók
Trevor Ropers á rússnesku.
Þá bannfæra Rússar nokkur
brezk tímarit og eru þeirra á
meðal þjóðþekkt tímarit eins og
Economist, Encounter og Time
and Tide.
Slík bókabannfæring þykir
með öllu ósæmileg og sýnir vest-
rænum mönnum svo ekki verður
um hvílíkt ástand ríkir í
andlegum málum í Rússlandi.
Hafa nokkrir brezkir rithöfundar
sem bækur eiga á sýningunni,
skorað á British Council, er ann
ast sýninguna, að loka henni og
flytja bækurnar aftur tafarlaust
til Bretlands. Ekki sé rétt að
halda bókasýningunni áfram eft-
ir framkomu hinna rússnesku
yfirvalda.
Tollalækkanii
STRASSBORG, 24 nóv. (NTB).
Ráð Evrópumarkaðarins kom í
dag saman til fundar í Strass-
borg og var ákveðið þar að láta
ýmsar af tolllækkunum Evrópu-
markaðarins gilda almennt fyrir
allar þjóðir sem þátt taka í
GATT-tollasáttmálanum og al-
þjóða gjaldeyrissjóðnum. Einnig
var tilkynnt á eftir fundinn, að
samþykkt hefði verið að gefa
Grikklandi kost á því að ganga
í Evrópumarkaðinn. Er aðeins
eftir að ljúka samningum við
Grikki um það. Líklegt er, að
Tyrkjum verði síðan boðin aðild
að Evrópumarkaðnum.
Flugvél rakst
d íbúðarhús
J
Mikojon hvílir
sig í Miami
NEW YORK, 24. nóv. (NTB): —
Bandaríska vikuritið Newsweek
skýrir frá því, að Anastas Mikoj-
an varaforsætisráðherra Rúss-
lands, sem nú er staddur í Mexí-
kó hafði fengið sérstakt leyfi hjá
bandarískum yfirvöldum til að
dveljast í nokkra daga í Miami í
Flórída og hvíla sig.
Frú Þórdís Haraldsdóttir segir:
Það varð að áhrínsorðum
KONUNNI, sem fæddi þrí-
burana í Fæðingardeild Land-
spítalans sl. föstudag,heilsast
Chicago, 24. nóv. (NTB)
AÐ MINNSTA KOSTI sjö
manns fórust og margir særð-
ust í flugslysi við Midway-
flugstöðina hjá Chicago. —
Þetta var fjögurra hreyfla
flugvél af tegundinni Con-
stellation. Hún flaug í gegn-
um húsaröð við útjaðar flug
stöðvarsvæðisins. Ýrðist henz
ín frá henni yfir 10 hús, sem
öll stóðu innan stundar í
björtu báli. í kvöld höfðu 1
lík fundizt í rústunum, en ótt-
azt er að fleira fólk, íbúar
húsanna hafi farizt. Sextán
manns er saknað úr þessum
húsum.
Meðal þeirra sem létu lífið
var þriggja manna áhöfn flug
vélarinnar. Engir farþegar
voru í vélinni sem notuð er
til flutninga. Flugvélin var
frá Trans World Airways.
Hún hafði verið að taka sig
til flugs þegar kviknaði í
henni. Flugstjórinn tilkynnti
flugvallarstjórninni að hann
í yrði að snúa við og nauð-
í lenda. En í aðfluginu missti 1
flMgvélin hæð og rakst á hús-
in. íbúar húsanna voru flest-
ir í fastasvefni þegar þetta
gerðist.
Nýtt sjónvarpshneyksli
Plötu„spilarar" þiggja
stórfelldar mútur
WASHINGTON, fJt. nóv.
N Ý J A K uppljóstranir og
hneyksli eru stöðugt að koma
upp um þessar mundir í sam-
bandi við rekstur útvarps- og
sjónvarpsstöðva í Bandaríkj-
unum. Það vakti mikla at-
hygli fyrir nokkru, þegar það
varð ljóst af rannsóknum
þingnefndar, að spurninga-
þættirnir í sjónvarpi Banda-
ríkjanna hefðu verið falsaðir
og að stórverðlaun hefðu
verið greidd út á svindl.
Nýtt mál, sem nú er að koma
upp, mun einnig þykja athyglis-
vert. Það er nú upplýst, að
stjórnendur hljómplötuþátta við
sjónvarpsstöðvarnar hafa þegið
stórfelldar mútur fyrir „að gera
grammófónplötur vinsælar”, þ. e.
að leika þær í hljómplötuþáttum
sínum.
Eitt af stærstu hljómplötu-
firmum Bandaríkjanna hefur
kært þetta fyrir rannsóknarnefnd
Bandaríkjaþings. í beinu fram-
haldi af því hefur þingnefndin
Framh. á bls. 23.
vel — og litlu angarnir henn-
ar voru hinir sprækustu í
gær, þegar Ijósmyndari Mbl.
tók myndir af þeim — að
minnsta kosti létu þeir óspart
til sín heyra.
Blaðamaður Morgunblaðsins og
konan, Þórfríður Haraldsdóttir,
spjölluðu lítilsháttar saman.
— Það er verst að ég hef ekk-
ert að segja, sagði konan, ég er
svo vönkuð að ég veit varla
hvað ég heiti sjálf.
— Ertu kannski ekki búin að
átta þig á þessu ennþá?
— Jú, ég er nú búin að átta
mig, en við bjuggumst ekki við
nema tveimur. Ég verð í vand-
ræðum með nöfn á strákana tvo,
en það verður allt í lagi með
nafn á stúlkuna. Við vorum und
ir hana búin.
Mohr-Dan lögmoður íhngor
þútttöku í Fríverzlunarsvæðinu
KAUPMANNAHOFN, 24. nóv.
(Frá Páli Jónssyni) — Peter
Mohr-Dam lögmaður Færeyja
kom í gær til Danmerkur. Hann
sagði við komuna að hann hygð-
ist ræða við dönsku stjórnina um
það hvaða þýðingu stofnun Frí-
verzlunarsvæðisins hefði fyrir
Færeyjar. En sem kunnugt er
hafa Danir gerzt aðilar að Frí-
verzlunarsvæðinu en Færeyjar
eru þó ekki teknar með í það.
Mohr-Dan sagði, að Færeying-
um stæði til boða að ganga í Frí-
verzlunarsvæðið. Þeim hefði ver-
ið gefinn nokkur umhugsunar-
frestur og áður en þeir ganga í
það vilja þeir fá vissar trygging-
ar fyrir sölu á fiskafurðum sín-
um.
— Það eru til margar skrítlur,
um viðbrögð karlmanna undir
svona kringumstæðum — hvern-
ig fannst þér nú maðurinn þinn
bera sig?
— Hann bar sig prýðilega —
ég sé enga breytingu á honum.
Og börnin eru öll spræk og virð-
ast ekki vera veikburða. Það er
fyrir mestu.
— Hvað eruð þið hjónin búin
að vera gift lengi?
— Við kynntumst fyrir 6 árum,
en erum búin að vara gift í 4 ár.
Okkur datt nú ekki í hug neitt
svona þá.
— Hvernig líður þér sjálfri?
— Mér líður vel og lízt vel á
hópinn okkar. En það getur orð-
ið erfitt að ala þau öH saman
— svo eru hin svo ung líka,
Þriggja ára og hinn strákurinn
varð tveggja ára í gær.
—Hvernig heldurðu að þeim
verði við, þegar þið komið öll
saman?
— Það verður gaman að sjá.
Einhver heima var búinn að
segja eldri stráknum, að ég ætl-
aði suður til að kaupa stelpu,
en þá sagði hann: — Ég vil bara
eina stelpu, en marga stráka.
Og það varð að áhrínsorðum.
★
Samkvæmt upplýsingum Pét-
urs Jakobssonar, yfirlæknis Fæð
ingardeildar Landsspítalans, eru
þessir þríburar þeir einu, sem
fæðzt hafa á fæðingardeild spít-
alans frá því starfsemi hennar
hófst 1931.