Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 22
22
MORcrnvnr.AfíiÐ
Miðvikudagur 25. nóv. 1959
Aðeins Danir hafa enn
tryggt sér rétt til úrslita
keppninnar í Róm
Undankeppni Olympíuleikanna í knaff-
spyrnu víða sfuft á veg komin
mikla möguleika og þeir.
Svo bjartsýnir eru Danir, sem
í sumar „mörðu“ íslendinga 1:1.
í FYRSTA sinn tóku íslend-
ingar nú þátt í knattspyrnu-
keppni Ólympíuleikanna. —
í»eir lentu í 1. riðli Evrópu-
deildar undankeppninnar og
þrátt fyrir óvænta frammi-
stöðu er þátttöku íslenzkra
knattspyrnumanna í Ólym-
píuleikunum 1960 lokið.
Undankeppninni var hagað
svo, að þátttökuríkjunum var
skipt í 15 riðla og á sigurveg-
ari í hverjum þeirra rétt á
þátttöku í úrslitaumferð á
Ítalíu 1960. Auk þess eru
Italir með sem gestgjafar án
þátttöku í undankeppninni.
Fram til þessa er aðeins
vitað um tvö þau lönd, sem
tryggt hafa sér rétt til úrslita-
keppninnar, það er Danmörk
og gestgjafarnir ítalir.
Fróðlegt er að líta á hvernig
staðan nú er í einstökum grein-
um og hvaða 14 lönd eru líkleg
til úrslitakeppninnar auk Dana
og ítala.
Danmörk sigraði með nokkrum
yfirburðum í 1. riðli Evrópudeilc -
arinnar. Hlutu Danir 7 stig, Is-
land 3 og Norðmenn 2 stig.
Búizt er við sigri Póllands í
öðrum riðli. Aðeins er lokið
þremur leikjum: Finnland — Pól-
land 1:3, Pólland — Finnland 6:2
og Þýzkaland — Finnland 2:1.
Einna mestur spenningur
ríkir í 3. riðli. Þar eru úrslit
þannig til þessa. Rússland —
Búlgaria 1:1, Rússland — Rúm
enía 2:0, Rúmenia — Rússland
0:0, Búlgaria — Rússland 2:1,
Rúmenía — Búlgaría 1:0. Rúss
ar hafa sem sagt 4 stig, en
hvort hinna landanna 3 stig.
Eftir er einn leikur þeirra á
milli. Vinnist sigur, fer sigur-
vegarinn til Rómar, verði jafn
tefli eru öll löndin 3 jöfn að
stigum. Rússar hafa hins vegar
hagstæðasta markatölu.
í 4. riðli keppa ísrael, Júgó-
slavía og Grikkand. Tveirr.
leikjum er þar lokið. Júgóslavía
— Grikkland 4:0, ísrael — Júgó-
slavía 2:2.
í 5. riðli er aðeins einum leik
lokið: Holland og írland 0:0. í
þessum riðli leikur og áhuga-
mannálið Englands.
í 6. riðli er einnig aðeins ein-
um leik lokið. Frakkland og
Luxemborg hafa leikið og unnu
Frakkar 1:0. Sviss á einnig að
leika í þessum riðli.
Sömu sögu er að segja í 7. riðli,
aðeins einn leikur. Austurríki hef
ur leikið gegn Tékkóslóvakíu 0'0.
Þriðja þátttökuríkið kemur senni
lega til með að sigra, en það er
Ungverjaland.
Eins og áður segir fer sigur-
vegari í hverjum þessara Evrópu-
riðla til úrslitakeppninnar í Rom.
A Ameríkulið
Frá Ameríku koma þrjú lið til
úrslitakeppninnar. Þar hafa verið
settir upp 5 „smáriðlar" en í
hverjum eru lið tveggja ríkja.
Það líður því á löngu áður en
vitað er hverjir hljóta hnossið —
Ítalíuförina. Aðeins nokkrum
leikjanna í „smáriðlunum" er
lokið, en þeir eru þessir: Mexico:
Bandaríkin 2:0, Hollenzku V-
Indíur — Guyana 2:2. Önnur ríki
sem þátt taka í undankeppninni
á þessu svæði eru Brasilía —
Columbía, Argentína — Chile, og
Uruguay — Peru.
Hér bíða menn með spenn-
ingi eftir því að sjá hvort þessi
lönd, svo og lönd í fjarlægari
Austurlöndum sendi fram
hrein áhugamannalið. Verði
svo óttast Evrópuríkin ekki
sigur Suður-Ameríkuliðanna,
en geti þau sniðgengið regl-
urnar þá má búast við marg-
fallt sterkari liðum þeirra.
★ Tvö Afríkulið
Frá Afríku eiga tvö lið að
koma til úrslitakeppninnar. Þar
eru þrír riðlar í gangi. í einum
þeirra hefur Malta leikið á heima
velli gegn tveim ríkjum 0:0 gegn
Túnis og 2:2 móti Marokko.
í 2. riðli í Afríku eru Nigeria,
Ghana og Egyptaland. Úrslit þar
hafa orðið Nigeria — Ghana 3:1,
Ghana — Nigeria 4:1.
í 3. riðli Afríkudeildarinnar
eru Eþíópía, Sudan og Uganda.
Leikir eru ekki hafnir.
Sem fyrr segir koma aðeins 2
Afríkuríki til Ítalíu. Sigurvegar-
ar í riðlunum 3 munu bítast um
þau tvö sæti.
ic Aðrir heimshlutar senda 3 lið
Loks koma 3 lið til úrslitanna
frá öðrum heimshlutum. Einn
riðillinn samanstendur af Tyrk-
landi, írak og Libanon. Leikir
eru ekki hafnir Svo eru Asía —
Ástralía með eftirfarandi lið sem
leika eiga saman: Kórea — Japan
(hafa enn ekki leikið) Ástralía
hefur tapað fyrir Indonesíu án
kappleiks (mætti ekki) Þá leika
saman Thailand og Kína (þjóð-
ernissinnar) Úrslit hafa orðið
Thailand — Kína 1:3, Kína —
Thailand 3:1 (Semsagt jafntefli
og leika verður aftur). Loks er
„riðill“ Afganistans og Indlands
þar sem úrslit hafa orðið: Afgan-
istan — Indland 2:5 og Afganist-
an gaf leikinn sem fram átti að
fara á indverskum velli.
Það er því barizt í 5 riðlum á
Asíu — Ástralíusvæðinu. Sigur-
vegarar í þeim berjast síðan um
3 sæti sem laus er þeim til handa
í úrslitum.
Úrslitkeppnin
Ríkjunum 16 sem mynda úr-
slitakeppnina eftir þessa um-
fangsmiklu undankeppni verður
skipt í 4 riðla og verða 4 lið í
hverjum. í hverjum riðli leikur
eitt lið við öll og öll við eitt.
Sigurvegarar í þeim riðlum mæt-
ast síðan til undanúrslita.
Danir horfa mjög bjartsýnir til
úrsiitakeppninnar. Eitt dönsku
blaðanna hefur það eftir lands-
þjálfaranum danska, Arne Sör-
ensen að mjög velti á því hvern-
ig dragast muni í riðla úrslita-
keppninnar.
— Við (Danir) höfum varla
nokkurn sigurmöguleika móti
Búlgaríu, Júgóslavíu og Ung-
verjalandi, sem ég tel líklega
sigurvegara í riðlum Evrópu-
keppninnar. Sama er að segja
um ítali og Beztu S-Ameríku-
liðin t. d. Brasilíu. En móti öll-
um hinum — ellefu talsins —
eigum við að minni hyggju að
standa jafnfætis og höfum jafn
í blaðinu í gær var sagt frá vígslu félagsheimilisins Þjórsárvers.
Hér kemur mynd af byggingarnefndinni: Haraldur Einarsson,
Urriðafossi, Árni Magnússon, Vatnsenda, Eiríkui Eíríksson,
Gafli, og Bjartmar Guðmundsson, Önundarholti.
Burnley—N.Forest 8:0
18. UMFERÐ ensku deildarkeppn
innar fór fram í gær og urðu
úrslit leikjanna þessi:
1. deild
Birmingham — Blackpool ........ 2:1
Burnley — N. Forest ........... 8:0
Chelsea — Arsenal .............. 1:3
Leeds — Sheffield W............. 1:3
Leicester — Fulham ............. 0:1
Manchester U. — Luton ......... 4:1
Newcastle — Blackburn ...... 3:1
Preston — Bolton ............... 1:0
Tottenham — Everton ............ 3:0
W.B.A. — Manchester City ....... 2:0
West Ham — Wolverhampton ....... 3:2
2. deild
Bristol City — Aston Villa .... 0:5
Cardiff — Stoke .............. 4:4
Ríkharður Jónsson -----------------------------------
Rikharður kominn heim:
Charlton — Lincoln ............. 2:2
Derby — Ipswich ................ 3:0
Hull — Brighton ................ 3:1
Liverpool — Leyton Orient ...... 4:3
Middlesborough — Bristol Bovers 5:1
Plymouth — Huddersfield ........ 1:3
Rotherham — Portsmouth ......... 2:1
Scunthorpe — Sunderland ........ 3:1
Sheffield U. — Swansea ......... 3:3
Mikla athygli vakti sigur West
Ham yfir Wolverhampton. Leik-
urinn var vel leikinn en harður.
Fyrir West Ham skoruðu Dick og
Aubrey tvö. Fyrir Wolverhamp-
ton skoruðu Mason og Murray.
Preston hafði yfirburði yfir
Bolton en leikmenn Preston voru
ekki á skotskónum. Mayers
tryggði þeim sigurinn seint í síð-
ari hálfleik með mjög góðu skoti.
Joe Hawerty, vinstri útherji
Arsenal, vakti mikla hrifningu í
leik við Chelsea. Fyrir utan að
hann setti sjálfur tvö mörk þá
komu öll hættulegustu upphlaup-
in frá honum. Bloomfield setti
Vona oð adrir njóti
árangursms Ijka
RÍKHARÐUR JÓNSSON, knattspyrnukappi, er kominn heim fyrir
nokkrum dögum úr dvöl sinni hjá Arsenal í Lundúnum. í gær, er ;
blaðið hafði stutt tal við hann, lét hann hið bezta yfir Englands-
dvölinni og komst svo að orði að engin för sem hann hefði farið,
hefði reynzt jafnlærdómsrík.
Q Meiðsli I rannsókn
Ríkharður kvaðst hafa komið
heim fyrr en ætlað hafi verið
vegna meiðsla er hann kenndi í
vinstri fæti. Var hann undir lækn
ishendi ytra en fann að hann
myndi ekki ná sér á strik fyrir
mánaðamótin nóv.-des., en þá
var heimför hans ráðgerð, svo
hann flýtti heimförinni. Hefur
hann verið hér undir læknis-
hendi og er enn. Eftir þeim rann
sóknum sem gerðar hafa verið,
virðist sem taug í vinstra læri
hafi lamazt. Er ennþá óráðið
hvaða læknisaðferðum verður
beitt.
Q Árangursrík för
Ríkharður lét sem fyrr seg-
ir mjög vel yfir dvölinni ytra.
Hann sagði m. a. að furðulegt
væri að sér skyldi ekkl hafa
verið Ijóst eftir margra ára
æfingar og knattspyrnuiðkun
margt það sem hann nú sá í
fyrsta sinn. Var það bæði að
því er varðar leikaðferðir
(taktik) og eins og ekki síður
æfingaaðferðir ,einkum æf-
ingar manna sem lítilsháttar
eru meiddir og þola ekki sömu
æfingar og aðrir. Sagði Rík-
harður að hann hyggði gott
til starfa, sem þjálfari á Akra-
nesi og kvaðst vona að lær-
dómur sinn í þessari för, kæmi
ekki síður öðrum til góðs.
Ríkharður lagði sig og fram
um að kynnast uppbyggingu æf-
inga og uppbyggingu félaganna.
Sat hann fræðslufundi með
færustu sérfræðingum og kunn-
um leikmönnum þar. Rætt var
um leikaðferðir og fleira. Rómaði
hann mjög slíka fundi og kvað
þá hafa orðið mjög gagnmikla.
Var meira rætt um þessi mál nú
í Englandi en oft áður vegna
deilna um landsliðið enska og
deilna um leikaðferðir og upp-
byggingu þess. Suma af fundum
þetta varðandi, gat Ríkharður
setið sér til mikils gagns, sem
áður segir.
Eins og áður segir er allt í
óvissu með framtíðina vegna
meiðslanna, en Ríkharður hyggst
sem fyrst taka upp æfingar.
Q Mundu Albert
Ríkharður rómaði mjög alla
vist hjá Arsenal, æfingaskilyrði
og annað. Hann er annar íslend-
ingurinn sem með Arsenal dvel-
ur. Aðeins Albert Guðmundsson
hefur með þeim verið og lék
margoft með 1. liði félagsins.
Ríkharður sagði að enginn þeirra
manna, sem Albert hefði leikið
með, léku enn með félaginu, en
meðal forráðamanna þess og
starfsmanna, væru enn menn sem
léku með Albert. Nefndi Ríkharð
ur m. a. framkvæmdastjóra fé-
lagsins Swinden, sem þá var í
marki hjá Arsenal og lækni fé-
lagsins o. fl. Sagði Ríkharður að
þessum mönnum hefði orðið tíð-
rætt um Albert og beðið fyrir
beztu kveðjur til hans.
þriðja mark Arsenal, en Gibbs
skoraði fyrir Chelsea.
Að 18. um'ferðum loknum er
staðan þessi:
1. deild (efstu og neðstu West Ham 18 10 5 3 liðin) 37:23 25
Preston 18 11 3 4 37:28 25
Tottenham 18 9 6 3 39:20 24
Burnley 18 10 3 5 44:31 23
Birmingham 18 4 5 9 23:34 13
Leeds 18 4 5 9 27:42 13
Leicester 18 4 5 9 26:42 13
Luton 18 3 5 10 15:33 11
2. deild (efstu og neðstu Aston Villa 19 12 5 2 liðin) 45:16 29
Cardiff 18 10 7 1 39:26 27
Rotherham 18 10 6 2 36:24 26
Plymouth 18 4 4 10 25:41 12
Hull 18 4 4 10 18:41 12
Bristol City 17 5 1 11 24:35 11
Portsmouth 18 3 4 11 22:35 10
Nýtt met
í kuiuvurpi
MOSKVA, 24. nóv. (NTB): —
Armeníumaðurinn Vartan Ovsep-
ian setti í dag nýtt Rússlandsmet
í kúluvarpi á íþróttamóti, sem
haldið var í Jerevan höfuðborg
rússnesku Armeníu. Hann varp-
aði kúlunni 18,01 metra. Fyrra
metið átti Litháingurinn Adolfus
Varanausas.
Sterkt
skákmót
KAUPMANNAHÖFN: — Skýrt
hefir verið hér frá því, að Bent
Larsen hafi þegið boð um að
taka þátt í skákmóti, sem haldið
verður í Lettlandi í byrjun næsta
mánaðar. Taka 14 stórmeistarar
þátt í keppni þessari, svo sem
Tal, Keres og Tolus frá Rúss-
landi. en auk þeirra munu pólsk-
ir, norskir og austur-þýzkir senda
sína beztu skákmenn.