Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 15
Miðvikiidaeur 25. nóv. 1959 MOncrtNnr 4 fílÐ 15 Baratunynd með íslenzknm skýringnm í Kópnvogsbíó KÓPAVOGSBÍÓ hefur hafið sýningar á barnamyndinni „Skraddarinn hugprúði“, lit- mynd frá kvikmyndafélaginu DEFA, samin eftir Grimmsævin- týrinú fræga „Sjö í einu höggi“, sem allir krakkar og fullorðnir kannast við. Sú nýjung var tek- in upp í sambandi við þessa barnasýningu, að frú Helga Val- týsdóttir, leikkona, talaði skýr- ingar á íslenzku inn á segul- band, og eru þær spilaðar að tjaldabaki og stillt í samræmi við myndina, þannig að börn eiga auðvelt með að átta sig á, hvað fram fer á kvikmyndatjaldinu og geta fylgzt með samtölum. Er ekki að efa að þau njóta mynd- arinnar mun betur og hafa meira .gagn af henni. Lítið hefur verið 'gert af því að fá hingað til lands góðar barnamyndir með íslenzkum skýringum og má segja, að þarna hafi Kópavogsbíó riðið á vaðið. Það hefur þegar lagt drög að því að fá fleiri barnamyndir á næstunni, jólamynd barnanna í ár verður „Syngjandi tréð“, og fljótlega á eftir eru væntanleg „Eldfærin" eftir H. C. Andersen, „Nýju fötin keisarans“ og ýms- ar fleiri smámyndir, og mun fylgja þeim íslenzkt tal, sem Helga Valtýsdóttir einnig annast. Tíðindamanni blaðsins var boðið á sunnudaginn að horfa á eina sýningu Skraddarans hug- prúða. í kvikmyndahúsinu var mikið um að vera. Bílar komu brunandi hver á fætur öðrum upp að bíóhúsinu, löng biðröð myndaðist fyrir utan miðasöluna, enda seldist upp á hálftíma. — Mátti greinilega heyra á klið barnanna að þau hlökkuðu til, enda létu þau hrifningu sína óspart í ljós undir sýningunni, | sem sannaði að þau skemmtu sér konunglega yfir ævintýrum skraddarans hugprúða og fylgd- ust vel með. íslenzka upptakan hefði samt getað verið betri og heyrðist oft illa. Hefur sjálfsagt margt farið ofangarðs og neðan hjá yngstu áhorfendunum. Væri t. d. rétt að athuga, hvort ekki mætti fella niður þýzka talið, sem truflaði töluvert íslenzku skýringarnar. Framsögn Helgu Valtýsdóttur var mjög góð, enda þaulvön að tala tii barna, eins og öllum er kunnugt, sem hlýtt hafa á barnatíma hennar. „Steinar, sendi- boði keisarans44 - bláa drengjabókin STEINAR, sendiboði keisarans, er „bláa“ drengjabók Bókfells- útgáfunnar í ár. Höfundur henn- ar er Harry Kullman ,en Her- steinn Pálsson, ritstjóri hefur ís- lenzkað hana. Þessi bók fjallar um röskan dreng, sem lendir í fjölmörgum og spennandi ævintýrum eins og söguhetjur hinna fyrri „bláu“ bóka. Er þetta 18. drengjabók- in í þessum flokki. Vinsældir bókanna má meðal annars marka af því, að nú fást aðeins fimm þeirra í bókaverzlunum auk þeirrar nýjustu. Það er engum vafa bundið að þeir verða marg ir drengirnir, sem lenda í ævin- týrum og svaðilförum með Stein j ari, sendiboða keisarans, muna á I næstunni. I Fundur búiræðikandidata Á LAUGARDAG og sunnudag sl. var fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra búfræðikandidata í bað- stofu iðnaðarmanna við Vonar- stræti. Hófst fundurinn kl. 14 á laugardaginn og stóð frameftir sunnudegi. Rætt var um skipulag og fram- kvæmdaform jarðræktartilrauna og hverjar breytingar og um- bætur er nauðsynlegt að gera þar á. Framsögumenn um þetta mál voru tilraunastjórarnir Árni Jóns son og Sigurður Elíasson. Þá sagði Þorsteinn Þorsteins- son kennari frá ferð til Banda- ríkjanna, þar sem hann kynnti sér hagnýtingu kjarnorku í land- búnaði og Gísli Kristjá’nsson rit- stjóri sagði frá landbúnaðarsýn- ingunni í Osló sl. sumar. Einnig var rætt um félagsmál á fundin- um. 'Stjórn Félags íslenzkra bú- fræðikandidata skipa nú: Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktar- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, formaður, Kristinn Jóns- son, héraðsráðunautur á Selfossi, ritari, og Magnús Óskarsson, kennari á Hvanneyri, gjaldkeri. MEÐFYLGJANDI mynd var tekin, þegar frú Nanna Egils Björnsson, óperusöngkona, söng í sjónvarpinu í Hamborg fyrir nokkru og lék hún sjálf undir á hörpu. Áður en söng- urinn hófst, var vifftal viff frúna og sagffi hún m. a. frá íslenzku hljómlistarlífi. Frú Nanna hefur veriff ráff- in til að syngja hlutverk Díönu í „Orfeus í undirheim- um“ eftir Offenbach í „Aper- ettehaus“ í Hamborg. J 4 LESBÓK BARNANNA Njálsbrenna og hefnd Kára 67. Þorgeir skorrageir lileypur þar að, sem fyrir var Þorkell Sigfússon. í þessu hljóp maður að baki honum, og fyrr en hann gæti unnið Þorgeiri nokkurn geig, þá reiddi Þorgeir öxina Rimmu- gýgi tveim höndum og rak í höfuð þeim öxarhamarinn, er að baki honum stóð, svo að hausinn brotnaði í smá mola. Féll sá þegar dauður niður. En er hann reiddi fram öxina, hjó hann á öxl Þorkatli og klauf frá ofan alla höndina. 68. í móti Kára réð Mörður Sigfússon og Sigurður Lamba- son og Lambi Sigurðsson. — Hann hljóp að baki Kára og lagði til hans spjóti. Kári fékk séð hann og hljóp upp við lagið og brá í sundur við fótunum. Kom lagið í völl- inn, en Kári lilóp á spjótskaft- ið og braut í sundur. Hann hafði spjótið í annarri hendi, en í annarri sverð, en engan skjöid. 69. Hann lagði hinni hægri hendi til Sigurðar Lambason- ar. Kom lagið í brjóstið, og gekk spjótið út um herðarnar. Féll hann þá og var þegar dauður. Hinni vinstri hendi bjó hann tii Marðar Sigfús- ionar, og kom á mjöðmina, og tók hana í sundur og svo krygginn. Féll hann áfram og var þegar dauður. Eftir það snérist hann á hæli svo sem skaftkringla og að Lamba Sig- urðarsyni, en hann fékk það eitt fangaráðið, að hann tók á rás undan. 70. Nú snéri Þorgeir á móti Leiðólfi sterka, og hjó hvor til annars jafnsnemma, og varðvarð svo mikið högg Leið- , ólfs, að allt tók af skildinum, það er á kom. Þorgeir hafði böggvið tveim höndum með öxinni Rimmugýgi, og kom hin efri hyrnan í skjöldinn og klofnaði hann í sundur, en hin fremri hyrnar tók við- beinið og í sundur og reist oi- an í brjóstið á liol. Féll I.eið- ólfur þá og var þegar dauður. 22 3. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 25. nóv. 1959. Litli fíllinn, sem vildi verðo röndóttur ÞETTA var fyrsti af- mælisdagurinn hans Jum bo litla og hann var ákaf- lega hnugginn. Það var annars einkennilegt, því hann hafði hingað til allt- af verið glaður og kátur eins og litlir fílar eiga að vera. Pabbi hans og mamma höfðu aldrei séð hann öðruvísi en í góðu skapi. — Þið vitið það kannske ekki, en fílar halda upp á afmælisdag- inn sinn rétt eins og þið sjálf, og Jumbo hafði í fyrstunni skemmt sér á- gætlega. Hann fékk fjöld ann allan af gjöfum, og það sem honum fannst allra mest gaman að, var falleg myndabók, sem Emma frænka gaf hon- um. Mamma hans sýndi honum myndirnar. Fyrsta myndin var af zebrahesti. — Hvað er þetta?, — spurði Jumbo. — Zebrahestur, svaraði mamma hans. — Hann er hvítur með svörtum röndum. Finnst þér hann ekki fallegur? — Jú, svaraði Jumbo. Næsta mynd var af tígrís- dýri. — En hvað er þetta?, spurði Jumbo. — Það er tígrísdýr. — Gult með svörtum rönd- um. Laglegt, finnst þér það ekki? — Jú. sagði Jumbo. — Næsta myndin var af greifingja. — Hvaða dýr er þetta?, spurði Jumbo. — Greifingi, sagði mamma hans. Hann er líka ljómandi fallega rönd óttur. — Uhu, hu, sagði Jum- bo og fór að gráta. — Hvað er að, væni minn, sagði móðir hans, þykir þér ekki gaman að fallegum myndum? Eða er þér kannski illt í mag- anum. Eg sagði þér líka, að þú mættir ekki borða svona mikið af banönum. — Eg vil líka vera rönd- óttur, snöggti Jumbo. Ég vil líka vera fallegur, fínn og sætur eins og hin dýr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.