Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNBKAÐ1B
MiðviKudagur 25. nóv. 1959
JlltffttiiiiMaMfe
Útg.: H.í. Arvakur. Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HVERT TÆKIFÆRI VERÐUR
AÐ NOTA
RÍR íslenzkir alþingismenn
sátu í síðustu viku hinn
árlega fund þingmanna-
sambands Atlantshafsríkjanna,
sem að þessu sinni var haldinn
í Washington. Þessir þingmenn
voru þeir Jóhann Hafstein, Bene-
dikt Gröndal og Þórarinn Þórar-
insson. Allir hinir íslenzku lýð-
ræðisflokkar áttu þannig fulltrúa
á þessum fundi. Notuðu þeir tæki
færið til þess að kynna hinn ís-
enzka málstað í landhelgismál-
inu. Jóhann Hafstein flutti þar
ræðu um málið, sem vakti mikla
athygli. Lagði hann megináherzlu
á kröfuna um, að Bretar kölluðu
herskip sín þegar í stað þeim af
íslandsmiðum. Kvað hann frarn-
komu Breta gagnvart minnsta
bandalagsríkinu í Atlantshafs-
bandalaginu óverjandi og vernd-
Un fiskimiðanna lífshagsmunamál
fslendinga.
Benedikt Gröndal tók einnig til
xnáls á fundinum og ræddi þýð-
ingu fiskveiðanna fyrir afkomu
íslenzku þjóðarinnar.
Eiga þakkir skildar
Því ber vissulega að fagna, að
tödd íslands skyldi heyrast á
þessum fundi. Við verðum að
nota hvert tækifæri sem gefst.
til þess að skýra hinn íslenzka
málstað í landhelgismálinu og
mótmæla ofbeldi Breta. Heimur-
inn verður að vita, að hin fá-
menna íslenzka þjóð er í þessu
máli að berjast fyrir tilverurétti
sínum og lífshagsmunum. Það er
ekki hvað sízt þýðingarmikið, að
þær þjóðir, sem bundizt hafa sam
tökum um vernd heimsfriðarins
og mannhelgi í heiminum fái
vitneskju um það hvemig ein af
forystuþjóðum Atlantshafsbanda
lagsins hefur leikið íslenzku
þjóðina. Þess meiri fréttir og
gleggri upplýsingar sem lýðræð-
issinnað fólk um allan heim fær
af baráttu íslendinga fyrir vernd
fiskimiðanna og yfirgangi Breta
á íslandsmiðum þeim mun sterk-
ari verður aðstaða íslands í al-
menningsálitinu í heirninum.
Það er á grundvelli þekking-
arinnar um eðli fiskveiðideil-
unnar sem íslendingar munu
að lokum vinna sigur í þessu
stóra máli. Þingmennirnir sem
sóttu NATO-fundinn í Wash-
ington eiga þakkir skildar fyr-
ir einárðlega framkomu sína
og skýringar á málstað okkar
í landhelgismálinu
ÞJÓÐNÝTINGARSTEFNAN
ER ÚRELT ORÐIN
AÐ hefur vakið mikla at-
hygli að hver flokkur
jafnaðarmanna á fætur
öðrum í Evrópu, hefur nú varpað
þjóðnýtingunni fyrir borð úr
stefnuskrá sinni. Þegar Bretar
gengu til kosninga í sl. mánuði,
lýsti brezki Verkamannaflokk-
tirinn því þó yfir, að hann mundi
þjóðnýta stáliðnaðinn, ef hann
kæmist til valda að kosningum
loknum. Flokkurinn beið, eins og
kunnugt er, mikinn ósigur í kosn-
ingunum og síðan eru uppi há-
værar raddir innan hans um það
að hverfa frá fyrirheitinu um
þjóðnýtingu stáliðnaðarins.
Rík vantrú almennings
í Bretlandi er það talið
hafa spillt mjög fyrir Verka-
mannaflokknum, að sterk öfl
innan hans hafa haldið fast við
þjóðnýtingaráformin, enda
þótt flokkurinn hafi að mestu
leyti á yfirborðinu fallið frá
þeim. Brezka þjóðin hefurríka
vantrú á þjóðnýtingunni og
vill byggja baráttuna fyrir
batnandi lífskjörum á einstak-
lings- og viðskiptafrelsi og
framtaki.
Vestur-þýzkir jafnaðarmenn
hafa einnig horfið frá þjóðnýt-
ingunni. Þeir hafa á undanföm-
um árum, síðan Vestur-Þýzka-
land varð sjálfstætt r,ikí, beðið
hvem ósigurinn á fætur öðrum
fyrir hinum frjálslynda borgara-
lega flokki dr. Konrad Adenau-
ers og dr. Ludvigs Erhards. Kristi
legir demokratar, sem stjómað
hafa Vestur-Þýzkalandi og hinu
risavaxna uppbyggingarstarfi, er
þar hefur verið unnið, hafa fyrst
og fremst byggt á hinu frjálsa
framtaki og viðskiptafrelsi. í
skjóli þess hefur reynzt mögulcgt
að nú undraverðum árangri í upp
byggingarstarfinu.
Undir forystu dr. Erhards
hefur einnig verið farið inn á
þá braut að gera almenning að
meðeiganda í ýmsum stóriðju-
fyrirtækjum landsins. Þannig
hafa tugþúsundir manna eign-
azt hfcuti í ýmsum þýðingar-
miklum atvinnutækjum. Hef-
ur þetta átt ríkan þátt í því
að skapa aukna ábyrgðartil-
finningu gagnvart atvinnn-
rekstrinum og áhuga fyrir vel-
gengni hans.
Afstaða jafnaðarmanna
á Norðurlöndum
Á Norðurlöndum, þar sem
jafnaðarmenn hafa um áratugi
verið mikils ráðandi, hafa þeir
einnig að verulegu leyti látið und
an fallast að framkvæma víðtæka
þjóðnýtingu á atvinnurekstri
landanna. Sú skoðun er orðin al-
menn meðal jafnaðarmanna að 1
þjóðnýtingu atvinnurekstursins
felist ekki aukin trygging fyrir
því, að þau skapi aukinn arð og
stuðli þannig að bættum lífskjör-
um almennings, og þá fyrst og
fremst verkamannanna og laun-
þeganna sem við þau starfa.
Reynslan hefur sýnt, að einstak-
lingsreksturinn er líklegri til
þess að skapa aukin afköst og
aukinn afrakstur af framleiðslu-
störfunum. Það er einmitt fram-
leiðsluaukningin, sem alls staðar
er réttilega talin grundvöllur
bættra lífskjara og batnandi að-
stöðu almennings í lífsbaráttunni.
Sú staðreynd verður þess
vegna ekki sniðgengin, að þjóð
nýtingarstefnan er í dag úr-
elt stefna. Þess vegna hafa
sjálfir jafnaðarmannaflókkarn
ir, sem mörkuðu hana, horfið
frá henni.
UTAN UR HEIMI
Isjakar úti í geimnum?
OEFIR gátan um hina svo-
nefndu „fljúgandi diska“
loks verið ráðin? — Ef til vill
— þó að umrædd skýring sé
raunar nær því eins óskiljan-
leg venjulegum leikmanni á
þessu sviði, eins og ef hér
væri um að ræða geimskip
frá öðrum hnöttum. — Eru
þessi fyrirbæri, sem fjöldi
fólks víðs vegar um heim
þykist hafa séð með eigin
augum, raunverulega risa-
stórir „geimísjakar“ —■ ís-
flykki, sem svífa um úti í
himingeimnum — og koma
verið gerð nákvæm leit eftir!
slíku oftar en einu sinni. — Aft-
ur á móti bendir hann á, að
margt fólk í nágrenninu hafi
skömmu síðar látizt úr torkenni-
legum sjúkdómi, en af lýsingum
megi ráða, að einkenni hans hafi
ekki verið ólíkt því, sem gerist, ef
fólk sýkist af kjarnageislum. Og
hann spyr: Er ekki mögulegt, að
hér hafi verið um að ræða geim-
far frá annarri veröld, sennilega
knúið kjarnorku, sem hafi hrap-
að til jarðar?
□ Hvað eru halastjörnur?
Ekki hefir þessi tilgáta
fengið miklar undirtektir —
hvorki í Sovétríkjunum né Banda
ríkjunum. Hins vegar hallast
Kynleg kenning til skýringar á fyrir-
bærinu „fljúgandi diskar"
fram sem undarleg ljósfyrir-
bæri, ef þau berast inn í loft-
hjúp jarðarinnar?
□
Allmargir þekktir vísinda-
menn hallast að þessari skýr-
ingu, og eigi alls fyrir löngu birt-
ist grein um þetta efni í hinu
virta, enska vísindariti „The New
Scientist“, eftir Bandaríkjamann-
inn John Lear, sem er starfs-
maður ritsins.
| Náttúruundrið 1908
1 upphafi greinarinnar er
rætt um eitt af merkilegustu
náttúrufyrirbærum þessarar ald-
ar. — Hinn 30. júní 1908 lýsti
„ský“ af lýsandi ryki upp him-
ininn yfir stórum svæðum í Ev-
rópu og á Bretlandseyjum — og
næsta morgun varð það kunn-
ugt, að í rannsóknarstöðvum
víða í Bretlandi hafði orðið vart
við landsjálfta, sem talið var,
að hefðu átt upptök sín í Mið-
Síberíu.
Ekki var þetta þó rannsakað
frekar að sinni. Það var fyrst 19
árum síðar, að sovézkur rann-
sóknarleiðangur undir forystu
próf. Leonid Kuliks fór til um-
rædds landsvæðis. Mitt á stóru
svæði, sem vaxið ■ var þéttum
skógi, kom leiðangurinn skyndi-
lega í heljarmikið „rjóður", sem
var hvorki meira né minna en
h. u. b. 70 km í þvermál og nokk-
urn veginn hringlaga. í miðju
„rjóðrinu" var djúpur og víður
gígur — um 4 km í þvermál.
Hinir rússnesku vísindamenn
töluðu við fólk, sem horft hafði
á náttúrufyrirbærið 1908 — og
það sagði, að eitthvað, sem hefði
lýst eiris og gífurlegt eldhaf,
hefði komið út úr skýjaþykkn-
inu í suðaustri og fallið með
ægihraða niður í skógarþykknið.
n Loftsteinn — geimfar?
Það hefir löngum verið tal-
ið, að þessi „eldur af himni“
hafi í raun og veru verið loft-
steinn — sá stærsti, sem nokkru
sinni hefir rekizt á jörðina. —
Rússneskur vísindamaður gaf í
fyrra út bók, þar sem hann held-
ur því m. a. fram, að ekki hafi
getað verið þama um loftstein
að ræða, því að á staðnum hafi
ekki fundizt neinar leifar þeirra
efna, sem loftsteinar séu venju-
' lega samsettir af — og hafi þó
ýmsir bandarískir og rússneskir
vísindamenn að því, að þarna
hafi geysistór „geimísjaki“ rek-
izt á jörðina. — Einn þeirra, sem
aðhyllast þessa skoðun, er dr.
Donald Robey, einn af starfs-
jmönnum geimrannsóknardeildar
hinna þekktu Convair-verk-
smiðju.
Þess er þá fyrst að geta, að
stjörnur séu raunverulega „safn“
nokkurs konar ísjaka, sem þakt-
ir séu ryklagi.
Q Hið kalda „baf“
í kjölfarið fylgdi svo enn
ný kenning. Hollenzki stjörnu-
fræðingurinn J. H. Oorth hélt
því fram, að þessir ísjakar komi
frá köldu „hafi“ af ýmsum gas-
tegundum, sem umlyki sólkerfi
vórt og liggi eins og „teppi“
milli þess óg næsta sólkerfis,
Alfa Centauri. — Á meðan ís-
jakarnir eru kyrrir í þessu „hafi“,
geta þeir haldizt óumbreytanleg-
ir um miljónir ára að áliti Oorths,
en stjörnur, sem fram hjá fara,
draga stundum einstaka jaka út
úr, og nokkrir þeirra komast inn
í sólkerfi vort. — Þeir fara síð-
an eftir löngum sporbaugum um
sólina — en stöku sinnum ber
það við, að slíkir ísklumpar lenda
inn í lofthjúp jarðar.
Donald Robey tók að rannsaka
nánar þessa skýringu Hollend-
ingsins og hann þóttist komast að
því, að ís, sem bærist inn í loft-
hjúpin, gæti „lifað“ a. m. k. þar
til aðeins fáir kílómetrar væru
til jarðar. — Hann er þeirrar
skoðunar, að fyrirbæri þau, sem
nefnd hafa verið „fljúgandi disk-
ar“, séu raunverulega „brot“ úr
halastjörnum — þ. e. a. s. ís-
klumpum. — Við för sína gegn-
um gufuhvolfið hafi þessir ísjak-
ar tekið á sig eins konar disk-
lögun, eða líkzt vindlum, sem
einnig hefir verið talað um. —
Halastjarna þýtur yfir himinhvolfið — er hún gerð úr „geimís"?
það vakti athygli hans, er sagt
var frá því, að fólk hefði þótzt
sjá „grænleita fljúgandi diska“
yfir New Mexico-eyðimörkinni
— og hann tók að bera þessar
frásagnir saman við skýrslur í
skjalanefnd konunglega stjam-
fræðifélagsins brezka um athug-
anir ljósfyrirbæra, er sést höfðu
á síðustu öld.
í sambandi við þessar eftir-
grennslanir sínar tók Robey að
hressa upp á vitneskju sína um
eðli og ástand frosinna efnis-
kjama. Einkum þótti honum at-
hyglisverð sú staðreynd, að
grænleitu ljósi stafar fráfrosnu
köfnunarefni og að ljósið sést
einnig í dagsvirtu. — Og hug-
myndaflug hans fékk byr undir
báða vængi, þegar hinn þekkti
stjörnufræðingur, Fred Whipple,
bar fram .kenningar sínar um
það, að hinar svonefndu hala-
Hann telur, að þeir séu „reknir
áfram“ af gastegundum, sem
leysist úr ísnum og verki á svip-
aðan hátt og þrýstiloft. Gasteg-
undirnar séu óþekkt sambönd
súrefnis, vatnsefnis, kolefnis og
köfnunarefnis — en af hinu síð-
astnefnda stafar græna ljósið.
P
Að áliti Rabeys, er mjög lík-
legt, að það hafi verið einn slík-
ur „geimísjaki", sem féll til jarð-
ar í Síberíu 1908. — Gastegund-
irnar, sem hefðu leystst úr læð-
ingi við áreksturinn, hefðu getað
valdið eins konar fellibyl, sem
eyddi gróðri á stóru svæði —
og sömuleiðis, hefðu sprengi-
kraftarnir vel getað verið slíkir,
að þeir verkuðu á landskjálfta-
mæla í mörg þúsund kílómetra
fjarlægð.