Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. des. 1959 Fjárhagsáætlun Reykjávíkur afgreidd UMRÆÐUR um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1960 stóðu langt fram á morgun í fyrrinótt. Að því búnu fór fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið og ýmsar breytingatillögur sem fram höfðu komið. Var fjárhags- áætlunin endanlega samþykkt klukkan að ganga níu í gærmorgun. — Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru þessar. ÚTGJÖLD: Rekstrargjöld alls............. Gjöld á eignabreytingareikningi ... kr. 202,797,500,00 — 47,100,000,00 Útgjöld alls kr. 249,897,500,00 TEKJUR: Utsvör........................... Rekstrartekjur aðrar en útsvör .... Tekjur skv. eignabreytingareikningi kr. 204,979,500,00 — 38,318,000,00 — 6,600,000,00 Hitnar aðeins á annarri hliðinni MYND þessi birtist nýlega í Lundúnablaðinu „The Evcn- ing News“, ásamt viðtali við stúlkuna, sem heitir Hafdís Herbertsdóttir („Ocean Fairy, daugther of Herbert), og er 23 ára gömul. Hafdís hefur verið í London um tveggja mánaða skeið við enskunám, en mun í janúarbyrjun taka til starfa á íslenzku ferða- skrifstofunni í London. „Mest sakna ég sumarkvöld- anna, þegar eldrauð sólin síg- ur bak við fjöllin um mið- nætti og í um klukkutíma rík- ir algjörð kyrrð og friður, unz sólin kemur aftur upp“, segir Hafdís. — Hún saknar einnig heitu híbýlanna, en í Bretlandi ’r víða hitað með arineldi eða ;asofnurn. „Mér líkar vel við arineld í iúsum,“ segir hún. „En aðeins 'nnur hlið manns hitnar. Mér r aldrei heitt á báðum hlið- im.“ Einnig saknar hún foreldra >inna og fimm systkina, bæj- irins í norðrinu, þar sem fað- 'r hennar býr, en þar er hún . enjulega á sumrin, rær tii iskjar á mótorbáti og leikur adminton. En Hafdísi líkar ýmislegt jl í Bretlandi. Bretar falla ■enni vei í geð. „Mér líkar vel ið hlédrægt fólk, sem ekki er A forvitið. Bretar eru mjög iíkir lsiendingum“. Hún er hrifin af brezkum iötum, finnst þau ódýr og „smart". En henni þykir samt landarnir ganga betur til fara en Bretar. „1 Bretlandi er mikið um auðugt fólk og mik- ið um fátækt fólk,“ segir Haf- dis. „Islendingar eru frekar millistétta." Ilafdís ætlar heim um jól n, en fer síðan aftur til Londcn. Tekjur alls kr 249,897,500,00 Gjaldeyrisbraskið Framh. af bls. 1. í júlí 1958 og héldust út það ár. Greiðsliur ársins 1958, sam- tals $ 24.000.00, voru færðar til baka á reikningnum i janú- ar 1959, eða eftir að dóms- rannsókn málsins hófst. Yfirlýsing Vilhjálms Þórs Auk þessara $ 4000.00 greiðslna runnu inn á reikninginn nr. 4138 ýms£ir smærri upphæðir, sem margar hverjar virðast vera mis- færslur. Af dollarainnstæðunum á reikningi nr. 4138 var greitt m.a. andvirði margra þeirra tækja og annarra hluta, sem HÍS flutti inn tollfrjálst í nafni varn- arliðsins. Svo sem fyrr segir hafði gjaldeyriseftirlitið ekki hugmynd um þennan reikning HÍS. For- maður stjórnar HÍS árið 1953, Vil hjálmur Þór, bankastjóri, hefir skýrt frá því, að hann hafi ekki haft hugmynd um þennan reikn- ing eða aðra tilhögun í sambandi við kaupin og innflutninginn á tækjunum og öðrum þeim hlut- um, sem HÍS flutti inn í nafni varnarliðsins. Sömu sögu hefir núverandi stjórnarformaður HÍS að segja, Helgi Þorsteinsson, for- stjóri. Haukur Hvannberg hefir skýrt frá því, að hann hafi ekki haft samráð við stjórn HÍS eða einstaka stjórnarmenn eða aðra hérlenda menn um stofnun reikn ingsins 4138. Reikningur nr. 4137 Auk reikningsins 4138 átti HÍS annan reikning hjá Esso Export Corporation, sem ber númerið 4137, svo kallaður Regular Acco- unt. Gjaldeyriseftirlitið hafði að vísu hugmynd um tilvist þessa reiknings, en kallaði ekki eftir yfirlitum um inn- og útborganir á hann og HÍS fann ekki hvöt hjá sér að sýna gjaldeyriseftirlitinu yfirlit yfir greiðslur á reikningn- um. Inn á þennan reikning komu allar þær dollarafjárhæðir, sem Esso Export Corporation inn- heimti fyrir HÍS og Olíufélagið h.f. vegna viðskiptanna við varn- arliðið og aðra erlenda aðila á Keflavíkurflugvelli. Af þessum reikningi voru $ 4000.00 greiðsl- umar færðar inn á leynireikning- inn nr. 4138. Greðslujöfnuðurinn á reikningi nr. 4137 var færður inn á reikninga Olíufélagsins h.f. hjá Esso Export Corporation. Yf- irlitum um inn- og útborganir á þessum reikningum Olíufélagsins h.f. var framvísað við gjaldeyr- iseftirlitið. Með þessu móti reyndist kleift að dylja tilvist reikn- ings nr. 4138 fyrir gjaldeyris- eftirlitinu. Þess skal getið, að á reiknings- yfirlitunum yfir reikninga Olíufé i lagsins h.f. hjá Esso Export Corp- Veðurfregnir oration, sem framvísað var við gjaldeyriseftirlitið, er minnzt á reikning nr. 4137. Á yfírlitunum yfr reikning nr. 4137 er getið reiknings nr. 4138. Sala HÍS og Olíufélagsins h.f. á eldsneyti, olíu og smurn- ingsolíu til varnarliðsins hefir numið hin síðari ár rösklega $ 4.000.000.00 ár hvert. Eignahald á olíubirgðum Svo sem áður getur hefir HÍS og Olíufélagið h.f. annazt sölu á tollfrjálsu eldsneyti, olíu og smurningsolíu til varnarliðsins síðan árið 1951. Fram til miðs árs 1955 færði Olíufélagið h.f. birgðir þær, sem ætlaðar voru vamarliðinu, sem sínar eigin í bókum Olíufélagsins h.f. Rann- sókn málsins hefir leitt í ljós, að hér verður breyting á, þannig að frá miðju ári 1955 eru þessar birgðir ekki færðar í bókum fé- lagsins. Haukur Hvannberg gaf þá skýringu á þessari breytingu, að ástæðan hafi verið sú, að fyrir- svarsmenn HÍS og Olíufélagsins h.f. hafi ekki treyst sér til að standa undir kostnaði þeim, er af því leiddi að liggja með vara- birgðir á fslandi. Því hefði Esso Export Corporation átt birgð irnar eftir mitt ár 1955. Átti engar olíubirgðir? í vörzlum dómsins eru gögn, sem benda til þess, að Esso Ex- port Corporation hafi aldrei átt nokkrar birgðir hér á landi, með- al annars yfirlýsing frá Esso Ex- port Corporation þess efnis, að þeir eigi engar eignir hér á landi og hafi ekki átt. Forráðamenn Olíufélagsins h.f. hafa nú látið bókfæra birgðimar sem eign Olíufélagsins h.f. eða frá 1. september 1959 að telja. Reykjavík, 18. des. 1959. Gunnar Helgason. Guðm. Ingvi Sigurðsson.“ (Innifyrirsagnir og leturbreyt- ingar eru gerðar af blaðinu). NA 15 hnufar S V 50 hnúfar ¥: Snjókoma y Ú6i \7 Skúrir IS Þrumur 'WZit Kuldasfol ZS* Hitaski! H Hai | L La<ji | Lægð á leiðinni með A-storm Á KRISTJÁNSSUNDI við Hvarf var N-rok og snjókoma með 5 stiga frosti um hádegi í gær, eins og sjá má á veður- kortinu, en rigning við hita- skilin yfir hafinu þar SA af. Lægðin var á hreyfingu aust- norðaustureftir í gær og gert ráð fyrir að hún mundi valda A-stormi við suðurströnd fs- lands í dag. Lægðin við Noreg fer heldur minnkandi og þok- ast austur á bóginn. Hlýjast á veðurkortinu í dag er á hafinu fyrir vestan írland og yfir sunnanverðum Bret- landseyjum, 9 stiga hiti í Lon- don, 8 stig í París og 7 stig í Hamborg. Einnig var frost- laust í höfuðborgum Norður- landa. Aftur á mótí var frost á Grænlandi, 23 stig á Tobin- höfða og 32 stiga frost í Meist- aravík um hádegi í gær, en S það sést ekki á kortinu hér • fyrir ofan. ( Yfir hafinu A- og SA af S Hvarfi er djúp lægð á hreyf- • ingu A- og SA. ( Veðurútlit: — Suðvesturmið S A-stormur eða rok, dálítil snjó • koma og seinna slydda og rign ( ing. Suðvesturland, Faxaflói, S Faxaflóamið: Vaxandi austan • átt, allhvasst en skýjað og úr- \ komulítið í dag. Breiðafjörður S til Norðurlands og Breiðafjarð ^ armið til Norðurmiða: A-gola s og léttskýjað og stinnings- S kaldi. ^ Norðausturland og Austfirð s ir, NA-mið og Austfjarðamið: S hægviðri og skýjað, síðan aust | an stinningskaldi og lítilshátt- s ar snjókoma. S Suðausturland og SA-mið: | NA-kaldi og bjart veður og \ síðan allhvass austan og snjó- i koma, en síðar rigning. • Grein i „Time" um Kefl avíkurfl ugvöl I í BANDARÍSKA tímaritinu Time, dagsettu 21. des. nk., er grein um Keflavík og sambandið milli hersins og íslendinga. Segir þar meðal annars: Bandaríska stöðin í Keflavík á fslandi, er staðsett á draugalegum hrauni-þöktum skaga, þar sem sagt er að áður hafi aðeins búið höfuðlaus afturganga, 35 mílur fyrir vestan Reykjavík. Síðan 1951, þegar Bandaríkin gerðu varnarsamning við NATO- meðliminn fsland og sendu þang- að 5.000 manna herlið, hefur sam- búðin milli þess og hinna þöglu, afskekktu fslendinga verið næst- um eins þurr og landslagið. Þótt Bandaríkjamenn hafi kom ið samkvæmt boði, umgengust fs- lendingar þá sem óvelkomnar boðflennur. íslendingar, sem eru hreyknir af sjálfstæði sínu og ætt emi, hafa aldrei fellt sig við út- lendinga, hvort sem þeir hafa Stóraukinn ferÖamanna- straumur til Crœnlands Kaupmannahöfn, 18. des. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. „EKSTRABLADET“ í Kaup- mannahöfn skýrir frá því í dag, að ferðamannastraumurinn til Grænlands muni hefjast fyrir al- vöru á næsta sumri. Hefur danska ferðaskrifstofan „Aeroll- oyd“ gert áætlanir um sex 16- daga hópferðir til Grænlands. Hefur ferðaskrifstofan samvinnu við Lars Lynge, son grænlenzka þingmannsins Augo Lynge sem fórst með „Hans Hedtoft“. Lars Lynge hefur sett á fót ferðaskrif stofu og stofnað ferðafélag á Grænlandi. „Aerolloyd“ notar Argonaut- flugvélar sem rúma 65 farþega. Flugvélarnar fljúga til Narssars- suak með viðkomu í Manchester og Reykjavík. Frá Narssarssuak fara ferðamennirnir síðan sjóleið ina til Narssak og Julianeháb. Ráðgert er að ferðafólkið fari í leiðangra upp í jöklana inni í landi og heimsæki rústirnar frá landnámstíð. Ennfremur fær það tækifæri til laxveiða. Ferðin á að kosta 2200 danskar krónur. Vegna skorts á gistihúsum mun ferðafólkið gista á gestaheimilum Grænlandsverzlunarinnar eða á einkaheimilum. komið til hernáms eða varnar- starfa. 1200 bandarískir hermenn, 3200 flugmenn og sjóliðar og 800 aðrir starfsmenn í Keflavík hafa orðið að láta sér nægja 130 ferðaleyfi til Reykjavíkur á dag. Þeir, sem leyfin fengu, urðu að bera ein- kennisbúning og fara frá bórg- inni atur kl. 10,30, nema á mið- vikudögum, eina kvöldið sem all- ar vínstúkur eru lokaðar. Nokkr- ir Bandaríkjamenn luku ársdvöl sinni á fslandi án þess að fara nokkurntíma frá flugstöðinni. — Með því að nota sér réttinn til ráð legginga um „samsetningu" bandaríska liðsins, sáu íslending- ar um að negrar væru útilokaðir. í þessu ógestrisna andrúmslofti urðu nokkrir árekstrar, sem hinn sterki kommúnistaflokkur á ís- landi notaði til að krefjast brott- farar hersins, og Alþingi sam- þykkti eitt sinn ályktun um að stuðla að brottflutningi banda- ríska liðsins, en gerði síðan ekki meira í málinu. í síðustu viku tilkynnti herstjórn Bandaríkj- anna, að 1200 hermenn frá fslandi yrðu fluttir til Bandaríkjanna. Var þetta kurteislega nefnt end- urskipulagning en ekki brottflutn ingur. Hallbjörg til Ameríkii KABARETTSSÖNGKONAN Hall björg Bjarnadóttir er nú að leggja land undir fót. Hefur hún verið hér í Reykjavík í haust og vetur og skemmt. Nú eru það kabarettsýningar vestur í Bandaríkjunum, sem Hallbjörg Bjarnadóttir mun taka þátt í. Mun hún fara um Banda- ríkin stranda á milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.