Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 23
Laugardagur 19. des. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 23 Ný ljóðabók eftir Sigíús Doðason — Æðstu menn Framh. af bls. 1. I kvöld voru Maemillan og Adenauer einrtig komnir til Parísar. Viðræður leiðtoganna fjögurra miða fyrst og fremst að því að undirbúa ráðstefnu æðstu manna austurs og vesturs, sem haldin verður í vor. Macmillan bjartsýnn Macmillan forsætisráðherra Breta k°m til Parísar eftir hádegi í dag með flugvél frá London, og nokkru síðar lenti Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands í París með flugvél frá Bonn. Macmillan sagði við fréttamenn að fundur æðstu mánna Vestur- veldanna væri mjög mikilvægur með tilliti til breyttra viðhorfa í alþjóðamálum. Hann kvað fram tíðarhorfurnar mun bjartari nú en þær voru fyrir heimsókn hans til Moskvu í fyrravor. Michel Debré forsætisráðherra Frakka sagði við Macmillan, að Frakkar mundu verða vinsamlegir og opinskáir á væntanlegri ráð- stefnu fjórveldanna. Sömu markmið og vandamál Adenauer lét svo ummælt við komuna til Parísar, að Vestur- veldin fjögur hefðu sömu mark- mið og stæðu andspáenis sömu vandamálum. Hann, sagði að við- ræðurnar sem í hönd færu mundu snúast um alvarlég og mjög mikilvæg vandamál, en hann kvaðst vera þess fullviss, að árangurinn yrði jákvæður, því markmiðið væri að vernda frelsið og varðveita friðinn í þágu alls mannkyns. NATOráðið vill 3 Vesturveldi Samkvæmt góðum heimildum í París hefur fastaráð Atlants- hafsbandalagsins látið í ljós þá skoðun, að einungis vestrænu stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bret land og Frakkland, eigi að taka þátt x ráðstefnu æðstu manna austurs og vesturs. Samkvæmt þessu mundu hvorki Ítalía né Kanada koma til greina, en bæði löndin hafa látið uppi óskir um að fá aðild að ráðstefnunni, Kanada í sambandi við umræð- urnar um afvopnun. Fastaráðið tók enga formlega ákvörðun um málið, en af umræðunum var aug ljóst, að fulltrúarnir voru yfir- leitt á einu máli um þetta atriði. Þá mundu sem sé sömu ríki taka þátt í ráðstefnu æðstu manna austurs og vesturs og þau sem tóku þátt í sams konar ráðstefnu árið 1955 . Ágreiningur um Berlín Það er haft eftir góðum heim- ildum, að meðal leiðtoga fjór- veldanna sé ágreiningur um það, hvernig fara skuli með Berlínar- vandamálið á fundi æðstu manna austurs og vesturs. Er sagt að Frakkar standi með Vestur-Þjóð- verjum, en Bandaríkjamenn og Bretar hafi aðra skoðun á málinu. Ekki er talið líklegt að samkomu- lag náist á fundinum, sem hefst á morgun, og er því talið senni- legt að utanríkisráðherrum Vest- urveldanna verði falið að finna lausn á málinu. Það er mál manna að fundur- inn sem hefst á morgun sé mikil- vægasta ráðstefna vestrænna leið toga síðan Bermúda-ráðstefnan var haldin árið 1953. Kveikt á jólatré HAFNARFIRÐl — í dag kl. 5 verður kveikt á jólatré því, sem vinabær Hafnarfjarðar, Frede- riksberg, hefir gefið bænum, en það hefir hann gert nokkur und- anfarin ár. Eins og fyrr er það á Thors-planinu og verður af- hent af sendifulltrúa Dana hér á landi, Jens Ege. Þá flytur bæjar- stjórinn, Stefán Gunnlaugsson, stutt ávarp, og einnig séra Garð- ar Þorsteinsson prófastur. — Lúðrasveit drengja leikur, en á trénu kveikir dönsk kona, sem verið hefir búsett hér í bænum um fjölda ára, frú Sigrid Krist- ensen. — G. E. ' — Bráðabirgða- samkomulag Framhald af bls. 1. reyndu að útkljá deilumál sín með því að breyta alþjóðalögum upp á sitt eindæmi. Skeyti sem blaðinu barst frá norsku fréttastofunni NTB er svo til samhljóða einkaskeytinu hér að framan, en þar er því bætt við, að Guðmundur í. Guðmunds son hafi einnig lagt íslenzku til- löguna ,sem hann bar upp við Lloyd persónulega, fyrir ráð- herrafund Atlantshafsbandalags- ins. Þá segir og í norska skeytinu, að Samband brezkra togaraeig- enda í Grimsby hafi í kvöld vís- að á bug tillögu íslendinga um bráðabirgðasamkomulag. Forseti sambandsins, sir Farndale Phil- ips, lýsti yfir því, að tilboð Is- lendinga væri ekki nein mála- miðlun eða bráðabirgðalausn. — Hann kvað brezka togara stunda veiðar alveg upp að fjögra mílna mörkunum til að halda fast við grundvallaratriði og til að styðja' stefnu brezku stjórnarinnar. — Þangað til alþjóðaráðstefnunni xxm réttarreglur á hafinu væri lokið, væri eina rétta leiðin að halda fast við þær reglur sem voru í gildi, unz ísland færði út fiskveiðitakmörk sín, sagði sir Farndale. Fer milli mála Eins og skeytin hér að framan bera með sér, fer eitt- hvað milli mála. Blaðið hringdi því til Emils Jóns- sonar, félagsmálaráðherra, sem nú fer með utanríkismál í fjarveru Guðmundar í. Guðmundssonar og spurði hann um mál þetta. Ráðherr- ann sagði, að utanríkisráðu- neytinu hefðu ekki enn bor- izt nein skeyti um þetta, en Guðmundur í. Guðmundsson kæmi heim í dag (laugardag) og þá yrði málið upplýst. ÚT er komin hjá Heimskringlu ný Ijóðabók eftir Sigfús Daðason, og nefnist hún „Hendur og orð“. Bókin er 72 bls. og í henni eru 32 ljóð, sem skiptast í tvo kafla: „Hendur og orð“ og „Borgir og strendur“. Eru þrettán ljóð í fyrri kaflanum. Bókin er prentuð á góðan pappír og mjög smekk- lega útgefin. Sigfús Daðason er þegar þekkt Ijóðskáld, og hefur áður komið út eftir hann ein bók, ,,Ljóð“ árið 1951. Hann hefur dvalizt við nám í París á undanförnum ár- um og hefur nýlega lokið prófi í latínu og frönsku við Sorbonne- háskólann. Hefur hann verið ráð inn ritstjóri við „Tímarit Máls og menningar“. Peysur — í miklu úrvali Peysur Haffabúð Reykjavikur Laugavegi 10 Frá Dansskóla Hermanns Ragnars Þeir, sem ekki hafa fengið miða á jólafagnað skólans, geta sótt þá, gegn fram- vísun skírteina í Skáta- heimilið við Snorrabraut í dag frá kl. 3—5 e.h. STARFANDI FÓLK velur hinn r it - m i ú ka W! met i-Hall endingargóða Hagsýnn maður! Hann veit að skriftin verður að vera jöfn og áferðarfalleg. Þessvegna notar hann hinn frábæra Parker T-Ball . . . þann gæða- penna sem skrifar jafnt og áferðarfallega. Gefur strax og honum er beitt. Rispar ekki. Pourous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hina fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggír að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker -\^Sl kúlupenni A PRODUCT OF THE PARKEfLQÍMiUátó'A.v Mínar innilegustu hjartans þakkir séndi ég sonum mínum og tengdadætrum, frændum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum og rausnarlegum gjöfum og heilla- skeytum á sjötugsafmæli mínu. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Guð blessi ykkur öll Hólmfríður Þorgilsdóttir frá Kambi Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinsemd sendu mér hlýjar kveðjur á áttatíu og fimm ára afmæli mínu, 8. des. sl. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla í drottins nafni. Sigurlaug Þórðardóttir, Sólbakka, Höfnum. White 7 tonna vörubifreið árgangur 1952, til sýnis og sölu að Ármúla 22. Sími 35065 Einbýlishús til leigu Einbýlishús sunnan í öskjuhlíðinni, sem er 5 herb. eldhús, bað og þvottahús, er til leigu nú þegar. Uppl. í Síma 19991, aðeins á milli kl. 2—4 í dag og á morgun. LOKAÐ vegna jarðarfarar í dag frá kl. 10—12 á hádegi. Verzlun Halla Þórarins, Hverfisgötu 39 Eiginmaður minn HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON viðskiptafræðingur, Kópavogsbraut 4 lézt í Landspítalanum 17. þ.m. Guðrún Þór Okkar eiskaða systir, MARlA BALBlNA andaðist 18. des. 1959. Jarðarförin fer fram mánudag. 21. þ.m. Hefst með sálumessu í Krists konungskirkju, Landakoti, kl. 10 árdegis. St.Jósepssystumar Móðir okkar og tengdamóðir KRISTlN JÓNSDÓTTIR Fálkagötu 13 verður jarðsungin frá Neskirkju mánudag. 21. des. kl. 1,30 e.h. Þeim, er vildu minnast hinnar látnu, er góðfúslega bent á líknarstofnanir. Böm og tengdaböra Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jjarðarför föður okkar DAVÍÐS SIGURÐSSONAR og sérstaklega þökkum við Hrefnu Guðmundsdóttur Hagamel 24 Rvk, fyrir gjafir og vinsamlegar heimsóknir til hans. Börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.