Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 6
6 MORCUISRLAÐIÐ Laugardagur 19. des. 1959 ísraelsmenn vilja vin- áttusamning við Araba JERÚSALEM, 17. desember. — Hin nýmyndaða stjórn David Ben-Gurions hlaut mjög öflugan stuðning ísraelska þingsins í dag. Ben-Gurion lagði fram ráðherra- lista sinn í gær og að stjórninni standa sömu 5 flokkarnir og að síðustu stjórn. Við atkvæða- greiðsluna í dag hlaut stjórnin 78 gegn 33. Flesta ráðherrana hefur Mapai flokkur Ben-Gurions, eða 9 af 16. Þessi flokkur hefur verið sá öflugasti í landinu allt frá stofn- un ísraelsríkis 1948 og hefur Ben Gurion verið leiðtogi hans frá upphafi. Nú hefur flokkurinn 48 þingsæti af 120. Eitt helzta stefnuskráratriði stjórnarinnar er að bjóða öllum Arabaríkjum að gera gagn- kvæman friðar- og vináttusamn- ing við ísrael. Er þá gert ráð fyrir því að landamæri Israels og Arabaríkjanna haldist óbreytt og ríkin dragi smám saman úr herafla sinum. Jafnframt ætlast ísraelsmenn til að Arabaríkin hætti öllum andróðri, stjórnmála- legum og efnahagslegum, gegn ísrael. Gerir stjórn Ben-Gurions þann ig tilraun til þess að aflétta banninu sem sett hefur verið á siglingar ísraelsskipa um Súez- skurð, en ætlar jafnframt að tryggja Arabaríkjunum að ísraels menn hafi ekki í huga neina landvinninga. Dömupeysur — Peysusett Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f. Skólavörðustíg 3 Baðker Rússnesku baðkerin kosta aðeins kr. 1845.00 með botnventli, vatnslás og yfirfalls-ventli. Birgðir væntanlegar inn- Tökum á móti pöntunum. an skamms. Sýnishorn fyrirliggjandi. Mors Troding Compony Hf. Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73 Ceysir hf. Fatadeildin „M O O R E S“ HATTAR nýkomið fallegt og vandað úrval, uppbrettir og niðurbrettir — margir litir Fallegir — Vinsælir — Þægilegir Klæða alla Gunnar Gunnarsson HELGAFELL hefur sent tvær nýjar bækur á markaðinn, og má búast við að þær veki báðar at- hygli. Önnur þeirra er ævisaga Gunn ars skálds Gunnarssonar eftir sænska rithöfundinn Stellan Ar- vidson í þýðingu Jóns Magnús- sonar fréttastjóra Ríkisútvarps- ins. Arvidson ræðir fyrst og fremst um skáldferil Gunnars og tekur til meðferðar skáldverk hans hvert af öðru. Kaflarnir í bókinni bera þessi heiti: Borgar- ættin, Ströndin, Vargur í véum, Fóstbræður, Sælir eru einfaldir, Fjallkirkjan, Svartfugl, Jón Ara son, Vikivaki, Jörð; Hvítikristur, Grámann, Aðventa, Heiðaharm- ur, Sálumessa, Brimhenda og Gunnar Gunnarsson. Síðasti kafl inn er lengstur og fjallar um upp runa og þroska skáldsins. Bókin er 260 bls. og mjög smekkleg að ytra frágangi. Þá eru komnir út ferðaþættir Thors Vilhjálmssonar frá Rúss- landi og nefnir hann þá ,,Undir gervitungli*1. Þættirnir eru 33 talsins og segir þar af mörgu skemmtilegu og athyglisverðu, enda er Thor löngu kunnur fyrir snjallar ferðaminningar. Bókin er 187 bls., vel úr garði gerð og prýdd kápumynd eftir Kristján Davíðsson. Er þetta fjórða bók Thors. Hinar eru „Maðurinn er alltaf einn“ (1950), ,,Dagar mannsins" (1954) og „Andlit í spegli dropans“ (1957). Þá er komin út á vegum Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu bókin „Fyrir aldamót“, sem er endurminningar Erlings Frið- jónssonar frá Sandi, er hann var hálfbróðir skáldanna Guðmund- ar og Sigurjóns. Erlingur lét fé- lagsmál mjög til sín taka, var áhugasamur um ungmennafélags- skapinn og vann síðan mikið fyrir Alþýðuflokkinn, sat m.a. í bæj- arstjórn Akureyrar fyrir hann í 31 ár fram til 1946. Þá var hann og þingmaður Akuréyrar á árun- um 1927—31. Einnig hefur hann látið sig skóla og verzlunarmál miklu skipta sem og ýmis önnur mál, er horfðu til framfara. „Fyrir aldamót“ er 194 bls. For- mála fyrir bókinni hefur Halldór Halldórsson ritað, en höfundur skrifar sjálfur eftirmála. 1 bók Thor Vilhjálmsson inni er að finna mikinn fróðleik, m.a. sæg ag kveðlingum og kvæðabrotum. Eins og nafnið ber með sér tekur bókin aðeins yfir bernsku- og æskuár höfundarins fram að aldamótum, en hann er fæddur árið 1877. Októbeiljóð — ný kvœðabók eftir Gunnar Dal MEÐAL jólabóka Norðra í ár er „Októberljóð" eftir Gunnar Dal. Bók þessi flytur bæði ný ljóð og auk þess úrval úr eldri bókum höfundar. Bókin er í 6 aðalköflum, Ljóð úr Veru (fyrstu bók höfundar), Myndrím, Októberljóð, Órímuð ljóð, Rímuð Ijóð og Þýdd ljóð úr Spámanninum eftir Kah'il Gibran. Bókin er vel gerð, 150 blað- síður að stærð og myndskreytt. Jón Engilberts listmálari gerði kápumynd, en teikningar með ljóðum, eru eftir Helgu Svein- björnsdóttur. Ceira glókollur ÚT er komin á forlagi Æsk- unnar Geira glókollur í Reykja- vík, eftir Margréti Jónsdóttur, skáldkonu. Þessi bók er framhald bókar- innar Geira glókollur, sem vann sér vinsældir hinna yngri les- enda, einkum stúlknanna. En nú er Geira glókollur vel vaxin úr grasi og orðin 15 ára, enda komin til höfuðstaðarins. Sagan gerist á þeim tímum, þegar unglingsstúlkur fengu tvær krónur um vorvikuna og sex krónur um sumarvikuna, eða yfir sláttinn. Margt er annað eftir þessu. En ekki er víst, að það líf, sem bókin lýsir, hafi skapað einstaklingnum minni hamingju en þjóðlíf hraðans, er nú gengur yfir. Og hvað sem því. líður, hafa unglingar gott af að kynnast þeim tímum, sem bók þessi lýsir. Bókin er með stígandi frásagn- arþunga, miklar það fagra og góða og er á vönduðu máli. Hún mun reynast heilbrigðri æsku hollur lestur, svo sem ég veit að muni hafa verið tilgangur höf- undarins. ísak Jónsson. Tekur við WASHINGTON, 17. desember_ Bandaríski flotaforinginn Rupert Dennison á að taka við yfirstjórn Atlantshafsflota NATO-ríkjanna frá 1. marz n.k. Wright flotafor- ingja var í gær veitt lausn frá störfum, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Ævisaga Gunnars og ferðaþættir Thors Endurminningar Erlings Friðjónssonar írá Sandi skrifar úr dagleqa lifinu • Leið til fjáröflunar Bóndi skrifar: „Þegar rætt var um það í þættinum, Spurt og spjallað í útvarpssal hverjar leiðir hugs- anlegar væru landsmönnum til fjáröflunar datt mér í hug ein leið, sem ég tel vænlega í þessu skyni. Það er að vinna að því að auka ferðamanna- strauminn hingað til landsins. Talið er, að t. d. Norðmenn hafi allmiklar tekjur af ferða- mönnum, svo að skiptir hundr uð milljónum króna á ári hverju og svo mun einnig um fleiri lönd. Og því skyldum við ekki reyna að fara inn á þessa fjáröflunarleið? Hitt er að vísu vitað, að all- mikið vantar á, að við getum tekið sómasamlega á móti auknum ferðamannastraum, og þá helzt hvað viðvíkur gisti húsum. Ég var hálfpartinn að vonast eftir að gestgjafinn, sem kom þarna fram í þættin- um, kæmi inná þetta mál. Þar sem hann, vegna þekkingar sinnar og reynslu, hefði öðr- um fremur verið fær um að gera því nokkur skil. Þó tekið væri að láni nokkurt fé, ætti það fljótt að koma aftur, með auknum tekjum af útlendum ferðamíönnum. Og hús, sem ætluð væru aðeins til sumar- dvalar, ættu ekki að þurfa að vera nærri því eins dýr, og hús, sem ætluð eru til íbúðar allt árið. Með auknum ferða- mannastraum skapast lands- mönnum ýmsar aðrar .tekjur, svo sem ýmis konar fyrir- greiðsla og ferðalög á hestum og bifreiðum, sala á innlend- um munum, svo og innlendar afurðir til neyzlu, t. d. kjöt mjólk o. fl. sem oftast er nóg til af á þeim tíma árs. ' * Örva ferðamanna- strauminn Svona mætti halda áfram að telja. Niðurstaða mín verð- ur því sú, að sjálfsagt sé, að vinna að því, að örva ferða- mannastrauminn í landið, og verja til nokkru fé, að það megi takast. Mættu alþingis- menn gjaman taka þetta til athugunar þegar þeir fara að ræða um fjáröflunarleiðir landsmönnum til handa. Sitt- hvað fleira mætti um þetta segja, en ég eftirlæt það mér færari og vitrari mönnum. Þessi fjáröflunarleið, sem hér hefir verið bent á, miðar að því, að afla tekna á heiðar- legann hátt af útlendum ferða mönnum, en sem í þess stað, gæti losað landsmenn við nýja skatta. Og því þá ekki að reyna þetta? • Eiga þakkir skilið Kona hringdi til Velvakanda og sagði, að sig langáði til að bæta örlitlu við þau hrósyrði, sem strætisvagnabílstjórum hefðu verið gefin hér í dálk- unum. Kvaðst konan hafa orð- ið fyrir ánægjulegri reynslu af skilvísi og heiðarleik stræt- isvagnabílstjóranna.Hún hefði tapað bæði peningabuddu og regnhlíf í strætisvögnum, en vagnstjórar hefðu haft upp á hvorutveggju fyrir hana og fært henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.