Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. des. 1959 MORGinSBLAÐIÐ 13 Auður Auðuns greinir frá fjölgun skóla, barna heimila og leikvalla Menn og minningar Bók Valtýs Stefánssonar en Stórstigari fjölgun vagna SVR nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins AUÐUR AUÐUNS borgar- stjóri félagsmála gerði á bæj- arstjórnarfundi í fyrrinótt grein fyrir framkvæmdum og fyrirhuguðum aðgerðum í þeim málaflokkum, sem hún fer með stjórn á. Var þetta við lokaumræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæj- ar, en tilefni þessara greinar- gerða borgarstjórans voru breytingatillögur og ályktun- artillögur minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn, sem voru eins og svo oft áður sýndar- tillögur um aukin framlög og framkvæmdir í skólamálum, barnaheimili, leikvelli o. fl. Enginn rökstuðningur Auður hóf ræðu sína með því að benda á það, að minnihluta- flokkarnir vildu skera niður kostnað við rekstur ýmissa stofn- ana bæjarins, svo skrifstofu fræðslustjóra og við framkvæmd heilbrigðismála, en hún benti á það, að enginn rökstuðningur hefði fylgt þessum niðurskurðar- tillögum nema slagorð um skrif- stofubákn. Minnihlutaflokkamir ættu engin ráð, úr hvaða starf- semi þessara stofnan^ ætti að draga. Barnaheimili við Fornhaga Borgarstjórinn gaf nokkrar upplýsingar um barnaheimili. Hún sagði að á næsta ári yrði fullgert barnaheimilið við Forn- haga. Hins vegar sagði hún að bygging barnaheimilis í Hlíðun- um hefði mætt erfiðleikum þar sem lóðin þar sem húsinu væri ætlaður staður væri austan vatna skila og rynni því ekki afrennsli í vestur. En þörfin fyrir barna- heimili hefur verið talin brýn- ust í Hlíðunum. Meðan ekki væri afráðið, hvað gera skyldi í þessu, kvaðst hún leggja til að athugað yrði, hvar þörfin væri nú brýn- ust næst á eftir Hlíðunum. Auður skýrði frá því, að Eski- hliðarskóli, sem upphaflega var leikskóli en var breytt til bráða- birgða í barnaskóla yrði nú aft- ur gerður að leikskóla og losnaði þar þá pláss fyrir 120 börn. Srnábarnagæzla á 14 stöðum Næst vék ræðumaður að leik- vallamálunum og minntist á framkvæmdir síðustu ára. Hún greindi frá því að smábarna- gæzla væri nú á 14 stöðum. Al- mennir gæzluvellir fyrir börn á öllum aldri eru á 6 stöðum og opin leiksvæði með leiktækjum eru á um 30 stöðum í bænum. Dró ræðumaður fram uppdrátt af Reykjavík, sem leikvellirnir voru merktir inn á og mátti sjá það, að þeim var dreift út um öll hverfi bæjarins. Það er ákveðið á næsta ári að hefja gerð tveggja leikvalla í hinu nýja hverfi í Kringlumýri og Háaleiti. Þá á að framkvæma það nýmæli að gera fjöruleik- völl við Skerjafjörð. Unnið er að undirbúningi leikvalla við Heið- argerði og við Efstasund. Enn gat ræðumaður þess að fyrirhugað væri að koma upp leikvöllum á 8 stöðum á óbyggð- um svæðum milli húsa ásamt skrúðgörðum samkvæmt tillög- uru frá 1955. 24 nýjar kennslustofur á næsta ári Borgarstjóri félagsmála vék næst að skólabyggingamálunum og taldi að stóryrði minnihluta- flokkanna um aðgerðarleysi í þeim efnum væru ástæðulaus. Nú eru í smíðum sex skólar: Breiðagerðisskóli, Laugalækjar- skóli, Réttarholtsskóli, Hagaskóli, Hlíðarskóli og Vogaskóli. Á ár- inu 1960 er áætlað að ljúka 23 fullkomnum kennslustofum. En á undanförnum rúmlega tveim skólaárum hafa verið byggðar 45—50 kennslustofur. Taldi frú Auður, að framkvæmdir í skóla- byggingamálum hefðu gengið mjög sæmilega, þótt stundum hefði það tafið fyrir að staðið hefði á leyfum og samþykki ráðu neytis á teikningum. Einnig gat hún þess, að miklar endurbætur hefðu verið gerðar á Lindargötu- skólanum. Þá er næst að undirbúa og hefja byggingu skóla í nýju hverfunum austan við Hlíða- hverfið. I því sambandi skýrði Auður Auðuns að núverandi fjár- málaráðherra hefði lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að fall- ast á fjárframlög frá ríkinu til byggingar æfingaskóla við hinn nýja Kennaraskóla, en fyrir nokkrum árum bauðst bærinn til Auður Auðuns að taka þátt í slíkri byggingu, ef um semdist, og má ætla, að nú verði senn gengið frá samn- ingum um það mál. Stórfelld aukning strætisvagna Vagnakostur Strætisvagna Reykjavíkur hefur aukizt veru- lega síðustu mánuði. í janúar n. k. á að taka í notkun fimm nýja vagna og mun þeim þar með hafa fjölgað um 12 á tæpu hálfu ári, ágúst 1959 til jan. 1960 og þýðir 960 manna viðbótar farþegapláss. Það hefur aldrei fyrr í sögu strætisvagnanna orð- ið svo stórstíg aukning hjá því fyrirtæki. í ágúst sl. var farþega- pláss vagnanna 2450, en nú bæt- ast við 960, sem er meira en þriðjungur af því sem fyrir var. Valtýr Stefánsson: MENN OG MINNINGAR Fimmtíu þættir. — Bók- fellsútgáfan h.f. 1959. ÞETTA er skemmtileg bók eftir Valtý Stefánsson ritstjóra, full af lifandi þjóðlífslýsingum og fróðleik. Aður hafa komið út: Þau gerðu garðinn frægan, árið 1956 og Myndir úr þjóðlífinu 1958. Þessar bækur urðu met- sölubækur og svo mun einnig verða með þessa bók; Menn og minningar. Hér eru ótal frásagnir um ólíka menn á öllum sviðum mannlífs- ins, í heimi andlegra starfa, vinn- unnar og listanna. Allt er þetta ólíkt hvað öðru, en fólkið allt merkilegt og skemmtilegt að heyra það, sem á daga þess hefur drifið. Þarna heyrum við sagt frá því þegar Ólafur Magnússon prófast- ur í Arnarbæli var sendisveinn í Veltunni eða þegar örninn rændi Ragnheiði Eyjólfsdóttur og mun sú frásögn vera fágæt, þótt leitað væri um heim allan. Hér er einnig þáttur um Emil Thoroddsen, sem var svo hugljúf ur og alhliða listamaður að slíkt er jafnvel einsdæmi á Islandi á síðari tímum. Þá er stórmerkileg frásögn frá Hannesi Jónssyni dýralækni, þegar hann dreymdi nóttina áður verkefnið, sem hann svo hlaut í prófi daginn eftir. Þá má minnast á þátt um hið gamla Reykjavíkur Apótek. Það var mjög rómantískt hús, þar sem Frumstæðar þjóöir Edward Weyer. Almenna bókafélagið, Rkv. 1959. NÝR gestur hefur kvatt dyra á bókamarkaði ársins. Hann kemur að vísu á síðustu stundu, en vel búinn og mikill í sniðum. Má því víst vænta þess, að honum verði víða vel tekið og með nokk- urri forvitni, því að hann er sendiboði þeirra þjóða, er við höfum sjaldan spurnir af. Sumir kynnu þó að hugsa sem svo, að okkur varði lítið um fjarlægar og frumsæðar þjóðir — líkt og nemendur í skóla nokkrum, sem mættu í kennslustund miður vel lesnir í lexium um Mið-Afríku og þarlendar þjóðir. Kennarinn var við þessu búinn og hóf því kennslustundina með því að lesa yfir þeim ræðustúf í bundu máli og með sínu lagi, hvar í voru þessar hugleiðingar: Er um nætur einn ég vaki, iðja mín er stundum sú að heimsækja í huga mínum halanegra í Timbúktú. Kannski liggur sá hinn sami og sendir þanka í norðurveg til einhvers hér á ísalandi, og sá peyi er kannski ég. Undurfróðlegt víst það væri að vita allt um slíkan mann, hvernig kjörum hans er háttað, hvernig lífið fer með hann. Ætli hann svíki undan skatti? Ætli hann langi í pelann sinn? Ætli hans sonur, svartur patti, sé jafnóþekkur og minn? Er hans kona ung og fögur eða kannski lík og mín? Er hún bljúg og undirgefin, eða vill hún teljast fín? Ætli hún sé æst í pelsa eða gangi stöðugt ber? Hefur hún stóran hring í nefi, eða hringamergð á fingrum sér? Hef ég fyrir satt, að nemend- ur hefðu stórum meiri áhuga á Afríkuþjóðum en áður. En svo ég komist að efninu i alvöru, þá er hér um að ræða nýja bók í 4-blaðabroti með 160 lesmálssíðum og 212 myndum, sem Almenna bókafélagið hefur nýlega gefið út. Mydnimar eru forkunnarvel prentaðar á ágæt- an myndapappír og margar í eðli legum litum. Eru þær prentaðar í Sviss, en lesmál allt í Reykja- vík. — Bókin er rituð af nær- fæmi og staðgóðri þekkingu á ýmsum þjóðflokkum og þjóða- brotum, sem byggja afskekkta staði í fjöllum, villiskógum og á eyjum víðs vegar um heim, hafa lítt eða ekki átt samneyti við hvíta menn og haldið þannig ævafomum þjóðsiðum, tungu og trúarbrögðum. Sumar eru enn á steinaldarstigi, og geta þá lifnað- arhættir þeirra gefið hugmynd um líf og siðu okkar forfeðra á steinöld. Það yrði hér oflangt mál að nefna dæmi um hina ýmsu sund urleitu og kynlegu þjóðflokka, sem teflt er fram í bókinni. Þeir eru oftast fámennir, en flestir ofjarlar okkar Islendinga að höfðatölu. Eins og kunnugt er, ganga flestar hitabeltisþjóðir fáklædd- ar, og nær sá siður að vísu furðu langt út frá hitabeltinu. Mynd- irnar sýna fatatízku þeirra, og skreytingar. Um fríðleikann má deila eftir smekk, en hitt leynir sér ekki, að vöxtur þeirra margra og limaburður ber af flestum hvítum mönnum, einkum á æsku skeiði. Bókin virðist vandlega þýdd á mjög læsilega islenzku. „Inn- fæddir menn“ lætur samt leiðin- lega í eyrum, enda danska. Ekki herjaði Egill gamli á „innfædda“ í Eistlandi — heldur blátt áfram á landsmenn eða þarlenda, ef ég man rétt. Þá hefði verið ástæða til að gera ísl. lesendum nokkra grein fyrir bókinni og höfundi hennar, en að því er varla vikið einu orði. Ég er ekki í neinum vafa um, að bæði ungir og gamlir á landi hér muni hafa mikla ánægju af þessari bák og sækja í hana gagnlegan fróðleik. Hún er skrif- uð í þeim anda að enga þjóð beri að fyrirlíta fyrir litarhátt, fá- menni eða fornar þjóðvenjur. Enda þótt fámenn og afskekkt þjóð óttist aðkomumenn og verj- ist afskiptum þeirra grimmilega, þarf hún ekki að vera „villt“ eða illa innrætt í raun og veru. „Sannleikurinn er sá, að í sinn hóp hafa þeir tilhneigingu til að vera eins viðfelldnir og ástúð- legir og annað fólk. Þeir virða réttindi annarra og hlýða flókn- um umgengnisvenjum. Eigin- maðurinn er kannski eins dekr- aðar eða hrjáðar og hinn sið- menntaði bróðir hans, eiginkonan eins trygg eða geðvond. Eins og margar „siðmenntaðar" þjóðir eru „villimennirnir" villtir að eins gagnvart óvinum sínum“ eins og komizt er að orði í inn- gangi bókarinnar. Jón Eyþórsson. bæði látnir og lifandi kandidatar brugguðu meðulin á víxl. Síðasta sagan, sem ég heyrði þaðan var frá árinu 1927 þegar þvottakon- an hreinsaði receptúrinn morgun einn og hinn þöguli lyfjafræðing- ur í sínum hvíta búningi færði sig til, eftir því sem konan þvoði gólfið. Og í þessari gömlu bygg- ingu og líka í landssímahúsinu nýja, hafa sézt fagrar skraut- klæddar konur, sem álitið er að séu á einhvern hátt tengdar við þetta gamla apótek. Ég á sjálfur endurminningar frá þessu gamla apóteki um ágætan húsbónda og indælt fólk. Að lokum vil ég minnast á gullfögur minningarorð um fiú Asthildi Thorsteinsson, ekkju Péturs Thorsteinssonar frá Bíldu- dal. Alltaf verður hún mér ó- gleymanleg þessi fallega, gáfaða og göfuga kona, sem með tign og sæmd hefði getað setið í hvaða heiðurssæti sem var hér á jörðu. Þessi fáu dæmi tel ég nægja, en það vil ég taka fram, að allt hitt efni bókarinnar sem ekki er hægt að telja upp og rita úm er á sama hátt skemmtilegt, mynd- auðugt og fróðlegt bæði hvaS mannlýsingar og þjóðhætti snert- ir og er það þess vegna áreiðan- legt að þessi ljómandi og lifandi bók Valtýs Stefánssonar ritstjóra mun verða mörgum kærkomin gjöf nú á þessum jólum. Jón Thorarensen. Gylfi bilaður í Bremerhaven PATREKSFIRÐI, 17. desember: — Togarinn Gylfi liggur nú ósjó- fær í höfninni í Bremerhaven og hefur hann legið þar í 10—12 daga. Astæðan er sú, að sjór komst inn á kúplingu við vélina. Ekki er hægt að fá nýtt vara- stykki með öðrum hætti en láta steypa það. Verður það gert í Bretlandi, en á meðan verður tog arinn að liggja í höfninni í Brem erhaven. Nokkur hluti skipshafnarinnar kom hingað til lands um daginn með einum Hafnarfjarðartogar- anna, Færeyingar sem á skipinu hafa verið, eru á leið heim til sín með togaranum Ölafi Jóhann- essyni, og með honum munu einnig koma heim aðrir skips- hafnarmenn og er Ölafur væntan legur hingað til Patreksfjarðar á Þorláksmessu og verða því áhafn ir beggja togaranna heima um hátíðarnar. Ekki mun varastykkið í kúpl- inguna verða tilbúið fyrr en kring um 10. janúar og er því óvíst hve nær Gylfi getur aftur farið á veiðar. — TÁ. Upp í Slipp til að kalla á slökkvi- liðið KLUKKAN að ganga 3 í fyrradag sást maður hlaupa upp allan Æg- isgarðinn. Eldur var í báti þar við þessa stóru bryggju, en bruna sími er þar enginn, né heldur almenningssími, svo maðurinn varð að hlaupa alla leið upp í Slipp! Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, að vörmu spori, lagði nokk- urn reyk upp um lúkar vélskips- ins Hrefna EA 33. Þar niðii var enginn maður, og reyndist skipið mannlaust. Það tók skamma stund að ráða niðurlögum elds- ins, en kviknað hafði í út frá olíukyndingu í lúkamum. Hrefna er stórt tréskip, og varð það ekki fyrir neinum teljandi skemmd- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.