Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 12
12 MORGTJNBLAÐID Iiaugardagur 19. des. 1959 flíimjmM&Mti* Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. JRitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið TRAUSTUR FJARHAGUR REYKJAVÍKURBÆJAR BÆJARSTJÓRN Reykjavík- ur hefur nú afgreitt fjár- hagsáætlun bæjarins fyr- ir árið 1960. Lýsti Geir Hallgríms son, borgarstjóri fjármála, þvi yfir á bæjarstjómarfundinum sl. fimmtudag, að ekki þætti ástæða til þess að fresta afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar, þangað til til- lögur ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum hefðu verið lagðar fram. Ef hinar nýju ráðstafanir hefðu í för með sér aukin útgjöld fyrir bæjarsjóðinn, væri eðlileg- ast að taka fjárhagsáætlunina til endurskoðunar, þegar líða tæki á næsta ár og afleiðingar ráðstaf- ananna færu að koma í Ijós. Góð afkoma á árinu 1959 Geir Hallgrímsson gerði í þessari ræðu sinni glögga grein fyrir afkomu bæjarsjóðs á líð- andi ári. Samkvæmt áætlun, sem gerð hafði verið um rekstrarafkomu bæjarsjóðs á yfirstandandi ári og telja yrði varlega, mætti ætla að niður- staðan yrði sú, að tekjur færu 6,1 milljón fram úr áætlun. En gjöldin yrðu hins vegar 2,4 milljón kr. lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Á rekstrarreikningi bæjarsjóðs er því heildarútkoman sú, sagði Geir Hallgrímsson, að afgangur til yfirfærslu á eignabreytinga- reikning verður 8,5 millj. kr. meiri en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir, eða 49 millj. kr. í stað- inn fyrir 40,5 millj. kr. Þessar tölur gefa vissulega til kynna, að mjög vel hefur' verið á framkvæmd fjárhags- áætlunar bæjarins haldið á þessu ári. Lækkun útsvara Samkvæmt fjárhagsáætlun árs- ins 1960 er gert ráð fyrir því, að heildarútgjöld Reykjavíkurbæjar lækki töluvert. Af því leiðir að heildarupphæð útsvaranna mun einnig lækka. Er gert ráð fyrir því, að lækkun útsvars- stigans muni nema um 15%. Reykvíkingar munu vafalaust fagna þessari þróun í fjármálum bæjarfélagsins. Á undanförnum árum hafa útgjöld hins opinbera, bæjar- og sveitarfélaga og ríkis- ins farið stöðugt hækkandi. Það sem þessu hefur fyrst og fremst valdið, er auðvitað sívaxandi dýr- tíð og verðbólga. Kostnaðurinn við hvers konar framkvæmdir og rekstur opinberra fyrirtækja og stofnana hefir sífellt farið hækk- andi. Sjálfstæðismenn í bæjarstjóm Reykjavíkur hafa jafnan lagt á það megináherzlu, að stýra fjár- málum bæjarfélagsins af festu og ábyrgðartilfinningu. Þess vegna hefur fjárhagur höfuðborg arinnar jafnan staðið með blóma. Þrátt fyrir það, að nú er gert ráð fyrir verulegri lækkun út- svarsstigans er þó síður en svo dregið úr verklegum framkvæmd um og nauðsynlegum umbótum í bænum. Þannig helzt í hendur traust fjármálastjórn og þróttmikil framkvæmdastefna undir for- ystu Sjálfstæðismanna í bæjar stjórn Reykjavíkur. AÐ VELTA SÉR UPP ÚR VITLEYSUNNI EKKI leiðist kommúnistum að velta sér upp úr vit- leysunni, varð glöggum og greindum verkamanni fyrir skömmu að orði við lestur „Þjóð- viljans". Skrif kommúnistablaðs- ins undanfarið um efnahagsmálin miðast greinilega við það, að ís- lenzkur almenningur viti ekki neitt og muni ekki neitt um það, sem gerzt hefur í þessum málum á síðustu árum. 1 hvaða átt gekk þróun efna- hagsmálanna meðan kommúnist- ar áttu sæti í ríkisstjóm og höfðu aðstöðu til þess að koma fram úrræðum sínum og tillögum? Hún gekk öll í þá átt, að dýrtíð og verðbólga fór hríðvaxandi. Til þess að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslutækjanna og stórfellt atvinnuleysi, sáu kommúnistar og samstarfsmenn þeirra aðeins eina leið: Að leggja hrikalega nýja skatta og tolla á almenning. Lifði almenningur um efni fram? Það er þannig staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að með- an kommúnistar voru í ríkis- stjórn, létu þeir alþýðu manna fyrst og fremst borga herkostn- aðinn af verðbólgustefnu þeirra. Þeir sneru sér til almennings og kröfðust þess, að hann skilaði aftur hluta af því fé, sem hann hafði ofkrafið útflutningsfram- leiðsluna um, og hún hafði ekki risið undir að greiða. Nú mótmæla kommúnistar þeirri skoðun hagfræðinga, að ís- lenzka þjóðin hafi yfirleitt lifað um efni fram á undanförnum ár- um. Þeir segja, að það hafi að- eins verið örfáir efnamenn í þjóðfélaginu, sem lifað hafi um efni fram. En hvernig stóð þá á því, að kommúnistar og sam- starfsmenn þeirra í vinstri stjórn inni létu almenning fyrst og fremst standa undir styrkjakerf- inu, sem sett var á stoín til þess að halda framleiðslunni í gangi? Á þeim tekur enginn mark Var það ekki einmitt vegna þess, að eftir allt saman var það þá skoðun kommúnista, að þjóðin hefði almennt lifað um efni fram? Aðra ályktun er vissulega ekki hægt að draga af þessu. Kommúnistar eru því orðnir berir að því að velta sér upp úr vitleysunni í skrifum sínum um efnahagsmálin undanfarið. — Á þeim getur enginn tekið mark, allra sízt verkalýðurinn, sem þeir leggja mesta áherzlu á að sanna að þeir séu hollastir vinir. UTAN UR HEIMI Skilnaðarmál trægs fálks Dawn Adams með son þeirra Massimo. Hann heitir Stefan og er fjögurra ára gamall. — „SIagurinn“ stendur m. a. um það, hjá hvoru foreldranna Stefán litli skuli vera í framtíðinni. — eru að verðo „daglegt brauð" í Rómaborg ENDA þótt skilnaður hjóna telj- ist yfirleitt ekki leyfilegur í hinni kaþólsku ítalíu, þá eru skilnaðarmál frægs fólks að verða næstum því hversdagslegir viðburðir í Rómaborg. — Rossell- ini hefur enn ekki gefizt upp við tilraunir sínar til þess að fá sér dæmdan umráðarétt yfir börnum þeirra Ingrid Bergman, en það mál hefur nú vikið til hliðar í ítölskum blöðum fyrir öðru — í bili a. m. k. Er þar um að ræða skilnaðarmál ensku leikkonunn- ar Dawn Adams og Vittorio nokkurs Massimo. — ★ — Massimo er kominn af einni elztu aðalsætt Italíu — getur rakið ættir sínar allt til hinna fornu Rómverja. Meðal forfeðra hans var m. a. andstæðingur Hannibals, hins fræga herfor- ingja, Fabius Maximus. — Þegar hann árið 1954 gekk að eiga óþekkta, enska leikkonu, ofursta- dótturina Dawn Adams, hristi ítalski aðallinn höfuðið og ságði: „Nei, þetta getur áreiðanlega aldrei gengið“ — hvað nú hefur reynzt rétt. — ★ — Fyrir nokkrum dögum hófust réttarhöld í skilnaðarmálinu í Róm. Þá lá litli sonur þeirra sjúk ur og var allþungt haldinn, en eitt aðalhlutverk dómstólsins er að skera úr því, hvoru hjónanna beri umráðaréttur yfir barninu. — Annars eru sakargiftirnar þessar, í fáum dráttum: Massimo sakar konu sína um að hafa yfir- gefið heimilið til þess að hefja kvikmyndaleik að nýju — og einnig heldur hann því fram, að hún hafi átt vingott við ónafn- greindan, pólskan kvikmynda- stjóra. — Dawn Adams hefur aftiw á móti borið fram þær hörðu ásakanir gegn eiginmann- inum, að hann hafi sýnt sér ein- stæðan ruddaskap og beitt sig líkamlegu ofbeldi. — ★ — Fjöldi af frægu fólki mun koma fram sem vitni í málinu. Meðal þeirra, sem frúin krefst að beri vitni, eru t. d. Gina Lollo- brigida, Jean Cocteau, Elsa Mar- tinelli og Henri Vidal — auk 36 annarra þekktra „nafna“ úr heimi leiksviðs og kvikmynda. Þetta fólk á að vitna um það, hvernig hinn afbrýðisjúki eigin- maður Dawn Adams réðist að henni með óbótaskömmum í fjöl- mennu samkvæmi, barði hana og misþyrrrtdi, svo að hún varð að leggjast í sjúkrahús. — ★ — Massimo mun einnig leiða fram ýmsar þekktar persónur sem vitni — þar á meðal til dæmis þekktasta dægurlagahöf- und Ítalíu, Modugno („Volare") og marga aðra úr skemmtana- og samkvæmislífi Rómaborgar. — Hann ætlar sér fyrst og fremst að færa sönnur á það, að kona sín sé þess „alls óverðug að bera hið göfuga fjölskyldunafn hans“.... j Svefnlausar skjaldbökur ÞÆR fréttir lásum vér eigi alls fyrir löngu í blaði einu erlendu, að hið mesta vandræðaástand væri ríkjandi hjá „enskum" skjaldbökum — og sennilega víð- ar í Evrópu. Sagt var, að vesal- ings skjaldbökurnar þjáðust af svefnleysi — kæmi nú ekki blund ur á brá, en þeirra háttur er að leggjast í dvala, þegar vetur gengur í garð. — ★ — Orsökin var talin sú, hve sum- arið og haustið hafa verið mild, það muni hafa ruglað skjldbök- Skjaldbakan — henni kemur ekki blundur á brá. .. . urnar í ríminu. — Þetta „vanda- mál“ hefur mjög verið til um- ræðu í Bretlandi — og það bar meira að segja á góma í ritstjórn- argrein í hinu virðulega „Times“ fyrir nokkru. — Svo er að sjá af greininni, að viðkomandi blaða- maður hafi gert tilraun til þess að eiga „viðtal“ við hundrað ára gamla skjaldböku. Sú frumlega tilraun til að bæta persónulegum þætti við hina vísindalegu og ópersónulegu veðurskýrslu sum- arsins mistökst reyridar — en staðreynd er það, að skjaldbök- ,urnar, sem á þessum árstíma eru yfirleitt fyrir löngu fallnar í vetrardvala, er varir oftast þang- að til í apríl, hafa nú orðið and- vaka og vita ekki sitt rjúkandi ráð. — ★ — Englendingur nokkur, sem er skjaldbökuvinur hinn mesti og á fjöldann allan af dýrum þessum, hefur sagt frá þvi, hvernig vesal- LUNDÚNUM, 17. des. (Reuter). TOM DOOLEY, sem segist vera „hamingjusamasti mað- ur í heimi“, þótt hann eigi aðeins eftir 18 mánuði ólif- aða vegna ólæknandi sjúk- dóms, kom við í London í dag á leið sinni frá New York til Austurlanda, þar sem hann ætlar að byggja nokkur sjúkrahús. Dooley, sem er 32 ára gamall fyrrverandi sjómaður frá St. Louis í aBndaríkjunum, er á leið aftur til Laos, en þar hefur hann þegar aðstoðað við að koma upp fjórum sjúkrahúsum í afskekkt- um frumskógarhéruðum. Á nýafstaðinni fyrirlestraferð um Bandaríkin, tókst honum að safna nægu fé til að reisa 10 sjúkrahús í viðbót. En til Banda- ings skepnurnar reika um í eirð- arleysi, leita inn í myrkustu af- kima hússins — en skríða svo aftur fram í dagsljósið eftir skamma hríð, enn ringlaðri en áður. — Þeim hefur ekki komið blundur á brá. Ekki kunnum vér frá því að segja, hvort óveðrið, sem gekk yfir Evrópu á dögunum hefur getað „svæft“ hinar andvaka skjaldbökur.... ríkjanna flaug hann frá Laos fyr- ir þrem mánuðum til að láta framkvæma á sér maga- og brjósthols-uppskurði. Á flugvellinum í London sagði hann við blaðamenn: „Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá er ég hamingjusamasti maður í heimi. Þegar ég komst að því hve veikur ég er, var mín fyrsta hugsun: „Ó, Guð“, en nú er ég ekki lengur hrædd- ur við dauðann.“ Dooley var í bandaríska flot- anum með aðsetur í Austurlönd- um, en. tók læknispróf 1953 og hefur starfað í Laos og Vietnam. „Hvert sem ég fer, þekkir fólk mig,“ sagði hann. „Þegar ég ók til flugvallarins í New York, neitaði leigubílstjórinn að taka á móti fimm dollurunum mínum og sagði: „Lof mér að bjóða núna, svo ég megi á þann hátt hjálpa sjúku barni.“ — Og þannig geng- ur það, allir vilja hjálpa til.“ Hamingjusamasti maður i heimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.