Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 20
20 MORCJJTSTtLAÐlÐ Laugardagur 19. des. 1959 við borð hans. Það hafði því ekki verið neinn vanþóknunarvottur í aðdáun þeirra Ferencz og Jozsi, þegar þeir skoðuðu gullhylkið mitt. Þeir höfðu öllu heldur dóðst að mér fyrir það, hversu vel mér tókst að hagnýta mér þennan nýja Maecenas minn. En það sem mér sárnaði mest var, að ég var sjálfur farinn að efast um mínar eigin hvatir. Hagaði ég mér ekki, þegar á allt var Framleiðsla tTHE PARKER PEN COMPANY litið, eins og aumasta snýkjudýr? Átti ég, sem liðsforingi, sem full- orðinn maður, að láta ala mig og dekra við mig, kvöld eftir kvöld? Þetta vindlingahylki t. d. — ég hefði aldrei átt að þiggja það, eða silkiklútinn, sem nýlega var vafinn um hálsinn á mér, þegar kalt var úti. Ungur ridd- araliðsforingi átti aldrei að leyfa neinum að stinga vindlum í vasa sinn, til að reykja á leiðinni heim og á morgun varð ég, hvað sem það kostaði, að telja Kekesfalva frá þeirri hugmynd sinni, að gefa mér nýjan reiðhest. — Nú fyrst minntist ég þess, að í fyrra dag hafði hann tautað eittihvað um það, að brúni folinn minn liti ekki sem bezt út og það var auðvitað hverju orði sannara. En að láta hann lána mér þriggja vetra fola úr hesthúsinu sínu, orðlagðan kappreiðahest — það kom ekki til nokkurra mála. Lána — já, ég vissi hvað hann átti við með því. Hann var að reyna að kaupa mig — kaupa samúð mina, félagsskap minn, al- veg eins og hann hafði heitið Ilonu heimanmundi, svo að hún yrði kyrr á heimilinu og hjúkr- aði sjúku stúlkunni, dóttur hans. Og ég, einfeldningurinn, hafði nærri gengið í gildruna, án þess að gera mér grein fyrir því, að með þessu var ég að gera sjálfan mig að auvirðilegu snýkjudýri. Fjarstæða, sagði ég enn einu sinni við sjálfan mig og minntist þess hve feimnislega gamli mað- urinn hafði strokið á mér hand- legginn og hversu birti yfir svip hans, í hvert skipti sem ég birt- ist í dyrunum. Ég minntist hins innilega bráður-systurlega sam- bands milli mín og stúlknanna beggja. Þær virtust aldrei veita því athygli, ef mér varð það á, að drekka einu glasi of mikið og ef þær urðu þess varar, þá gladdi það þær aðeins, að ég skyldi una mér svo vel í návist þeirra. Fjarstæða, vitfirring, hélt ég áfram að endurtaka við sjálf an mig. Fjarstæða — þessi gamli maður unni mér heitar en sjálf- ur faðir minn. En hvað gagna all ar sjáifs-fortölur og sjálfs-hvatn ingar, þegar innra jafnvægi manns hefur raskazt? Ég fann að masið og undrun þeirra Jozsi og Ferencz hafði ruglað sjálfsvild mina. Ferðu raunverulega þang- að aðeins vegna samúðar, aðeins vegna meðaumkunar? spurði ég sjálfan mig efablandinn. Læt- urðu ekki að einhverju leyti stjórnast af hégóma og eigin- girni? Hvað sem öðru leið, þá varð ég að rá rétt og örugg svör við þessum spurningum mínum. Ég ákvað því að fækka ferðum minum þangað eftirleiðis og á morgun ætlaði ég að sleppa hinni venjulegu síðdegisheimsókn. Næst dag fór ég því hvergi. Strax að vinnu lokinni ranglaði ég með þeim Ferencccz og Jozsi til kaffihússins, þar sem við lás- um blöðin og spiluðum hið óum- flýjanlega sjökóngaspil. En ég spilaði alveg eins og fá- viti, vegna þess að það hékk kringlótt klukka á þilinu and- spænis mér. — Tuttugu mínútur gengin í fimm, hálf fimm, tutt- ugu mínútur í fimm, tíu mínútur í fimm. — Og 1 stað þess að hugsa um spilin, taldi ég tím- ann. Klukkan hálf fimm var ég vanur að koma í síðdegiskaffið. Þá stóð allt tilbúið á borðinu og bæri svo við, að ég kæmi stund- arfjórðungi of seint, þá var allt- af tekið á móti mér með spurn- ingunni: „Hefur nokkuð komið fyrir?“ Stundvísi mín var orðin svo sjálfsagður hlutur, að þau voru farin að reiða sig á hana sem óbrigðula staðreynd. Vafa- laust voru þau nú líka alltaf að líta á klukkuna, jafn óróleg og ég og biðu og biðu. Væri það nú ekki, þegar á allt var litið, kurt- isara að hringja til þeirra og segja að ég kæmi ekki .... eða senda þjóninn minn..? „Heyrðu, Toni, þú spilar eins og hálfviti. Hugsaðu um það sem þú ert að gera“, nöldraði Jozsi og gaf mér illilegt hornauga. — Það var mér að kenna, að hann hafði tapað spilinu. Ég herti upp hugann. „Heyrðu, er þér sama þó að ég skipti um sæti við þig?“ „Auðvitað, en hvers vegna viítu það?“ „Ég veit það ekki“, skrökvaði ég. — „Ég held að hávaðinn þarna frammi trufli mig“. Raunverulega var það kluxk- an á þilinu, sem ég vildi ekki horfa á og hin hæga, miskunnar- lausa hreyfing stóra vísisins. — Taugar mínar voru spenntar til hins ýtrasta og sú hugsun hélt sífellt áfram að ásækja mig og kvelja, hvort ég ætti ekki að ganga að símanum og afsaka mig. í fyrsta skipti fór mér nú að TIL JÓLACJAFA Mikid úrval af snyrtivörum Vesturbæjar Apótek Löngu eftir viðtöku gjafarinnar þá mun þín og Parker 61 minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun og Parker 61 er sá penni, sem verður notaður og .glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notað- ur. Algjörlega laus við að klessa, engir lausir hlutir, sem eru brothættir eða þarf að hugsa um, hann blekfyllir sjálfan sig með sjálfum sér. Þér ættuð að velja fyrir næstu þá allra beztu . . . Parker 61 penna. — Lítið á Parker 61 — átta gerðir um að velja — allar fáanlegar með blýanti í stíl. tzg9-6 a r á lí 6 TRAIL, VOU’VE GOT NO 'cq BUSINESS LEAPING THIS PARTY iVOU'RE THE ONE WHO Ég er viss um að allar veiði- Btengurnar okkar hafi verið í þessum báti .... En þær eru farnar. Hvað er eiginlega um að vera Markús? Hlutirnir hverfa ekki svona út i bláinn. Mrkús ,ertu viss um að við höfum ekki skilið þær eftir á síð asta viðkomustað? Ég er alveg viss. Þú ert algjörlega ófær að vera leiðsögumaður Markús .... Það ert þú sem þarfnast leiðsögu- manns. verða það ljóst, að hver sá, sem gerir sjálfan sig að þátttakanda í örlögum annarra, glatar að vissu marki sínu eigin frelsi. En fjandinn hafi það, hugsaði ég með mér, ekki hef ég skuld- bundið mig til að arka þangað á hverju einasta kvöldi. Og sam- kvæmt hinum leynilegu lögmál- um tilfinningalífsins, sem valda því, að reiður maður lætur ósjálf rátt gremju sína bitna á einhverj um þeim, sem er algerlega sak- laus, beindist nú óánægja mín, ekki gegn Ferencz eða Jozsi, held ur Kekesfalva sjálfum og stúlk- unum. Þau máttu víst einu sinni bíða eftir mér. Ég ætlaði að sýna þeim það í eitt skipti fyrir öll, að ég yrði ekki keyptur með gjöfum og gullhömrum, að ég ætlaði ekki að koma á tilsettri mínútu, eins og nuddlæknir eða leikfimikennari. Maður skyldi aldrei skapa fordæmi. Vani gat auðveldlega breytzt í skyldu og ég ætlaði ekki að flækja mig fast an í neinu skuldbindingarneti. — Og vegna hinnar heimskulegu þrjósku minnar, sat ég þarna í kaffihúsinu og slæptist í þrjár og hálfa klukkustund, til klukkan hálf átta, til þess eins, að sanna sjálfum mér, að ég væri alger- lega frjáls ferða minna og að góð ur matur og dýrustu vindlar væru mér algert aukaatriði. Klukkan hálf átta bjuggumst við allir til heimferðar. Ferencz hafði stungið upp á því, að við löbbuðum eftir aðalgötunni. En ég var naumast kominn út úr kaffihúsinu, í kjölfar kunningja minna, þegar ég varð var við snöggt tillit tveggja kunnugra augna, um leið og eigandi þeirra hraðaði sér fram hjá. Var þetta ekki Ilona? Jú, auðvitað. Jafn- vel þótt ég hefði ekki, fyrir að- eins tveimur dögum, dáðst ad vínrauða kjólnum og panamahatt inum með breiðu borðunum, þá hefði ég samt þekkt baksvip hennar á hinum mjúku mjaðma- sveiflum, þegar hún gekk. En hvert var hún að fara með svo miklum asa? Þetta var ekki gang ur, heldur hlaup. Hvað sem öðru leið, þá varð ég að elta þennan fallega fugl, hversu hratt sem hann kynni að fljúga á undan mér. „Afsakið mig eitt augnablik", sagði ég og yfirgaf í flýti furðu lostna félaga mína og flýtti mér á eftir hinu flaxandi pilsi, sem nú var komið yfir götuna. „Ilona, Ilona. Stanzaðu! Stanz- aðu“, hrópaði ég á eftir henni, þegar ég sá, að ég gat ekki hlaup ið hana uppi. Loks nam hún staðar, án þess að á henni sæjust nokkur undr- unarmerki. Hún hafði auðvitað séð mig, þegar hún þaut fram hjá kaffihúsinu. ......gparió yóixj hiaup á miUi margra verzlana! MtlWOL ÍÍIÍ tfWl! - Ausfcurstræti sflíltvarpiö Laugardagur 19. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 VeSurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Nor- ræn jól. 14.25 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: ,,Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XV. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Tónleikar. — Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 A bókamarkaðnum (Vilhjálmur t>. Gíslason útvarpsstjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dagslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.