Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. des. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 3 Hann STAKSTEIMAR sleikti Reiðir Tímamenn NÚ Á TÍMUM er mönnum tíð- rætt um stórar flugrvélar og hraðfleygar. Og komist flugmenn í heimsfréttirnar er það venjulega fyrir ný hæðar- met eða hraðamet og er þá auð vitað miðað við hraða hljóðs- ins. En stöku sinnum komast þeir þó í fréttirnar, sem hvorki fljúga hraðar eða hærra en all ir aðrir. Einn þeirra er Banda- ríkjamaðurinn Max Conrad, sem stundum hefir verið nefndur „Flugmaðurinn syngj andi“, því hann vinnur oft að tónsmiðum á flugferðum sin- um. Conrad er þó frægari fyrir flugmennskuna en tónsmíðarn ar. Á undanförnum árum hef- ir hann sett mörg langflugs- met í lítilli einshreyfils flug- vél. Flugið er honum ævintýr, hann flýgur sér til ánægju, er alltaf einn á ferð og hefur náð mjög góðum árangri. — Hann er þátttakandi í tækni- kapphlaupinu — og þess vegna er hann orðinn frægur. Max Conrad flaug fyrir skemmstu í einum áfanga frá Casablanca í Afríku til E1 Paso á landamærum Mexico og Bandaríkjanna á eins hreyf ils flugvél. Var hann 56 klst. og 26 mín. á flugi og er það nýtt met á vegalengdinni, sem er 6911 mílur. í vor flaug hann frá Cacablanca til Los Angeles á 58 stundum og 38 mín., sem var líka nýtt met á einsbreyf- ils vél. Vegalengdin í beinni fluglínu er 7683 mílur, en Con- rad varð að taka ýmsa króka og flugleið hans var um 8300 mílur. ★ Conrad er kominn af létt- asta skeiði. Hann er 57 ára að aldri, 10 barna faðir, á að baki um 36.000 flugtíma og hefir flogið 60 sinnum yfir Atlants- haf. Og enn er hann óþreyttur á fluginu og ætlar að halda á- fram, setja fleiri met, segir hann. Báðar fyrrgreindar flugferð ir hans yfir Atlantshafið eru taldar mjög merkilegar og bera vott leikni, sem fáir menn hafa sýnt. Flugvélin hans er af gerðinni Piper Comanche, hefur 250 hestaf’a hreyfil og getur tekið 60 gallon af benz- íni, eins og hún er útbúin, þegar hún kemur frá verk- smiðjunni. En Conrad hefur látið setja í hana aukabenzín- geyma svo að nú ber flugvélin Conrad setti meira benzin í litlu flugvélina sína en er í þessum 9 tunnum, sem hver um sig tekur 55 gallon. Þæfin^sfærð á fjallvegumim FÆRÐ er nú farin að þyngjast víða á fjallvegum, þó enn sé öllum leiðum haldið opnum, nema Siglufjarðarskarði. Talið er óráðlegt að leggja á heiðarnar á minni bílum, þó stórir bílar komist leiðar sinnar. Leiðin norður á Akureyri á að heita fær. Þæfingur er á Ö..na- dalsheiði og skaflar á Holtavörðu heiði, en báðum er heiðunum haldið opnum. Verður reynt að halda því áfram til jóla. Þó getur verið að Vegafnálaskrifstofan verði að binda mokun á vegun- um við póstferðirnar eða rútu- ferðirnar, ef veður versnar úr þessu. Ættu menn því að leita sér upplýsinga áður en lagt er á fjallvegina. Nú er Alþýðuflokkurinn skyndl lega orðinn „þröngsýnn og' óbil- gjarn í garð bændastéttarinnar“. Hann var það vist ekki vorið 1956, þegar Framsóknarflokkur- inn var að stofna með honum Ilræðslubandalagið. Hann var það heldur ekki, þegar þeir Her- mann og Eysteinn sátu með hon- um í hverri ríkisstjórninni á fæt- ur annarri. En hvers vegna skyldi hann þá allt í einu vera orðinn svona „þröngsýnn og óbilgjarn í garð bændastéttarinnar“ einmitt nú® Ætli það sé ekki vegna þess, að F amsóknarmenn hafa ekki feng- ið hann til samvinnu við sig um stjórnarmyndun, eftir að ævin- týri vinstri stjórnarinnar lauk'/ Þannig miða Framsóknarmenn ævinlega alla afstöðu sína til flokka og manna við það, hvernig þeim sjálfum gengur hið pólitíska hentistefnubrask sitt. Oft er það fjölmennur hópur sem tekur á móti Conrad, þegar hann kemur heim úr flugferðum sínum, því fjölskyldan er stór. Hér fagna þrjú barnanna honum á flugvellinum í San Francisco, en þar býr hann. Skyndileg breyting 0 0 0 0 +S0 & 0 0 0 #■>*< -0. 0 0 0 „Þröngsýnn og óbilgjarn“ Undir lok forystugreinar sinnar í gær kemst Tíminn m. a. að orði á þessa leið: „Og síðasti liðurinn í hinni ei- lífu „einingarbaráttu" íhaldsins er sá, að mynda ríkisstjórn með þeim flokki, sem með hverju ár- inu hefur reynzt þröngsýnni og óbilgjarnari í garð bændastéttar- innar.“ Þessum ummælum mun vera beint til Alþýðuflokksins. Án þess að taka upp nokkra vörn fyrir hann, má benda Framsókn- armönnum á það, að Alþýðu- flokkurinn er einmitt sá stjórn- málaflokkur, sem Framsóknar- menn hafa á undanförnum árum lagt mesta áherzlu á að fá til sam vinnu við sig. Það var með hon- um, sem Hermann Jónasson og Eysteinn gengu í hina fyrstu vinstri stjórn á árunum 1934— 1938. Það var með honum, sem þeir hófu stjórnarsamstarf á ár- unum 1947—1949. Og það var með þessum sama flokki, sem þeir gengu í hina síðari vinstri stjórn á árunum 1956—1958. hans 520 gallon, sem er ekkert smáræði. Hann hefur fjarlægt sætin fjögur úr flugvélinni og komið fyrir fjórum stórum benzíngeymum í farþegarým- inu. Hann situr meira að segja inn eftir heima, því ekkert má út af bregða. Ef Conrad hefði lent í slæmu veðri og orðið að nýta orku hreyfilsins til hins ýtrasta, þá hefði hann orðið að fara að biðja fyrir öldutoppana sjálfur á einum geyminum, þegar hann er á flugi. Annað er þó mun merkara. f venjulegu flugi eyðir hreyf- illinn í Piper Comanche 14 gallonum á klukkustund og er þá reiknað með 75% benzín- inngjöf að jafnaði. Conrad hef ir tekizt að spara svo við hreyf ilinn að hann getur flogið á tæplega 7 gallonum á klst. — og það gerði hann einmitt í metfluginu í vor. Að vísu flýg- ur vélin ekki jafnhratt og ella, hann notar aðeins 40% af orku hreyfilsins. En með svona lít- illi benzíngjöf er alltaf hætta á þvi að hreyfillinn kólni of mikið, sprengi þar með ekki nógu vel og nýti ekki allt benzínið. Conrad hefur séð við þessu með því að taka af hreyflinum olíukælinn. Það mundu ekki allir flugmenn leggja með glöðu geði upp í Atlantshafsflug og skilja kæl- sér. En hann tefldi á hættuna. Conrad tók líka allt það, sem hann taldi ónauðsynlegt, af flugvélinni til að létta hana. Þegar hann fór á loft í Casa- blanca vó flugvélin um 2,5 tonn, en fullhlaðin vegur vél- in undir venjulegum kringum stæðum 1,4 tonn. Samt notaði hann ekki nema 4000 fet af flugbrautinni og hann gat hækkað flugið með hraða sem nemur 500 fetum á mínútu. Conrad flaug samt aldrei hærra en í 500 fetum yfir Atl- antshafið. Mestan hluta leið- arinnar var hann í 300 fetum og stundum fór hann alveg niður að sjávarfletinum svo að sælöðrið skvettist upp undir flugvélina. Hann sleikti bein- línis öldutoppana. Fyrst í stað, meðan flug- vélin var þyngst, notaði hann um 13 gallon af benzíni á klst. En jafnóðum og benzínið minnkaði og flugvélin léttist dró hann úr benzíngjöfinni og þynnti blöndu lofts og elds- neytis, sem fór inn á hreyf- ilinn, allt þar til hann komst niður fyrir 7 gallon á klst. ★ En hvernig fór hann að halda sér vakandi allan þenn- an tíma? Conrad svaraði því sjálfur svo, að hann hefði aldrei orðið nógu syfjaður tíl að nota pill- urnar, sem hann átti að taka til að halda sér vakandi. í bæði skiptin hafði hann lítinn mat rheð sér, „hann ætlaði ekki að ofþyngja flugvélina". Aðein te á brúsa og nokkrar brauðsneiðar, það var allt og sumt, sem hann hafði í fyrri ferðinni og þá flaug hann í 58 stundir rúmar. I síðari ferðinni hafði hann þrjá vatnsbrúsa, svolítið te og kaffi. Hann ætlaði í rauninni að fljúga alla leið til Los Ang- eles aftur, en hann lenti í E1 Paso vegna þess að hann var löngu búinn með vatnið og var að deyja úr þorsta. Þá var hann líka búinn að vera lið- lega 56 stundir á flugi — og ,,ég hefði getað þambað heila tunnu af vatni“, sagði hann. Hann sá aldrei skip né flugvél- ar alla leið yfir hafið. Flaug frá Casablanca í áttma að Trinidad, en þegar hann hafði landsýn þar tók hann sveig utan eyja. Hann sagðist ekki vilja eiga á hættu að vera skotinn niður yfir Kúbu. En á leiðarenda átti hann eftir eldsneyti til nokkurra stunda flugs til viðbótar. Tíminn er í gær mjög reiðuf vegna lýsingar Morgunblaðsins á viðleitni Framsóknarmanna til þess að ala á úlfúð og illindum milli sveita og sjávarsíðu. Rifjar Tíminn upp 20—30 ára gamlar sögur um óánægju vegna setn- ingar afurðasölulaganna. Telur hann þær sönnun þess, að Sjálf- stæðismenn hafi síður en svo viljað stuðla að bættri samvinnu milli sveitafólksins og kaupstaða búa. Þetta er auðvitað hin mesta fjarstæða. Það er síður en svo sönnun fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nokkurn tímann alið á ríg milli sveita- og sjávar- síðu, að framleiðendur og neyt- endur greindi nokkuð á um það fyrir 2—3 áratugum, hvernig af- urðasölunni yrði haganlegast fyr- irkomið. Sjálfstæðismenn hafa síðar lagt sig fram um það að bæta samvinnu þessara aðila ein- mitt um þessi mál og orðið þar mikið ágengt. Nú síðast hafa Sjálfstæðismenn haft forysíu um að koma á samkomulagi milli j framleiðenda og neytenda um verðlagningu afurðanna. Tíminn ■ og leiðtogar Framsóknarflokksins gerðu hins vegar það sem þeir gátu til þess að hindra slíkt sam- komulag. Tímamenn eru því sannarlega samir við sitt. Tak- mark þcirra er ævinlega að spilla sambúð bænda og íbúa sjávar- síðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.