Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 2
MORCVNUL4ÐIÐ
Fxmmfudagur 31. des. 1959
Hluti KennaraskóSans
nýja kominn undir þak
UM ÞESSI áramót á Kenn-
araskóli íslands þeim merka
áfanga sögu sinnar að fagna,
að fyrsti hluti nýrra húsa-
kynna hans er kominn und-
ir þak.
Kennaraskólinn var stofnaður
eftir setningu hinna fyrstu al-
mennu fræðslulaga 1907. Hús var
reist á skömmum tíma, og þar
tók skólinn til starfa þegar haust-
ið 1908, settur í fyrsta sinn 1.
okt. það ár.
Húsnæði þetta er fyrir löngu
orðið gersamlega úrelt og ófull-
nægjandi, þótt með stórhug og
dugnaði væri reist í öndverðu,
enda hefur skólinn orðið að taka
annað húsnæði á leigu um langt
skeið, jafnvel á mörgum stöð-
um.
Fyrsti áfangi hins nýja skóla-
húss er nú kominn undir þak,
og var blaðamönnum boðið að
skoða bygginguna í gær. — Er
hún þegar orðin hin reisulegasta.
Flatarmál er 874 fermetrar og
Velti stolnum bíl
Á ANNAN í jólum var stolið
bifreið fyrir utan samkomuhúsið
í Brautartungu í Lundareykja-
dal. Ök þjófurinn, sem var
drukkinn, niður eftir veginum og
út af við Gullberastaði, sem er
næstnæsti bær við Brautartungu,
og skemmdist bifreiðin mjög
' mikið.
Bifreiðin, Chevrolet sendi-
ferðabíll, er eign ljósmóðurinnar
í sveitinni. Var innansveitar-
skemmtun í Brautartungu þenn-
an dag og hafði hún skilið lykil-
inn eftir í bílnum þar á hlaðinu.
Ekki sást til þjófsins er hann
ók burt í bílnum, en hann náðist
og hefur sýslumaðurirm í Borgar-
nesi yfirheyrt hann.
Hin stolna bifreið er nær ónýt,
en þjófurinn, sem var einn í biln
um er hann valt, mun hafa slopp-
ið svo til ómeiddur.
rúmmál hennar 10 þús. rúm-
metrar.
Teikningar hússins hafa verið
gerðar á teiknistofu húsameistara
ríkisins.
Fyrsti áfangi skólans eru þrjú
hús af fimm húsa samstæðu, sem
mynda eiga kjarna allra bygg-
inganna. Einnig er komin álma
fyrir skólastjóra, vinnuherbergi
kennara o. fl.
Kennslustofur verða átta og
auk þess verða í þessum áfanga
bókasafn, lestrar- og söngsalur
o. fl. Húsrými er mjög vel nýtt,
að því er virðist, gangar eru fáir,
kennslustofur óvenjustórar og
bjartar, og af teikningum húss-
ins sést, að aðbúnaður allur ætti
að geta orðið afar góður.
Kostnaður er orðinn rúmlega
6 millj. kr. og áætlað er, að enn
þurfi um 9 millj. kr. til að full-
gera fyrsta áfanga.
Góðir möguleikar eru til
stækkunar skólahússins, enda má
gera ráð fyrir að nemendafjöldi
Kennaraskóla íslands fari sívax-
andi á næstu ánim.
Hvenær kennsla getur hafizt
í hinni nýju byggingu, fer al-
gerlega eftir fjárveitingu til
hennar. Er það ósk allra, sem
hlut eiga að máli, að það dragist
ekki úr hömlu.
1837 slys
í bæn
um
SO deild rannsóknarlögreglunn-
ar sem fjallar um slys og bíla-
árekstra, skýrði Mbl. svo frá í
gær, að á því ári, sem nú er senn
liðið hafi deildinni borizt til úr-
lausnar 1837 mál, á móti 1685
árið 1958.
Á árinu hafa 8 manns látið líf-
ið í umferðarslysum hér í bæn-
um og nágrenni hans.
Ölvaðir menn hafa valdið
mörgum árekstrum og óhöppum
og munu skýrslur m slík afbrot
vera milli 40—50. Við athugun á
tölu slasaðra kemur í ljós að hún
er 216, — fólk á öllum aldri, sem
hloið hefir meiri og minni
meiðsl af völdum umferðarslys-
anna.
Góður og jafn afli
KEFLAVlK, 30. desember: —
Tólf síldarbátar komu inn í dag
með 2403 tunnur síldar. Hæstur
hringnótabáta var Hrafnkell með
792 tn.
Af reknetjabátum var hæstur
Gunnar Hámundarson með 250
tn. Afli báanna var yfirleitt góð-
ur og jafn. — Helgi S.
Áfengi seldist í gœr
fyrir 2 millj. kr.
Logregluvörður við áfengisúfsölurnar
f GÆR var metsöludagur í báð-
um vínbúðunum í Reykjavík. —
Um þrjú leytið þurfti að fá lög-
regluvörð við búðardyrnar, þar
eð troðningurinn var orðinn svo
mikill, er menn voru að kaupa
sér áfengi til að fagna áramótun-
um. Á Snorrabrautinni seldist
fyrir 1,1 millj. króna, en í Nýborg
Lögreglan
hundrað
Húsmœðui’
athugið !
REYKVlSKAR húsmæður skulu
minntar á það að verzlanir loka
kl. 12 á hádegi í dag og verða
ekkert opnar fyrr en á mánudag-
inn. 4. janúar.
Mjólkurbúðir verða opnar til
kl. 14 í dag en lokaðar á morgun,
nýjársdag.
Síðustu ferðir strætisvagna í
Reykjavík verða kl. 5,30 síðdegis
í dag. Þeir hefja ferðir kL 14 á
morgun, nýjársdag.
tann á 4.
kínverja
MJÖG hefur þótt á því bera hér
í bænum undanfarið, að strákar
tækju forskot á gamlárskvöld
með púðurkerlingakasti. Tók
rannsóknarlögreglan að athuga
málið eftir að götulögreglan
hafði aflað ýmissa upplýsinga.
Leiddi það til þess að piltur var
handtekinn, húsleit gerð hjá hon
um, sem að vísu bar ekki ár-
angur. En í fyrrinótt tókst að
fá botn í málið, því lögreglunni
var þá gefinn upp felustaður
sprengjuefnisins. Var hald lagt á
hátt á fjórða hundrað „kínverja“,
sem smyglað hafði verið inn til
landsins. Hafði pilturinn selt
vemlegt magn á 3—8 krónur
stykkið.
104 Islendingar fórust
af slysförum á árinu
BLAÐINU hefur borizt skýrsla
Slysavamafélags íslands fyrir
árið 1959. Ber hún með sér að
mikið mannfall hefur orðið með
Islendingum af slysavöldum
ýmiss konar.
Á árinu hafa 104 menn látið
lífið, en í fyrra voru þeir 58. —
Hæst er tala þeirra, sem drukkn-
að hafa í sjó eða vötnum en þeir
eru fimmtíu og níu.
I umferðarslysum hafa fjórtán
menn beðið bana, þar af urðu
tíu fyrir bifreiðum. Sextán menn
biðu bana í umferðarslysum
1958.
Af ýmsum slysum hafa þrjátíu
og einn maður látizt, þar af 7
í flugslysum, 5 af bxruna og 6
menn hafa horfið.
Sjúkraflugið
Að kvöldi hins 29. des. hafði
Björn Pálsson flutt 146 sjúklinga
af 54 stöðum á landinu, en auk
þess flogið með 11 börn í loft
upp vegna kóghósta. Biðu þá þrír
sjúklingar flutnings utan af landi
til Reykjavíkur og fimm börn
með kíghósta eftir flug upp i
háloftin.
Sjúkraflug Björns Pálssonar
hefur vakið athygli víða um
heim, og hafa birzt greinar um
það í mörgum erlendum blöð-
um og tímaritum. Hefur sam-
vinna Björns við Slysavarnarfé-
lagið verið til mikilla hagsbóta
fyrir landsmenn.
Tryggvi Helgason, flugmaður,
tók á árinu við stjórn nýrrar
sjúkraflugrélar fyrir Norður-
land.
Björgunarstörf
Á árinu björguðust 42 menn
xir sjávarháska hér við land, þar
af 21 í gúmmíbjörgunarbátum.
Auk þess veitti Slysavarnafélagið
aðstoð við margvísleg björgunar-
störf og leitir bæði að skipum
og horfnu fólki. Naut þar sem
áður margvíslegrar aðstoðar f jöl-
margra aðila, innlendra og er-
lendra, og biður félagið blaðið
að færa öllxxm landsmönnum
þakkir fyrir gott samstarf á ár-
inu. —
Nýja flutningaskipið
komið til landsins
Skipshöfn, 11 manns, fór utan
skömmu áður en skipið var af-
hent, en Steinar Kristjánsson
skipstjóri og Þórir Kjartansson,
vélstjóri, voru komnir þangað
áður. Fyrsti stýrimaður er Páll
Ragnarsson. Sigldi skipið fyrst
með farm til Danmerkur og það-
an til Ventspils í Rússlandi, þar
sem það tók timbur til nokkurra
félagsmanna Verzlanasambands-
ins og timburkaupmanna í
Reykjavík. Kom það fyrst til Vest
mannaeyja og losaði hluta af
farminum þar í gær, en er vænt-
anlegt til Reykjavíkur í dag.
Sennilega fer skipið héðan 4.
eða 5. janúar og tekur fiskimjöl á
nokkrum höfnum úti á landi.
Stjórnarformaður Hafskips h.f.
er Helgi Bergsson. Aðrir í stjórn
eru Gísli Gíslason stórkaupmaður
í Vestmannaeyjum, Ingólfur Jóns
son, landbúnaðarráðherra, Axel
Kristjánsson, forstjóri, Hafnar-
firði, Ólafur Jónsson, forstjóri,
Sandgerði.
LAXÁ, hið nýja flutningaskip
Hafskip h.f., kom til Vestmanna-
eyja í fyrrinótt og er væntanlegt
til Reykjavíkur í dag. Skipið er
724 tonn d.w. að stærð og er tal-
ið mjög vandað og gott sjóskip.
Það mun verða í millilandasigl-
ingum' aðallega fyrir Verzlana-
sambandið, en mun einnig taka
annan flutning. Heimahöfn þess
er Vestmannaeyjar.
Skipið er byggt í Skipasmíða-
stöðinni D. W. Krenersohn í
Elmshorn, skammt frá Hamborg
í Þýzkalandi. Samið var um smíði
þess 13. marz 1959 og var það af-
hent 10 des. sl. Það er 60 m langt
og 9,5 m breitt. Lestarrými er 55
þús. kúbikfet. Aflvél er 750 ha.
Dieselvél. Ennfremur eru í því
tvær Mannheim Ijósavélar og spil
eru vökvadrifin. Skipið er ís-
styrkt með tilliti til siglinga um
Eystrasalti að vetri til og búið
fullkomnustu siglingatækjum.
Ganghraði þess í reynzluför var
11,7 sjómílur.
S*' NA /5 hnufar >/ 5 V 50 hnufar ¥: Snjókoma y 06 i X7 Skúrír K Þrumur w*%, Kutíaskil Hifaskit H Ha» L LœqH
fyrir 900 þús. kr. eða samtals fyr-
ir 2 millj. króna.
Til samanburðar má geta þess
að í fyrra seldist á sama degi
áfengi í Reykjavík fyrir 1,6 millj.
887 þús. í vínbúðinni á Snorra-
braut og 730 þús. í Nýborg. Að
vísu hefur áfengi hækkað um 12
til 15% síðan, en salan hefur samt
aukizt til muna.
1,2 millj. kr. á 3 tímuin.
í dag eru vínbúðir Áfengisverzl
unarinnar opnar til hádegis og
mun þá vafalaust enn bætast
drjúgum í ríkiskassann. í fyrra
seldist á þessum þremur tímum
á gamlársdag fyrir 550 þús. kr.
í Nýborg og fyrir 650 þús. í vín-
búðinni á Snorrabraut eða fyrir
1,2 millj. kr.
Þó áfengissalan væri mikil í
gær var þó salan á Þorláksmessu
í vínbúðunum í Reykjavík enn-
þá meiri. Þá seldist áfengi fyrir
2,5 millj. kr., en fyrir rúmar tvær
millj. í fyrra.
I gær var heildarsalan í des-
emberxxiánuði orðih 14,5 millj. í
Reykjavík.
Heildarsalan á árinu hefur aukizt
Ekki Uggja fyrir tölur um
heildarsölu áfengra drykkja á
öllu landinu á árinu, en fyrstu 11
mánuði ársins seldist áfengi fyr-
ir 153,4 millj. krna. Hafði salan
aukizt frá í fyrra úr 127,3 millj. á
sama tíma.
Norblæg átt og frost á nýársnótt
Á kortinu í dag ber mest
á lægð milli íslands og Nor-
egs. Sú lægð hreyfist norð-
austur á bóginn nokkuð hratt,
en önnur lægð er alveg vestur
af Irlandi, hreyfist hún einn-
ig norðaustur og var gert ráð
fyrir að hún mundi valda suð-
vestan hvassviðri og rigningu
í Skotlandi og írlandi í nótt.
Hlýjast á kortinu er 11 stiga
hiti í Valencia og kaldast á
Tobinhöfða 16 stiga frost.
Horfur eru á að hér á landi
verði norðlæg átt og frost á
nýjársnótt ,bjart veður sunn-
anlands, en nokkur snjókoma
fyrir norðan.
Veðurútlit: SV-land, Faxa-
flói, SV-mið og Faxaflóamið:
Norðan gola eða kaldi, létt-
skýjað, frost 3—6 stig. —
Breiðafj. og Breiðafj.mið: NA-
kaldi, skýjað, sums staðar él
í nótt. — Vestfirðir og Vest-
fjarðarmið: Norðan stinnings-
kaldi, snjókoma. Norðurland
og Norðurlandsmið: Norðan
og norðaustan kaldi, dálítil
snjókoma, einkum vestan til.
— NA-land og NA-mið: Hæg-
viðri og léttskýjað í nótt, norð
an kaldi og dálítil snjókoma
á morgun. — Austfirðir, SA-
land, Austfjarðamið og SA-
mið: Norðan og norðvestan
gola og síðan kaldi, léttskýjað.