Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 6
6
M O R G U N TJ L A Ð 1Ð
Fimmfudagur 31. des. 1959
Gdð atvinna,
aukinn skipastóll,
búskapur misjafn
Eftirmæli fréttamanna Mbl. um liðið dr
NOKKRIR fréttamenn Mbl
úti á landi símuðu eftirmæli
liðins árs til blaðsins í gær.
Eru þau eftirmæli nokkuð
misjöfn, eins og við var að
búast, tíðarfar hefur sums
staðar verið gott en annars
staðar illt og aflabrögð einnig
misjöfn. Rigningarnar á Suð-
urlandi í sumar hafa valdið
því, að afkoma bænda er lé-
legri þar en í fyrra og hey-
fengur rýrari.
Á Norður- og Austurlandi
er þessu þveröfugt farið.
Bjargráð V-stjórnarinnar frá
vorinu 1958 hafa aftur á móti
komið enn harðar niður á
bændum á þessu ári en í fyrra
og reynzt jafn þung í skauti
í öllum landshlutum. Vélbát-
ar hafa yfirleitt fiskað betur
en árið áður, sem er útfærslu
landhelginnar að þakka.
Skipastóll hefur verið auk-
inn í ýmsum kaupstöðum og
kauptúnum og eru vonir við
það bundnar.
Atvinna hefur víðast hvar
verið góð úti á landi og af-
koma launamanna því bæri-
leg.
Frásagnir fréttaritaranna
fara hér á eftir:
STYKKISHÓLMI — Þetta ár,
sem nú kveður, hefur í mörgu
verið hagstætt Stykkishólmsbú-
um og fólki hér við Breiðafjörð.
Samt hefur tíðarfar vetrið erfið
ara en mörg undanfarin ár. Gæft-
ir til sjávarins voru ekki góðar
í byrjun ársins, en lagaðist þegar
kom fram í marz. Vertíðarafli Var
svipaður og árið 1958, en færri
róðrar. f ár var afli trillubáta
mjög góður og er óhætt að þakka
það útfærslu landhelginngar.
Kuldar voru miklir í maí og
júlí, en gróður kom fljótt þar
á eftir og varð heyfengur manna
hér mjög sæmilegur, þrátt fyrir
stöðugar rigningar frá byrjun
ágústs til nóvemberloka. Það
skyggir dálítið á að togaraútgerð-
in hefur ekki gengið eins vel á
þessu ári og 1958 og er því til
að dreifa, að togarinn bilaði við
Nýfundnaland í sumar og þegar
þaðan kom, var tregur afli á
heimamiðum.
Þá varð sá skaði hér í bænum
að við misstum hótelið 1. septem-
ber og hefur það orðið mjög til-
finnanlegt, er enn óráðið hvernig
þau mál leysast í framtíðinni.
Héðan hafa farið tveir bátar,
sem ekki verða gerðir út héðan
í vetur, en vonir standa til að
bátar komi í þeirra skörð, m. a.
kemur hingað leigubátur frá
Ólafsfirði, sem Sigurðui Ágústs-
son leigir, og hlutafélagið Þórs-
nes fær mjög bráðlega nýjan bát
frá Danmörk og er skipshöfn
farin út til að sækja hann.
Heilsufar ársins má heita gott,
fólksflutningar til og frá Stykk-
ishólmi hafa verið með meira
móti, en íbúatalan mun vera
nokkuð lík og í fyrra. Þá voru
hér um 940 manns. Þá hefur
vatnsveita Stykkishólms verið
mjög bætt og við hana unnið í
allt haust. Sumarsíldveiðin brást
hér alveg og því engin síldarverk-
un hér í sumar, eins og verið
hefur undanfarin ár. —Á.H.
PATREKSFIRÐI 30. desember:
Jólin hafa gengið vel fyrir sig
hér á Patreksfirði. Engar íkveikj
ur og skemmtanalíf ágætt.
Fram að jólum reri einn bátur
héðan úr Patreksfirði og fiskaði
með fádæmum vel af ágætis fiski.
Fékk hann allt að 15 tonn í róðri.
Togararnir hafa verið í sigl-
ingum undanfarið. Ólafur Jó-
hannesson kom í höfn á Þor-
láksmessu og fór út aftur 27. des-
ember. Sæborg mun hefja róðra
tafarlaust upp úr áramótum og
einnig báðir bátarnir frá Tálkna
firði, Guðmundur á Sveinseyri
og Tálknfirðingur.
Um miðjan janúar er væntan-
legur nýr bátur frá Danmörku
hingað til Patreksfj arðar, sem
heitir Andri. Skipstjóri á honum
verður víðkunnur aflamaður, Jón
Magnússon frá Hlaðseyri.
Árið hjá okkur hefur verið
síðra en skyldi að því leyti, að
togararnir hafa aflað verr en
næstliðið ár. Að öðru leyti hefur
það verið gott og má telja sæmi-
lega velmegun hér. Þess má geta
til dæmis, að fyrirtæki hér á
Patreksfirði munu ekki eiga mik-
ið útistandandi hjá sjómönnum
eða verkafólki.
Fréttaritari.
BOLUNGARVÍK 29. des. — Hér
hefur verið indælis jólaveður og
bærinn aldrei meira skreyttur.
Þrjú stór jólatré lýsa á góðum
stöðum í bænum, og fólk hefur
skreytt hús sín fagurlega, mis-
litum ljósum. Blasa þau við veg-
farendum á kvöldin Iíkt og í aust
urlenzkri ævintýraborg.
Á annan í jólum var sjónleik-
urinn Stubbur sýndur tvisvar
sinnum við mikinn fögnuð.
Þetta ár hefur verið Bolvík-
Þessi mynd er tekin við höfnina í Neskaupstað á gamlárs-
kvöld í fyrra. Tvö skip liggja á höfninni, Ijósum prýdd. Það
er Reykjafoss, sem Iiggur nær, en Gerpir fjær.
(Ljósm. Reynir Zoega).
ingum gott. Atvinna hefur verið
næg og afkoma góð, afli til lands
og sjávar allgóður.
Byggingaframkvæmdir hafa
verið miklar eða um 12 íbúðarhús
í byggingu fyrir utan eitt skrif-
stofuhúsnæði.
Hafnarframkvæmdum hefur ]ít
ið miðað áfram, en þær eru lífs-
spursmál Bolvíkinga.
Að venju verða hér 2 stórar
brennur á gamlárskvöld, sem
unglingar standa fyrir. Ytrimala
púkar standa fyrir brennu uppí
Bolum og Innrimalapúkar fyrir
brennu á Múrhúsum. Áramót
hafa gengið skikkanlega fyrir
sig hér að undanförnu og þess
er að vænta að svo verði eins að
þessu sinni.
Fréttaritari.
SIGLUFIRÐI — Almenn afkoma
hefur verið allgóð á þessu ári
í bænum. Héðan eru gerðir út
tveir togarar, Hafliði og Elliði,
og hafa þeir lagt rúm 8000 tonn
af afla hér á land til vinnslu. í
sumar voru saltaðar 111,823
tunnur af síld hér, og brædd
278.565 mál hjá Síldarverksmiðj-
unum og hjá Rauðku 77 þús. mál.
Saltsíldin er nær öll farin, en
mikið ófarið af mjöli og lýsi.
Á árinu var togbáturinn Mar-
grét keyptur í Þýzkalandi og hef-
ur hann fiskað ágætlega. Bragi,
60 tonna bátur var endurbyggður
í Keflavík, kom í byrjun síldar-
vertíðar og hefur einnig fiskað
ágætlega.
Farið hefur fram endurbygg-
ing á Hafnarbryggjunni innri, og
var hún mikið til tilbúin í októ-
ber í haust, en ekki hefur verið
tekið til afnota nema nokkuð al
henni ennþá. Þá hefur verið unn-
ið talsvert við Gagnfræða- og
barnaskóla og sundlaugina og
grafið fyrir grunni að viðbótar-
byggingu við sjúkrahúsið. Þa
hefur verið brotið land hér á
þessu ári undir væntanlegan
sjúkraflugvöll, en eftir er að bera
ofan í hann til að hann verði
nothæfur. Jarðabætur við Hóls-
búið, sem bærinn rekur hafa ver-
ið talsverðar í sumar.
Aflabrögð báta voru ágæt hér
í sumar og fram á haustið. Hey-
skapur gekk illa síðari hluta
sumars eins og víðar. Þó náðust
hey upp fyrir og eftir göngur í
haust og eru nú á fóðrum hér í
skrifar ur
daglega iífinu
]
* Tíminn etur börnin
sín.
Gamla árið hefur senn runn-
ið sitt'skeið á enda, nýtt ár er
á næsta leyti og Velvakandi
skrifar sinn síðasta pistil á ár-
inu. Er þá ekki úr vegi að líta
yfir farinn veg, halda til haga
því sem vel hefur tekizt og
læra af því sem miður hefur
farið eins og segir í öllum góð-
um skálaræðum um áramótin.
Áramótin minna okkur á þá
ömurlegu staðreynd að tíminn
er floginn frá okkur fyrr an
varir og oft áður en við höfum
lokið því, sem við höfðum
hugsað okkur að framkvæma.
í forngrískri goðafræði er
„Tíminn“ (Kronos) talinn til
guðanna. Er hann gamall og
gráhærður og sagður hafa
þann eiginleika, að hann eti
börn sín. Þessi goðsögn hefur
vissulega mikið til síns máls
og munu börn allra tíma hafa
reynt sannleiksgildi hennar.
Áramótin minna okkur á nauð
syn þess, að verja tímanum vel
og oftar en um áramót þyrft-
um við að vera þess minnug
hve hraðfleygur hann er.
* Undur og tákn á
nýjársnótt
Áramótin hafa þótt merki-
leg í fleira skilningi en sem
mælikvarði á árin. Undur þjóð
trúarinnar eru mörg bundin
við áramót eða nýjársnótt eins
og eftirfarandi kafli íslenzkra
þjóðhátta ber með sér:
Ré>0 (
„Það er gömul trú, að á
gamlárskvöld á maður að geta
séð konuefni sitt, eða kona
mannsefni, með því að horfa
í spegil í koldimmu herbergi.
Fyrst á að hafa yfir þulu, sem
fáir kunna nú, en enginn má
vita um þetta og enginn vera
við. Fyrst koma kynjamyndir
á spegilinn, en svo á að koma
hönd með hníf eða eitthvert
vopn. Hún á að koma fram
þrisvar sinnum, en ekki má
snerta hlutina eða taka við
þeim, því að það verður manni
til ógæfu. Seinast fara mynd-
irnar í speglinum að skýrast,
en loks kemur fram hin eina
rétta mynd, varir nokkrar selc-
úndur, en svo hverfur allt“.
Margir mundu sjálfsagt fús-
ir á að nota sér af þessum á-
gætu fræðum, ef þulan væri
ekki týnd, því forvitnilegt er
að vita fyrirfram hver verða
skal manns maki.
* Þökk fyrir bréf og
bendingar
Velvakandi vill nú á áramót
unum þakka kærlega öllum
þeim, sem með tilskrifum og
góðum ráðleggingum hafa
stuðlað að því að þessir dálkar
urðu líflegri og fjölbreytilegri
en ella. Öllum þessum ágætu
stuðningsmönnum sínum svo
og lesendum sínum og lands-
mönnum öllum óskar Velvak-
andi ÁRS OG FRIÐAR.
| plássinu 1500 fjár og 70 kýr mjólk
; andi, þar af 60 á Hólsbúinu einu.
Á árinu, sem er að líða hafa
fæðzt 73 börn og jarðsettir 15
Siglfirðingar hér.
Um jólin var skírt hér 21 barn
og gefin saman fimm hjón, og var
ákaflega góð kirkjusókn. Um
áramótin verður Ijósadýrð í
Hvanneyrarskál og nýja ártalið
þar fyrir neðan eins og venju-
lega. Einnig verða bál víða.
Guðjón.
HÚSAVÍK — Árferði hefur verið
mjög gott á liðna árinu. Vetur-
inn var ekki mjög snjóþungur,
vorið og sumarið gott og gjöfult
og haustið það sem af er þessum
vetri milt. Þrátt fyrir mikið sól-
far og góðviðri urðu þrisvar sinn
um á árinu snögg veðrabrigði og
gerði snjókomu, þannig að fé
fennti.
Ástand í atvinnumálum er
mjög gott og vinna hefur verið
það mikil að oft hefur vantað
fólk. Hefur vinnukraftur verið
sóttur í nálægar sveitir, sem ekki
hefur þurft undanfarin ár. .
Fiskafli var framan af árinu
góður, en vorvertíðin brást. Síð-
an í ágústmánuði má telja að afli
hafi verið góður og þó sérstak-
lega síðustu mánuðina.
Landbúnaður hefur gengið veb
Gott gróðurfar og hey bænda með
mesta móti, þar sem meira var
sett á í hatíst.
Af verklegum framkvæmdum
á árinu má nefna 16 íbúðarhús
með 19 íbúðum, sem eru í smíðum
nú um áramótin, barnaskólahús-
ið, sem nú er langt á veg komið
og áformað að ljúka á næsta ári,
hafnargarðurinn, sem lengdur
hefur verið um eitt ker (15 m)
Annað ker er fullsmíðað og verð-
ur flotsett að vori.
Yfirleitt telja menn þetta ár
gott og gjöfult, þó skipzt hafi á
skin og skúrir.
— Fréttaritari.
NESKAUPSTAÐ, 30. desember:
Afkoma útgerðar hér í Neskaup
stað á árinu, sem er að líða, var
yfirleitt góð. Stóru bátarnir, 12
að tölu, voru á vetrarvertíð í
Grindavík og Vestmannaeyjum
og öfluðu vel. Norðfjarðarbátar
höfðu einnig góðan hlut á síldar-
vertíð. Afli á sumarvertíð var
aftur á móti minni og haustvertíð
stutt og lítið stunduð. Nú verður
gerð tilraun með að leigja tvo 100
tonna báta á útilegu og munu
þeir leggja aflann upp hér ásamt
togaranum Gerpi, en helmingur
þess afla, sem á land barst ci.
ár var úr togurunum.
Hér hafa verið frystir á árinu
50 þúsund kassar af fiski og fram
leiddar um 1900 lestir af síldar-
og fiskimjöli. Ekki hefur verið
selt nema 800 lestir af mjöli og
300 lestir af lýsi og veldur það
nokkrum örðugleikum.
Á árinu var tekin í notkun ný
mjólkurstöð og byggingar hafa
verið talsvert miklar í bænum,
31 íbúðarhús, gagnfræðaskólahús,
félagsheimili o. fl.
Ég átti tal við Aðalstein Jóns-
. son á Ormsstöðum, oddvita Norð-
fjarðarhrepps. Hann sagði að vet
urinn hefði verið léttur og vorið
gott og spretta í sumar mjög
mikil, en þurrkar voru fremur
stirðir. Enginn þurrkur var t. d. í
ágústmánuði. Var heynýting því
líil og heyin létt. Haustið og vet-
urinn hafa verið ákaflega úrfella-
söm en mjög mild tíð. Búið er að
gefa talsvert af heyi. Frá tveimur
bæjum var fé þó haft á beit í
Hellisfirði og ekki tekið á hús
fyrr en nú um jólin. Um ársaf-
komuna sagði Aðalsteinn, að hún
yrði heldur lakari en í fyrra, og
kæmi það sérstaklega til af því,
að á þessu ári hefðu bjargráðin
frá 1958 komið á með fullum
þunga og valdið hærra verði á
rekstrarvörum landbúnaðarins.
Kýr hafa mjólkað talsvert verr en
í fyrra.
Þetta er í fyrsta skipti síðan
Oddsskarðsvegur var lagður að
hann hefur verið fær einhvern
tíma úr öllum mánuðum ársins.
Fréttaritari.
Framhald á bls. 23.