Morgunblaðið - 31.12.1959, Qupperneq 10
10
MORCTJNHT.4 ÐIÐ
Fimmíudaffur 31. des. 1959
Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg 30 ára
RÍKISPRENTSMIÐJAN
Gutenberg er þrjátíu ára nú
um áramótin, en ríkisprent-
smiðjan hóf starfsemi sína
1. janúar 1930 í húsi prent-
smiðjunnar Gutenberg, sem
ríkissjóður hafði þá keypt.
Aðalhvatamaður þessa var
Jónas Jónsson, sem þá var
dómsmálaráðherra. — Prent-
smiðjustjóri í Ríkisprentsmiðj
unni Gutenberg hefur frá
upphafi verið Steingrímur
Guðmundsson. Áður en hann
tók við því starfi hafði hann
dvalizt nær fimmtán ár í Dan-
mörku og unnið í tíu ár hjá
prentsmiðju Gyldendals.
Tíðindamaður Mbl. hitti Stein-
grím að máli í tilefni afmælis
prentsmiðjunnar og spurði hann
um aðdraganda þess að hún var
sett á fót og sitthvað um rekstur
hennar, verkefni o. fl. Leysti
Steingrímur greiðlega úr hverri
spurningu og fórust honum m. a.
orð á þessa leið:
Steingrímur Guðmundsson
prentsmiðjustjóri
— Eftir fyrri heimsstyrjöldina
var farið að ræða um að ríkis-
sjóður kæmi á fót og ræki prent-
smiðju til að leysa af hendi prent
vinnu þá, er kostuð væri af op-
inberu fé. Nokkuð dróst á lang-
inn að úr framkvæmdum yrði, en
árið 1928 var gerð áætlun um
kostnað við að koma upp slíkri
prentsmiðju. Samtímis var at-
hugaður sá möguleiki, að ríkis-
sjóður keypti einhverja prent-
smiðjuna í Reykjavík. Varð nið-
urstaða þessara athugana sú, að
álíka mikið mundi kosta að kaupa
nýja prentsmiðju og kaupa prent
smiðjuna Gutenberg með hús-
eign. Var síðari kosturinn valina
og í fjárlögum 1930 var ríkis-
stjórninni veitt heimild til að
kaupa prentsmiðjuna Gutenberg
og húseign hennar.
— Hafa verkefni prentsmiðj-
unnar takmarkazt við prentun
fyrir ríkissjóð og rík'isfyrirtækí?
— Fyrstu árin, sem Ríkisprent-
smiðjan starfaði var þar prentað
nokkuð fyrir einstaklinga og fyr-
irtæki, en nú vinnur prentsmiðj-
an aðeins fyrir ríkisstofnanir og
ríkissjóð. Verkefni þau, sem hún
hefur á hendi eru prentun fyrir
Alþingi, Stjórnartíðindi, Lögbirt-
ingablaðið og Hagtíðindi. f*á
prentar prentsmiðjan öll eyðu-
blöð fyrir póst og síma og af
stofnunum sem hún vinnur fyrir
má ennfremur nefna Áfengis-
verzlun ríkisins, Brunabótafélag
íslands, Fræðslumólaskrifstofuna,
Ríkisspítalana, Skipaútgerð rík-
isins, skrifstofur landlæknis og
tolistjóra og Tryggingastofnun
ríkisins. Af þessum verkefnum
er mest vinna fólgin í prentun
fyrir Alþingi, og árið, sem er að
líða hefur t. d. verið sérstaklega
annasamt vegna sumarþingsins.
— Hvernig er afkoma prent-
smiðjunnar? Starfar hún sem
sjálfstætt fyrirtæki, eða er hún
rekin fyrir reikning ríkissjóðs?
— Prentsmiðjan er í raun og
veru sjálfseignarstofnun og hefur
verið það síðan 1932. Eignir hluta
félagsins Gutenberg voru keypt-
ar fyrir 155000 krónur samkvæmt
fjárlagaheimild, en ríkissjóður
lagði aldrei fram þó upphæð,
heldur var tekið lán til að greiða
skuldir Gutenbergs í Landsbank-
anum. Hefur Ríkisprentsmiðj an
endurgreitt þetta lán að fullu
fyrir löngu auk þess sem hún
tók við tveimur veðdeildarlán-
um, sem hvíldu á húsinu. Það,
sem þá vantaði á kaupverðið (kr.
23541,75), lagði ríkissjóður fram
til bráðabirgða og lánaði prent-
smiðjunni auk þess 40,000.00 kr.
til viðbótarkaupa á vélum. Þess-
ar upphæðir endurgreiddi Ríkis-
prentsmiðjan á árunum 1931 og
1932 með vöxtum og vaxtavöxt-
um og fór strax að greiða ríkis-
sjóði arð, er lokið var greiðslu
lánanna.
Auk þess, sem prentsmiðjan;
hefur endurnýjað sig alveg hafa
verulegar upphæðir verið inn-
borgaðar í ríkissjóð af rekstrar-
afgangi. Hún er nú skuldlaust fyr
irtæki; má heita að hún skuldi
ekki neinum neitt. Verðmæti
eignanna, húseign, vélar og áhöld
og vörubirgðir geri ég ráð fyrir
að sé um kr. 10,000,000.00.
í sérstakan lífeyrissjóð starfs-
manna hefur prentsmiðjan lagt
um 750.000.00. Byggt hefir ver-
ið við húsið og gagngerð endur-
bót farið fram á gamla hluta
þess. Eru vinnustofur prentsmiðj-
unnar þannig enn með þeim
allra beztu í bænum.
— Nokkuð sérstakt, sem þér
vilduð segja að lokum?
— Það verður ekki annað sagt,
en rekstur prentsmiðjunnar hafi
gengið vel frá upphafi, enda þótt
við margvíslega örðugleika hafi
verið að etja. Starfsfólk prent-
smiðjunnar getur sameiginlega
eignað sér árangurinn, þó menn
hafi nokkuð misjafnt lagt fram,
hver eftir sinni getu.
Um helmingur far-
manna í íslenzkri höfn
ÞEGAR kirkjuklukkurnar
hljóma, gamla árið kveður og
það nýja gengur í garð gera
menn sér gjarnan glaðan dag
að gömlum vana. En íslenzku
sjómennirnir verða margir
hverjir af áramótafagnaðinum
hér heima svo að nýja árinu
verður fagnað á mörgum ís-
lenzkum skipum í hafi eða er-
lendri höfn.
kr
Farmennirnir okkar, sem
eru liðlega 700 talsins, verða
samt margir í íselnzkri höfn.
Kaupskipin eru 28 og um helm
ingur þeirra verður hér við
land í kvöld. í Reykjavíkur-
höfn verða 12 skip. Allmörg
verða í hafi og fjarst er
Drangajökull, sem lagði úr
höfn í Haifa í morgun.
★
Á meðfylgjandi korti sjáið
þið hvar íslenzku kaupförin
eru stödd um áramótin. Það
er ekki jafngott að átta sig á
því hvar togararnir okkar eru.
Þeir eru 42, sennilega allflest-
ir að veiðum á heimamiðum.
í Reykjavíkurhöfn verða 12
kaupskip, 3 úti á landi, en hin
í hafi eða erlendum hafnar-
borgum.
kr
Ríkisskip: Hekla, Esja,
Skjaldbreið, Herðubreið og
Herjólfur verða í Reykjavík,
en Þyrill verður undan Aust-
fjörðum á leið frá Noregi til
Hjalteyrar.
-k
Eimskipafélag fslands: Lag-
arfoss og Reykjafoss verða í
Reykjavík, Dettifoss á Siglu-
firði, Fjallfoss í Dublin, Goða-
foss er nýfarinn frá Vest-
mannaeyjum áleiðis til Hull,
Gullfoss kominn langleiðina
til Kaupmannahafnar, Selfoss
í Ventspils, Tröllafoss á leið til
Árósa og Tungufoss á heim-
leið frá Gautaborg.
j Skipadeild SÍS: Litlafell og
Jökulfell í Reykjavík, Hvassa-
fell í Hanö, Arnarfell í Stett-
in, Helgafell undan strönd
Portugal á leið til Miðjarðar-
hafsstrandar Frakklands, Dís-
arfell á Húnaflóahöfnum og
Hamrafell, sem er á leið til
Batum, verður miðja vegu
milli íslands og Gibraltar um
miðnættið.
■k
Jöklar: Langajökull er í
Reykjavík, Vatnajökull verð-
ur í Norðursjó, á leið til Ro-
stock frá Antwerpen og
Drangajökull leggur í dag
upp frá Haifa í ísrael, heim-
leiðis.
'k
Eimskipafélag Reykjavíkur:
Askja er í Reykjavík, Katla á
Akureyri.
kr
Verzlunarsambandið: Laxá,
nýja skipið, verður komið til
Reykjavíkur áður en árið
kveður.
Séð yfir vélsctningasal prentsmi ðjunnar.