Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 8
8 MORCUNBÍ.AÐIÐ FimmíiidaErur 14. ian. 1960 AKUREYRARBRÉF ER VIÐ Norðlendingar lítum yf- ir gengið ár, verður ekki annað sagt en að það hafi verið okkur bæði gott og gjöfult þótt auð- vitað beri það sína skugga. Pistli þessum er ætlað að rekja í stór- um dráttum nokkur helstu at- um dráttum nokkur helztu at- vinnuhætti á umliðnu ári hér á Norðurlandi og þá einkum á Akureyri og nágrenni. Tæmandi getur iýsing sú vart orðið. Veffurfar Tíðarfarið var, þegar á heild- ina er litið, gott, einkum til lands. Árið byrjaði með frostum er stóðu fram undir janúarlok, en þá gekk til sunnanáttar sem hélzt allan febrúarmánuð. Marz var einnig mildur mánuður og var þá snjólaust að kalla. Aprílmán- uður var hins vegar nokkuð um- hleypingasamur. Það voraði óvenju snemma. Útistörf gátu því hafizt fýrr en venja er til. Ræktunarstörf og ávinnsla gekk vel og kartöflur voru settar nið- ur í byrjun maí. Samfara þessu kom gróður snemma til nytja og var farið að beita kúm fyrir maí- lok. Hinn 5. júní gerði kuldakast og snjóaði í fjöll. Um miðjan mánuðinn gerði enn kuldatíð og aðfaranótt 17. júní gerði grenj- andi stórhríð og féll þá 20 sm. þykkur snjór í byggð. Tún voru þá fullsprottin víðast og sumir byrjaðir að slá. Þar- sem fyrst höfðu verið settar niður kartöfl- ur voru grös orðin falleg í görð- um. Aðfaranótt 20. júní gerði svo hörkufrost og gerféll þá kartöflu- grasið. Kippti þetta að sjálfsögðu mjög úr vexti, þar sem gras var ekki sprottið í görðum á ný fyrr en eftir nærfellt mánuð. 1 þessu 17. júní-hreti fennti fé, enda bú- ið að sleppa því á fjall. Bezta grasár Upp úr þessu gerði svo ein- munagóða sumartíð. Grasspretta var mjög góð og er þetta eitt allra mesta grasár, sem hér hefir komið, enda var bæði hiti og úr- koma mjög hagstæð fyrir grasið. Hey urðu því mjög mikil að magni til og verkuðust yfirleitt sæmilega og sumsstaðar mjög vel. Kartöflugras féll 6. sept. í haust og varð uppskeran í löku meðallagi yfirleitt. Haustið var ágætt og var hægt að vinna að jarðabótum út allan októbermán uð. Dilkar voru með rírara móti í haust og er kennt um kulda- kastinu í júní, en þá munu lamb- ær hafa gelzt. Hinn 8. nóvember gerði svo stórhríðina miklu, sem öllum kom á óvart. Svo sem kunnugt er af fréttum fennti þá margt fé. Þessi hríðarkafli stóð þó, sem bet ur fer ekki nema í vikutíma, en þá tók allan snjó aftur. Rætt- ist því mun betur úr en á horfð- ist og tókst að bjarga miklu af því fé, sem fennti. Síðan hefir veður verið gott að kalla. Allir vegir urðu brátt færir á ný og mun það teljast til undantekn- inga að hægt skyldi að aka allt til Raufarhafnar og austur á Fljótsdalshérað í desembermán- uði. Minni afli togara Til sjávarins er nokkuð aðra sögu að segja. Atvinnulíf hér á Akureyri byggist orðið mjög mik ið á útgerð hinna fjögurra tog- ara. Aflabrögð hjá þeim urðu á sl. ári miklum mun minni, en árið áður og lætur nærri að hvert skip hafi aflað um 1000 tonnum Annáll ársins 1959 minna, en var í fyrra. Heildar- aflamagn togaranna nam nú 15214 tonnum, en alls fóru hinir fjórir togarar félagsins 81 veiði- ferð. Útgerðarfélagið vann 14.331 tonn í frystingu og skreið. Land- að var 807 tonnum erlendis og 75 tonnum hér heima, utan Ak- ureyrar. Vinnslan skiþtist þann- ig að frystir voru 135.885 kass- ar af fiski, fullverkuð voru 317 tonn af skreið, óverkaður salt- fiskur 9 tonn og Jamaica — verk aður 16 tonn. Lýsisframleiðsla nam 374 tonnum. Arið áður nam frystingin 153.000 kössum, saltfiskverkun var nokkru meiri og skreiðar- vinnsla svipuð. Það er að sjálfsögðu hið mjög minnkandi aflamagn, sem mest áhrif hefir á minnkandi fram- kvæmdir á vegum Útgerðarfé- lags Akureyringa h.f. Hin mikla vinsla aflans heima fyrir er ómet anlega mikils virði fyrir atvinnu- líf bæjarbúa og eflir einnig alla afkomu fyrirtækisins. Betri síldarafli Svo sem kunnugt er var af- koma skipanna á síldveiðunum fyrir Norðurlandi mun betri sl. sujnar en áður, þótt mörg skip hafi að visu fengið lítinn afla. Síðast er svo að geta þess að til Eyjafjarðar komu tvö tog- skip á síðasta ári, Sigurður Bjarnason til Akureyrar og Björgvin til Dalvíkur. Seint á árinu bættist skipaflota Norð- lendinga nýtt skip, þótt ekki væri það til fiskveiða. Var það flóabáturinn Drangur, sem er hinn glæsilegasti farkostur. Vaxandiiffnaffur Að vanda var iðnaður mikill hér á Akureyri sl. ár. Verksmiðju reksturinn er mikill og hafa margir atvinnu af honum. Alls- konar vélaiðnaður og smíðastörf fylgja hinni vaxandi útgerð svo og leitar landbúnaðurinn mikið til verkstæða bæjarins til vél- viðgerða og vélsmíða. Öll fer þessi starfsemi stöðugt vaxandi hér í bænum, enda hefur Akur- eyri á að skipa mjög færum iðn- aðarmönnum og er iðnvarningur héðan viðurkenndur um land allt svo og þykir viðgerðavinna öll leyst einkar vel af hendi. Úr hrafffrystihúsi U.A. Þar voru á siðasta ári verkaðir tæplega 136 þúsund kassar af fiski. en að árið 1959 hafi verið Norð- stjóri. Marz: Stefán Jónsson lendingum happadrjúgt. Hér nyðra var árið mikið slysa ár og er mönnum í fersku minni flugslysið á Vaðlaheiði 4. janúar og tveir bátstapar frá Hofsósi Gamlárskvöld á Akureyri. Ekki verða að sinni rakin ein- stök dæmi um framkvæmdir á sviði félagsmála, mennta og lista, en geta má þess að þar hefir um ýmsar nýjungar verið að ræða, leik og söngstarf mikið og íþrótta líf með blóma, enda miklar fram kvæmdir því til eflingar. A sviði atvinnu og menningar- mála verður því ekki annað sagt ITin nvh Tim f i:í rTflpktarI.ÍI tíi iinnsi.öff nff T.llnrli á Aknrevri. og Húsavík síðar á árinu. Fleiri slys urðu og á mönnum, en þau munu ekki rakin nánar. Getið látinna Hér skal að síðustu getið nokkurra mannsláta. Janúar: Óskar Sigurgeirsson vélsmiður, Kristján Kristjánsson símverk- sparisjóðsstjóri Dalvík, Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Magnús J. Árnason járnsmiður. Apríl: Frú Elísabet Geirmundsdóttir listakona, Axel Schiöth bakara- meistari, Vilhjálmur Þorsteins- son skipstjóri, Stefán Árnason bóndi, Stóra-Dunhaga. Maí: Brynjólfur Eiríksson kennari frá Skaftastöðum, Halldór Friðjóns- son ritstjóri. Júní: Sigurjón G. Stefánsson, smiður, Vernharður Þorsteinsson, menntaskólakenn- ari. Júlí: Davíð Tómasson, mál- ari, Þorsteinn Vilhjálmsson, fiski matsmaður. Ágúst: Ingibjörg Eiríksdóttir, frú, Þórhallur Antonsson, verkamaður. Sept- ember: Ari Hallgrímsson, endur- skoðandi. Október: Snæbjörn Þorleifsson, bifreiðaeftirlitsmað- ur. Nóvember: Guðmundur Sig- urðsson, bifreiðastjóri, Kristin Jóhannsdóttir, frú, Öskar Tryggvason, Kristnesi. Des.: • | Eugenía Jónsdóttir, frú; Jakob Snorrason, múrarameistari, Jón Jónsson frá Vatnsenda, Ingimar Eydal ritstjóri, Sigurjón Krist- insson, sjómaður. 1 annálsbroti, sem þessu, eða ekki nánar raktir einstakir at- burðir ársins, enda fer ekki hjá því að mörgu er sleppt, er minn- ast mætti. Nýja árið hefir heils- að vel hvað veðurfar snertir og er vonandi að það verði farsælt og gott sem hið liðna. — vig. Piltur eða stúlka óskast hálfan eða allan daginn til snúninga. Belgjagerðin Bolholti 6 V efnaðarvöruverzl un Til sölu er lítil vefnaðarvöruverzlun á góðum verzl- unarstað nálægt Miðbænum. Lítill vörulager. — Ódýr húsaleiga — Uppl. hjá: mAlflutnings- og fasteignastofa Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson: fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.