Morgunblaðið - 14.01.1960, Síða 20
20
MORCVTS Bl AÐIÐ
Fimmtudagur 14. jan. 1960
Iþessarri ástæðu einni — og um
það vissi Kanitz ekki — sem hún
féllst umyrðalaust á þá tillögu
hans, að hún færi samdægurs
með honum til Wien, þar sem
hann kvaðst þekkja mann, sem
myndi áreiðanlega kaupa eign-
ina.
1 hennar augum var þessi al-
varlegi, viðfeldni, margfróði mað
u.r með þunglyndislegu augun,
sendiboði frá himni. Og þess
vegna spurði hún einskis frekar,
en afhenti honum þakklátum
huga alla pappírana og hlustaði
á hann með vakandi eftirtekt,
þegar hann gaf henni góð ráð
viðvíkjandi varðveizlu þeirra
peninga, sem hún myndi fá fyr-
ir eignirnar. Bezt væri fyrir
hana að festa þá í ríkistryggðum
skuldabréfum. Hún skyldi ekki
trúa neinum einstaklingi fyrir
einum eyri. Sjálfsagt væri að
ieggja allt inn í banka og fela
svo lögbókara umsjón með því.
Hins vegar væri ástæðulaust
með öllu að kveða málafærslu-
mann hennar til ráða, á þessu
stígi málsins, því hvað væri starf
málafærslumannanna annað en
að gera einfalda hluti flóknara?
Vissulega væri það hugsanlegur
möguleiki að hún kynni að fá
meira fyrir umræddar eignir að
þremur árum, fimm árum, liðn-
um. En hversu mjög myndi ekki
allur kostnaður hafa aukizt á
þeim tíma, að maður nefni nú
ekki allt þjarkið og þrasið við
dómstóla og embættismenn. Og
þegar honum skildist af óttanum
í augum hennar, hversu mjög
þessi friðsama manneskja hrædd
ist dómstóla og viðskiptamál,
hélt hann áfram að endurtaka
röksemdafærslur sínar, aftur og
aftur.
Klukkan 4 e.h. þegar fullkom-
ið samkomulag hafði náðst, fóru
þau með hraðlestinni til Wien.
Svo hröð hafði rás viðburðanna
verið, að ungfrú Dietzenhof hafði
ekki fengið neitt tækífæri til að
spyrja þennan ókunna mann,
6em hún var að treysta fyrir sölu
alis arfsins, að heiti.
Þau ferðuðust á fyrsta farrými
— það var í fyrsta skipti sem
Kekesfalva hafði setið á hinum
rauðu flauelshægindum. Þegar
þau komu til Wien, fór hann með
hana til góðs gistihúss í Kartner-
strasse og tók þar líka annað her
bergi á leigu fyrir sjálfan sig.
Nú hefði verið nauðsynlegt fyrir
hann að fara strax sama kvöld-
ið til félaga síns, dr. Gollinger
málafærslumanns, til þess að
láta hann skrifa kaupbréfið, en
hann þorði ekki fyrir sitt litla
líf að skilja fórnardýr sitt eftir
umsjónarlaust eitt andartak.
Og svo datt honum ráð í hug, sem
ég verð að viðurkenna að hafi
verið mjög snjallt. Hann stakk
upp á því við ungfrú Dietzenhof,
að hún eyddi kvöldinu í óper-
unni, þar sem farand-leikflokk-
ur sýndi mjög umtalaðan söng-
leik, meðan hann reyndi að hafa
upp á þessum manni sem hann
vissi að væri að litast um eftir
stóru óðali.
Ungfrú Dietzenhof, sem komst
mjög við af þessari umhyggju
hins nýja hollvinar síns, sam-
þykkti tillöguna umsvifalaust.
Hann ók henni því til óperunnar,
þar sem henni var óhætt næstu
fjórar klukkustundirnar, og hélt
svo rakleitt heim til lagsbróður
sins og ráðgjafa, dr. Gollingers.
Hann var ekki heima, en Kanitz
hafði upp á honum á einum vín-
barnum og hét honum tvö þús-
und krónum, ef hann vildi hripa
upp kaupsamninginn þá um
kvöldið og mæla *ér mót við
skjalaritarann klukkan 7 e. h.
daginn eftir.
Kanitz — eyðsluseggur í fyrsta
skipti á ævinni — hafði látið
leiguvagninn bíða, fyrir framan
hús málafærslumannsins, meðan
þeir ræddust við. Að því loknu
lét Kanitz aka sér til óperunnar.
Þar mætti hann ungfrú Dietzen-
hof í anddyrinu og flutti hana
heim í gistihúsið. Og svo hófst
önnur andvökunótt hans. Því
nær sem hann komst takmark-
inu þeim mun hræddari varð
hann um að erfinginn, sem hing-
að til hafði verið svo auðsveip-
ur, kynni allt í einu að sleppa úr
klóm hans. Hann lá vakandi og
tók í huganum saman hernaðar-
og öryggisáform morgundagsins.
í fyrsta lagi mátti hann ekki fyr-
ir nokkurn mun skilja hana eft
ir eina nokkurt andartak. Hann
varð að leigja sér vagn og láta
hann alltaf bíða, hvert sem þau
færu. Þau mættu aldrei fara
gangandi nokkurt fet, svo að eng
in hætta gæti verið á því að þau
mættu lögfræðingnum hennar á
götunni. Hann varð að gæta þess,
að hún liti ekki í nokkurt dag-
blað, þar eð hún gat alltaf rek-
izt á einhverja grein um sátta-
gerðina í Orosvar-málinu og þá
kynni hún að telja sér trú um,
að nú væri verið að kjöldraga
hana í annað skipti. Er. þegar til
kastanna kom, reyndist allur ótti
hans ástæðulaus og öryggisað-
gerðirnar óþarfar, því að fórnar-
dýrið kærði sig alls ekkert um
að sleppa. Hún hljóp eins og sak
laust lamb á eftir hinum vonda
hirði sínum og um morguninn,
þegar vinur okkar kom inn í
borðsal gistihússins, örmagna eft
ir erfiða og ömurlega andvöku-
nótt, sat hún þar og beið hans,
hógvær og þolinmóð. Og nú hófst
hin undarlegasta hringekja, þar
sem vinur okkar dró veslings
ungfrú Dietzenhof á eftir sér
frá morgni til kvölds, til þess að
telja henni trú um, að allir þess-
ir erfiðleikar, sem hann hafði
sjálfur búið til nóttina áður,
væru raunverulegir.
Ég ætla aðeins að stikla á
stærstu steinunum, en hlaupa
yfir það sem minna máli skipt-
ir. Kanitz ók með ungfrú Dietzen
hof til málafærslumannsins, og
símaði þaðan í allar áttir viðvíkj
andi margvíslegum öðrum efn-
um. Hann fór með hana í banka
og gerði boð eftir fulltrúa til
þess að ráðgast við hann um ráð
stöfun peninganna og opna við-
skiptareikning fyrir hana. Hann
tók hana með sér í tvo til þrjá
veðlánabanka og óþekkta fast-
eignasölu, undir því yfirskini, að
hann þyrfti að afla sér sérstakra
upplýsinga. Og hún fór með hon-
um. Hún beið róleg og þolinmóð
í forherbergjunum, meðan hann
lézt vera að ganga frá nauðsy--
legum samningum. Tólf ára
ánauð í þjónustu greifafrúarinn-
ar hafði fyrir löngu kennt henni
að þola slíka bið. Hún hvorki
þreytti hana né auðmýkti leng-
ur. Og hún beið, beið með hend-
urnar hreyfingarlausar í kjöltu
sér og leit niður, í hvert skipti
•sem einhver gekk fram hjá. Hún
gerði allt sem Kanitz bauð henni
að gera, eins og þolinmótt og
hlýðið barn. Hún undirritaði
skjöl í bankanum, án þess svo
mikið sem renna augunum yfir
þau og kvittaði jafn hiklaust fyr-
ir peninga, sem hún hafði alls
ekki fengið, svo að Kanitz fór að
þjást af þeim illa grun, að þessi
•stúlkukjáni hefði að öllum lík-
indum orðið jafnánægð með
hundrað og fjörutíu eða jafnvel
hundrað og þrjátíu þúsund krón-
ur. Hún sagði „já“, þegar banka-
fulltrúinn ráðlagði henni að
festa peningana í járnbrautar-
hlutabréfum. Hún sagði „já“,
þegar hann stakk upp á einka-
bréfum og leit í bæði skiptin
áhyggjufullum spurnaraugum
til Kanitz, véfréttar sinnar. Það
leyndi sér ekki, að öll þessi við-
skiptaatriði, þessar undirskrift-
ir og eyðublöð, já, jafnvel pen-
ingarnir sjálfir, vöktu hjá henni
óróa sem blandinn var ótta, og
að hana langaði mest af öllu til
að hlaupa burt frá öllum þessum
óskiljanlegu framkvæmdum og
sitja aftur inni í kyrrlátri stofu,
lesa í bók, leika á slaghörpu eða
prjóna, í stað þess að vera neydd
til að taka svona ábyrgðarmikl-
ar ákvarðanir.
En Kanitz hélt áfram' með
óþreytandi elju og áhuga að
draga hana með sér úr einum
staðnurri til annars, sumpart til
þess, að hjálpa henni — eins og
hann hafði lofað — við að koma
peningum hennar í örugga vörzlu
og sumpart til að rugla hana al-
gerlega í ríminu og þannig gekk
það frá klukkan níu um morgun-
inn til hálf sex um kvöldið. Loks
voru þau bæði orðin svo ör-
þreytt að hann stakk upp á því,
að þau skryppu inn í veitingahús
og hvíldu sig þar stundarkorn.
öllu því nauðsynlegasta væri nú
senn lokið, kaupsamningurinn
gerður og nú þyrfti hún aðeins
að undirrita samninginn hjá
skjalaritaranum klukkan sjö og
taka á móti andvirðinu. Sam-
stundis birti yfir svip hennar.
„Get ég þá farið strax snemma
í fyrramálið?“ Það var birta í
bláum augunum, þegar hún leit
á hann.
„Já, auðvitað", fullyrti Kanitz.
„Eftir eina klukkustund verðið
þér frjálsasta manneskjan í víðri
veröld og þurfið aldrei framar
að hugsa um peninga og fast-
eignir. Þér fáið sex þúsund krón-
ur í vexti árlega og hér eftir get-
ið þér lifað hvar og hvernig sem
yður þóknast".
í kurteisisskyni spurði hann,
hvert hún hefði í hyggju að
fara og um leið þyngdi aftur yfir
svip hennar.
„Ég held að það væri bezt fyr-
ir mig að fara til skyldfólks míns
í Westfalen. Það fer víst járn-
brautarlest um Köln snemma í
fyrramálið“.
Kanitz fylltist óðar miklum
ákafa. Hann fékk ferðaskrá lán-
aða hjá yfirþjóninum og kynnti
sér nákvæmlega efni hennar. —.
Wien—Frankfurt—Köln. Lesta-
skipti í Osnabriick. Bezt yrði fyr
ir hana að fara með morgunlest-
inni klukkan 9,20 sem kæmi um
kvöldið til Frankfurt, sagði hann.
Þar ráðlagði hann henni að gista
um nóttina, til þess að ofþreyta
sig ekki. í ákafa sínum hélt hann
áfram að fletta blöðunum og
rakst á auglýsingu frá mótmæl-
enda-gistihúsi. Hún þyrfti ekkert
að hugsa um farmiðann, hann
skyldi sjá um allt slíkt. Meðan
þau ræddu um þetta og fleiri
aukaatriði, leið tíminn fljótar en
hann hafði vonað og nú gat hann
loksins litið á klukkuna og sagt:
„Jæja, nú getum við lagt af stað
til lögbókarans".
Eftir tæpa klukkustund var bú
ið að ganga frá öllu. Eftir tæpa
klukkustund hafði vinur okkar
svikið þrjá fjórðu hluta allra
eignanna út úr erfingjanum. Þeg
ar málafærslumaðurinn, félagi
Kanitz, sá nafn Kekesfalva-hall-
arinnar á samningnum og þar að
auki hið lága kaupverð, deplaði
hann öðru auganu, þegar ungfrú
Dietzenhof varð þess ekki vör og
leit aðdáunaraugum á stallbróð-
ur sinn, eins og hann vildi segja:
„Ágætt, þorparinn þinn. Þetta
hefðu fáir leikið eftir þér“. Lög-
bókarinn leit líka forvitnisaug-
um í gegnum gleraugun sín á
ungfrú Dietzenhof. Hann hafði
að sjálfsögðu lesið frásagnir blað
anna af deilunum, sem orðið
höfðu um arf Orosvar greifafrú-
ar og grunaði því, að hér væri
ekki jafn hreint í pokahorninu
og skyldi. Aumingja stúlkan,
hugsaði hann með sér — þú hef-
ur lent í höndunum á einhverj-
um klækjarefnum. En það er
ekki skylda lögbókara að aðvara
seljanda eða kaupanda, þegar
hann er vitni að undirritun kaup
samnings. Hans hlutverk er að
stimpla samninginn, bóka kaup-
in og sjá um að kaupverðið sé
..... $parið yðou hiaup
á rollli xuaj-gra vc;rzWia '■
flOUUM
HtWM!
- AnsturstrseCi
SUÍltvarpiö
Fimmtudagur 14. janúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
— 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón-
leikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Tónleikar: Operettulög.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Um fiskrækt og fiskeldi (Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri).
20.55 Einsöngur: Sigurður Björnsson
syngur; Ragnar Björnsson leikur
undir á píanó.
a) Tvö lög eftir Emil Thorodd-
sen: „I fögrum dal“ og Geng-
ið er nú“.
b) „Amma kveður" eftir Jón
Þorsteinsson.
c) „Gígjan“ eftir Sigfús Einarss.
d) „Vorblær" eftir Helga Pálss.
21.15 Upplestur: Þórunn Elfa Magnús-
dóttir les frumort kvæði.
21.35 Þýtt og endursagt: „Júlíus Ses-
ar“ (Hjálmar Olafsson kennari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Stutt heim-
sókn“ eftir Eyvind Johnson, í
þýðingu Arna Gunnarssonar fil.
kand. (Valur Gíslason leikari).
22.25 Sinfónískir tónleikar:
Sinfónía nr. 1 i c-moll op. 68
eftir Brahms. (Hljómsveitin Fíl-
harmonía í Lundúnum leikur:
Otto Klemperer stjórnar).
23.15 Dagskrárlok.
Skáldið oc| mamma litla
1) Nei, hér ætti það að vera eins og í 2) . . . appelsínur og bananar hanga á 3) .... nema hvað stelpurnar eru með
Afríku. Þar er steikjandi hiti allt árið . .. hverju tré og fólkið gengur þar allsbert... handklæði bundið um mittið!
— Hvernig er vatnið Markús? I — Ég verð svöng af að synda. | ég fari að undirbúa kvöldverð- | — Ö, nei! Ekki þettaU
— Alveg mátulegt, Súsanna. | — Ég líka, Sirrí. Bezt að | inn.
Kondu út L