Morgunblaðið - 14.01.1960, Side 24
V EÐRIÐ
Sjá veöurkort á bls. 2.
CtfgDfttMnfrÍfr
10. tbl. — Fimmtudagur 14. janúar 1960
Áhöfn amerísku björgunarflugvélarinnar, sem leitaði Úranusar í gær og fann hann. Myndin er
tekin við flugvélina á Keflavíkurflugvelli áður en hún lagði af stað í leitina í gaermorgun. —
Fremstir á myndinni eru G. Sakmar og J. F. Davis. Standandi frá vinstri: J. Bartosik, R.
Johnson, Guðmundur Kjærnested og Guðjón Jónsson frá íslenzku landhelgisgæzlunni, R. Eg-
an flugstjóri og W. D. Luter.
Farginu af okkur létt
sagði Hans Sigurjónsson
skipstjóri á Þormóði goða
— FREGNINNI um að þeir í
flugvélinni hefðu fundið Úr-
anus var tekið með miklum
fögnuði hér um horð, sagði
hinn dugmikli skipstjóri á
Þormóði goða, Hans Sigur-
jónsson, Brekkustíg 6, í sím-
tali við Mhl. í gærkvöldi. Var
togarinn þá í bezta veðri á
heimleið.
— Við höfum aldrei feng-
ið svona gott veður á heim-
siglingu á þessum vetri, sagði
skipstjórinn, og við væntum
r-wwv'wwwwwyr-ww-w
1 Eitt gulu-
1 tilfelli
i
j í bœnum
<
J I SAMBANDI við frétt af ►
' gulu, sem upp kom í haust i [
< Mosfellssveitinni, skal þess ►
J getið að blaðinu er kunnugt ►
< um að einn gulusjúklingur £
3 liggur nú einangraður á ►
J sjúkrahúsi í bænum. Er það \
< Gunnar Eyjólfsson, leikari, ►
3 sem legið hefur í gulu í rúma ►
J viku. £
< Ekki mun sjúkdómur hans ►
3 þó standa í sambandi við gulu ►
j tilfellin úr Mosfellssveitinni. £
< Gunnar kom heim fyrir jólin, ►
] en hafði í nóvembermánuði |
< komið bæði til Gullstrandar- [
3 innar í Afríku og til Austur- ►
3 Teheran, og því sennilegt að [
< hann hafi tekið sjúkdóminn [
3 þar, enda ganga menn oft ►
< lengi með hann án þess að [
\ veikjast. Sjúkdómurinn varir [
4 venjulega 3—4 vikur, eins og ►
J áður er sagt, og eru sjúkling- [
J arnir alveg einangraðir á með [
4 an hann gengur yfir. £
þess að koma Inn á Reykja-
víkurhöfn milli klukkan 9 og
10 annað kvöld (fimmtudags-
kvöld).
Hans Sigurjónsson
Þetta er fimmta eða sjötta
veiðiför Þormóðs goða á þessum
vetri. Skipstjóranum sagðist stutt
lega frá heimförinni á þessa leið:
— Við lögðum af stað heim-
leiðis klukkan 7,50 á laugardags
kvöldið. Þá var lofthiti mínus 4
gráður, en sjórinn svo kaldur, að
sjávarhiti var undir frostmarki.
Þegar sjórinn er orðinn svona
kaldur, og ef hann rýkur upp, þá
er andskotinn laus og ísing
myndast á skipin í hinu minnsta
frosti, — ég á við sé lofthitinn
undir frostmarki líka. Sjórinn er
orðinn svona kaldur á þessum
slóðum, og því tel eg víst að þetta
verði síðustu veiðiferðirnar á Ný-
fundnalandsmið á þessum vetri.
Því eins og sjá má af þessu, má
lítið sem ekkert bera út af með
veðrið. — En nú skal haldið á-
fram að segja frá heimferðinni.
| Fyrir utan íslenzku skipin tvö
* voru ekki önnur skip þarna á
miðunum fyrir sunnan Ritu-
banka, en 9 rússnesk verksmiðju
skip.
Við höfðum aðeins siglt um 50
mílur þegar mikil breyting varð
á. Þá var frostið 2 stig, en sjávar-
hitinn kominn upp í 3 stig og
SA 2 vindstig. Sólarhring eftir
að við höfðum lagt af stað heim,
vorum við komnir 140 sjóm. leið.
Þá var kominn 4 stiga hiti, gola
af ANA, en veðrið fór þá vax-
andi. Um kvöldið voru komin
10—11 vindstig, en það var alveg
frostlaust veður. Sjólag var ekki
tiltakanlega slæmt og við töld-
um ekki ástæðu til að óttast nein
óhöpp. Um kvöldið klukkan 10,30
höfðum við talstöðvarsamband
við Úranus og var þá allt í bezta
lagi hjá þeim. Þetta er það síð-
asta, sem okkur tókst að hafa
samband við skipið. Þá var Úr-
anus lítið eitt á eftir okkur, og
mældist fjarlægðin á milli skip-
anna 55 sjóm. Nætsa dag var
svo með öllu ógerlegt fyrir okk-
ur að ná sambandi við Úranus og
hefur ekki tekizt síðan.
Hér um borð töldum við þetta
veður á sunnudagskvöldið ekki
það slæmt ,að ástæða væri til
þess að ætla að skipinu hefði
hlekkzt alvarlega á. Strax á mánu
dagsmorguninn var veðrinu farið
að slota.
Enginn ís hafði orðið á leið
okkar, og töldum við því senni-
legt að loftskeytastöðin hefði bil-
að. En því er ekki að leyna, sagði
Hans skipstjóri, að við vorum
farnir að óttast um skipið, því
margt getur skeð á sjó og maður
verður jafnan að vera viðbúinn
því versta.
En þessu þunga fargi er nú af
okkur létt, og þó við höfum ekki
haft samband við Úranus ennþá,
þá vitum við að hann er hér
nokkuð á eftir okkur og fyrir
sunnan, og við vitum það að
ekkert er að skipshöfninni.
Akranesbátar
AKRANESI, 13. jan. — 12 bátar
reru héðan í dag. Koma þeir ekki
að fyrr en í nótt.
Ekki veiddist alveg
upp í síldarsamninga
SlLDARBÁTARNIR eru nú hætt
ir veiðum. Siðustu Akranesbát-
arnir, Höfrungur og Keilir,
hættu í gær.
ILandshappdrœttið
Dregið
á
morgun
Miðar seldir í happdrættisbif-
reiðinni við Útvegsbankann
og í skrifstofunni í Sjálfstæð-
ishúsinu, sími 17100. —,
Sendum heim. —
0 00 0 0ti
Narfi Re 13
flotsettur í «ær
f GÆR, 13. janúar, var hinn nýi
togari Guðmundar Jörundssonar,
flotsettur í Rendsburg í Þýzka-
landi. Kona Guðmundar, Marta
Sveinsdóttir, skírði skipið, sem
ber nafnið Narfi RE 13.
Hinn nýi togari er 950 lestir að
stærð, smíðaður í skipasmíða-
stöðinni Werft Nobiskrug í Rends
burg. Hann verður væntanlega
fullsmíðaður í marzmánuði.
Blaðið spurðist fyrir um það
í gær hjá Gunnar Flóventz skrif-
stofustjóra hjá Síldarútvegs-
nefnd, hvort veiðzt hefði upp í
samninga á vetrarsíldveiðunum.
Sagði hann að aðeins vantaði
lítilsháttar, sem stafaði af því að
ekki hefði veiðzt nógu mikið af
stórri síld upp í rússnesku samn-
ingana. t reknetjasíldinni var til
tölulega mikið af smárri síld og
þegar herpinótasíldin kemur
saman við, verður þetta ennþá
meira áberandi.
Sígarettum stolið
á flugvellmuiii
UM síðastliðna helgi var brotizt
inn í eina af birgðageymslum
hersins á Keflavíkurflugvelli og
stolið 22 kössum (1100 karton-
um) af Chesterfield sígarettum
af stærri gerðinni.
Bílför lágu frá geymslunni að
hliði austarlega á flugvellinum.
Var lásinn á hliðinu brotinn og
hafði verið farið gegnum það og
■niður á aðalveginn milli Reykja-
víkur og Keflavíkur.
Bandaríska lögreglan segir að
síðastliðna nótt hafi ekkert far-
artæki hersins vantað af vellin
um.
Mál þetta er í rannsókn, og
biður rannsóknarlögreglan í
Reykjavík þá sem kynnu að geta
veitt einhverjar upplýsingar, um
að gera aðvart.
Arekstrar á hálku
KEFLAVÍK, 13. jan. — Tveir
allharðir bílaárekstrar urðu í
Keflavík í dag. 1 bæði skiptin
var verið að forðast gangandi
fólk, en óvenju mikil hálka á
göltunum olli báðum óhöppun
um.
Fyrra slysið var kl. rúmlega
1. Var fólksbifreið að reyna að
sveigja frá krakka, sem hlaupið
hafði út á götuna, en rakst þá á
vörubíl. Hitt slysið var sama eðl
is og gerðist um 4 leytið síðdegis.
Þar rákust á flugvallarsendibíll
og vörubifreið úr Keflavík.
Talsverðar skemmdir urðu á
öllum bílunum, en mjög lítil
meiðsl á fólkinu sem í þeim var.
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI. — Stefnir,
félag ungra Sjálfstæðismanna,
efndi fyrir jólin til skemmti-
kvölds með bingó-spili, sem
náð hefir víða miklum vin-
sældum. Var aðsókn fremur
góð og áhugi mikill. — Núna
í kvöld verður aftur spilað
bingó og hefst það í Sjálfstæð-
ishúsinu kl. 8,30,
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ
Garðahreppi: Næsta spila-
kvöld félagsins verður haldið
föstudagskvöldið 15. jan. í
samkomuhúsinu í Garðaholti
kl. 20,30. Nýir keppendur fá
meðaltal af slagafjölda desem
berkeppninnar
Lustu upp fagnaðarópi
Samtal v/ð Egans
flugstjóra
FLUGSTJÓRINN á banda-
rísku Ieitarflugvélinni er 24
ára gamall Flórída-maður,
Robert W. Egan liðsforingi.
í stuttu samtali við frétta-
mann Morgunblaðsins kvaðst
hann hafa verið þrjá mánuði
á fslandi, og væri þetta hans
lengsta flug hér. — Hann er
ókvæntur.
Flugstjórinn sagði, að þeir
hefðu komið út úr skýja-
þykkninu í þriggja mílna
fjarlægð frá Úranusi, en fyrst
sáu þeir skipið í ratsjá í 37
mílna fjarlægð. Hann sagði
enn fremur að mikill sjór hefði
verið og allt að 20 feta háar
öldur: „Þegar við vorum búnir
að sjá númerið á togaranum,
lustum við allir upp fagnaðar-
ópi, svo mikil var gleði okk- Egans flugstjóri
ar“, sagði Egans flugstjóri. —
Áhöfnin á flugvélinni er mjög hann við, og má þakka það
vel þjálfuð og samstillt, bætti því þennan góða árangur.