Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBL4Ð1Ð
Föstudagur 22. jan. 1960
tTig.: .H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innanxands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
VÖRUVÖNDUN
UNDANFARIÐ hafa stöðugt
birzt fréttir um það, að
verulega bresti á vandvirkni í
verkun ýmissa útflutnings-
afurða okkar Islendinga. Er
hér fyrst og fremst um að
ræða fiskafurðir, sem eru
meginhluti útflutningsvöru
okkar ár hvert. Á það hefur
verið bent, að sá fiskur,
sem vélbátar og togarar landa
oft og einatt til frystingar eða
söltunar, sé engan veginn
nægilega vel með farinn eða
góð vara til þess að taka til
slíkrar verkunar og til að
seljast á erlendum mörkuð-
um. Er hér bæði um að ræða
fisk, sem veiddur hefur verið
á fjarlægum miðum og neta-
fisk á vetrarvertíð.
\ Mikið alvörumál
Hér er vissulega um
mikið alvörumál að ræða.
Á fáu ríður þessari litlu
þjóð eins mikið eins og að
vanda verkun útflutnings-
afurða sinna eftir fremstu
getu. Aðstaða okkar í hinni
hörðu samkeppni um
markaðina, veltur ekki
hvað sízt á gæðum þeirrar
vöru, sem við höfum að
bjóða viðskiptavinum okk-
ar. —
Við megum vera þess full-
vissir, að keppinautar okkar
leggja sig alla fram um það
að vanda sínar vörur. Þeir
vita, af lengri reynslu en við
höfum, að skemmdir eða gall-
ar á einstaka vörusendingu
geta valdið geysilegu tjóni og
torveldað sölu afurðanna á
viðkomandi markaði um
langa framtíð.
Allir verða
að leggjast á eitt
í þessum efnum verða allir
að leggjast á eitt. Sjómaður-
inn og skipstjórinn á togar-
anum og fiskibátnum verða
ekki síður að gera sér ljósa
ábyrgð sína á gæðum út-
flutningsvörunnar, heldur en
verkamaðurinn, verkakonan
og verkstjórinn í hraðfrysti-
húsinu eða á öðrum fiskverk-
unarstöðum. Loks verður
fiskmatið að gæta ströngustu
og fyllstu árvekni í sínu
starfi. En um það hafa nokkr-
ar umræður orðið í blöðum
undanfarið. Skal að svo
vöxnu máli ekki lagður dóm-
ur á réttmæti þeirrar gagn-
rýni, sem að fiskmatinu hef-
ur verið beint. En á miklu
veltur að það sé starfi sínu
vaxið á hverjum tíma.
Kjarni málsins er, aS all-
ir, sem að útflutningsfram-
leiðslunni starfa, beint eða
óbeint, verða að sameina
krafta sína um sem mesta
vöruvöndun.
SVIKASTEFNAN
t’KKERT er eðlilegra en að
allir framsæknir og dug-
andi menn vilji bæta lífskjör
sín og aðstöðu alla í lífsbarátt
unni. Það er grunntónn mann
legs eðlis að vilja sækja fram
til fullkomnara og betra lífs.
En árangurinn af baráttunni
fyrir bættum lífskjörum fer
auðvitað eftir því, hversu
hyggilega menn haga henni.
Þegar íslendingar hófust
handa um uppbyggingu lands
síns og bjargræðisvega sinna,
gerðu þeir sér ljóst að ný og
fullkomnari framleiðslutæki
hlytu að vera frumskilyrði
aukins arðs af þjóðarstarfinu,
og þar með bættra lífskjara.
Á grundvelli þessarar skoð-
unar var endurreisnarbarátt-
an háð. I skjóli hennar hafa
Íslendíngar síðan öðlazt betri
lífskjör en flestar nágranna-
þjóðir þeirra.
Höfuð villa
En á síðustu árum hefur
þjóðin gerzt sek um þá höfuð
villu að gera meiri kröfur á
hendur hinum nýju og full-
komnu framleiðslutækjum en
þau hafa getað risið undir.
Þetta hefur leitt til stórfelldr-
ar verðbólgu og kapphlaups
milli kaupgjalds og verðlags,
sem stefnt hefur afkomuör-
yggi landsmanna í bili í stór-
kostlega hættu.
Hreint svikræði
Þegar þannig er komið í
þjóðfélaginu að framleiðslu-
tækin rísa ekki undir aukn-
um tilkostnaði, þá er það
hreint svikræði við hagsmuni
almennings að telja honum
trú um, að hann geti bætt
kjör sín með kauphækkunum.
Það er þessari svika-
stefnu, sem kommúnistar
hafa barizt fyrir af alefli
og hafa nú enn á ný dreg-
ið við hún.
En almenningur hefur nú
betri aðstöðu til þess, eftir
reynslu sína af vinstri stjórn-
inni, en nokkru sinni fyrr að
skilja kjarna þessa máls, að
sjá í gegnum svikastefnuna
og vara sig á frumkvöðlum
/iennar.
UTAN IIR HEIMI
Hinn 4. janúar brann þessi búgarður í Taaderup. 30 gripir fórust í eldinum. Eigandinn, sem er
um sjötugt, sést hér í brunarústunum. Vegna brennuvargsins neyðist hann nú til að hætta
bú skap.
Brennuvargur
BRENNUVARGUR hefir undan- á þessu svæði og þorir enginn
að ganga til náða fyrir miðnætti.
farið herjað í Ruds-Vedby á aust-
anverðu Sjálandi. Hafa þar verið
12 stórbnunar á síðustu þrem mán
uðum og er álitið að í öllum til-
fellum hafi verið um íkveikýur
að ræða.
Síðustu brunarnir voru á þriðju
daginn 12. janúar, en þá var
kveikt í tveim búgörðum i ná-
grenni við Ruds-Vedby. Átján
ára piltur hefur verið handtek-
nn og hefur hann játað á sig
aðra íkveikjuna á þriðjudaginn,
en hefur hins vegar vitni að því,
að hafa verið fjarverandi er
margar íkveikjur áttu sér stað.
Ótti.
Allir óttast brennuvarginn og
allir liggja undir grun. Menn
gæta þess að skrifa hjá sér allar
sínar ferðir, hvar þeir eru á hverj
um tíma, til þess, ef á þarf að
halda, að geta gefið lögreglunni
skyldi skjóta upp í nágrenninu.
skýrzlu, ef brennuvarginum
Taugaspenna.
Á sumum býlunum hefur verið
sett á laggirnar varðlið til að
hafa eftirlit með öllum manna-
ferðum í nágrenninu. Samkomur
þýðir ekki að halda á þessu svæði
því enginn mætir. Taugaspenn-
an ræður ríkjum og allir spyrja:
„Hve lengi á þetta að viðgang-
ast? Hvar og hvenærkveikirhann
í næst? Hvenær kemur röðin að
okkur?
Tjónið af brununum nemur um
tveim milljónum danskra króna,
Tjónið af ikveikjunum nemur tveim
milljónum danskra króna
Mikll ótti hefur gripið íbúana
Brunaverðir í rústum hiöðunnar þar sem Erling Hansen
missti reykjarpípu sína.
auk þess sem fjöldi gripa hefur
farizt í eldinum. Margir þeirra,
sem orðið hafa fyrir barðinu á
brennuvarginum, hafa beðið til-
finnanlegt tjón vegna lítillar
tryggingar, sumir jafnvel orðið
að hætta búskap.
Játar íkveikju.
Eins og áður er sagt, hefur
átján ára piltur játað á sig eina
íkveikjuna. Óhætt er að full-
yrða að hann muni ekki vera
valdur að fleiri brunum. Piltur-
inn, sem heitir Erling Hansen,
var handtekinn síðastliðinn
þriðjudag, meðan hann var að
horfa á bálið, er hann hafði
tendrað. Stuttu síðar játaði hann
að hafa valdið brunanum, en
sagðist hafa misst reykj arpípuna
sína og neistar úr henni komist
í heyið. Síðar dró hann þessi um-
mæli til baka og sagði að lög-
reglan hefði fengið sig til að
segja þetta. Hann þóttist nú ekk-
ert vita um brunann. Á sunnu-
daginn játaði hann loks að hafa
viljandi kveikt í búgarðinum
Petersminde, og kvaðst hafa ver-
ið undir áhrifum þess er hann
hafði lesið í blöðunum- um fyrri
bruna. Þá kveðst hann hafa verið
óánægður út í bóndann, sem hafi
viljað láta hann mála svínahús-
ið. Einnig fannst honum brun-
arnir mjög spennandi, og hélt
það gæti verið gaman að reyna
sjálfUr.
Fjöldi lögreglumanna vinnur
nú að því að leysa þetta mikla
brennumál og hafa hundruð
manna verið yfirheyrðir.
RÓMABORG, 20. jan. (NTB/
Reuter) — Adenauer, forsætis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, og
utanríkisráðherrann, von Brent-
ano, komu hingað í dag til við-
ræðna við ítalska ráðherra. Munu
umræðurnar fyrst og fremst snú-
ast um undirbúning að fundi
austurs og vesturs.