Morgunblaðið - 28.01.1960, Side 1

Morgunblaðið - 28.01.1960, Side 1
24 siður 47. árgangur 22. tbl. — Fimmtudagur 28. janúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsias Oöinn kom í gær „Megi hann koma /ammefldur og heiil á húfi úr hverri raun“, sagði dóms- málaráðherra í ávarpsorðum Fyrsta samband Oðins við land i Reykjavík í gær. Einn Oðinsmanna varpar kastlínunni upp á bryggjuna, þar sem mann- fjöldinn beið. — Þar tóku við sjóliðar af öðrum varðskipum. (Myndir tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Tekur de Caulle sér alrœðisvöld? Uppreisnarmenn gefa litið eitt eftir Verkfallinu aflétt að nokkru leyti PARlS og ALGEIRSBORG, 27. janúar. — I»ESS er nú beðið með mikilli eftirvæntingu að de Gaulle kveði upp úr með það hvað til bragðs skuli taka til að binda endi á hinar ískyggi- legu horfur í málefnum Frakklands. De Gaulle hélt ráðuneytisfund í dag, senni- lega þann mikilvægasta síðan hann tók við völdum, því full- víst er talið, að hann hafi þar | Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI kemur saman til funda í dag að afloknu þinghléi, er staðið hefur frá 8. desember. Verður fundur settur í samein- uðu Alþingi kl. 1,30. — Mun forsætisráðherra, Ólafur Thors, lesa upp forsetabréf um sam- komudag þingsins, en að því loknu verður gengið til dagskrár. Sex mál eru á dagskrá fundar sameinaðs þings í dag, en dagskráin er birt á bls. 2. gert ráðherrum sínum grein fyrir áformum sínum. Ekkert hefur verið tilkynnt opinber- lega um það hvað hann hyggst fyrir, en samkvæmt óstaðfestum fregnum frá Síðustu fréttir: Seint í gær- kveldi var birt í Algeirsborg yfir lýsing undirrituff af „Föffurlands vinunum" og sagði þar, að alls- herjarverkfallinu yrðu aðnokkru aflétt á morgun vegna þess að það hefði skaffaff efnahag Alsir. Jafnframt, að „nefnd fyrrverandi hermanna" ætlaffi á morgun að gangast fyrir fjöldagöngu og úti- fundi og ætlazt væri til, að Múhameðstrúarmenn jafnt sem evrópskir tækju tækju þátt i göngunni. □------------------ París í kvöld mun forsetinn hafa lýst yfir, að hann ætli að kveðja þjóðþingið saman og taka sér alræðisvöld og brjóta andspyrnuna í Alsír á bak aftur af einurð og festu. Ræddi við Leon Noel Svo mikið er víst, að fyrir ráðuneytisfundinn átti de Gauile fund með Leon Noel, formanni stjórnarskrárráðsins, en Sarv- kvæmt lögum verður forsetinn að ráðfæra sig við formanninn áður en hann notfærir sér ákvæðin í stjórnarskránni um heimiidina til að taka alræðisvald og lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Víðtækar varúðarráðstafanir voru viðhafðar meðan á ráðu- neytisfundinum stóð. Fréttamönn um og ljósmyndurum var bægt frá Elysee-höllinni þar sem fund- urinn var haldinn, svo að þeim gæfist hvorki tækifæri til að tala við ráðherrana né mynda þá. Enginn ágreiningur Að fundinum loknum ræddi innanríkisráðherrann við frétta- menn. Tók hann það fram, að enginn ráðherranna ætlaði sér að segja af sér vegna ágreinings um nauðsynlegar aðgerðir á þess- um örlagatímum. Sagði hann, að Framhald á bls. 23. Fimmtudagur 28. janúar. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Um borð í „Óðni‘«. — 6: Hver atvinnuvegur geti sýnt, hvers hann er megnugur. — 8: Líf í tuskunum hjá Castro. — 9: Kvikmyndir. — 10: 7 barna faðir á skólabekk. — 11: Öryggishús á dráttarvélar. — 12: Ritstjórnargreinarnar: Óðinn — Myndun sparifjár. — 13: Einhver auðugustu fiskimið í heimi. — 14: Kvenfélag Lágafellssóknar 50 ára. — 15 og 16: Lesbók barnanna. — 22: íþróttir. ALLMARGT fólk var á flrrg- ólfsgarði, er varðskipið Óðinn lagðist að bryggju klukkan rúmlega 2 í gær, en skipið kom á ytri höfnnia um há- degi. Tók ferðin frá Álaborg rúma 3 sólarhringa. Þessi fyrsta innsigling skipsins í Reykjavíkurhöfn var m. a. skemmtileg fyrir það, að þá þegar urðu margir sjónar- vottar að einu af mörgu, sem gerir Óðin sérstæðan Með því að beita annarri skrúfunni áfram en hinni aftur á bak, var skipinu snúið við á púnkt- inum, eins og einn á bryggj- unni komst að orði. Leggst aff bryggju. Lögregluvörður var á bryggj- unni, enda veitti ekki af. Flug- hálka, var og þar í mannfjöldan- um mátti greina ýmsa kunna menn, sem komnir voru til að fagna skipi og skipshöfn. . I>að gekk allgreiðlega að leggja skipinu upp að bryggju. Þar stóðu tilbúnir við landgang nokkrir sjóliðar af varðskipun- um, sem inni voru. Þegar landfestar höfðu verið bundnar, gengu um borð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og í fylgd með honum Gunnar Framhald á bls. 2. Domsmalaraffherra og skip herra a stiornnalli Öffins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.