Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVUBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. jan. 1960 Frá fundi F.l.f. Talið frá vinstri: Axel Kristjáns son, forstjóri, Kjartan Thors, form. Vinnuveit- endasambands fslands, Sveinn Valfells, form. F.Í.I., Bjarni Benediktsson, iðnaðarmálaráðherra Kristján Jóh. Krist jánsson, forstjóri. Hver afvinnuvegur geti sýnt, hvers hann er megnugur ALMENNUR fundur var hald- inn í Félagi íslenzkra iðnrekenda sl. laugardag. Formaður félagsins, Sveinn B. Valfells, setti fundinn og bauð gesti félagsins velkomna, en þeir voru: Bjarni Benedikts- son, iðnaðarmálaráðherra, Kjart- an Thors, formaður Vinnuveit- endasambands fslands, Björgvin Sígurðsson, framkvæmdastjóri þess, Björgvin Frederiksen, for- seti Landssambands Iðnaðar- manna og Bragi Hannesson, fram kvæmdastjóri þess. Fundarstjóri var Kristján Jóhann Kristjáns- son, forstjóri. Formaður F.f.I. Sveinn B. Val- fells, flutti ítarlegt erindi um störf félagsins nú í vetur, fram- tíðarhorfur og ræddi auk þess ýmis sérmál, sem leysa þyrfti iðnaðinum til hagsbóta. í upphafi máls síns ræddi for- maður um gjaldeyris- og inn- flutningsmál og þá erfiðleika, sem alltaf er þar við að etja og leysa þarf á viðunandi hátt. Einnig ræddi hann um skatta- málin og þá sérstaklega stór- eignaskattinn og söluskattinn. Taldi formaður 9% söluskattinn á meðal þeirra óheillavænlegustu ráðstafana, sem gerðar hefðu ver- ið gagnvart iðnaðinum, þar sem hann kæmi mjög misjafnlega nið ur á aðila, væri óréttlátur í fram kvæmd og drægi úr samkeppnis- hæfni fyrirtækjanna. Þyrfti því að breyta honum eða leggja hann nður. Einnig væri nauðsynlegt að taka tekjuskattskerfið til nánari athugunar og úrbóta. Þessu næst ræddi formaðurinn um lánsfjárþörfina. Sagði hann, að stofnlánasjóður iðnaðarins, Iðnlánasjóður, næmi nú samtals um 10 milljónum króna og auk þess væru hráefna- og afurða- víxlar iðnaðarins ekki endur- keyptir af Seðlabankanum. Væri iðnaðurinn því sem næst á ver- gangi miðað við landbúnað og sjávarútveg, sem hafa stofnlána- sjóði að upphæð nær 600 millj. króna og endurkeypta víxla nær 900 milljónum króna auk þess, sem þeir hafa á öðrum peninga- markaði, en þaðan hefur iðnaður- inn mest allt sitt lánsfé. „Okkur hefur tíðum fundizt stjórriarvöld in vanmeta þýðingu iðnaðarins í efnahagslífinu og þar af leiðandi ekki skapað honum sömu vaxt- arskilyrði og hinum aðalatvinnu- vegunum". Að lokum sagðist formaður treysta því, að núverandi ríkis- stjóm mundi stuðla að því að leysa vandamál iðnaðarins með því að skapa jafnrétti á milli at- vinnuveganna, enda mundi það reynast þjóðinni hagkvæmast þegar til lengdar léti. Þessu næst tók Bjarni Bene- diktsson, iðnaðarmálaráðherra, til máls. Ræddi hann fyrst um þýðingu atvinnustéttanna og nauðsyn á samvinnu þeirra. Ráð- skrifar úr daqlega lifinu J 9 Þorravísa Á bóndadaginn, þégar þorri gekk í garð, birtist hér í dálk- unum gömul þorravísa. Nú hefur Velvakanda borizt önn- ur, sem er svona: Þorri þrýstir fönn að skjánum, þynnast heyin vor. Norri nemur sál úr ánum, nýta krummar gor. Dorri dreginn upp úr hor. • Örlög Kolviðarhóls Jón Ormsson skrifar: Nú er auglýst í blöðum, að húsakostur Kolviðarhóls skuli jafnaður við jörðu, svo að sem allra minnst beri á, að þar hafi nokkrar byggingar ver- ið. Já, öðru vísi mér áður brá. Illa munum við, að þar hafi verið vinsælasti greiðastaður þessa lands. Gaman væri að vita, hvað margir ferðamenn, ríkir og fátækir, hafi þar kom ið og notið allra beztu fyrir- greiðslu, sem unnt var að láta í té, og enginn mannamunur gerður þar á. Aðalatriðið var að gera allt sem bezt fyrir alla, og skipti engu máli, hve- nær sólarhringsins menn bav að garði. Varla hefði 'Sigurður Daníelsson látið jarðsetja sig þar, hefði hann búizt við, að þannig yrði farið með stað- inn, svo mikið sem hann eisk- aði Hólinn sinn. Hið eina, sem menn gætu orðið ánægðir með, væri það, að þarna yrði sett á fót mynd- arlegt líknarheimili fyrir ein- hverja þegna þjóðfélagsins, sem mikillar aðhlynningar þurfa og hefðu betra af að vera utan við ys og þys borg- arlífsins. Ég taldi því eðlilegra að húsakynnin á Kolviðar- hóli yrðu reist við, fyrir starf- semi Reykjavíkurbæjar, enda á bærinn húsið, í stað þess að taka á leigu aðra staði. Svo mikið er gert að því að breyta og gera við gömul hús hér í Reykjavík, að mönnum þyrfti ekki að ofbjóða þótt þessum gamla griðastað manna og dýra væri sýndur tilhlýðileg- ur sómi. Ég held þess vegna, að bæði ríki og Reykjavíkurbær ættu að taka höndum saman um endurreisn Kolviðarhóls, en ekki láta þurrka hann út, eins og nú virðist eiga að gera. • Minningin lifir í prentaðri frásögn Velvakandi tekur undir við bréfritara um að Kolvið- arhóll sé merkur gististaður frá fornu fari. Saga staðarins er vel geymd í bók, sem Skúii Helgason ritaði um Kolviðar- hól. Þar er sagt frá sæluhús- inu, sem þama var, frá 1844, þangað til reglulegra gistihús var reist 1877, frá gestgjöf- um staðarins og gestum, sem þar áttu leið um, útlendum og innlendum, snauðum og vel- megandi. En nú er sá tími liðinn. Ör- ari samgöngur gera það að verkum, að ekki er lengur þörf fyrir gististað á Kolviðar hóli, skíðafélagi reyndist of- viða að reka þetta stóra hús og síðustu árin hefur það níðzt niður. Saga þess, sem var mjög merk, er liðin. Undanfarin ár virðist hús- ið aðeins hafa verið staður, þar sem þessi undarlega manngerð, skemmdarvargarn- ir, hafa unað sér. Ég kom þar í fyrrasumar. Það er ekki til sá hlutur, sem ekki hefur ver- ið gerónýttur, gluggakarmar rifnir frá, baðker snúin af o. s. frv. Ekkert nema skrolck- urinn eftir, sem þeir ekki gátu unnið á. Þó ég hafi lítið vit á slíkum hlutum og alls ekki athugað málið, mætti segja mér að töluvert meira kost iði að gera húsið að sæmilegum bústað aftur en byggja nýtt hús. Að því leyti er ég ekki sam- mála bréfritara. Mér finnst ágætt að fjarlægja skrokkinn, en láta minninguna um gisú- Staðinn Kolviðarhól lifa 1 prentuðum frásögnum um það sem hann var. herrann taldi, að oft hefði verið hallað á iðnaðinn. Fyrirhugaðar ráðstafanir ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum miðuðu að sköp- un frjálsræðis, þannig að hver atvinnuvegur geti sýnt hvers hann raunverulega er megnugur. Þetta hefði hvarvetna gefizt vel. Ráðherann sagði, að aldrei hefðu almennar efnahagsaðgerðir hér verið undirbúnar jafn vel og nú. Mikilsvert væri að læra af reynsl unni og nú mundi kappkostað að sneiða hjá ýmsum örðugleik- um, sem komu í ljós við efna- hagsaðgerðirnar 1950. Mundi þetta ekki sízt koma iðnaðinum að gagni. Ráðherra ræddi nokkuð lánamál iðnaðarins og kvaðst m.a. hafa í huga að fá nefnd, sem starfar að athugun á endurkaup- um iðnaðarvíxla, ásamt banka- stjóra Iðnaðarbankans, það verk- efni í hendur að athuga eflingu Iðnlánasjóðs. Ráðherra sagði, að auka þyrfti menntun og fræðslu í tækniieg- um efnum, því að annars mynd- um við dragast aftur úr. „Með notkun gáfna og dugs þjóðar- innar getum við orðið bezt- og jafnmenntaðasta þjóð í heimi“. Þar með gætum við öðlazt beztu fáanlegu lífskjör. Að lokum sagðist ráðherrann reiðubúinn að vinna að lausn mála þeirra er iðnaðinn varðaði og kvaðst treysta því, að iðnrek- endur litu með skilningi á störf hans. Fundarmenn beindu ýmsum spurningum til ráðherrans, sem hann svaraði. Auk þess flutti Björgvin Frederiksen, forseti Landssambands iðnaðarmanna á- varp. ► SKÁK < HAFNARFJÖRÐUR ABCHEFGH ★ KEFLAVfK ABCDEFGH .H & m ABCDEFGH AKRANES 4... Rg8—f6 5. Rbl—c3 Lúðrasveit Hafnar- fjarðar 10 ára HAFNARFIRÐI. — A laugardag inn eru liðin 10 ár síðan nokkrir piltar komu hér saman í þeim tilgangi að stofna eða réttara sagt endurvekja Lúðrasveit Hafn arfjarðar, því að áður hafði tvisv ar sinnum verið sett á stofn hér sveit hornablásara. Fyrst rétt fyrir aldamótin og í síðara skipt- ið í kringum 1920. Ekki urðu lúðrasveitir þessar langlífar störfuðu aðeins fá ár. En til gamans má geta þess. að af þekkt um borgurum, sem í þeim voru, má til dæmis nefna Gísla Sig- urðsson lögregluþjón, Odd ívars- son á pósthúsinu og Arna Helga- son ræðismann í Chicago. — Ekki verður að sinni gerð frekari grein fyrir hinum eldri sveitum, þótt æskilegt og fróðlegt væri, held- ur rakin að nokkru saga þeirrar, er nú starfar. Sú lúðrasveit, sem í dag heldur upp á 10 ára afmæli sitt, var stofnuð af nokkrum piltum, sem flestir hverjir léku þá fyrir dansi. Fyrstu erfiðleikar þeirra urðu að sjálfsögðu að útvega hljóðfæri, svo sem ýmsar gerðir horna, svo eitthvað sé nefnt. Það tókst Þó vonum framar, því að lúðrasveitir í Reykjavík hlupu undir bagga og lánuðu nokkur hljóðfæri, en einnig fengust hljóðfæri frá hinum eldri lúðra- sveitum hér. Fyrst í stað voru meðlimir 14 "^að tölu og var seft einu sinni í viku. Strax í upphafi varð lúðra sveitin það heppin að fá hinn reynda og dugmikla hljómlistar- mann, Albert Klahn, sem stjórn anda og leiðbeinanda, og hefir hann haft það starf á hendi æ síðan. Má vissulega þakka hon- um þann árangur, sem sveitin hefir náð Eftir því, sem árin liðu, óx sveitinni styrkur jafnt og þétt, fleiri bættust í hópinn, ný hljóð- færi voru keýpt, oftar og oftar var lúðrasveitin beðin að spila við ýmis tækifæri, bæði hér í bænum og annars staðar ,svo sem í Keflavík. Hefir hún nú komið fram í hátt á annað hundrað skipti og nýtur mikilla vinsælda meðal bæjarbúa. Nú hefir lúðrasveitin í hyggju að koma sér upp félagsheimili, þótt dráttur geti þar á orðið, sökum fjá*rhagsvandræða. Hing- að til hefir hún æft mestmegnis í skátaskálanum, sem er að sjálf- sögðu ófullnægjandi húsnæði til slíkra hluta, þótt vel hafi verið þegið. Fyrsti formaður Lúðrasveitar Hafnarfjarðar var Friðþjófur Sigurðsson mælingamaður, en núverandi Einar Sigurðsson rak- arameistari. A laugardaginn minnist lúðra- sveitin afmælis síns með hljóm- leikum, sem hún efnir til í Bæj- arbíói, og um kvöldið verður hóf í Alþýðuhúsinu. — G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.