Morgunblaðið - 28.01.1960, Síða 13
Fknmtudagur 28. jan. 1960
MOKCUNBLAÐIÐ
13
Einhver auðugustu fiskimið
heims við vesturströnd Afríku
Norðmenn
gera ut rann
sóknarleið-
angur
þangað
A Ð undanförnu hefur norski
fiskifræðingurinn Finn Devold
siglt á hafrannsóknarskipinu „Jo-
han Hjort“ meðfram Vestur-
Afríku til þess að kanna mögu-
leikana á norskum fiskveiðum
við Afríkustrendur, á svæðinu
frá Casablanca að norðanverðu
til Dakar að sunnanverðu. Rann-
sóknir þessar eru liður í víð-
tækri viðleitni til þess að auka
möguleika norska fiskiflotans.
Munu norskir útgerðarmenn bíða
með eftirvæntingu eftir niður-
stöðum athugananna.
Síðustu ár hafa ýmsir bent á
þann möguleika, að Norðmenn
taki þátt í fiskveiðunum út af
Vestur-Afríku. Aðrir eru hins
vegar þeirrar skoðunar, að þessi
fiskimið séu alltof fjarlæg til
þess að það geti borgað sig fyr-
ir Norðmenn að veiða á þeim.
Þá hefur verið bent á það, að
hið háa hitastig á þessu svæði
muni valda erfiðleikum á
geysmlu fisksins o. s. frv. Aðrar
fisktegundir eru meginuppistað-
an í veiðunum þarna, heldur en
þær, sem Norðmenn eru vanir að
veiða og verka.
Engin frágangssök
Fjarlægðin eða vegalengdin til
miðanna er ekki svo mikil að
það sé frágangssök að sækja á
þau. Það er algengt að norsk
fiskiskip fari til Vestur-Græn-
lands og miðanna við Nýfundna-
land, sem eru jafn langt í burtu
og þessi. Og hvað viðvíkur
geymlu aflans í skipunum, þá
fer stöðugt fram ýmis konar
tækni og aðferðum til þess að
geyma fiskinn. Frysting aflans
og kæligeymslur í lestum þykja
nú þegar alveg sjálfsögð í ýms-
um tegundum fiskiskipa.
Vísindamenn álíta að hafið úti
fyrir ströndum Vestur-Afríku sé
mjög fiskauðugt vegna sérstakra
aðstæðna. Staðvindarnir sem þar
ríkja, ýta yfirborðssjónum út frá
landi og í stað hans kemur nær-
ingarauðugur sjór frá hafdjúp-
inu. Þá er sólarljós svo mikið
á þessum svæðum, að það stuðlar
að örum og miklum gróðri, jafn-
vel miklu dýpra niður í hafið
en tíðkast á norðlægum slóðum.
Allar athuganir, sem hafa verið
gerðar á þessu svæði benda til
þess, að hér séu auðug fiskimið,
sem ennþá sé harla lítið farið
að snerta við.
Stórauknar fiskveiðar
Arið 1927 var veiðifloti Mar-
okkomanna 49 nótabátar. Arið
1953 var floti þeirra orðinn tí-
falt stærri að tölu skipa, og afla-
magnið, sem lagt var á land hafði
aukizt úr 8000 tonnum í 128 þús.
tonn. Þar af voru 100 þúsund
ton sardínur. A sama tíma hefur
tala niðursuðuverksmiðja aukizt
úr 14 árið 1930 í um það bil
200 árið 1952. Hámarki náði út-
flutningur niðursoðins fisks frá
Marokkó árið 1950, þegar út voru
fluttar 2,5 millj. kassar, mest-
megnis af sardínum. Síðar hafa
markaðsörðugleikar valdið þvi,
að orðið hefur að takmarka nið-
ursuðuna við eina milljón kassa
á ári.
Framleiðsla fiskimjöls byrjaði
þarna ekki fyrr en eftir seinni
heimsstyrjöldina en hefur stöð-
ugt aukizt síðan. Árið 1955 voru
framleidd 8760 tonn og árið 1958
var framleiðslan komin yfir
16000 tonn. Það er reiknað með
að framleiðslan sl. ár 1959, hafi
farið yfir 20 þúsund tonn af fiski-
mjöli. 1 byrjun var framleiðsla
fiskimjöls aðeins aukagrein sjáv-
arútvegsins. Til hennar fór úr-
gangur, bein og slóg. En á síð-
ustu árum hefur hún orðið mik-
ilvæg aðalgrein, sem tekur aðal-
lega við sardínum til bræðslu.
Margar af fiskimjölsverksmiðj-
unuia hafa norskar vélar.
Japanir komu til styrjuveiða
Fyrir Vestur-Afríku veiðist
allmikið af styrju, sem er víða
um lönd mjög vinsæll neyzlu-
fiskur. Japanir eru mest styrju-
veiðiþjóð í heimi. Fyrir 5 árum
hófu þeir tilraunir með styrju-
veiðar út af Dakar í Vestur-
Afríku og tókst það svo vel, að
þeir hafa stundað veiðarnar ár-
lega síðan og nemur afli þeirra
nú um 5000 tonnum á ári. Sam-
tímis hafa frönsk félög lagt tals-
verðar fjárfúlgur í það að þróa
og efla styrjuveiðiflota inn-
fæddra manna 1 Vestur-Afríku,
aðallega í Senegal. Veturinn
1958—59 var styrjuaflinn þar í
landi um 7300 tonn, þ. e. a. s.
tvöfalt meiri en t. d. styrjuafli
Norðmanna hefur verið síðustu
tvö ár, en Norðmenn eru með-
al þeirra þjóða, sem hafa lagt
áherzlu á veiði og verkun styrju.
Það er upplýst, að þennan afla
veiddu aðeins 22 fiskiskip. Af
þeim voru 8 útbúin frystitækj-
um. A styrjuvertíðinni nam með-
alafli á hvert þeirra 452 tonn-
um, en vertíðin stóð aðeins 167
daga. Þeir bátar ,sem voru bún-
ir frystitækjum, voru að meðal-
tali 200 brúttótonn að stærð. —
Hin 14 fiskiskipin voru að meðal-
tali 105 tonn og höfðu þau 274
tonna meðalafla og aðeins tvö
þessara fiskiskipa veiddu minna
en 200 tonn af styrju.
Það hefur orðið árangur fiski-
rannsókna að styrjuveiðar út af
Dakar eru nú stundaðar allt ár-
ið. Nýstofnað franskt útgerðar-
félag hefur gert samning við
ítalska innflytjendur um afhend-
ingu á 2—3 þúsund tonnum af
styrju á þessi ári.
Ágætur kolastofn
1 byrjun fjórða áratugsins rann
sökuðu Englendingar möguleik-
ana fyrir togveiðum út af Vest-
ur-Afríku. Þeir fundu mörg og
mikil fiskimið með auðugum
fiskafla. Sérstaklega bar þar
mikið á „lýsingi", sem var í
stórum torfum alveg suður til
Dakar. Þá hafa athuganir leitt
í ljós, að kolastofninn er sízt
minni eða lakari en evrópski
stonfinn, en kolinn er oft talinn
verðmætasti sjófiskurinn. Einnig
kom mikið af humri í botnvörp-
una, þ. e. a .s. afbrigði ,sem kall-
að er „langust" og er nokkuð
frábrugðin þeim humri, sem
þekkist á Norður-Atlantshafinu.
Eftir seinni heimsstyrjöldina
hafa fiskiskip frá mörgum lönd-
um komið á miðin fyrir Vest-
ur-Afríku og fer þeim stöðugt
fjölgandi. Þangað hafa m. a. kom
ið skip frá ísrael, Grikklandi,
Italíu, Frakklandi, Spáni og
Portúgal, en mjög er misjafnt
hve skipin eru vel útbúin og
vönduð, eftir því frá hvaða lönd-
um þau koma, en yfirleitt er afli
svo góður, að það er eins og
það skipti engu máli. Þau geta
öll snúið við heim á leið full-
fermd af fiski.
Rússar senda stóran flota
Nú eru 3 ár liðin, síðan Rússar
sendu fyrsta rannsóknarleiðang-
ur sinn suður á bóginn til þess
að kanna möguleikana á fisk-
veiðum við Vestur-Afríku. Þeir
hafa síðan stöðugt haldið þessum
rannsóknum áfram og upplýstu
nú í haust, að á árinu 1960 ætl-
uðu þeir að senda veiðiflota með
200 fiskiskipum ásamt nauðsyn-
legum móðurskipum og viðgerð-
arskipum til þess að hefja stór-
kostlegar fiskveiðar á þessum
slóðum. Það er ætlun Rússa að
auka rannsóknirnar og halda
þeim áfram suður á bóginn frá
miðjarðarbaugi og alveg til suð-
urodda Afríku. Rússar hafa sér-
staklega áhuga á einni fiskteg-
und. Hún nefnist á latnesku
máli sardinella aurita og líkist
síld. Af þessari fisktegund er
feikilegt magn af í hafinu út af
Gíneuflóanum. Á daginn liggur
þessi fiskur mikið við hafsbotn,
en að næturlagi kemur hann að
jáfnaði upp á yfirborðið. Rússar
upplýsa það, að þeir hafi fengið
um 40 tonn í togi af sardinellu
með því að nota venjulega botn-
vörpu.
Áhugi Norðmanna
Þrátt fyrir það, að stöðugt
verði meiri ásókn og stórkostleg
aukning á fiskveiðunum út af
Vestur-Afríku ,er enn litið svo
á að miðin þar séu mikið til
ósnert. Ræiðsmaður Norðmanna
í Casablanca, Harald Stornes,
hefur í mörg ár verið að klifa
á því við Norðmenn að þeir hæfu
fiskveiðar út af Marokkó. En
Norðmenn hafa verið tregir til
að reyna ný fiskimið. Heiðar-
leg undantekning frá því er
SKÖMMU fyrir jólin endurskip-
aði landbúnaðarmálaráðherra,
Ingólfur Jónsson svonefnda sand-
græðslunefnd og fékk henni það
verkefni um leið, að endurskoða
sandgræðslulögin frá 1941.
Páll Sveinsson sandgræðslu-
stjóri var hér í bænum í gær, og
varð hann á vegi eins af blaða-
mönnum Mbl., og barst þá þetta
í tal.
Páll sagði að það væri tímabært
mjög og aðkallandi að láta fram
fara slíka endurskoðun sand-
græðslulaganna. Þau hafi verið
við það eitt miðuð að hefta upp-
blástur landsins.
Út fyrir ramma gömlu laganna
Starfsemin hefur breytzt svo á
liðnum árum að hún er komin út
fyrir ramma laganna frá 1941.
Má í því sambandi nefna ræktun
beitarlands í heimahögum og af-
réttum. En sem kunnugt er hefur
Sandgræðslan tekið flugvélar í
notkun til þessa ræktunarstarfs.
Er það hvergi orðum aukið að
árangurinn er undraverður nú
þegar, þó flugvélum hafi aðeins
verið beitt tvö sumur. Þá hefur
Sandgræðslan tekið beinlínis
þátt í ræktun stórra sanda, t. d.
Skógasands, Sólheimasands Þver
áraura og Hólssands, svo dæmi
séu nefnd.
Sandgræðslunefndin hefur
haldið marga fundi. Er nú svo
komið, sagði Páll, að væntanlega
mun nefndin ganga endanlega
frá tillögum sínum í samráði við
landbúnaðarráðherra einhvern
tíma nú næstu daga.
norski útgerðarmaðurinn Bart*
Johannessen, sem sendi fyrir
nokkrum árum skipið Clúpea til
Vestur-Afríku og með því
nokkra herpinótabáta til þess að
veiða sardínur og framleiða úr
þeim mél og lýsi. Tilarunin gekk
illa og mun ástæðan til þess hafa
verið sú, að mern þekktu of
lítið til þess, hvernig sardínan
hegðaði sér þarna. Líklegt er,
að ef leiðangur þessi hefði farið
lengra suður á bóginn og snúið
sér að því að veiða hin suðræna
ættingja síldarinnar, eða sardin-
elluna, þá hefði árangurinn orðið
meiri og betri.
Samband hámera-fiskimanna
sendi leiðángur suður á bóginn í
fyrra til þess að leita að há-
meri, en leiðangurinn var aðal-
lega að verki út af Evrópuströnd
um og komst hann ekki í há-
meraraflann, sem er fyrir utan
vesturströnd Afríku.
Norska fiskirannsóknarskipið
Jóhan Hjort hefur nú verið þarna
á ferðinni í um mánaðartíma og
sýnir uppdráttur hér á síðunni
leið þá, sem skipið hefur farið,
og hvar er að finna helztu fiski-
mið við Vestur-Afríku. Johan
Hjort var búinn öllum fullkomn-
ustu hafrannsóknar- og veiði-
tækjum. Með honum voru sér-
fræðingar á ýmsum sviðum fisk-
veiðanna. Skipið hafði meðferðis
herpinót fyrir sardínur og sardin-
ellu, herpinót og línu til að veiða
styrju með, venjulega botnvörpu
og kampalampa-vörpu. Ætlunin
var að fá sem bezt yfirlit um
það, hvaða fisk væri þarna að
fá, og í hve miklum mæli væri
hægt að nota við veiðarnar venju
leg norsk fiskiskip og venjuleg
veiðarfæri. Samtímis var ætlun-
in að rannsaka möguleika á
löndum fisksins í Vestur-Afríku,
því að það er staðreynd að hin
nýja afrísku ríki, sem nú hafa
verið stofnuð og eiga strand-
lengju út af Atlantshafinu, vilja
gjarnan koma á samstarfi við
Norðurlönd um fiskveiðar og er
því möguleiki á því að einmitt
þar skapist grundvöllur fyrir ný
verkefni fyrir fiskiflota Norður-
landa.
í nefndinni eiga sæti Björn
Kristjánsson fyrrum alþingis-
maður, sem er formaður, Árni
G. Eylands fyrrum stjórnarráðs-
fulltrúi, Steingrímur Steinþórs-
son fyrrum forsætisráðherra,
Arnór Sigurjónsson fulltrúi og
Páll Sveinsson sandgræðslustjóri.
Tvær flugvélar
En áður en samtalinu var lok-
ið, sagði Páll frá því, að takast
myndi að gera við áburðarflug-
vélina sem skemmdist austur við
Gunnarsholt í fyrrasumar. Er
þess að vænta að hún fái „haf-
færisskírteini“ nú í vor. Ætti
Sandgræðslan þá að hafa tvær
flugvélar, enda eru verkefnin
ótæmandi ef því er að skipt*
sagði Páll Sveinsson.
Námskeið Ferða-
félagsins vel sóft
U M sjötíu manns hafa þegar
sótt námskeið það, sem Ferða-
skrifstofa ríkisins efndi til fyrir
skömmu. Er mönnum kennd
landafræði náttúrufræði og saga
nokkurra landssvæða og söfn
skoðuð. Kennt er í fyrstu kennslu
stofu háskólans og fer kennslan
fram í fyrirlestrum. Að nám-
skeiðinu loknu verður þátttak-
endum gefinn kostur á að tjá
kunnáttu sína skriflega eða
munnlega á því máli, sem þeim
lætur bezt, öðru en íslenzku. —
Mun þetta námskeið f yrst og
fremst ætlað til að auðvelda því
fölki, sem þarf á einhvern hátt
að annast fyrirgreiðslu útlend-
inga sem hingað koma.
Endurskoðun sand-
grœðslulaganna að
verða lokið