Morgunblaðið - 28.01.1960, Side 16

Morgunblaðið - 28.01.1960, Side 16
16 MORCniSnr 4T>1Ð Fimmtuclagur 28. .ian. 1960 Guðríður Jakobsdóttir Minning BORGARFJAHÐARHÉRAÐ hef- ir fyrr og síðar alið margt ágætra xnanna karla og kvenna, sem með miklum dugnaði, raunsæi og skörungsskap hafa sameinað forna menningu, sem þróast hef- ir í héraðinu frá öndverðu, þeim stórstígu framförum, sem á síðari áratugum hafa markað djúp spor í þjóðlífi íslendinga. Ber héraðið, hvar sem á er litið, glögg og óræk merki þessara eðliskosta íbúa sinna. Árroði manndóms, framtaks og framfara krýnir brúnir allra fjalla hins fagra og gróðursæla héraðs. Hvar sem Borgfirðingar, er flutzt hafa búferlum úr hérað- inu, hafa tekið sér bólfestu gætir hjá þeim jafnt sem heima fyrir, þess lífsþróttar, sem þeim er í blóð borinn og þeirra uppeldis- áhrifa, sem þróttmikið líf og starf heimafyrir hefir gefið þeim i veganesti. 19. janúar síðastliðinn lézt gagnmerk borgfirzk kona, sem um nokkurra áratuga skeið hefir innt af hendi mikið og gott starf utan átthaga sinna, og lengst af þessum tíma sem bústýra hjá landskunnum dugn- aðar- og athafnamanni, þar sem hún gengdi því hlutverki að standa fyrir heimili sem mikil rausn og gestrisni var í hvívetna tengd við. Þessi kona er Guðríður Jakobs- dóttir frá Hreðavatni. Hún var fædd 16. sept. 1894. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Höllu Jónsdóttur og Jakob Þorsteins- syni, fyrst á Hreðavatni en síð- ar í Bæ en þangað fluttist hún með foreldrum sínum er þau brugðu búi á Hreðavatni. Voru þeir bræður Björn í Bæ, hinn Imikli bændahöfðingi og Jakob. Þar átti Guðríður heima til fermingaraldurs. Dvaldi hún þá í Borgarnesi um skeið hjá Jóni kaupm. Björnssyni frá Bæ frænda sínum og konu hans, Helgu Björnsdóttur frá Svarf- hóli. Á þeim árum fór hún á kvennaskólann í Blönduósi og lauk þar námi. Guðríður hleypti ung heim- draganum í átthögunum. Næstu árin vann hún við síldarverkun á Norðurlandi á sumrum, en dvaldi við ýms störf í Reykja- vík á vetrum. Við síldarverkun vann hún aðallega á síldverk- unarstöðvum þeim, er Óskar Halldórsson útgerðarmaður rak. Leiddi þetta til náinna kynna milli Guðríðar og Guðrúnar Ólafsdóttur, konu Óskars, sem dvaldi löngum með manni sínum fyrir norðan á sumrum. Þróaðist kunningsskapur milli Guðríðar og fjölskyldu Óskars Halldórs- sonar svo að til traustrar vináttu leiddi. Starfaði Guðríður er tím- ar liðu meira og meira á heimili Guðrúnar og Óskars í Reykjavík er við þurfti. Tók Guðríður miklu ástfóstri við hinn stóra barnahóp þeirra hjóna. Þessi kynni urðu örlagarík fyr- ir Guðríði, Óskar og börn hans, farsælt framhald þeirra kynna og vináttu er þarna lá að baki. Árið 1939, 22. ágúst, bar Ósk- ari að höndurai sú sára sorg að koraa haras téz-t. Stóð hann þá einn uppi með hinn stóra barna- hóp þeirra hjóna, sem öll voru ung. Var það Óskari mikil gæfa að geta leitað til Guðríðar í þess- um raunum. En hún var áður tengd þeim vináttuböndum við fjölskylduna að eigi stóð á lið- veizlu hennar þegar svona var ástatt. Vissulega færðist Guðríður mikið í fang með því að taka á sínar herðar forsjá þessa stóra heimilis með því að ganga hinum ungu börnum í móður stað. En hér kom það skjótt í Ijós, sem raunar höfðu sést ærin merki til áður, hve Guðríður var vel af guði gerð. Ástríki hennar og um- hyggja fyrir velferð barnanna og það hve hinn útbreiddi faðm- ur hennar megnaði fljótt að bæta þeim þann mikla harm, sem að hverju barni er kveðinn við missi umönnunar og forsjá ást- ríkrar móður, ber þessu gott vitni. Við þessa móðurlegu um- hyggju hennar fyrir velferð barnanna, hélzt í hendur frábær dugnaður, ráðdeild og fyrir- hyggja um allt er að húsmóður- störfum hennar laut og heimil- inu mátti vera til gagns og prýði. Þessi heimilsforsjá Guðríðar, létt lund hennar, hlýlegt viðmót og háttprýði í allri framgöngu féll vel í feðma við gestrisni og höfðingslund húsbóndans. Enda var oft ærið fjölmennt á heimil- inu og eigi sparaðar vistir og við- urgjörningur til handa gestum og gangandi. Óskari Halldórssyni var það mikil ánægja að hafa í heimili sínu fjölmenni glaðra gesta í kringum sig. Var hann þá sjálfur jafnan hrókur alls fagnaðar. Kunni þessi mikli áhuga- og at- hanfamaður á því góð skil að halda uppi fjörugum umræðum um áhugamál sín. En þau voru mörg og ekki markaður bás á þröngu sviði, því Óskar var óvenjulega hugkvæmur maður og var snillingur í þeirri list að finna flöt á hverju máli er leitt gæti til lausnar þeim vanda er við blasti. Á þessum samræðu- fundum á heimili Óskars Hall- dórssonar fæddust ýmsar hug- myndir, sem hann og aðrir dróu síðar fram í dagsljósið í áþreif- anlegum verkum á sviði atvinnu- lífsins og margt gott hefir af flotið. En eigi þurfti að því að spyrja að gestrisnishlutverkið var i öruggri hendi bústýrunnar, sem ávallt kostaði kapps um að full- nægt væri höfðingslund húsbónd- ans í þeim efnum. Borgfirzk gest- risni skipaði öndvegi á heimilinu, enda stóðu styrkar rætur hús- bónda og húsfreyju í borgfirzkri grund. Þannig var hinn ánægjulegi heimilsbragur á þessu þjóðlega og rismikla gestrisnisheimili. — Mikið var þar jafnan rætt og ályktað en enn fleira fram- kvæmt. Kann eg, sem þessar línur rita, gerst um þetta að segja, því eg var tíður gestur á heimili Guð- ríðar og Óskars hin síðari ár. Guðríður var mjög listelsk kona. Unni hún hljómlist og kunni þar á góð skil. Hún var mikill dýravinur, enda var hún sveitakona af lífi og sál í þeli niðri, þótt hún dveldi langdvöl- um í kaupstað hin síðari ár. Eftir að börn Óskars og Guð- rúnar komust upp og fóru að heiman og stofnuðu eigin heimili, hélzt hin sama tryggð þeirra og vinátta við Guðríði, sem hún hafði með ástríki sínu og umönn- un gróðursett í sál þeirra meðan þau voru börn. Mikla þakkarskuld taldi Ósk- ar sig jafnan eiga Guðríði að gjalda fyrir það sem hún hefði á sig lagt vegna barnanna, hans sjálfs og heimilisins. Kunni Guð- ríður vel að meta framrétta hönd Óskars og barna hans til viður- kenningar á þessu, meðal annars, með nokkrum ferðum til annarra landa. — En hún hafði mjög mikla ánægju af þeim ferðum, því eftirtekt hennar og athyglis- gáfa var mjög næm. Fjölmargir útlendingar heimsóttu Óskar og allir höfðu þeir tekið í hina veit- ulu hönd bústýru hans. Margt var það annað í sambúð og sam- skiptum fjölskyldunnar og Guð- ríðar, sem veitti henni margar ánægjulegar stundir í lífinu. Síðan Óskar lézt hefir Guð- ríður átt heima hjá Ernu Óskars- dóttur og manni hennar, Jóni S. Ólafssyni stjórnarráðsfulltrúa. En aldrei var neitt lát á því að hinn sterki umhyggjuarmur hennar næði jafnt til allra heim- ila fjölskyldunnar. Slík var órofa tryggð hennar til hinztu stundar. Eg var staddur á Miðjarðar- hafi um jólin. Þaðan sendi ég ásamt skipstjóranum á Dranga- jökli, Guðríði jólakveðju, þar sem hún lá á sjúkrabeði í Landa- koti. Nú vil eg ljúka þessum lín- um með því að færa þessari vel gefnu, góðu og veglyndu konu mína hinztu kveðju með þakk- læti fyrir alla hennar velvild í minn garð og löng og hugstæð kynni. Pétur Ottesen. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 unginn. Þegar við hætt- um, var Guðmundur bú- inn að veiða einn, Una einn, og ég tvo. Við héld- um heim ánægð með veið ina. Þegar við vorum að verða komin heim, föld- um við silungana fyrir aftan bak og sögðum mömmu, að við hefðum ekkert veitt. Svo tókum við fram silungana, og hún var alveg hissa, og þegar ég viktaði stóra silunginn minn, var hann hálft kíló á þyngd. Kristín Stefánsd., 11 £ra, Vorsabæ, Gaulverja- bæjarhreppi, Árness. o—□—0 ■, y\ GUÐRÚN Olga Clausen, 9 ára, úr Reykjavík, skrif- aði Lesbókinni fyrir nokkru ágætt bréf og sendi skrítlur til birting- ar í blaðinu. Lesbókin þakkar Guðrúnu bréfið og hérna eru tvær af skrítl- unum, sem hún sendi: SKRÍTLCR: Kennarinn: — Hvað heldurðu, Eiríkur minn, að pabbi þinn segi um það, að þú ert alltaf neðst- ur í bekknum þínum? Eiríkur: — Hann segir, að ég hljóti að hafa ósköp Perlufesti ÞEGAR þið farið niður f fjöru, ættuð þið að vita, hvort þið sjáið ekki blöðruþang. Hafið skæri með ykkur til að klippa blöðrurnar af. Þegar þær hafa verið þurrkaðar heima í nokkra daga, er hægt að hafa þær fyrir perlur. Þær geta verið með mismunandi lit, svartar, gular, rauðleitar, brúnar og grænar. Sléttaðu ójöfnunar af þeim með naglaþjöl og þræddu þær svo upp á band. Það má ekki lakka þær, en þær fá fallegan gljáa, ef nuddað er í þær örlitlu af matarolíu eða ein- hverju feitu efni. ónýtan kennara, úr því að mér fer ekki meira fram. ★ Námstjórinn kom í heimsókn í skóiann og hlustaði á reiknings- kennslu. Kennarinn þurfti að bregða sér frá, og námstjórinn tók við kennslunni á meðan. — Hann bað einn drengj- anna, að nefna tveggja stafa tölu. — 74 sagði drengurinn. Námstjórinn skrifaði tölustafina á töfluna, en sneri þeim við af ásettu ráði og skrifaði 47 og von- aðist eftir athugasemd frá bekknum. En það var steinþögn. Þá bað hann annan dreng að nefna tveggja stafa tölu. — 53 sagði hann. Námstjórinn skrifaði 35. Engin athugasemd enn. Og enn bað hann þriðja drenginn um tölu, lítinn skýrlegan hnokka. — 66 sagði hann. Það hljótið þér þó að geta skrifað rétt! Ráðningar Gátur úr síðasta blaði: 1. Maður gekk undir foss. — 2. Kindahorn. — 3. Millur á upphlut Ljáðu mér vængi Ur fyrstu sögu flugsins 13. f Ítalíu byggði her- íoringi nokkur, Nobile að nefni, nýja gerð af stýr- anlegum loftskipum. — Heimskautafarinn Roald Amundsen, keypti eitt þeirra og flaug því yfir norðurpólinn árið 1926. Það hét „Norge“. Síðar fór Nobile sjálfur i könnunarleiðangur til norðurpólsins á öðru loftfari, sem hann nefndi „ftalía“. Á heimleiðinni rakst „Ítalía" á ísinn. Karfan brotnaði frá og lá eftir á ísnum, þegar loftbelg- urinn sjálfur með sex menn innanborðs, hvarf út í fjarskann. Til þeirra spurðist aldrei. En öllum þeim mönnum, sem í körfunni voru, að einum undanskildum, tókst að bjarga. Að því unnu sænskir flugmenn og rússneskur ísbrjótur. Eít- ir þetta slys, hættu ítalir að byggja loftskip. 14. Þegar Þjóðverjum var aftur leyft að byggja loftskip eftir stríðið, tók Zeppelinfyrirtækið sttax til óspilltra mála. Það byggði stórt farþegaskip „Graf Zeppelin". Það var 236,6 m langt, hafði fimm hreyfla, og há- markshraðinn var 128 km á klukkustund. Þag er auðskilið að far- gjöldin með þessum far- kosti voru há, þegar það er haft í huga, að ekki var rúm fyrir nema 20 far- þega, en áhöfnin var aftur á móti 40 manns. „Graf Zeppelin" fór fyrstu ferðina yfir Atl- anshafið árið 1928. Árið eftir flaug hann um- hverfis jörðina á 20 dög- um og 4 klukkustundum. O—□—o Skrítla Presturinn: Viljið þér, að drengurinn heiti Mar- bendill. Það er óvenjuiegt nafn. Móðirin: Já, en sjáið þér til, hr. prestur, amma hans hét Margrét og afi hans Benedikt og mig langar svo að láta hanu heita eftir þeim báðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.