Morgunblaðið - 28.01.1960, Side 17
Fimmtudagur 28. jan. 1960
MORCirNRLAÐlÐ
17
Ólöf Jónsdóttir Byggðarholti
í Eyjum 85 ára
FRÁ uppvaxtarárum mínum á
fyrsta fjórðungi þessarar aldar,
xninnist ég margra mætra Eyja-
búa, sem settu svip á bæinn. £>eir
mótuðu daglegt líf okkar ungi-
ingana með fögru fordæmi í fág-
aðri framkomu í hvívetna. Ern
af þeim var Ólöf í Byggðarholti.
Ég bar alltaf virðingu fyrir þess-
ari konu vegna sérlega prúðrar
framkomu, smekklegs klæða-
burðar og fríðleiks. Ég var mikl
um mun yngri — jafngamall
fyrsta bami hennar — en leit
hana ávallt aðdáunaraugum,
sem sanna ímynd góðar konu.
Sú hugmynd mín reyndist líka
rétt, samkv. almennum vitnis-
burði um hana, fyrr og síðar.
Nú er mér tjáð að Ólöf verði
85 ára þann 26. þ. m. Okkur, sem
höfum verið henni samferða hér
1 Eyjum, finnst þetta harla ó-
trúlegt. Við gætum helzt hugsað
hana innan við sjötugt. Árafjöld-
ann er ekki að sjá á Ólöfu, þrátt
íyrir ýmislegt mótdrægt á lífs-
ferli hennar. Hitt er þó stað-
reynd samkv. hennar eigin sögn
og kirkjubóka, að hún er fædd
26. jan. 1875.
Á þesspm merku tímamótum
í ævi Ólafar, vill ég minnast
hennar nokkrum orðum, þó ekki
verði það svo vel gert sem
skyldi. Margar svipmyndir koma
í hug minn, sem sýna að lífsleið
hennar hefir ekki ávallt verið
blómum stráð, en mótazt af
skini og skúrum frá fyrstu tíð.
. Ólöf er fædd að Borgarhóli í
Landeyjum, dóttir Jóns bónaa
þar Péturssonar frá Vatnahjá-
leigu og konu hans Guðnýjar
Eiríksdóttur frá Tumastöðum í
Fljótshllíð. Foreldrar Ólafar
voru mjög fátæk enda var jörð-
in jarðleysa og stekkjatún frá
ábúandanum í Kúfhóli. Börn
Jóns og Guðnýjar urðu 10 en að-
eins fimm komust upp, hin voru
dáin fyrir minni Óllafar.
£>au sem upp komust voru:
Eirný, dó fullorðin, María, dó
árið 1882. Sesselja, fór til Am-
eríku og giftist þar. Magnús
drukknaði með Jóni Brandssyni
frá Hallgeirsey 1893, Jón útgerð-
armaður í Hlíð í Eyjum dó 23.
sept. 1954.
Þegar Magnús bróðir Ólafar
drukknaði, urðu foreldrar þeivra
að bregða búi. Hann hafði að
mestu leyti verið fyrirvinna heim
ilisins en þau þá orðin gömul
og slitin af vinnu. Fóru þau þá
til vandalausra og voru þar,
það sem eftir var ævinnar. Það
urðu einnig örlög Ólafar að fara
til vandalausra. Hún var þá 18
ára. Vistaðist hún till Þorvaldar
bónda á Eyri undir Auátur
Eyjafjöllum og var hjá honum i
2 ár. Þá lagði hún meginlandið
að baki og fór út í Eyjsir. Þær
freistuðu hinnar tvítugu meyjar,
sem fagurt framtíðarland. Hún
hafði haft þær fyrir augum frá
fyrstu tíð og dáðst að þessari
undrafögru hamraborg langt úti
í hafi.
Um vorið 1896 steig Ólöf 4
land í Vestmannaeyjum. Ekki
varð henni vinnu vant, því hún
vistaðist strax till Jóhanns fakí-
ors í Garðinum Bjarnasen og
konu hans Margrétar Þorsteins-
dóttur læknis. Það urðu henni að
vonum mikil viðbrigði, að koma
úr sveitinni, fátæktinni og fá-
menninu á þetta fína fyrirmauns
heimili í Eyjum. Það var stórt
og mannmargt og mikið umleikis
utan húss og innan. Gestir voru
þar tíðir, veizlur og gleðskapur.
Ólöf hafði þarna ærinn starfa og
kynntist mörgu, sem varð henni
til góðs síðar í lífinu. í Garðin-
um var hún í fjögur ár og þrátt
fyrir það, að hún ætti þar stund-
um dapra daga, yrði að vinna
mikið og erfiða undir stjórn yfir
stéttarfólks, átti hún þar fjöl-
mctrgar gleðistundir og hló sína
hjartanlegustu hlátra. Þannig
hefir Ólöfu farizt orð um vist
sína í Garðinum.
Árið 1900 giftist hún Árna
Jónssyni frá Steinum. Hann var
yngsti sonur Jóns bónda þar
Valldasonar og bróðir Guðjóns
formanns á Sandfelli. Þau byrj-
uðu búskap í Stíghúsi og 'ilu
björtum augum til framtíðarinn-
ar. í Stíghúsi bjuggu þá hjónin
Pálmi Guðmundsson sjómaður
og Guðbjörg Sighvatsdóttir og
leigðu þau þeim Ólöfu húsnæði.
Þeir Árni og Pálmi reru hjá
Magnúsi Guðlaugssyni í Fagur-
lyst vorvertíðina 1901. Þann 20.
maí gerði mikið austanveður,
rok og stórsjó. Þá fórst skip
Magnúsar í Fagurlyst og öll skips
höfnin, 6 menn.
Þetta var mikil þolraun og
reynslutími fyrir hina ungu
ekkju, Ólöfu. Allir hennar björtu
framtíðardraumar urðu að engu
Hún var einmana og efnalítil og
vænti fyrsta barns síns eftir
stuttan tíma.
Hún reyndi _að vinna fyrir sér
með ýmsu móti, Fyrst við úti-
vinnu en síðar við saumaskap.
Gekk þetta þolanlega því hún
var verklagin, og vandvirk.
Villdu því margir njóta góðs
handbragðs hennar í saumaskap.
Húsnæði hafði hún hjá Guð-
björgu í Stíghúsi og þar fæddist
fyrsta barn hennar 18. sept. 1901,
fjórum mánuðum eftir dauða föð
ursins. Allt fór betta blessanlega
með guðs hjálp og góðra vina.
Ólöf vann fyrir sér og barninu
og varð vel til starfa.
Árið 1903 giftist Ólöf Anton-
íusi Baldvinssyni ættuðum frá
Fáskrúðsfirði, en fæddum að
Krossi á Berufjarðarströnd 1873.
Þau komust vel af enda var Ant-
onius harðduglegur og iðjumað-
ur mikill. Byggðu þau síðar
myndarlegt hús, sem þau nefndu
að Byggðarholtl. Stendur það
enn og þar bjó Ólöf hjá syni sín-
um og fjölskyldu, til skamms
tíma en fluttu þá að Heimagötu
1.
Fyrsta barn Ólafar, Árný Árna
dóttir, giftist 24. nóv. 1923 Guð-
mundi Eyjólfssyni frá Iðu i
Biskupstungum. Þau búa að Eið-
um í Eyjum.
Þau Antoníus og Ólöf eignuð-
ust fimm mannvænleg börn:
1. Sigurður, hann féll út af
bryggju og drukknaði 1. sept.
1916 tíu ára gamall. 2. Svavar f.
1908 útgerðarmaður í Eyjum
Eyjum kvæntur Kristínu Háll-
dórsdóttur. Hjá þeim hefir Ólöf
verið, fyrst í Byggðarholti og nú
að Heimagötu 1 og ávallt notið
ástúðlegrar umhyggju fjölskyld-
unnar. 3. Guffbjörg, f. 18. júní
1910. Hún lést 15. sept. 1923,
mjög efnileg stúllka og geðþekk.
Hún varð hinum hvíta dauða að
bráð, aðeins 18 ára gömul, sárt
treguð af öllum er hana þekktu.
4. Selma, f. 1913. Hún er gift í
Reykjavík Ólafi Stefánssyni hjá
Olíuféllaginu. 5. Sigurffa var
yngst barna Ólafar og Antoni-
usar, fædd 19. nóv. 1917, lézt 6.
apríl 1918. Antoníus mann sinn
missti Ólöf 12. nóv. 1938. Má
segja að það áfall hafi verið síð-
asta ólagið, sem Ólöf hefir hreppt
á lífsins ólgusjó. Eftir dauða
Antoníusar bjó hún með börn-
um sínum að Byggðarholti og
hefur farnazt vel. Frá framan-
rituðum svipmyndum úr ævi
Ólafar Jónsdóttur sést, að líf
hennar hefir oft verið annað og
meira en leikur á smáravelli gleð
innar. Tímabil blýþungra sorga
og erfiðleika hafa lagzt að hug
hennar og hjarta. En eins og
skin kemur eftir skúr voru einn-
ig tímabil, sem fluttu henni birtu
og yl, gleði og kærleika.
Ólöf getur nú rennt huganum
yfir langan starfsdag og þó hann
hafi stundum verið erfiður og
gleðisnauður, geymir hann þó
margar ljúfar minningar, sem
hvíla í skauti liðinna 85 ára.
Ég vil að endingu óska frú
Ólöfu alls hins bezta á þessum
tímamótum, þakka henni langa
og góða samleið í Eyjum og bið
henni allrar blessunar á komandi
TIL LEIGU
arum.
„Fáðu gæði farsældar
frí við mæðu nauða.
Lifðu í næði lukkunar
í lífi bæði og dauða.“
Árni Árnason
frá Grund.
Saumastúlkur
2—3 duglegar stúlkur
óskast nú þegar.
Sjófataverksmiðjan hf.
Bræðraborgarstíg 7 II. hæð
íhúð við Snorrahraut
til sölu. Á hæðinni ,sem er ca. 95 ferm., 4 herb., eld-
hús, bað og innri forstofa. í kjallara fylgir gott
íbúðarherbergi, geymslur og eignarhluti í þvotta-
húsi og W. C. 1 risi hússins er hægt að innrétta 1
eða 2 lítil herbergi. Hitaveita. Hagstætt verð.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314.
er 6 herb. íbúð við Háteigsveg, 150 ferm., nú um
næstu mánaðarmót. — Tilboð til afgr. Mbl. fyrir
næstu helgi, merkt: „Hitaveitusvæði — 9513“.
Sendisveinn
óskast strax frá 9—12 f.h.
íiUisUZUU,
Hringbraut 49
PIPUR
Svartajr og galvaniseraðar
H. Benediktsson hf.
Sími 11228 — Reykjavík
Skrifstofustúlka
Heildverzlun óskar að ráða stúlku til vélritunar og
símavörzlu. Umsóknir sendist afgr .Mbl. fyrir L
febrúar 1960. merkt: „9516“.
3 millimetra
Smíðajárn í plötum
3 mm. — 4 mm. — 6 mm.
H. Benediktsson hf.
Sími 11228 — Reykjavik
STÚLKA
Innflutningsverzlun óskar að ráða stúlku, sem get-
ur tekið að sér bréfaskriftir á ensku og dönsku.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist afgr. Mbl. fyrir 1. febrúar, merkt:
„Innflutningsverzlun — 4348“.
V erzf un arfél agi
Ungur maður, sem hefir áhuga fyrir að reka verzlun,
getur komist að sem meðeigandi í verzlun í miðbæn-
um. — Þarf að geta séð um reksturinn. — Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir 3. febrúar, merkt:
„Gróði — 9511“
Jeppaeigendui athugið
Eigum fytrirliggjandi
uppgcrðar jeppavélar
Bifreiðaverkstæðið Hemiil
Bústaðabeltti 12 — Sími 32637
N auðungaruppboð
eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undan-
gengnum lögtökum, verður haldið opinbert uppboð
á skrifstofu minni Álfhólfsvegi 32, Kópavogi, þriðju-
dag. 9. febr. n.k. kl. 15. Selt verður ýmisskonar
lausafé. — Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn, Kópavogi