Morgunblaðið - 28.01.1960, Page 22

Morgunblaðið - 28.01.1960, Page 22
22 M O R C i/ 7V n 1.4 f> IÐ Fímmtudaprur 28. Jan. 1960 Undirbúningur Squaw Valley leikanna kostar 320 millj kr. Rússar hafa gagnrýnt aöbúnað ibróttafólksins BANDARIKJAMENN telja sig hafa lagt sig mjög fram um að Ameriska liðið ÍR gegn bandarísku liði á Hálogalandi Keppa í körfuknatt- leik annað kvöld A FÖSTUDAGSKVÖLD kl. 8 fer fram að Hálogalandi keppm í körfuknattleik milli bandarska liðsins Supply, sem er skipað Bandaríkjamönnum á Keflavík- urflugvelli. í>að er íþróttafélag Beykjavíkur, sem að keppmnm stendur og er það meistaraflokk- ur félagsins sem keppir við hina banadrísku gesti. Supply er sterkasta liðið á Keflavíkurflugvelli og er því sterkt körfuknattleikslið. Liðið hefur ekki tapað leik hér á vell- inum, síðan það var myndað og heldur meistaratitlinum, sem urn er keppt þar syðra, en í þeirra keppni taka þátt 20—30 lið. Lið ÍR er með beztu liðum hérlendis. Sigraði það með yf r- burðum í síðasta hraðmóti. Það er skipað ungum en efnilegum og áhugasömum leikmönnum sem mikils má af vænta. Er því víst að um skemmtilega keppni verður að ræða, hver svo sem sigurinn hreppir. Á undan þessum leik fer fram keppni í 4. aldursflokki. Allir sem hinni fögru körfuknattleiks íþrótt unna, ættu að nota þetta sérstæða tækifæri til að sjá góð lið keppa saman. ÍR-ingarnir ♦ + BRIDCE AV ♦ * Bandalagið vill níi verndun Jista- verka A STJÓRNARFUNDI Bandalags íslenzkra listamanna var nýlega samþykkt svo hljóðandi álykt- un: „Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna vill af því tilefni, að spellvirki var framið á opinberu líkneski í Reykjavíkurtjörn skora á ríkisstjóm fslands að flytja nú á Alþingi frumvarp til laga um sérstaka vernd minja og minnismerkja með sama hætti og tðkast með öðrum menningar- þjóðurn". í bréfi frá ritara Bandalagsins til forsætisráðherra og mennta- málaráðherra um ályktunina seg ir: „f þessu sambandi viljum vér einkum benda á gildandi lög um „Denkmalschutz" í Miðevrópu- löndum, þar sem ósnertanleiki minja og minnismerkja er lög- verndaður sérstaklega og ævar- andi, þ.e. húsa og staða, opin- berra minnismerkja og verka, sem hafa sérstakt listgildi eða minjagildi fyrir þjóðina“. (Frá B.Í.L.) f ANNARRI umferð bikarkeppni Bridgesambands íslands fóru leikar þannig: Sv. Einars Árnasonar v. sv. Sveins Helgasonar 72:52 — Róberts Sigmundssonar Sesselíu Fjeldsted 61:35 — Stefáns Guðjohnsens Rafns Sigurðssonar 59:38 — Einars Þorfinnssonar Vigdísar Guðsjónsd. 50:38 — Þórðar Pálmasonar Sigfúsar Sigurðssonar 54:46 — Halls Símonarsonar Arna M. Jónssonar 73:67 — Mikaels Jónssonar Arnar Péturssonar (stig ókunn) — Óla Kristinssonar Baldurs Jónssonar (stig ókunn) Átta sveitir eru nú eftir í keppni þessari og hefur verið dregið um hvaða sveitir leika saman, en leikunum skal lokið fyrir 1. apríl nk. Þessar sveitir leika saman í 3. umferð: Sveit Þórðar Pálmasonar, Borg arnesi, við sveit Einars Árnason- ar, Reykjavík. Akranesbátar AKRANESI, 27. jan: — 14 bátar eru á sjó héðan í dag. Þeirra á meðal nýji báturinn Sigurður AK 107. Aflinn hjá þeim sem þeg ar eru lentir er frá 2,5 til 3.5 lest- ir. — Oddur. Hei ranótt Meimtaskólans MARGIR hafa undrazt yfir því, að Herranótt Menntaskólans skuli enn ekki hafa látið frá sér heyra á þessu ári. Æfingar á leikritinu hafa að vísu staðið yfir frá því í nóvember, en af sýning- um hefur þó enn ekki getað orðið vegna húsnæðisskorts. tJr þessu hefur nú rætzt, að mestu leyti, og er í ráði, að frum- sýna leikinn næstkomandi þriðju dag kl. 20. Að þessu sinni hefur Herranótt tekið til meðferðar gamanleikrit eftir William Douglas Home, og hefur Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari, gert þýðiny una. Sveit Einars Þorfinnssonar við sveit Róberts Sigmundssonar, báðar í Reykjavík. Sveit Mikaels Jónssonar, Ak- ureyri við sveit Stefáns J. Guð- johnsens, Reykjavík. Sveit Halls Símonarsonar, Rvík, við sveit Óla Kristinssonar, Húsavík. Þær sveitir er fyrr eru nefnd- ar sjá um viðkomandi leik. — ★ — Það kemur stundum fyrir að spilarar misheyra eða heyra alls ekki sagnir andstæðinganna eða jafnvel sagnir félaga. Hefur það oft valdið deilum og misskiln- ingi, þegar beðið er um að sagn- ir séu endurteknar. 41. og 42. gr. alþjóðalaga um bridge segja hvernig spilarar eiga að haga sér í slíkum tilfellum. Greinarnar, sem eru mjög skýrar, hljóða svo: 41. grein: Ef spilari heyrir ekki vel, hvað sagt er, getur hann strax óskað, að sögnin sé endurtekin. Það er ekki unnt að bæta úr sögn, sem gerð hefur verið vegna misskiln- ings eða misheyrnar. 42. grein: Spilari á rétt á að fá fyrri sagn ir endurteknar, bæði þegar kem- ur að honum að gera boð sitt og eins eftir að sögnum er lokið, en áður en búið er að spila út í fyrsta sinn. Beiðni hans um end- urtekningu á einungis mótspil- ari að svara. Blindur, eða sá spilari, sem samkvæmt lögum á að segja pass, ætti ekki að óska eftir að fá sagnir endurteknar, en má hlusta á, og má leiðrétta villur, er koma fram í endurtekning- unni. Þegar búið er að spila út í fyrsta sinn, má ekki endurtaka sagnirnar, en sagnhafi eða verj- andi hefur rétt á að fá upplýs- ingar um, hver lokasögnin hafi verið og hvort tvöfaldað eða fjórfaldað hefur verið, en ekki hver hefur gert það. Það, sem er athyglisverðast í þessum greinum er, að þegar lát- ið hefur verið út í fyrsta sinn má ekki endurtaka sagnirnar. hafa útbúnað íþróttamanna, er til vetrarleikanna í Squaw Valley koma, sem allra beztan. Hafa þeir byggt þar skála mikla, sem vera eiga aðsetursstaður íþrótta- fólksins. Einnig hafa þeir gert umfangsmikla áætlun um skemmtikvöld og þess háttar, þar sem kunnir skemmtikraftar koma fram og kynna allar þær tegundir af skemmtunum, sem tíðkast í Bandaríkjunum í dag. í sömu þvottaskál. í skálunum, sem reistir hafa verið fyrir íþróttafólkið, er svo ráð fyrir gert að fjórir verði saman í herbergi. Herbergin eru til beggja handa við langa ganga og síðan er sameiginlegt bað- og snyrtiherbergi fyrir hóp manna. Þetta hefur hlotið mikla gagn rýni. Einn sá fyrsti, sem „gagn- rýndi skiplagið" var fram- kvæmdastjóri rússnesku Olymp- íunefndarinnar. Hann fellir harð an dóm yfir fjögurra manna her- bergjunum og sameiginlegu snyrtiherbergjunum, og segir, að þarna gefist ekki næði til af- slöppunar fyrir harða keppni. En við þessu verður víst ekki gert, segir hann. Og því má við bæta, að engin þjóð hefur haldið 03- ympíuleika án gagnrýni meiri eða minni — og einkum frá í- þróttafólkinu. ★ Upphaf að meiri stormi. Rússneska gagnrýnin er áreiðanlega aðeins upphaf að meiru. Jafnvel amerísk blöð hafa fjallað um undir- búning leikanna í aðfinnslu tón, einkum varðandi kostnaðinn. Kostnaðurinn við undirbúninginn nemur um 20 milljónum dollara — 320 millj. ísl. króna á skráðu gengi og það finnst mönnum að vonum mikið. En þetta hefur það kostað að gera Squaw Valley að eftirsótt- um ferðamannastað bæði meðan á leikunum stendur og eins á eftir, en í framtíðinni er áform- að að gera „Indíánadalinn" að stað, sem er eftirsóttur af öllum. Og það þýðir ekki að bjóða milljónamæringum Bandaríkj- anna að sofa fjórir saman í her- bergi og allir þvoi sér í sama vaski. Island og Rússland ÝMSUM hér á landi finnst það í mikið ráðizt að senda fjóra íslenzka keppendur ti> Vetrarleikanna í Squaw Vall ey og telja að því fé, sem til þess er kostað, mætti betur verja.Sá kostnaður mun nema um 150 þúsund krónum. Fyir þá og aðra er gaman að líta á keppendatölu Rússa. Þeir senda til leikanna 87 í- þróttamenn og konur, 50 þjálf ara og fararstjóra og 30 blaða menn. Allar tölurnar vekja undrun um heim allan. 87 keppendur frá einni þjóð komast ekki í keppnina, Hver þjóð má að eins senda takmarkaðan fjölda keppenda í hverja grem og 87 komast ekki að. 50 farar stjórar og þjálfarar, þýðir að næstum hver keppandi Rússa sem kemst að sem þátttakandi hefur einn þjálfara eða farar stjóra sér til aðstoðar. Jafnvel undraverðust er tal- an um blaðamennina 30. Fyr- ir nokkrum árum létu Rússar sér nægja að senda einn mann frá Tassfréttastofunni, til að herma rússnesku þjóðinni fregnirnar. Nýtt fúavarnarefni K-33 HÉR eru staddir á vegum Hannes ar Þorsteinssonar & Co. tveir Svíar, þeir Lindblom, verkfræð- ingur frá Boliden Gruvaktiebo- lag í Stokkhólmi og Sonander, framkvæmdastjóri fyrir Norsál- vens Ságverk A-B í Karlstad. Kynna þeir hér notkun nýs fúa varnarefnis, sem nefnist Boliden Salt. Þar sem Islendingar kaupa allt timbur sitt erlendis frá, er það Riikils virði, að vel sé með það farið og ending þess geti orðið sem bezt. Efni það, sem um ræðir, er framleitt í grennd við Boliden í Svíþjóð, en þar eru miklar kop- ar- og arseniknámur. Eftir að vinnsla var hafin á þessum efn- um laust fyrir 1930, var tekið til við rannsóknir á hagnýtingu þeirra á sem margvíslegastan hátt. Arið 1936 kom Boliden saltið fyrst á sænskan markað og vakti athygli. Hefur það mjög verið endurbætt síðan, og 1950 kom á markaðinn nýtt efni — Boliden salt K-33 sem hefur reynzt hið merkasta. Gert er ráð fyrir að staurar, sem varðir eru K-33 endist að jafnaði í 35— 40 ár. K-33 er efnasamband kopars, króms og arseniks. I því eru eng- in óvirk efni, sem valdið gætu myndun natrínumsúlfats, og er því unnt að nota það í þynnri blöndu en önnur fúavarnarefni. Fúavarnarupplausnin gengur í samband við ýmis efni í viðnum, svo að mjög torleyst kopar- og krómarsenöt falla út í trefjar viðarins. Auk þessara efna, sem verja vel fyrir hvers konar skemmdum, myndast vatn, en engin leysanleg sölt, hvorki inni í viðnum né á yfirborði hans. Efnið mun vera vel til þess fallið, að verja viðinn gegn öllum al- gengum fúasveppum, en á jafn- framt að vera óskaðlegt dýrum. Viðurinn er hreinn og lyktar- laus eftir vörnina og efnið hefur ekki x för með sér nein heilsu- spillandi áhrif fyrir þá, sem með það fara. Staurar, sem varðir hafa verið með K-33 leiða rafmagn verr en óvarðir staurir. Þeir eru ekki eins eldfimir og staurar, sem varðir hafa verið með olíuefnum, og þá má mála, lakka og vinna á annan hátt, án þess að það rýri endingu þeirra. Síðasti fyrirlestur Svíanna verður á morgun hjá Iðnaðar- málastofnuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.