Morgunblaðið - 18.02.1960, Qupperneq 2
2
MORCVWtlAÐIÐ
Fimmfudagur 18. febr. 1960
Nýjar, rússneskar
tillögur i Genf
GET'TF, Sviss, 17. febrúar. Reuter:
Fulltrúi Bandaríkjanna á ráð-
stefnunni um bann við kjarna-
vopnatilraunum lýsti því yfir á
fundi í dag, að óvíst væri að
Bandaríkjaþing vildi fullgilda
samning um slíkt bann, ef þar
verður ekki kveðið á um ná-
kvæmt eftirlit með því, að samn-
ingurinn yrði haldinn. —Banda-
ríski fulltrúinn, Wadsworth, lýsti
þessu yfir, eftir að Tsarapkin
hafði enn á ný neitað að segja
neitt um vilja sovétstjórnarinnar
að því er varðar framkvæmd
slíks eftirlits.
Tsarapkin endurtók ummæli
sín frá því í gær í þessu efni, en
þá kvaðst hann ekki vilja segja
neitt um æskilegan fjölda eftir-
litsferða og annað í því sambandi
fyrr en Vesturveldin hefðu gefið
svar sitt við hinum nýju tillög-
um Sovétríkjanna um algert
bann við tilraunum, en þær voru
lagðar fram í gær. Eru það gagn-
tillögur Eisenhowers Bandaríkja-
forseta frá síðustu viku um það
að banna allar kjarnorkuvopnatil
raunir, nema tilraunir neðanjarð
ar, þar sem sprengikraftur væri
takmarkaður.
— • —
Samkvæmt fréttum frá Wash-
ington, drap Eisenhower á þessar
nýju tillögur Rússa á hinum
vikulega blaðamannafundi sínum
í dag og taldi þær bera vott um
nokkra stefnubreytingu hjá Rúss
um — virtust þeir nú varla eins
ósveigjanlegir og áður.
Forsetinn var spurður um álit
sitt á kjarnorkusprengingu
Frakka á dögunum. Taldi hann
þar vera um eðlilega þróun að
ræða — en hins vegar vildu
Bandaríkin vinna að því af alefli
að samkomulag næðist um að
hætta „atómkapphlaupinu."
Daninn Verner Linnbech og Belgíumaðurinn David Brombart.
Forustumenn ulþjóðlegru æshu-
lýðssumtuka staddir hér
Loftferðasamningur við
Finnland
Á NÆSTUNNI verða teknar upp
viðræður um loftferðasamninga
milli íslands og Finnlands. Slíkir
samningar hafa ekki verið áður
milli landanna, en Loftleiðir á-
ætla að hefja ferðir til Helsinki
í vor eins og kunnugt er og mun
því nauðsynlegt að flýta samn-
ingagerðinni.
AgnarKofoed Hansen, flug-
málastjóri, fer utan um helgina
í þessu skyni og með honum Páll
Ásgeir Tryggvason af hálfu ut-
anríkisráðuneytisins.
Mun ætlunin einnig að hefja
viðræður um loftferðasamning
við Svía. Samningar okkar við
Norðmenn og Dani renna og út
1. apríl nk.
Gengið hefur verið endanlega
frá loftferðasamningi fslands og
Stóra-Bretlands. Fyrr í vetur
Peninguskúp
stolið
STÓRTÆKIR þjófar voru á ferli
hér í bænuní i fyrrinótt. Brut-
ust þeir inn í smiðju Sindra við
Borgartún. I»ar í skrifstofunni
stóð stór og þungur peninga-
skápur. Þennan skáp námu þjóf-
arnir á brott með sér með öllu
því sem í honum var. í reiðu fé
voru þar um 5000 krónur, en í
skápnum var auk þess geymt all-
mikið af verðmætum skjölum,
sem að vísu geta ekki orðið það
í höndum þjófanna.
Ekki hafði skápurinn fundizt
eða innihald hans í gærkvöldi.
Lýst eftir bút
— Kom fram
LAUST fyrir klukkan 11 í gær-
kvöldi lýsti Slysavarnafélag ís-
lands eftir mb. Kára GK 128, sem
lagði af stað frá Hafnarfirði
klukkan 10 á þriðjudagskvöld
áleiðis til Tálknaf j arðar, en hafði
ekki látið til sín heyra síðan.
Voru menn famir að óttast um
bátinn, því vont var í sjó. Rétt
fyrir dagskrárlok útvarpsins i
gærkvöldi kom svo tilkynning
frá Slysavarnafélaginu þess efn-
is, að báturinn væri kominn fram
og allt væri í stakasta lagi.
Dagskrá Alþingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
umum deildum Alþingis kl. 1,30.
Á dagskrá efri deildar er eitt
mál: Efnahagsmál, frv. 2. umr.
A dagskrá neðri deildar er eitt
mál: Framleiðsluráð landbúnað-
arins, frv. 3. umr.
fóru viðræður um hann fram hér
í Reykjavík, Þá náðist ekki sam-
komulag og var frekari aðgerð-
um slegið á frest. Samkv. sam-
komulaginu, sem nú hefur verið
gert bætir Flugfélagið einni
Bretlandsferð við í sumar og Loft
leiðir fara með DC-6b eina ferð
til Lundúna og eina til Glasgow.
Elzti borgurinn
ú Selfossi
í DAG verður elzti borgarinn á
Selfossi eitt hundrað ára. Er það
Hallbera J Halldórsdóttir, en hún
er ættuð austan úr Landeyjum.
Afmælisgrein,sem birtas>t átti um
gömlu konuna á þessu óvenju-
lega afmæli hennar, náði því
miður ekki blaðinu nógu tíman-
lega í gær.
Undanfama mánuði hefur
gamla konan verið í sjúkrahús-
inu á Selfossi, og þar heldur hún
afmælið —: að vísu ekki hátíðlegt,
vegna þess að hún er rúmliggj-
andi.
UNDANFARNA daga hafa verið
hér tveir af forustumönnum al-
þjóðlegu æskulýðssamtakanna
WAY (World Assebly of Youth),
Belgíumaðurinn David Brombart
og Daninn Verner Linnbech. Eru
þeir á leið til stjórnarfundar í
Bogota í Columbiu, en komu við
hér á leiðinni, til skrafs og ráða-
gerða við forustumenn Æskulýðs
sambands Islands. Ræddu þeir í
gær við fréttamenn.
í WAY eru æskulýðssambönd
frá 56 löndum víða um heim, og
láta þau hvert um sig öll mál
æskumanna í sínu landi til sín
taka og hafa innan sinna vé-
banda æskulýðsfélög með ólík-
ustu stefnuskrár, svo sem íþrótta
félög, menningarfélög, stjórn-
málafélög o. s. frv. Er það stefnu-
skrá samtakanna að vernda æsku
og mannréttindi hvai sem er í
veröldinni, og hafa þau sam-
starf við Sameinuðu þjóðirnar.
Höfuðstöðvar samtakanna eru í
Briixelles og eru þar starfandi
25 manns á vegum þeirra. For-
seti WAY er Indverjinn Warna,
en framkvæmdastjóri David Vir-
mark.
íslendingar meðlimir frá 1958
Norðurlönd, önnur en Island,
hafa starfað í WAY frá upphafi.
Auk Svíans Virmarks er í stjórn-
inni Daninn Kjeld Hansen.
Æskulýðssamband íslands gerð
ist aðili að samtökunum 1958. I
sambandinu eru 11 félög, æsku-
lýðsfélög allra fjögurra stjórn-
málaflokkanna, stúdentaráð,
NA 15 hnúlar / S V 50 hnutar ¥: Snjókoma > ÚÓi \7 SJrúrír K Þrumur KuMashl Æ’.tviÚZS' Hitaski! H H<*» 1 L Laeqi 1
Á KORTINU í gær var all-
mikil lægð austur af Jan May
en á hreyfingu suður eftir.
Olli hún vaxandi N-átt hér á
landi og snjókomu norðan
lands. Þannig var kominn 40
hnúta vindur með snjókomu
og 10 stiga frosti á Raufar-
höfn kl. 14. Um hádegi var
hvergi minna en 7 stiga frost
hér á landi, en mest 18 stig
á Grímsstöðum.
Til glöggvunar fyrir les-
endur skal hér sýnt samband-
ið milli vindhraða í hnútum
og vindstiga: 0 hnútar eru 0
vinstig, 5 hnútar 2 vindstig,
10 hnútar 3- vindstig, 15 hnút-
ar 4 vindstig, 20 hnútar 5
vindstig, 25 hnútar 6 vindstig,
30 hnútar 7 vindstig, 35 hnút-
ar 8 vindstig, 40 hnútar 8
vindstig, 45 hnútar 9 vindstig,
50 hnútar 10 vindstig, 55 hnút
ar 10 vindstig, 60 hnútar 11
vindstig, 65 hnútar 12 vind-
stig og 70 hnútar 12 vindstig.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring: SV-land og SV-mið:
Allhvass NA, léttskýjað. —
Faxaflói, Breiðafjörður, Faxa
flóamið og Breiðafjarðarmið:
Allhvass NA, lægir heldur a
morgun, skýjað. Vestfirðir til
Austfjarða og Vestfjarðamið
til Austfjarðamiða: N-átt, víð-
ast hvasst í nótt, snjókoma,
lægir heldur á morgun. SA-
land og SA-mið: N-átt sums
staðar hvasst, léttskýjað.
tvenn bindindissamtök, Ung-
mennafélag íslands, Iþróttasam-
bandið, Farfuglar og Iðnnema-
sambandið. Hefur sambandið
opna skrifstofu í samvinnu við
íþróttasambandið að Grundar-
stíg 2. Formaður er Axel Jóns-
son, og aðrir í stjórn: Bjarni
Beinteinsson, Hörður Gunnars-
son, Skúli Nordal og Björgvin
Guðmundsson. — Æskulýðssam-
bandið hefur haft leiðtogafundi
og nú stendur til að fara að gefa
út litið fréttablað, bæði um inn-
lend og erlend málefni æsku-
manna.
WAY heldur allsherjarþing sín
fjórða hvert ár og minni háttar
ráðstefnur og stjórnarfundi á
milli. íslendingar sendu fyrst
fulltrúa á þing í New Delhi 1958,
en í þeirri borg hafa samtökin
þj álf unarskóla.
Þeir félagarnir héldu áfram
ferðinni til Ameríku í gærkvöldi.
Adenauer veikur
af inflúensu
BONN, V.-Þýzkalandi, 17. (Reut-
er): — Talsmaður ríkisstjórnar-
innar skýrði frá því í dag, að
Adenauer kanslari hefði veikzt
af vægri inflúensu og mundi ekki
geta sinnt embættisverkum sin-
um í nokkra daga. — Kanslar-
inn er 84 ára gamall.
Hitalögn í
Bjarnaborg
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að
fram skuli fara miklar endurbæt-
ur á Bjarnaborg, einu elzta fjöl-
býlishúsi bæjarins, — reist 1902.
Miðstöðvarlögn var aldrei lögð
í húsið, og íbúðir kyntar með
kolaofnum. Nú verða þessir
gömlu ofnar lagðir niður. Bæjar-
ráð hefur samþykkt að húsnæðis-
fulltrúi bæjarins semji við Guð-
mund Finnbogason pípulagninga
meistara, um að hann leggi hita-
lögn í allt húsið.
Maður
slasast
UM hádegisbilið í gær varð
óvenjrulegt slys hér í bænum.
Jón Sigurpálsson, bókari,
Hæðargarði 28, slasaðist. —
Hafði Jón verið að fara út úr
verzluninni við Hæðargarð,
en það er ein af götunum í
Bústaðahverfi, er slysið var.
Ilafði hann tekið í hurðar-
húninn, en hann allt í einu
brotnað af. Við þetta hafði
Jón skollið í götuna og hlot-
ið slæma byltu. Var sjúkra-
bíll fenginn til að flytja Jón
í slysavarðstofuna. Þar kom
í ljós að eitthvaö hafði
mjaðmagrindin laskazt. Var
Jón fluttur vestur á Landa-
kotsspítala. Var líðan hans
sæmileg í gærkvöldi.
Fromtíð
Kolviðarhóls
NOKKRIR áhugamenn úr Árnes-
þingi, austan fjalls og vestan
heiðar hafa ákveðið að halda
fund um framtíð Kolviðarhóls.
Fundurinn verður í Tjarnarkaffi
í dag, fimmtudag kl. 4. Þeir
sem áhuga hafa á að hús og mann
virki sem nú eru á staðnum fái
að standa og þau endurbætt og
löguð í ákveðnum tilgangi, þann-
ig að minning og hlutverk Kol-
viðarhóls geymist sem lengst, eru
beðnir að mæta á fundinum, svo
og allir sem áhuga hafa á staðn-
um.
Góður
afli
í Keflavík
KEFLAVÍK, 17. febrúar — Afli
Keflavíkurbáta frá vertíðarbyrj-
un til 15. febrúar hefur verið
mjög góður og gæftir góðar.
Á þessu tímabili hafa 31 bátur
farið 761 róðra og aflað 4185
lestir.
Fimm hæstu bátarnir þetta
tímabil eru sem hér segir:
Jón Finnson 226 tonn í 30 róðr-
um, Guðmundur Þórðarson 218
tonn í 31 róðri; Bjarmi 215 tonn í
30 róðrum; Askur 213 tonn í 31
róðri og Ámi Geir 182 tonn I
28 róðrum.
Á sama tíma í fyrra höfðu 34
bátar farið 487 róðra og aflað alls
2746 tonn. Þá voru gæftir slæm-
ar allan janúarmánuð, og aflinn
því mun minni en núna. —
— Helgi S.
Geysifjölmennur
fundur að ffellu
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Suðurlandskjördæmi héldu fund að
Hellu síðastliðinn sunnudag. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Lárus Ág. Gísla-
son á Miðhúsum og Pál Björgvinsson á Efra-Hvoli sem fundarritara.
Framsöguræðum vel tekið
Hófust því næst umræður og
tók fyrstur til máls Sigurður Óli
Ólafsson, alþm. Ræddi hann um
fyrirætlanir ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá
talaði Ingólfur Jónsson, ráðherra,
og vék að ýmsum öðrum þáttum
þessa mikla máls. Var máli
beggja ræðumanna mjög vel tek-
ið.
Hófust síðan almennar umræð-
ur og tóku þessir til máls: Páll
Björgvinsson, Árni Ámason, Sig-
mundur Sigurðsson, Syðra-Lang-
holti, Runólfur Guðmundsson
Ölvesholti, Gunnar Sigurðsson
Seljatungu, Lárus Ág. Gíslason,
Guðmundur Erlendsson á Núpi
og Ágúst Sæmundsson, Hellu.
Að lokum svaraði landbúnað-
arráðherra fyrirspumum fundar
manna. Fundurinn var geysifjöl-
mennur og sóttu hann a. m. k.
250 manns. — P. B.