Morgunblaðið - 18.02.1960, Page 8
8
MORCUWBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. febr. 1960
Spyrjið ekki
ÞAÐ væiri óskamm-
feilni af mér að reyna
að tala um Rússland
eins og ég væri því
gagnkunnug eftir að-
eins þriggja vikna dvöl
í landinu. Ég er bara
ekki eins fáfróð um
málefni Rússlands og
áður en ég fór.
Að segja frá Rúss-
landi í stuttu máli er
einna líkast því að
skeira upp alt hveitið á
þessu gífurlega land-
flæmi og reyna síðan
að sá því aftur á títu-
prjónshaus.
Sovétríkin ná yfir meira en
einn fimmta af yfirborði jarð-
ar. íbúar þeirra eru 208 mill-
jónir. Það myndi þurfa ellefu
armbandsúr til að vita, hvað
klukkan er í hverjum hluta
Sovétríkjanna á þessari
stundu.
Þetta á ekki að vera fræði-
leg ritgerð. Ég fór ekki til
Rússlands til að vega og meta
stjórnmálaástandið eða efna-
hagskerfið. Ég er hvorki hag-
fræðingur né þjóðfélagsfræð-
ingur. Viðfangsefni mitt er
mennirnir sjálfir og vandamál
þeirra.
Ég fór til Rússlands til að
tala við fólkið um vandamál
þess til að kynnast því,
hvemig þeir reyna að leysa
þau. Með þessa ferð í huga
hóf ég nám i rússnesku. Éf
ég hefði orðið að treysta ein-
göngu á túlk, hefði ég aðeins
fengið að heyra varfærnis-
lega íhuguð ummæli gegnum
millilið, sem hefði svo aftur
getað rangfært þau eftir sínu
höfði.
Rússneska er erfitt mál, en
hljóðin létu mér ekki ókunn-
uglega í eyrum. Foreldrar
mínir komu til Bandaríkjanna
frá Rússlandi 1908. Ég heyrði
málið og söngvana í bernsku.
Og hér er ofurlítið dæmi um
glettur örlaganna. Faðir minn
veðsetti gullúrið sitt til að
komast út úr Rússlandi, en ég
vann 16 stundir á dag vikum
saman til að skrifa Landers-
dálkana fyrirfram, svo að ég
gæti farið þessa ferð!
Minna um geðveiki.
Dr. Leon Gendelviteh, for-
stjóri geðveikrahælis í Lenin-
grad, sagði mér, að í Sovét-
ríkjunum væri hlutfallslega
minna um geðveiki en í
nokkru öðru landi heims, af
því að „stjórnin leysir öll
vandamál".
Máli sínu til stuðnings hélt
hann áfram á þessa leið:
„Enginn Rússi þarf að hafa
áhyggjur vegna atvinnu. Hér
er ekkert um atvinnuleysi. —
Stjórnin sér mönnum fyrir
læknishjálp, menntun og or-
lofi. Húsnæði kostar ekkert.
Skattar eru mjög lágir. Stjóm
kerfið leysir okkur undan auð
valdsáhyggjum. Þjóðin unir
sér vel í þessu landi“.
Bandarísku og þýzku sál-
fræðingamir, sem hlýddu á
þessi ummæli, störðu vantrúar
augum á rússneska lækninn.
Sérfróðir menn um andlegt
heilbrigði vita, að flestar trufl
anir á geðsmunum eiga ekkert
skylt við fjárhagsvandræði.
„Heldur þessi maður, að við
séum • pípulagningamenn?“,
hvíslaði þýzki læknirinn að
hinum bandaríska stéttarbróð
Það er algengt að konur vinni erfiðisstörf í Rússlandi.
meöan aörir heyra
Artn Landers,
bandarísk
blaðakona
heimsækir
Rússland
ur sínum. „Ég trúi því ekki,
að hann taki þennan komm-
únistaþvætting sem góða og
gilda vöru“.
Ég komst að því, að stjórnin
léttir vissulega mörgum fjár-
hagsáhyggjum af fólki, en
þegar öllu er á botninn hvolft,
verður einstaklingurinn að
leysa sín eigin tilfinningamál
í Rússlandi — eins og alls
staðar annars staðar.
Geðveikrahælið, sem ég
heimsótti, er svo úr sér geng-
ið, að það hefði verið búið að
dæma það ómannhelt í Banda
ríkjunum fyrir 20 árum. En
sjúklingarnir fá ágæta að-
hlynningu — miklu betri en
veitt er í flestum rikisstofn-
unum af þessu tagi í Banda-
ríkjunum. Ég sá hvergi meira
en tylft rúma í sjúkrastofu,
og þrír starfsmenn eru á vakt
nótt og dag. Ég skammaðist
mín fyrir okkar ríkisspítala,
sem flestir eru svívirðilega
ofsetnir af sjúklingum og aum
lega vanbúnir starfsfólki.
Vandamálin þau sömu.
Hvað veldur rússnesku fólki
áhyggjum? Eins og mig grun-
aði:
Ivan er einangraður af hugs
uninni um yfirmann Irenu i
húsgagnaverksmiðjunni. —
Hann hefir heyrt' kviksögur,
og hún hefir stundum komið
seint heim. Trina hefur
áhyggjur af drykkjuskap Al-
exanders. Hann var tvo daga
frá vinnu í síðustu viku. —
Doctorovitch-hjónin eru á-
hyggjufull út af Tómasi syni
sínum. Hann er niðurbrotinn
af prófraunum og hefur létzt
um 15 pund á tveimur mán-1
uðum.
Ludmilla og Serge eru ást-1
fangin og langar til að gifta
sig, en verða að bíða a. m.
k. tvö ár eftir íbúð. Yfirmaður I
Elínar er óreglumaður. Igor |
hatar tengdamóður sína. —
Vandamál fólks eru þau sömu
um allan heim. I Moskvu eru
þau í rússneskum búningi.
Eitt, sem menn virðast ekki
hafa áhyggjur af, er stríð Á
það var aldrei minnzt. Mér j NÝÚTKOMINNI árbók Hins ís- þaðan. Hafa sögusagnir um at-
eru vinir. Gjörið svo vel að
koma inn). Þeir opnuðu vodka
flösku og heimtuðu, að við
settumst að kvöldverði með
þeim.
„Því skyldi ég vlija það?“
Ég eyddi mörgum stundpm
í rússneskum réttarsölum og
fylgdist með vandræðum
„þessa fólks, sem unir sér svo
vel“, og stjórnin leysir öll
vandamál fyrir. Síðar í þess-
um greinaflokki mun ég lýsa
allnákvæmlega því, sem ég
sá og heyrði.
Stúdentar frá Moskvuhá-
skóla sögðu mér, að þeir hefðu
allt það frelsi sem þeir vildu.
Ég spurði Sasha, sem vinnur
að rannsóknum í kjarneðlis-
fræði, hvort hann gæti ferð-
azt borg úr borg í Sovétríkj-
unum án þess að hafa innan-
ríkisvegabréf sitt. Hann
spurði: „Því skyldi ég vilja
það?“ Þegar ég sagði honum,
að slíkt skilyrði væri einkenni
á lögregluríki, hló hann.
Og ekki má gleyma þessari
ágætu sögu: Ég heimsótti eitt
samkunduhús Gyðinga í
Moskvu, en í borginni búa 600
þúsund Gyðingar. Mér varð
á sú skyssa að bjóða túlknum
mínum með mér. Við lentum
við hliðina á gömlum hrukk-
óttum manni með mikið skegg.
Samkvæmt siðvenju hafði
hann jarmelka (skotthúfu) á
höfði og var kælddur tollis
(bænaskjali).
Ég spurði hann á jiddisku,
hvernig væri að búa við nú-
verandi stjórnarfyrirkomulag.
Hann horfði á mig óttaslegn-
asta augnaráði, sem ég hef
nokkurn tíma séð óg hvíslaði:
„Gjörið svo vel að spyrja mig
ekki slíkra spurninga, meðan
aðrir heyra. Ef yður langar til
að ræða um þessa hluti, þá
skuluð þér koma aftur á morg
un — einsömul“.
„Allir bræður“.
Hvað eftir annað heyrði ég
hjá þjónum, þjónustustúlkum,
bílstjórum, götusópurum,
sölustúlkum, menntaskólanem
endum og túlkum, að það væri
engin stéttaskipting í Rúss-
landi. „Við erum öll jafnrétt
há hér“, sagði leiðsögumaður
við mig. „í Bandaríkj unum
mega blökkumenn ekki kjósa
né matast á veitingahúsum né
sækja skóla“. (Túlkun
Pravda). „Josephine Baker og
Paul Robeson urðu að fara frá
Bandaríkjnum til að finna
frelsi. í Rússlandi eru allir
menn bræður“.
En tveimur dögum áður, er
ég hafði spurt leiðsögustúlku
frá Intourist, hvort henni lík-
aði starfið, svaraði hún:
„Bandaríkjamenn eru mjög
þægilegir, en það kemur alltof
mikið af Gyðingum frá New
York“.
Ég heyrði við hvert fótmál,
að „veraldlegir hlutir skipti
litlu máli“, en ekki leið svo
dagur, að fólk byði mér ekki
að kaupa fötin utan af mér,
skóna mína, veski, sokka, milli
pils, hanzka, eymalokka —
hvað sem var. Og verðið skipti
engu máli.
Ferð mín til Rússlands hef-
ur verið mér lærdómsrík,
heillað mig og vakið hug
minn, verið mér skóli, en ekki
orlof. Ég borðaði rússneskan
mat, ferðaðist í rússneskum
strætisvögnum, neðanjarðar.
lestum, leigubílum og sov-
ézkri þotu. Ég heimsótti snyrti
stofu, geðveikrahæli, deilda-
verzlun, sjúkrahús, nýlendu-
vöruverzlanir, samkunduhús
Gyðinga, hlýddi á rómversk-
kaþólska messu og sá Moskvu
bókasafnið. Ég talaði við rúss
neska unglinga, gamalmenni,
þjóna, þjónustustúlkur, bíl-
stjóra, stúdenta, lækna, af-
greiðslufólk, lögfræðinga,
verksmiðjufólk, ritstjóra
fréttablaða og túlka. Ég horfði
á rússneskt sjónvarp, fylgdist
með fréttablöðum og hlýddi
á útvarp.
Ég ferðaðist 14 þúsund míl-
ur í þeirri von, að ég gæti orð-
ið snortin og gæti talað við
eitthvað af því fólki, sem
byggir næstvoldugasta land
veraldar. Ég varð snortin, og
það fékk mér aftur trúna á
að menn um allan heim elski
hverjir aðra.
Ég vona, að ég geti fært
reynslu mína í þann búning,
að þið munið einnig verða
snortin.
Mannabeinin við Höföa
enskum rœn-
1431
af
\. •
mgjum
frá
fannst fólkið hlýlegt og ástúð- lenzka fornleifafélags er m.a.
legt, hafa mjög skemmtilega grein eftir þá Kristján Eldjárn,
kímnigáfu—líkari okkar eigin þjóðminjavörð og Jón Steffensen
kímni en nokkurrar annarrar prófessor um niðurstöður þeirra
þjóðar, sem ég hefi heimsótt
Rússum fellur mjög vel við
Bandaríkjamenn; og að vissu
leyti er erfitt að skilja það.
Þeir vita aðeins það, sem þeir
lesa í sínum eigin blöðum, og
það, sem þeir lesa greiðir ekki
fyrir vináttu.
Kvöld eitt bar Ann Land-
ers og ungan lækni frá Buff-
alo í Wyoming að garði ó-
kunnugra Rússa. Þau kváðust
vera Bandaríkjamenn, sem
langaði til að koma í heim- Jum.
sókn. Rússarnir tóku okkur
tveim höndum, buðu okkur
velkomin og hrópuðu „Ameri-
kansky, droogvy-deetsyeh,
pajaloosta". (Bandaríkjamenn
a rannsóknum á mannabeinum,
er fundust við vegagerð við
Höfðaá á Höfðaströnd í júnímár.-
uði 1952. En einmitt á þeim slóð-
um á að hafa slegið í brýnu
milli Islendinga og yfirgangs-
samra Englendinga árið 1431 og
íslendingar borið hærri hlut.
Rannsóknirnar styrkja mjög
grun og mega reyndar heita nær
^óyggjandi sönnun um að þarna
séu komnar leifarnar af Englend
ingum, sem féllu í óeirðum þess-
Staðarákvörðun dysjanna röng
Skip Englendinga þeirra, sem
hér um ræðir, lá fyrir Kol-
beinsárósi árið 1431 og munu
óeirðirnar hafa orðið skammt
burð þennan smám saman
breytzt og magnazt. Einnig hafa
myndazt sagnir um að ræningj-
arnir séu heygðir í dysjum
nokkrum við Mannskaðahól í
Skagafirði. Rauf Kristján Eld-
járn skurði gegnum þrjár af dysj
unum þarna í rannsóknarskyni
og komst að raun um að þar hef-
ur aldrei neinn verið dysjaður.
Styður þetta þá skoðun, að
mannabeinin við Höfðaá séu
einmitt af Englendingunum frá
1431 ,en almenningur hefur
smám saman ruglast í staðar-
ákvörðun grafar þeirra.
Kúpurnar brotnar
Jón Steffensen álítur beinin úr
fimm mönnum. Kúpurnar eru
brotnar og er öruggt að tveir
mannanna hafa hlotið áverka í
bardaga, af bitrum vopnum, og
a. m. k. Tveir hafa verið háls-
höggnir. Þá hefur Jón Steffen-
sen komizt að raun um, með sam
anburði á meðalmáli mannanna
frá Höfða við meðalmál íslenzkra
karla frá því fyrir siðaskiptin og
Lundúnabúa á 17. öld, að tölurn-
ar eru mun líkari milli Höfða-
mannanna og Lundúnabúa en
þeirra fyrrnefndu og íslendinga.
Styrkir þetta þann grun að beina
grindurnar frá Höfða séu af Eng-
lendingum. Sama sýna rannsókn-
ir á tannskemmdum og kjálka-
garði á beinagrindunum, því
tannskemmdir voru miklu al-
gengari í Englandi en hér, en
kjálkagarður fátíður þar. Er nið-
urstaða athugananna á beina-
grindunum frá Höfða sú, að þær
séu af erlendum mönnum, er hafi
lent í vopnaviðskiptum og venð
tekmr af lífi.
Á'Umá WBEk HRINGUNUM FRA
mm L7 (J HAFHA«‘T* «