Morgunblaðið - 18.02.1960, Qupperneq 11
Fimmtudagur 18. febr. 1969
MORCTJNfíLAÐIÐ
11
Páll Theódórsson mælir daglega geislavirkni í ryki og regnvatni.
erfðir. Og í tölum munar þús-
und sinnum á því magni, sem
þeir svartsýnustu og þeir
bjartsýnustu telja skaðlegt.
Hér hefir aldrei fundizt nema
brot af því magni sem skemm
ir frumur en margir erfða-
fræðingar eru á móti allri
geislavirkni sem hægt er að
komast hjá, vilja ekki láta
bæta við skammtinn, sem
maður fær alltaf og hefur allt-
af fengið í náttúrunni. Þeir
telja að við getum ekki leyft
okkur neina bjartsýni meðan
svo lítið er vitað um þetta.
Geislavirk efni til rannsókna
— Eg sé að þið eruð þarna
með armbandsúr. Mælið þið
geislavirkni í armbandsúrum?
— Já, fólk kemur og biður
okkur um að athuga hvort
geislavirku efnin, sem sett
hafa verið á vísa og tölur úr-
anna svo þau lýsi í myrkri,
séu of mikil. Alltaf þegar
hér hraðminnk-
aði á síðastliðnu ári
Hvað
verður nú
eftir
spreng-
inguna í
Sahara ?
ingu hefur það? spyr fáfróður
blaðamaður.
— Það hefur þýðingu fyrir
almennar jarðfræðilegar rann
sóknir, gefur t. d. hugmynd
um hvernig jarðlögin liggja,
en það er hagkvæmt, einkum
í sambandi við heita vatnið.
En Þorbjörn er önnum kaf-
inn og er ljósmyndarinn hef-
ur fengið að taka mynd af
honum og öðrum starfsmönn-
um í nýju húsakynnum, hverf
ur hann brott og við snúum
okkur að undirmönnum hans.
FRÁ EÐLISFRÆÐI- Jókst efíir síðustu kíaru-
STOFNUN Háskólans er orkusprengingu
nýlokið skýrslugerð um Páll Theódórsson, eðlis-
mælingar á geislavirkni á fræðmgur, ser um geislamæl-
+ - mgarnar. Hann kom heim fra
Islandi siðastliðið ar og námi og starii hjá dönsku
tölur sýna að geislavirkni
í ryki er ekki nema hundr-
aðasti hluti af því sem var W.
fyrir ári og tíundi hluti í
regnvatni. Fréttamaður
blaðsins brá sér upp í
Þjóðminjasafn, þar sem
Eðlisfræðistofnunin hefur
nýlega fengið inni í kjall-
aranum, til að leita nánari
frétta af geislamælingum
og öðru því sem þar er að
gerast.
— Aðalverkefnin núna eru
á geislavirkum efnum og seg-
ulmælingar og smíði á tækj-
um til segulmælinga, sagði
Þorbjörn Sigurgeirsson pró-
fessor, forstöðumaður Eðlis-
fræðistofnunarinnar. Hann
skýrði ofurlítið frá segulmæl-
ingastöð við Leirvog, þar sem
eru síritandi segulmælar og
mælingum á segulsviðinu úr
lofti og á jörðu, með tilliti til
segulkortagerðar.
— Og hvaða hagnýta þýð-
Örn Garðarsson með segul-
mælingatæki sitt, hið fyrsta
sinnar tegundar.
kjarnorkustofnuninni haustið
1958 og hefur síðan annazt
reglulegar mælingar á geisla-
virkni í ryki og rigningar-
vatni hér á landi. Rykkornun-
um, sem geislavirku efnin
sitja á í loftinu, er safnað í
pappírssíur á Rjúpnahæð og
eru síurnar teknar kl. 6 á
hverjum morgni til mælinga
á geislavirkni síðasta sólar-
hringsins. Regnvatninu er aft-
ur á móti safnað í mánuð, og
geislavirkni þess mæld.
— Síðan við hófum
mælingar hefur geisla-
virkni minnkað mjög mik-
ið hér, og var núna í des-
ember aðeins um 1/100 i
ryki af því sem var fyrir
ári. Haustið 1958, eftir að
síðasta kjarnorkusprengj-
an var sprengd, en hana
sprengdu Rússar í Síberíu,
steig geislavirknin skyndi-
lega hér. Um sumarið
mældist enn nokkuð mik-
il geislavirkni, en síðan
hefur hún farið jafnt og
þétt minnkandi. Nú er orð-
in mjög lítil geislavirkni
hér, aðeins 0.03 pc/m3 1
ryki í des., hvað sem verð-
ur nú, þegar Fransmaður-
inn er farinn að sprengja í
Sahara.
— Verður þess vart alla
leið hingað?
— Já, við verðum þess
vafalaust varir innan
þriggja vikna.
— Hefur magn geislavirkni
hér nokkurn tíma verið ná-
lægt því sem skaðlegt getur
talizt fyrir manninn?
— Það er lítið vitað um
áhrif geislavirkni á lifandi
verur. Skaðsamlegu áhrifin
eru tvenns konar, sú skemmd
sem strax verður á frumum
líkamans og skaðinn, sem
seinna kemur fram gegnum
Fyrsta segulmælingatækið
í borholur
Þorbjörn Sigurgeirsson
minntist í upphafi samtalsins
á smíði á tæki til segulmæl-
inga. Örn Garðarsson, raf-
magnsverkfræðingur, með sér
námi í eðlisfræði, hefur í nær
eitt ár unnið að smíði á þessu
tæki. Og nú þegar því er að
verða lokið, er hann á förum
til Brookhaven-tilraunastöðv-
arinnar í Bandaríkjunum, en
til þess hefur hann fengið árs
styrk frá Alþjóða kjarnorku-
málastofnuninni.
— Hvernig stendur á því að
greinar koma um slíkt í blöð-
unum, streyma úrin til okk-
ar. Við höfum þó aldrei fund-
ið meira magn en það sem
algengast er að nota.
Meðan ég stend við, kemur
Þórunn Þórðardóttir, fiski-
fræðingur, með vövka í til-
raunaflösku. Hún er farin að
nota geislavirk efni í sam-
bandi við svifrannsóknir. Eg
spyr Pál, hvort hann fái verk-
efni frá fleiri stofnunum, og
hann segir, að tilraunir hafi
verið gerðar til að nota geisla-
virk efni við rennslismæling-
ar fyrir vatnsveitur og vatna-
mælingar og að próf. Davíð
Davíðsson hafi notað slík efni
dálítið til lækninga. Mælingar
á þessum efnum annast Eðlis-
fræðistofnunin.
— Það leikur ekki vafi á
því að í framtíðinni verða
geislavirk efni notuð í sjúkra-
húsúm og við margháttaðar
rannsóknir í sambandi við
landbúnaðinn, segir Páll. —
Þetta er tækni, sem kemur
til með að verða þáttur í
tækniþióuninni og það ekkert
síður í litlum þjóðfélögum
sem okkar. Þessar mælingar
á ryki og regnvatni, sem við
gerum núna, koma þegar
fram í sækir sjálfsagt ekki
til með að verða nema lítill
hluti af starfi okkar.
— Nokkrar ákveðnar fyrir-
ætlanir?
— Það er margt sem kemur
til greina, Til að nefna eitt-
hvað má geta þess að Gunnar
Böðvarsson hefur áhuga fyrir
að láta mæla innihaldið af
þungu vetni í vatni, með til-
liti til almennra upplýsinga
um heita vatnið. En það kost-
ar miklar rannsóknir.
— Ég hélt þið vilduð enga
óþarfa notkun á geislavirkum
efnum?
— Það stafar engin hætta
af litlu magni af geislavirkum
efnum, sem maður hefur vald
á. Þeim er haldið innan af-
markaðs svæðis og dreifast
ekki.
'l
i
l
Þorbjörn Sigurgeirsson,
prófessor, veitir Eðlisfræði-
stofnuninni forstöðu.
þið fóruð að smíða slíkt tæki
sjálfir? spyr ég Örn.
— Sambærileg tæki eru
ákaflega dýr, kosta 6—12 þús.
dollara, og reyndar engin slík
til notkunar í borholur, þar
sem hitinn getur orðið 200
stig. Ég veit ekki til að neinn
hafi mælt í holu með jafnháu
hitastigi og hér.
— Er þetta merkilega tæki
þá fyrsta sinnar tegundar i
heiminum?
— Já, ég held að það sé
hvergi til annars staðar. Rúss-
ar hafa að vísu mælt í bor-
holum, en þeirra tæki er
byggt allt öðru vísi upp. Við
teljum þetta tæki einfaldara.
Það byggist á segulmögnun
vökva, sem inniheldur vetni.
— Og er nú tækið tilbúið?
— Já, eiginlega, en ég er að
vinna að endurbótum á því, í
sambandi við notkun þess í
heitum borholum.
Ég fæ að skoða þetta merkis
tæki og verð fyrir hálfgerð-
um vonbrigðum yfir að það
skuli ekki vera fyrirferðar-
meira, en allar þessar víra-
flækjur vaxa þó leikmanni í
augum.
— Þetta tæki er ákaflega
þægilegt í meðförum. Við höf
um meira að segja farið með
það upp á Esju, segir Örn.
En nú hætti ég að spyrja
fleira út í flókin vísindi og
kveð.
E. Pá.
i
I
t
Síldveiðar Norðmanna
ÁLASUNDI, 16. febrúar.
— (NTB) —
í DAG hefur orðið einn bezti
afladagurinn á norsku síld-
veiðunum. Bendir allt tii þess
að dagsveiðin komist upp fyr-
ir 200 þúsund hektólítra. En
kl. 9 í kvöld höfðu horizt á
land á þessum eina degi um
150 þús. hl. Voru þá enn mörg
skip á leið í höfn.
Þrátt fyrir þetta gætir mikillar
óánægju meðal fiskimanna vegna
þess hve síldin stendur djúpt og
munu enn í dag alltof fáir í stór-
afla. Mikið af netum skemmdist
m. a. við að festast í botninum
og „búmmköstin" voru óteljandi.
Einstöku bátar voru heppnir
og fengu milli 2 þús. og 3 þús. hl.
afla. Heldur batnaði veiðin, þeg-
ar leið á kvöldið. Veður helzt á-
gætt og lagði mikill fjöldi rek-
netabáta úr höfn í kvöld.
Skortur á vatni og vinnuafli
Það óhapp varð í Kristjáns-
sundi í dag að síldarbátur villtist
sl. nótt, er hann var að koma í
höfn. Sigldi hann inn á vitlausa
vík, en þar hagaði svo til að há-
spennuleiðsla lá yfir víkina. Reif
báturinn hana niður með mastr-
inu. Aleiðingin varð sú, að vatna
dæiur bæjarins stöðvuðust og
olli vatnsskorturinn erfiðleikum
við vinnslu síldarinnar. MikiU
skortur er á starfsliði í Kristjáns-
sundi. Er síldin nú söltuð hvíld-
arlaust. Mestur hörgull er á sölt-
unarstúlkum. Ef aflahrotan held-
ur áfram er í ráði að stöðva allar
framkvæmdir á vegum bæjarina
og senda starfsmennina í síldina.