Morgunblaðið - 18.02.1960, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.1960, Side 16
16 MORCnvnj.AniÐ Fimmtudagur 18. febr. 1960 hverjum morgni og hverju kvöldi, þá vildi ég ekki lifa aftur það, sem ég varð þá að þola“. Eg rétti Balinkay ósjálfrátt höndina: „Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir aðvaranirnar. Nú veit ég a. m. k. betur en áður, við hverju ég má búast. En ég sé bara ekki, að ég hafi um nokkr- ar aðrar leiðir að velja. Veiztu í raun og veru ekki um neitt starf handa mér? Mér er sagt að þið hjónin rekið margháttuð við- skipti“. Balinkay þagði stundarkorn, en andvarpaði svo mæðulega: Vesa- lings gamli vinur. Þú hlýtur að hafa lent afar illa út úr þessu — oh, hafðu engar áhyggjur, ég ætla ekki að fara að spyrja þig í þaula. Eg held að ég viti það sem ég þarf að vita. Þegar ástand ið er orðið svona slæmt, þá gagna engar fortölur lengur. Maður verður bara að reyna að rétta hjálparhönd og ég þarf ekki að taka það fram, að ég mun reyna að gera mitt bezta. Það er aðeins eitt, sem ég verð að taka fram, Hofmiller. Þú verður að láta skyn semina ráða og ekki telja sjálfum þér trú um, að ég geti umsvifa- laust skákað þér upp á efsta þrep ið. Slíkt kemur ekki til mála í heiðarlegum viðskiptum. Það kæmi bara af stað illindum, ef einum manni væri gert miklu hærra undir höfði en öðrum. Þú verður að byrja alveg neðst, alveg frá grunni. Þú verður jafn- vel að sitja við skrifstofuborð í nokkra mánuði, áður en við get- um sent þig út á plantekru eða fundið eitthvert annað starf við þitt hæfi. Eg mun, eins og ég hefi þegar sagt, reyna að út- vegna þér eitthvað að gera. Við hjónin förum á morgun og eftir viku eða tíu daga förum við svo til Havre og Antverpen, í við- skiptaerindum. En við komum aftur heim eftir svona þrjár vik- ur og ég skal skrifa þér jafn- skjótt og við komum til Rotter- dam. Hafðu engar áhyggjur — ég skal ekki gleyma þér. Þér er alveg óhætt að treysta Balinkay gamla, þegar hann lofar ein- hverju". „Eg veit það“, sagði ég — „og ég er þér ákaflega þakklátur". En Balinkay hlýtur að hafa orð ið var við einhvern vott um von- brigði á bak við orð mín. „Eða . . . eða er kannske of langt að bíða eftir því?“ „Nei-nei“, stamaði ég. — „Auð- vitað ekki, ef ég get treyst því. En ég hefði heldur viljað, að . . .“ Balinkay flýtti sér að taka af mér orðið: „Eg býst ekki við því, að þú hafir neinn tíma í dag. Eg meina sko, konan mín er enn í Wien og þar sem hún stjórnar öllum viðskiptunum, en ekki ég, þá er það hún sem tekur allar ákvarðanir“. „Ó, já — auðvitað hefi ég næg- an tírna", flýtti ég mér að segja. Eg minntist þess skyndilega, að ofurstinn hafði óskað eftir því, að þurfa ekki að sjá mig oftar þennan dag. „Ágætt. Prýðilegt. Þá væri bezt að þú kæmir með mér í gamla bílskrjóðnum. Það er nóg pláss handa þér í framsætinu hjá bíl- stjóranum. Eg býst tæplega við að þú komist fyrir í aftursætinu, vegna þess, að ég hefi lofað að taka gamlan við minn, Lajos baron og eiginkonu hans, með. Við komum til Bristol um kl. 5 og þá tala ég undir eins við kon- una mína og þá er ísinn brotinn, vertu viss. Hún hefur hingað til aldrei neitað mér um neitt, sem ég hefi beðið hana um, vegna kunningja minna". Eg greip hönd hans hrærður og svo gengum við aftur niður. Viðgerðarmennirnir voru þegar komnir úr bláu vinnufötunum og bifreiðin beið okkar. Tveimur mínútum síðar skröltum við af stað eftir þjóðveginum. Hraði hefur hvorttveggja í senn deyfandi og örvandi áhrif- á sál manns og líkama. Jafnskjótt og bifreiðin hafði yfirgefið götur borgarinnar og var komin út á opinn þjóðveginn, fann ég til ólýsanlegs hugarléttis. Bifreiðar- stjórinn ók með ofsalegum hraða. Tré og símastaurar þutu framhjá og hurfu að baki okkar á næsta andartaki, húsin runnu saman í eina marglita röð, mílusteinar birtust og hurfu, áður en manni veittist tími til að lesa áletranir þeirra og af styrkleika vindsins, sem lék um andlitið á mér, gat ég gert mér hugmynd um ofsa- hraða ökutækisins. En samt furð- aði ég mig enn meira á hraða at- burðarásarinnar í lífi mínu. Miklar ákvarðanir höfðu venð teknar á nokkrum síðustu klukku stundunum. Venjulega er það svo, að áður en tekin er endan- leg ákvörðun, þá reikar hugur- inn, hikar, rekst aftur og fram, milli óteljandi tilfinninga og það er ein af leyndustu ánægjum hjartans, að reyna að leika sér að ákvörðununum, áður en þeim er hrundið í virka framkvæmd. Nú hafði hins vegar allt gerzt með draumkenndum hraða og alveg eins og þorp og stræti, tré og engi, hurfu að baki okkar, þannig var nú allt, sem til þessa hafði verið daglegt líf mitt, her- skálarnir, starf mitt, félagar mín- ir, Kekesfalva-fjölskyldan, höll- in, herbergið mitt, reiðskólinn, öll mín bersýnilega örugga og velskipulagða tilvera, að hverfa í burtu með fullum hraða. Ein einasta klukkustund hafði ger- breytt allri veröld minni. Klukkan hálf sex staðnæmdist bifreiðin fyrir framan Hotel Bristol. „Þú getur ekki komið upp og hitt konuna mína, svona á þig kominn", sagði Balinkay hlæj- andi. — „Þú lítur út eins og ein- hver hefði tæmt heilan mjölpoka yfir þig. Svo væri líklega bezt að ég talaði fyrst við hana nokk- ur orð einn. Eg get talað miklu frjálslegar við hana eina og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggj ur. Eg legg til að þú skreppir inn í fatageymsluna, þvoir þér vel og rækilega, greiðir þér, burstir föt- in þín og skóna og fáir þér svo að lokum sæti inni á barnum. Eg kem aftur niður eftir örfáar mín útur og gef þér skýrslu. Og vertu alveg áhyggjulaus og ókvíðinn kunningi. Einhverntíma hefði ég gert meira en að kippa þessu í lag“. Og ég verð að viðurkenna það, að hann lét mig ekki bíða lengi. Að fimm mínútum iiðnum kom hann aftur og brosti nú út að eyrum. „Jæja, hvað tagði ég þér? Þetta er nú allt klappað og kiárt — þ. e. a. s. ef þú gstur fellt þig við það. Þú getur líka tekið þér góð- an umhugsunarfrest og látið okk- ur vita, hver endanleg niðurstaða verður. Konan mín — hún er nú sannarlega dásamlegur kvenmað ur — hún sá auðvitað ráð við þessu, eins og öllu öðru .... Jæja, hugmynd okkkar . . . henn- ar . . . er sú, að þú fáir stöðu á einu skipinu okkar, aðallega til þess, að þú lærir hin nauðsyn- legu tungumál og sjáir þig um í hinum hollenzku Austur-Indíum. Þú verður skráður sem aðstoðar- gjaldkeri, færð einkennisbúning, snæðir við borð yfirmannanna og hjálpar til við sknftir og reikn- ingshald. Svo finnum við eitthvað betra starf og við þitt hæfi, ein- hversstaðar og einhverntíma — konan mín hefur heitið mér því“. „Ó, þúsund þakkir . . .“ „Óþarfi að þakka mér. Aðeins eðlilegt að ég reyndi að rétta þér hjálparhönd. Það hefur einungis verið mér sönn ánægja, að geta orðið þér að einhverju liði. Per- sónulega hefði mér þótt betra að vita af þér í herdeildinni, en chacun á son goút. Þú verður sjálfur að gera það, sem þú held- ur að sé það bezta og réttasta. Servus“. Eg var mjög hrærður í huga, þegar ég leit á þennan mann, sem forsjónin hafði sent mér til hjálp- ar. Á sinn aðdáanlega, áhyggju- lausa og næstum kæruleysislega hátt, hafði hann tekið þyngsta hlutann af byrði minni af herðum mér og það eina, sem eftir var fyrir mig að gera, var að fram- kvæma ómerkileg formsatriði — að skrifa og leggja fram lausnar- beiðni mína. Að því loknu yrði ég frjáls, frelsaður .... Hinn svokallaði „stjórnarpapp- ír“, samanbrotin pappírsörk með ákveðna og fyrirskipaða stærð og lögun, var kannske hin óhjá- kvæmilegasta r.auðsjn fyrir aust- urrískar stjórnir, bæði borgara- legar og hernaðarlegar. Hverja fyrirspurn, hverja athugasemd, hverja skýrslu, varð að senda á þessum snotru og smekklegu eyðublöðum, sem gerðu það að verkum með lögun sinni, að mjög auðvelt var að þekkja öll em- bættisskjöl frá einkabréfum. Úr hinum mörgu milljónum slíkra eyðublaða, sem er hrúgað saman í stjórnarskrifstofum verður kannske einhvern góðan veður- dag hægt að fá einu áreiðanlegu heimildirnar um sögu og óham- ingju Habsborgaranna. Engar frá sagnir eru opinberlega viður- kenndar, nema því aðeins, að þær séu ritaðar á þessi hvítu, rétt- hyrndu blöð og þess vegna lét ég það verða mitt fyrsta verk, að kaupa mér tvö slík eyðublöð í næstu verzlun, umslag og þar að auki línustrikað blað, sem maður lætur undir örkina, svo að lín- urnar sjást í gegnum hana. Næst var svo að bregða sér inn í kaffi- hús, stað í Wien þar sem öll störf, jafnt hin þýðingarmestu sem hin ómerkilegustu, eru framkvæmd. Eftir tuttugu mínútur, þ. e. a. s. klukkan sex, yrði ég búinn að skrifa lausnarbeiðni mína og þá myndi ég aftur tilheyra sjálfum mér og sjálfum mér einum. SHUtvarpiö Fimmtudagur 18. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —. 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn ir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19 40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20 30 Erindi: Jón Sigurðsson og við- brögð Islendinga sumarið 1855. — (Lúðvík Kristjánsson rithöfund- ur). 20.55 Einsöngur: Guðrún Tómasuóttir syngur lög úr íslenz tum leikrit- um; Fritz Weisshappel leikur und ir á píanó. 21.15 Ljóðalestur: Jakobína Johnson flytur frumort ljóð. 21.25 Tónleikar: Norskir þjóðdansar. 21.50 ,,Eigi veldur sá, er vaiir“ iMar- grét Jóhannesdóttir hjúkrunar- kona talar um áfengisvarnir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (3). 22.20 Smásaga vikunnar: „Auglýsinga- skiltið“ eftir Hans Kirk. (Þýð- andinn, Friðjón Stefánsson rit- höfundur, les). 22.35 Sinfónískir tónleikar: Konsert 1 G-dúr fyrir píanó og hljórnsveit op. 44 eftir Tjaikovskij (Emil Gilels og hljómsveitir Tónlistar- háskólans í París leika; Andres Korody stjórnar). 23.25 Dagskrárlok. Föstudagur 19. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynníngar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mnankynssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd; II. (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). 18.50 Framburðarkennsla 1 spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hrafnkels saga; II. (Oskar Halldórsson cand. mag.). b) Húsfreyjan á Höskuldsstöðum, — erind eftir Matthías Helga- son frá Kaldrananesi (Andrés Björnsson flytur). c) Frá söngmóti Kirkjukórasam- bands Kjósarsýslu að Hlégarði 31. maí sl. d) Vísnaþátturinn (Sigurður Jóns son frá Haukagili). e) Veðurfræðingurinn í litla kot- inu, — frásöguþáttur. (Oskar Stefánsson frá Breiðuvík á Tjörnesi). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (4). 22.20 Djassmúsík í enskum kirkjum, — erindi (Steingrímur Sigfússon organleikari á Patreksfirði). 22.40 I léttum tón: Luis Alberto og og Paraguayos tríóið leika og syngja. 23.05 Dagskrárlok. Skáldið oc| mamma litla sex 1) Almáttugur! Fjórar til eggjahvítur — stendur hérna og ég er búin með öll eggin! Eg get ekki bakað þessa köku.... 2) .... nema þú farir yfir til henn- ar frú Jónínu og biðjir hana að lána mér þetta. 3) Gott kvöld, frú Jónína! Geturðu lánað konunni minni fjórar til sex nýjar eggjavítur! a r i d Hjálpið mér að breiða úr þess- um birki berki, svo skulam við bera lifraefnið á hann. Markús! Hlustaðu! Það er flugvélin. Flýtfcu þér | Farið frá. Við skuium vona að Markús! þetta takizt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.