Morgunblaðið - 18.02.1960, Side 17
Fimmtudagur 18 febr 1960
M OR CT' N nr. 4 fíl Ð
17
I>að er ekki heiglum hent að annast sjúklinginn („miðdegis-
verðargestinn“). — Hjúkrunarkonan í öngum sínum, læknir-
inn dolfallinn, meðan gesturinn gerir rólegur sínar daglegu
jólaæfingar. — (Myndin sýnir: Árna Tryggvason, Guðrúnu
Þ. Stephensen og Brynjólf Jóhannesson í hlutverkum sínum).
Þórunn Juel Henningsen
— Minningarorð
Lög um lögreglumenn
verði endurskoðuð
Þingsályktunartillaga flutt þess efnis
LÁTIN er í Kaupmannahöfn Þór-
unn Juel Henningsen. Hún var
fædd að Daðastöðum í Presthóla-
hreppi 11. maí 1900. Voru for-
eldrar hennar hjónin Stefán Þor-
steinsson og Ingibjörg Jónasdótt-
ir, sem þá bjuggu góðu búi að
Daðastöðum. Þórunn kom á
barnsaldri í fóstur til Árna Gísla-
sonar frá Lambanesreykjum og
konu hans, en föður-systur sinn-
ar, Guðbjargar Þorsteinsdóttur,
og ólst hún upp hjá þeim hjónum
og var heimilismaður þeirra, unz
hún giftist. Þær voru þannig upp
fóstraðar saman Þórunn og Kri-
stín Árnadóttir, sem fluttist á
ungum aldri til Vesturheims. Var
mjög ástúðlegt með þeim fóstur-
systrum, enda var og Þórunn ljúf
og eftirlát fósturforeldrum sín-
um sem dóttir þeirra væri.
Þórunn giftist 1927 Svend Juel
Henningsen, kaupmanni. Hann
var einn þeirra dönsku manna,
sem hér námu land upp úr síð-
ustu aldamótum og gerðust góðir
Islendingar. Vann hann fyrst
sem verzlunarmaður hér í bæn-
um, en stofnaði síðan eigin verzl-
un, sem hann rak um langt skeið.
1936 fluttusf hjónin til Kaup-
mannahafnar og bjuggu þar, unz
Henningsen andaðist 1948. Þau
hjón áttu eina dóttur barna,
Agnethe Marie, sem nú er gift
Elith Foss, kunnum leikara við
konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn. Hjá þeim dvaldi Þór-
unn á kyrrlátu og góðu heimili
þeirra síðustu árin og undi vel
hag sínum. Var mjög kært jafn-
an með þeim mæðgum og hjónin
bæði mjúklát og nærgætin við
Þórunni. Þá voru og hændir að
henni litlu Foss-bræðurnar, dótt-
ursynir hennar, og eru þeir nú
þrír orðnir.
Svend Juel Henningsen var á
sínum tíma maður í góðum efn-
um. Um þær mundir er þau Þór-
unn giftust, hafði þó gengið tals-
vert af honum og var hann þá að
vísu bjargálna maður, en eigi fé-
ríkur. Hins vegar var hann vand-
aður maður til orðs og æðis og
hinn mesti drengskaparmaður.
Sjálf var Þórunn góð kona og
alúðleg og unni vel bónda sín-
um og heimili. Það var því að
vonum, að hjónaband þeirra yrði
hið ástúðlegasta. Kunni og hús-
móðirin vel á að halda efnun-
um, þótt eigi væri ævinlega auð-
ur í búi. Héldu þau og jafnan
vel og skörulega heimili sitt og
aldrei mun nokkur maður hafa
heyrt annað en þar væri nóg fé.
Það var því að vonum að þau
hjónin yrðu vinsæl og vel metin.
Svo var og með löndum í Kaup-
mannahöfn, að þeir hændust að
hemili Henningsenshjónanna, og
unglingum að heiman, þeim er til
þeirra leituðu, tóku þau sem
börn þeirra væru.
Þórunn Juel Henningsen myndi
hafa orðið sextug 11. maí 1960, ef
henni hefði orðið svo langs lífs
auðið. Höfðu nokkrar vinkonur
heimar hér í bænum komið sér
saman um að bjóða henni heim
hingað á afmæli hennar. Hlakk-
aði hún mjög til að fljúga með
farfuglum heim og vitja fornvina
sinni þó hafði hún einhvern tíma
orð á því, að þetta væri líklega
of gott til að geta gengið fram.
Svo fór og, enda tjóar eigi um
að sakast. Allt um það var Þór-
unn hinn mesti gæfumaður. Hún
átri því láni að fagna að hljóta
gott og traust uppeldi prúðra fóst
uríoreldra, eiga mætan mann og
með honum góða dóttur, sem hún
unni mjög. En bezt var vega-
nestið, sem henni var meðfætt,
góðar gáfur, dyggð og trú-
mennska og fyrst og síðast glöð
lund og æðrulaus bjartsýni.
Hún verður jarðsungin í dag í
Friðriksbergs kirkju.
TVEIR þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins, þeir Magnús
Jónsson og Jónas G. Rafnar,
flytja í sameinuðu þingi til-
lögu til þingsályktunar um
endurskoðun laga um lög-
reglumenn. Er tillagan á
þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að láta í samráði við
Samband ísl. sveitarfélaga endur-
skoða gildandi lög um lögreglu-
menn. Skal að því stefnt, að
endurskoðun þessari verði lokið
fyrir næsta reglulegt þing.
1 greinargerð segir svo:
Aðalákvæðin um skipan lög-
reglumála er að finna í lögum
um lögreglumenn, nr. 50 12. febr.
1940. Eru þar m. a. settar reglur
um hlutdeild ríkissjóðs í greiðslu
löreglukostnaðar, um ríkislög-
reglu og og löggæzlu utan kaup-
staða.
Nauðsynlegt er að endurskoða
ýmis atriði laga þessara með
hliðsjón af fenginni reynslu,
s. u. s.
Framhald af bls. 13.
að sýna næsta ár leik, sem hef-
ur listrænt gildi, þótt óvíst sé
hvort „gangi“. Þannig hefðu við
ekki getað sýnt „Þrettándakvöld"
Shakespeares í fyrra, ef leikrit-
ið sem við sýndum þar áður,
„Vængstýfðir englar“ hefði ekki
skilað þeim ágóða, sem það gerði.
— Er nokkuð sem þú vildir
taka fram að lokum, Þorstemn?
— Eg vildi þakka öllum þeim,
sem hafa aðstoðað okkur á einn
eða annan hátt. Sérstaklega vil
ég geta leikstjórans, Helga Skúla
sonar, sem hefur verið okkur ó-
metanleg hjálp. —
Undir þau orð tóku allir leik-
endur.
★
Þá látum við þessu stutta rabbi
um Herranótt lokið. Þar er mikið
starf af höndum leyst, og það
starf ávaxtar sig ríkulega. Það
hvílir sérstakur blær yfir sýning-
um á Herranótt, blær, sem hvergi
finnst annars staðar í leikhúsum
vorum. Og þó ekki væri nema
af þeirri ástæðu, mega þær aldrei
niður falla. En fleiri ástæður
koma til greina. Ein er sú, að
Herranótt Menntaskólar.s er ein
hinna fáu erfðarvenja, sem til eru
í skólum okkar — önnur hið fé-
lagslega gildi hennar. En veiga-
mesta ástæðan er e. t. v. sú, að
við áhorfendur megum hreinlega
ekki verða af þeirri ánægju, sem
hún veitir okkur. Um það getur
hver og einn sannfærzt, sem sér
sýningu á Herranótt 1960.
Ó. B. T.
Somkomur
Z I O N, Oðinsgötu 6A. — Al-
menn samkoma í kvöld kl. 20,30.
i Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
K. F. U. K. ud.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Hug-
leiðing, Þórir Guðbergsson.
Sveitastjórarnir.
K. F. U. M. ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Doctor
Árni Árnason talar. Efni: Kristin
maður og samfélagið.
Allir karlmenn velkomnir.
Fíladelfía:
Almenn samkoma kl. 8,30. Guð
mundur Markússon og Sigríður
Jónsdóttir tala. Allir velkomnir.
1 Fagnaðarerindið boðað á dönsku
| i Betaníu, Laufásveg 13,
hvert fimmtudagskvöld kl. 8,30.
Allir velkomnir. Helmut Leich-
( senring og Rasmus Prip Biering
tala.
einkum þau, sem nefnd eru hér
að framan.
Ákvæðin um hlutdeild ríkis-
sjóðs í greiðslu kostnaðar við lög
gæzlu í kaupstöðum eru ósann-
gjörn og leiða til misréttis. Er
næsta vafasamt að setja það skil-
yrði fyrir greiðslu ríkissjóðs, að
tiltekinn fjöldi lögreglumanna sé
í kaupstað, enda þótt bæjaryfir-
völd telji ekki þörf svo margra
löggæzlumanna. Er eyðslan þann
ig beinlínis verðlaunuð.
Þá er og nauðsynlegt að setja
skýrari ákvæði en nú eru um
ríkislögreglumenn og staðsetn-
ingu þeirra.
Á síðustu árum hafa í flestum
sýslum landsins verið settar
reglugerðir um löggæzlu á sam-
komum. Er hér um hið mesta
nauðsynjamál að ræða. Margar
þessar reglugerðir hafa ekki enn
fengizt staðfestar vegna óljósra
ákvæða í lögum um skyldu ríkis-
sjóðs til hlutdeildar í kostnaði
við löggæzlu þessa. Nauðsynlegt
er, að fullt samræmi sé milli
ákvæða um löggæzlu á samkom-
um í öllum héruðum, og virðist
eðlilegast, að skýr ákvæði séu
um þetta efni í lögum um lög-
reglumenn, þegar löggæzla þessi
er orðin svo almenn.
Loks má á það benda til frek-
ari rökstuðnings fyrir tillögu
þessari, að með hverju ári fjölg-
ar þeim stöðum, sem fá sérstaka
fjárveitingu í fjárlögum til lög-
gæzlu á vissum tímum árs. Hætt
er við, að fjárveitingar þessar séu
nokkuð handahófskenndar, því
að ógerlegt er fyrir fjárveitinga-
nefnd Alþingis á hverjum tíma
að tryggja samræmi og rétt hlut-
fall í fjárveitingum þessum. Er
því nauðsynlegt að reyna að
setja fastar reglur fyrir slíkum
greiðslum lögreglukostnaðar.
Þar sem mál þetta er sameig-
inlegt hagsmunamál ríkis og
sveitarfélaga, þykir eðlilegt, að
haft sé saihráð við Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga við endur-
skoðun þessa.
Höfðu skotið
brumhnöppum
UM HELGINA fór hópur manna
með Guðmundi Jónassyni á ein-
um bíla hans, austur í Þórsmörk.
Fyrst var ekið inn í Fljótshlíð að
Fljótsdal, en þaðan var ekið aust
ur yfir Márkarfljót, sem rann þá
í þrem vatnsmiklum álum. Ekið
var inn í Húsadal, en þaðan var
gengið yfir hrygginn, yfir 1
Langadal, að sæluhúsinu og gist
þar. Veður var gott og sunnudag-
urinn rann upp bjartur og heið-
ur. Einn farðalanganna hefur
skýrt Mbl. svo frá að á sunnu-
dasmorguninn hafi hópurinn
gengið á Valahnúk. í norðurhlíð-
um- hans blasti við ferðafólkinu
óvenjuleg sjón á þessum tíma
árs: Grávíðirinn og gulvíðirinn
voru farnir að skjóta brumhnöpp
um. Þennan dag var þó nokkurt
frost, en hlýtt heur verið þar í
hinum langvinna hlýindakafla
sem gekk yfir landið á dögun-
um.
I. O. G. T.
St. Andvari nr. 265
Afmælisfagnaður í Góðtempl-
arahúsinu. Kl. 8,30 stundvíslega
skemmtunin sett, Benedikt Bjark
lind, stórtemplar. Ávarp. Kjart-
an Olafsson, ÆT. Dansað til kl.
9.45. Kaffihlé Upplestur ljóða,
Gunnar Dal. Leikþáttur. Dansað
til kl. 12. — Afmælisnefndin,
Ungmennastúkan Hrönn nr. 9.
Munið Borgarnesferðina á laug
ardaginn 20. febr. Farmiðar seld
ir í Góðtemplarahúsinu í dag
milli 5—7. — Stjórnin.
Stúkan Frón nr. 227. — Fundur
fellur niður í kvöld. Skemmti-
kvöld laugard. 20. þ.m. Verður
auglýst í laugardagsblaðinu. Æt.
Skrifstofustarf
Stórt fyrirtæki í miðbænum vantar unga stúlku eða
ungan mann til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta
nauðsynleg. Tilboð merkt: „Framleiðsla — 9741“
sendist Morgunblaðinu.
OPEL KAPITAN ‘59
til sölu.
Uppl. í síma 16333 eða 35743.
Einbýlishús (raðhús)
tilbúið undir tréverk í Laugarneshverfi til sölu.
Húsið er 2 hæðir og kjallari, 70 ferm. að flatarmáli.
STEINN JÓNSSON, HDL.,
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 19090 —
14951.
LÖGMANNAFÉLAG ISLANDS
Orðsending
Þeir félagsmenn sem ætla að gerast stofnfélagar
í lífeyrissjóði lögmanna tilkynni þátttöku sína til
stjórnar félagsins fyrir 25. þ.m.
STJÓRNIN.