Morgunblaðið - 18.02.1960, Qupperneq 20
JiiprpmMa
Geislavirkni
— sjá bls. 11.
40. tbl. — Fimmtudagur 18. febrúar 1960
Fagnar gerðum
ríkisstjórnarinnar
HAFNARFIRÐI: — Bæjarstjórn
Hafnarfjaröar samþykkti á fundi
sínum í fyrradag eftirfarandi til-
lögur:
1) Bæjarstjórn fagnar því, að
núverandi ríkisstjórn hyggst
beita sér fyrir nýjum tekjustofn-
um fyrir bæjar- og sveitafélög,
sem geri þau eigi svo einvörð-
ungu háð útsvarsálögum, sem
fram til þessa hefir verið. Vænt-
Ir bæjarstjórn þess, að framhald
verði á þessari viðleitni og aukn-
Um skilningi stjórnvalda á nýjum
tekjuöflunarmöguleikum sveita-
félaga.
2) Bæjarstjórn lýsir ánægju
sinni yfir þeirri djörfu og raun-
hæfu tilraun, sem gerð er nú af
ríkisstjórn Islands til úrlausnar
þeim vandamálum, er ógna efna-
bagslífi Iands og þjóðar. Lætur
bæjarstjórn í ljós þá von sína, að
ráðstafanir þessar megi mæta
skilningi og velvilja þjóðarinnar,
svo þær fái borið þann árangur
til umbóta í efnahagsstarfsemi
þjóðfélagsins, sem rökstudd
ástæða er til að ætla að þær geri,
fái þær óhindrað að sýna sig í
framkvæmd.
Skip
brynjuð
í GÆR var norðan belgingur
og 8 stiga frost hér í Reykja-
vík. Var því margur höfuð-
staðarbúinn kuldalegur útlits.
Niður við höfnina streittust
menn á móti storminum, sem
stóð ískaldur af hafi. Skip,
sem nýlega voru komin inn í
höfnina, voru klakabrynjuð.
Er tíðindamaður blaðsins brá
sér niður að höfn voru skips-
menn á þýzka eftirlitsskipinu
Meerkatze að hreinsa burtu
klakann af þilfarinu. Þessi
mynd er tekin þar um borð og
sýnir brynjuna framan á
brúnni. — Ljósm.: vig.
Flugvél laskast á
Kotla vxkurtlutfveUi
ÍCLUKKAN 15 í gær skemmdist
floteflugvél í lendingu á Kefla
víkurflug velli. Flugvélin, sem var
af Neptune-gerð ætlaði að lenda,
en lenti til hliðar við flugbrautina
um það bil 3—1 hundruð fet frá
Ber sig
eins og
hetja
Patreksfirði, 17. febr.
1 GÆR hafffi fréttaritari
Mbl. á Patreksfirði tal af tog-
arasjómanninum, sem slas-
aðist svo illa við vinnu sína
á togaranum Þorsteini
Þorskabít sl. þriðjudag, að
taka varð af honum hægri
handlegginn í sjúkrahúsinu
á Patreksfirði. — Bar hann
sig eins og hetja og kvaðst
ekki finna til óþæginda —
nema frá deyfingunni, að
öðra Ieyti liði sér vel.
Bæði héraðslæknirinn, sem
framkvæmdi aðgerðina, og
hjúkrunarkonan bjuggust
við að hann fengi háan hita
eftir aðgerðina, en sú varð
ekki raunin — og er hann
hitalaus með öllu.
Héraðslæknirinn og skip-
stjórinn á Þorsteini Þorska-
bít láta mjög af kjarki
mannsins og þreki. Auk þess
sem handleggur hans tætt-
ist sundur rifnaði hann svo
mikið undir holhendinni, að
slagæðin varð nakin. Sagði
héraðslæknirinn, að litlu
hefði munað að hún færi í
sundur og hefði honum þá
blætt út á þrem mínútum.
Maðurinn heitir eins og áð-
ur er sagt Bergsteinn Þórar-
insson frá Ytri-Gjábakka í
Vestmannaeyjum, 26 ára að
aldri.
brautarendanum. Stakkst flugrvél
in á nefið og mun nefhjólið
hafa brotnað og flugvélin laskazt
eitthvað meira.
Engin slys urðiu á áhöfn flug-
vélarinnar og ekki kviknaði held
ur í henni. Orsakir slyssins munu
vera í rannsókn.
Ekki náðist til liðsforingjans
á Keflavíkurflugvelii, sem gefur
blöðunum upplýsingar, og veit
blaðið því ekki um tidrög slyss-
ins.
Ársháfíð Sjálf-
sfæðisfélaganna
Patursson virð-
í Kefiavík \ist ráða
SÍÐASTLIÐINN laugardag héldu
Sjálfstæðisfélögin í Keflavík árs-
hátíð sína. Var þar fjölmenni
saman komið og fagnaður hinn
bezti.
Ólafur Thors, forsætisráðherra
og Matthías Á. Matthíesen,
þingm. flufctu ræður á fundinum,
en auk þess fóru fram ýmis
skemmtiatriði.
Alexander Magnússon, for-
maður Fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna stjórnaði hátíðinni,
sem fór hið bezta fram.
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag
kom Patreksf jarðartogarinn
Gylfi til Trangisvogs í Fær-
Kójiavogur
Seltjarnarnes
í DAG eru síðustu forvöð að
tryggja sér miða á þorrablót
Sjálfstæðisfélaganna, sem verður
haldið nk. föstudag kl. 8,30 í
samkomuhúsinu á Garðaholti.
Miðapantanir í Kópavogi í
síma 19708, kl. 6—8 í kvöld og á
Seltjarnarnesi í símum 12296,
14434 og 14637.
Fékk vír-
agnir í auga
PATREKSFIRÐI, 17. febrúar —
Sl. mánudag sótti Björn Pálsson,
flugmaður, hingað til Patreks-
fjarðar 17 ára færeyskan pilt,
Andor Björkhamar að nafni, en
hann hafði slasazt á auga úti á
sjó og var illa haldinn.
Piiturinn er á bát frá Bolung-
arvík og var að höggva vír, er
slysið varð. Hrukku agnir úr vírn
um í annað augað og særðu það.
Hannes Finnbogason, héraðslækn
ir, tók á móti piltinum, þegar er
báturinn kom með hann hingað
inn. En þar sem hann taldi sig
ekki hafa aðstöðu til að vita,
hvort nokkuð væri eftir í aug-
anu og hvort það hefði skemmzt,
var Björn Pálsson beðinn um að
sækja piltinn. Lenti Björn sama
dag í fjöru við sandodda innan
Vatnseyrar og flaug með piltinn
til rannsóknar suður.
eyjum á heimleið frá Þýzka-
landi. Ætlunin var að sækja
þangað 12—15 sjómenn, sem
fara áttu á Patreksfjarðartog-
arana tvo. — Búizt var við
því, að skipið hefði aðeins
stutta viðdvöl í Færeyjum, en
héldi síðan áfram ferðinni
heim.
Seint í gærkvöldi barst út-
gerð togarans svohljóðandi
skeyti frá Ingvari Guðmunds
syni skipstjóra, eftir að skip-
ið hafði legið rúman sólar-
hring í Trangisvogi, án þess
að nokkur færeyskur sjómað-
ur byðist til starfa:
„Ekkert útlit málið breyt-
ist. Förum morgun, ef ekkert
lagast“.
Útgerðin hafði þegar sam-
band við skipið, og mun loka-
tilraun verða gerð fyrir há-
degi í dag, en Gylfi síðan
leggja af stað hcimleiðis um
hádegið, hvort sem árangur
næst eða ekki.
Aætlað er að M.s Gullfoss komi
við í Þórshöfn n.k. föstudag á
ieið sinni frá Kaupmannahöfn,
ef 20 eða fleiri Færeyingar panta
far. Auglýst hefur verið þar eft-
ir fólki til starfa í íslenzkum
fiskvinnslustöðvum, á bátum og
á togurum fyrir sömu kjör og
gilda fyrir íslendinga. Ekki er
vitað um áhrif auglýsingarinnar,
en talið mögulegt að eitfchvað af
stúlkum komi til starfa í fisk-
iðjuverum.
Annars er mannekla hjá bát-
unum ekki eins mikil og af er
látið, helzt skortur á beitingar-
mönnum. Hinsvegar munu vand-
ræðin vera meiri hjá ýmsum tog-
urum úti á landi.
8 atkvœða
munur
ALMENNUR fundur var
haldinn í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks, í gærkvöldi.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í Mbl. í gær, höfðu
kommúnistar mikinn við-
búnað fyrir fund þennan og
höfðu smalað þangað öllu
liði sínu. Tókst þeim að
fá á fundinum samþykkta
tillögu, er mótmælti efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnar
innar. Munaði 8 atkvæðum
á tllögu frá formanni Iðju,
en allmargir voru farnir af
fundinum, þegar atkvæða-
greiðslan fór fram, enda
var klukkan nálega hálf
tólf.