Morgunblaðið - 28.02.1960, Side 3
Sunnu’daeiif 79 febrúar 1960
M O *? C T’ v n r 4 ¥) 1 Ð
Hákarlaskipið „Ófcigur“ með seglum í lendingu í Ófeigsfirði. Myndin er tekin árið 1898 og er
heimilisfólkið um borð í skipinu. Guðmundur Pétursson er við stjrið. (Sigrún Guðmunds-
dóttir fra Ófeigsfirði, lánaði Mbl. þessa merkilegu mynd).
Sr. Óskar J. Þorlákssón:
Alvara fösfutímans
„Sjá vér förum upp til Jeru-
salem og mannssonurinn mun
verða framseldur æðstuprest-
unum og fræðimönnunum, og
þeir munu dæma hann til
dauða og framselja hann heið-
ingjunum. Og þeir munu hæða
hann og þeir munu hrækja á
hann og þeir munu húðstrýkja
ha»n og deyða, og eftir þrjá
daga mun hann upp rísa.“
(Mark. 10. 82—34)
Þannig talaði Jesus við læri-
sveina sína um hina síðustu ferð,
þeirra til Jerusalem og vér vit-
um hvernig al'lt rættist eins og
hann hafði sagt og hve minnis-
stæðir þessir atburðir urðu læri-
sveinum hans.
Föstutíminn er helgaður um-
hugsuninni um það, sem gerðist
i þessari síðustu ferð þeirra, og
nú byrjar þessi tími á miðviku-
daginn kemur, en það er sjövikna
fastan.
Hákarlaskipib Ófeigur
Eftir Pétur Guðmundsson bónda
i Ófeigsfirði
I
Ófeigsfirði
FÖSTUDAGINN 11. des. f. á.
flatti herra Jóhann Hjaltason
kennari erindi í útvarpið um
hákarlaveiðar á Ströndum,
eins og þær tíðkuðust á opn-
um áraskipum allt fram til
ársins 1915. í þessu greinar-
góða erindi lýsti höfundur
veiðiaðferðum og útbúnaði til
veiðanna, var í flestum at-
liðum rétt frá sagt, þó gætti
nokkurra missagna í erindi
þessu, eins og oft vill verða
þegar að mestu, eða öllu leyti,
verður að byggja á annara frá
sögn og eru þær tilefni þess-
ara athugasemda.
1 greindu erindi ræddi Jó-
hann nokkuð um hákarla-skip
ið Öfeig, sem faðir minn Guð-
mundur Pétursson átti og
gerði út til hákarlaveiða frá
1876 til 1915. Sagði ræðumað-
ur að skipinu hefði verið vel
viðhaldið og það væri ennþá
í sjófæru standi. Hrósaði hann
okkur, börnum Guðmundar
sáluga fyrir að hafa haldið því
svo vel við. Því miður er þetta
fjarri sanni. Skipinu hefur
ekki verið haldið við, það
hefur aðeins tvisvar verið bik
að utan allan þann tíma, sem
það hefur staðið uppi, um ann
að viðhald hefur ekki verið að
ræða af okkar hendi. Það er
því með öílu ástæðulaust að
hrósa okkur fyrir gott viðhald
ó skipinu.
A f.yrstu árum síðari heims-
styrjaldar var byrjað á við-
gerð á skipinu, en því verki
var aldrei lokið. Kom þar til
hvorttveggja, fjárskortur og
eríiðleikar á að fá hæfa menn
txl að vinna verkið. Kostnað-
ur við þessa viðgerð var, að
mestu greiddur af Þjóðminja-
og Sjóminjasafninu, því þá
var í ráði að flytja skipið á
Sjóminjasafnið. Síðar var þó
frá því horfið. Munu forráða-
menn safnsins hafa talið því
ofviða kostnaðar vegna, að
byggja yfir skipið. Ákveðið
mun vera að láta smíða líkan
af skipinu, en ekki var það
verk hafið þegar ég vissi síð-
ast, að öðru en því að búið
var að gera uppdrátt að lík-
aninu. Eins og að líkum læt-
ur er skipið mjög illa farið,
eftir að hafa staðið uppi óvar-
ið fyrir sól og regni um 26 ára-
bil. Síðast var það notað til
viðarflutninga árið 1933 eða
aldrei færri en 9, svo varla er
hægt að segja að urr, skaðlega
áfengisneyzlu hafi verið að
ræða, en ekki mun það hafa
dregið úr áhuga sumra „karl-
anna“ að eiga von á þessari
hressingu þegar vissu marki
var náð.
Vel rná vera að ýmsum þyki
þessar athugasemdir ekki
skipta miklu máli. En ég lít
svo á, að lýsingar á atvinnu-
og lifnaðarháttum genginna
kynslóða, þurfi og eigi að vera
svo sannar og réttar, sem
kostur er á og efast ég ekki
um að höfundur greinds er-
indis sé mér sammála í því
crni.
Olafsfirði, 10. febrúar 1960.
Pétur GuðmundssoH
ATHUGASEMD
Jóhanns Hjaltasonar
MORGUNBLAÐIÐ hefur sýnt
mér framanritaðar athuga-
semdir Péturs bónda Guð-
mundssonar í Ófeigsfirði. Af
því tilefni vil ég taka þetta
fram:
1. Ég sá hákarlaskipið Ófeig
haustið 1937 eða 38, að því er
mig minnir, og sýndist mér
það líta vel út. Um tíu árum
1934, að mig minnir og gat
varla talizt sjófært.
Jóhann lýsti eldfærum þeim,
sem notuð voru á sjónum.
Sagði hann að pottur sá, sem
eldurinn var hafður i hefði
verið hafður á hvolfi. Þetta
kannast ég ekki við. Ég var
með í öllum hákarlalegum,
flestum viðarferðum og öðr-
um íerðum á Öfeig frá 1905
þar til hætt var að nota skip-
ið. Þessi eldunarfæri voru not
uð í öllum lengri ferðum og
var eldpotturinn ávalt hafður
uppíloft, en gat þurfti að vera
á botninum, svo vel logaði í
þessum einkennilegu hlóðum,
bezt var að það væri ekki
mjög stórt, svo hægara væri
að verjast því að eldur yrði
iaus, því enda þótt járnkeðja
væri hringuð undir pottinn
þurfti alltaf að hafa gát á að
eldur kviknaði ekki út frá
þessum eldfærum, ekki sízt í
viðarferðunum þegar sólskins
hiti var og viður var orðinn
skrælþurr. Aldrei heyrði ég
þess getið að eldfæri þessi
hefðu verið notuð á annan
hátt en hér hefur verið lýst.
Þykir mér því ólíklegt að svo
nafi verið, enda mundi það
varla hafa gefizt ve,.
Eftir því sem ég tók eftir,
hélt Jóhann því fram að
áfengi hefði ekki verið um
hönd haft í hákarlalegum hér
á Ströndum. Ekki er mér vel
kunnugt hver venja hér hef-
ur almennt ríkt í því efni, en
eftir að ég fór að róa á Ófeig
og allt þar til bannlögin gengu
í giidi, var venja að hafa með
í róðri 2 flöskur af áfengi og
mun svo hafa verið, fyrir þann
tíma, um allmörg ár. Þetta
áfer.gi var mjög hóflega not-
að og þegar stutt varð í sjó-
ferð og afli lítill kom það oft-
ast ósnert aftur í land. Það var
yfirleitt notað eftir vissum^-
reglum. Skipverjum var öll- *
um gefið út í kaffið þegai
lifrarkassinn var fylltur, en
hann tók 14 tn. lifrar og svo
aftur þegar skipið var að f A FUNDI bæjarráðs er haldinn
verða fullfermt, en það rúm-
aði 46 tn. undir plitti. Þegar
síðar getur Pétur Jónsson, frá
Stökkum, þess í bók sinni um
Strandir, að skipið sé óbrotið
og órifið, og líti út fyrir að
vera sjófært að mestu. Ekki
efa ég þó, að Pétur í Ófeigs-
firði kunni hér gerst frá að
segja. Hann er líka þannig
gerður maður, að hann mun
ekki kunna því vel að fá þakk
ir fyrir þá hluti, sem hann
telur óverðskuldaða.
2. Um eldfærin er það að
segja, að vel má vera, að ég
hafi misskilið sögumann
minn, og þykir mér það senni-
legt, en hann talaði um botn-
lausan pottgarm, sem notaður
hefði verið í þessu skyni.
3. Um vínnotkunina er þess
aftur á móti að geta, að Pét-
ur miðar hana við annan tíma
en ég, auk þess, sem hún má
vel hafa verið misjöfn hjá ýms
um formönnum og skipshöfn-
um. Ummæli mín, eins og allt
meginefni þáttarins, voru
höfð eftir Ingimundi hreppstj.
á Hellu, og áttu einkum við
síðasta fjórðung 19. aldar.
Að svo mæltu þakka ég
Pétri í Ófeigsfirði athuga-
semdir hans.
Jóhann Hjaltason.
„Öfeigur", þar sem hann stendur nú í nausti. Þess má þó
geta að undanfarin ár hefur skipið verið á hvolfi.
Fyrir flestum er föstutíminn
lítið annað en nafnið tómt, og
lítinn alvörublæ er hægt að sjá
á lífi manna á þessum tíma. Allt
gengur sinn gang, skemmtanalíf
ekki síður en annað og þess verð-
ur lítið vart að fólk haldi í við
sig í mat eða drykk.
En þó eru alltaf einhverjir, sem
eiga sínar kyrrlátu stundir á föst-
unni og lesa píslarsögu Frelsar-
ans og Passíusálmana í einrúmi
og hugleiða efni þeirra og sækja
styrk trúarlífi í þá andlegu fjár-
sjóði, sem í þeim felast.
Passíusálmarnir eru, eins og
kunnugt er lesnir í útvarpið á
hverjum vetri, og þó að erfitt sé
að koma þessum lestri fyrir á
heppilegum stað í dagskránni, þá
verður lestur- þeirra þó áreiðan-
lega til þess, að minna marga á
það, að lesa þá sjálfir í einrúmi
og hugsa um efni þeirra. Vér
þurfum oft að nema lengi staðar,
jafnvel við eitt vers, til þess að
vér fáum komið auga á þau lífs-
sannindi, sem það flytur.
II.
Því er ekki að neita, að þegar
vér hugsum um tilefni föstutím-
ans og þann boðskap, sem hann
flytur, þá hvílir mikill alvöru-
blær yfir þeim frásögnum, sem
snerta pínu og dauða Frelsara
vors. Sumum finnst jafnvel, að
sá alvörublær, sem einkennir
föstuna eigi ekki erindi til nú-
tímafólks. En ég vil spyrja: er
það ekki einmitt hin trúarlega
og siðferðilega alvara, sem nú-
tíminn þarfnast?
Það amast enginn við heil-
brigðri lífsgleði og þeirri gleði-
þrá, sem býr í Kverju heilbrigðu
mnnshjarta, en því miður vilja
menn oft flýja frá þeirri alvöru
og ábyrgð, sem lífið leggur þeim
á herðar.
Reynsla kynslóðanna hefur
verið sú, að einmitt í krossferli
Frelsarans hafa þeir séð sitt eigið
líf og vandamál þess í nýju ljósi
og uppgötvað þau sannindi, sem
orðið hafa þeim til varanlegrar
blessunar.
Ég vil hvetja þá, sem þessi orð
mín lesa, að nota þennan föstu-
tíma, til þess að hugsa um þann
boðskap, sem honum er ætlað að
að flytja. Nýja testamentið geym
ir frásagnirnar um krossferil
Krists, og Passíusálmamir vekja
oss til umhugsunar um þau sann-
indi, sem felast bak við þá at-
burði, sem þar er sagt frá. Þar
sjáum vér oft vort eigið líf, eins
og í spegli.
Föstuguðsþjónusturnar ættu
líka að vera oss tilvalið tæki-
færi, til þess að eiga kyrrlátar
stundir með þeim, sem vilja leita
samfélags við Frelsara einn á
þjáningabraut hans.
Þá munum vér reyna eitthvað
af því, sem Hallgrímur lýsir i
þessu versi:
„Við þennan brunninn þyrstur
dvel ég,
þar mun ég nýja krafta fá,
í þessi inn mig fylgsnin fel ég,
fargar engin sorg mér þá.
Sælan mig fyrir trúna tel ég,
hún tekur svo Drottins
benjum á.“
Ó. J. Þ.
Umferð þungra híla takmörkuð
góðviðri var og líflegur hákarl
kom fyrir að lifur var látin
í poka og höfð ofasé plittun-
um. Mest munu hafa verið
var á þriðjudaginn, var samþykkt
að taka upp strangar reglur varð
andi umferð vörubíla og stærri
flutningabila um Laugaveginn,
Skólavörðustíg neðan Bergstaða-
voru oftast 10—12 manns,
fluttar á land á Öfeigi 56 tn. strætis, Bankastræti og Austur-
lifrar í einum róðri. A skipinu stræti.
Umferðarnefnd, sem fjallað
hefur um þetta mál, sendi bæjar-
ráði tillögur sínar það varðandi.
Samþykkti bæjarráð að mæla
með þessum umferðartakmörk-
unum. Samkvæmt því verður
engum vörubílum yfir eitt tonn
og engum fólksflutningavögnum
stærri en 10 farþega — að sjálf-
sögðu öðrum en strætisvögn-
um, leyft að fara á fyrmefnd-
um götum frá því klukkan 4—6
síðdegis á virkum dögum vik-
unnar öðrum en laugardögum, en
þá gildir bannið frá klukkan 10
—12 árdegis.
Bann á Vesturgötu.
Á þessum sama fundi bæjar-
ráðs var einnig samþykkt að
mæla með því að biðreiðastöður
verði bannaðar á Vesturgötunni,
norðan götunnar, milil Norður-
stígs og Ægisgötu. Þegar er bann-
að að leggja bílum við suðurgang
stéttina á þessu svæði.